Dagur - 21.10.1994, Qupperneq 15
Föstudagur 21. október 1994 - DAGÚR -15
SÆVAR HREIÐARSSON
I ÞROTTI R
Úrslit:
HANDKNATTLEIKUR:
Selfoss-KA 23:23
FH-Stjarnan 24:27
Sl. miðvikudag:
ÍR-HK 29:20
KR-Haukar 30:28
ÍH-Valur 17:27
UMFA-Víkingur 31:28
Staöan:
Valur 7 7 0 0 168:138 14
UMFA 7 50 2181:15010
Víkingur 7 4 21 181:16410
Stjarnan 7 5 0 2 179:165 10
FH 7403 178:168 8
Haukar 7 4 0 3 190:182 8
Selfoss 7 3 22154:167 8
KA 7 22 3175:167 6
KR 7 2 0 5 153:164 4
ÍR 7 2 0 5 163:179 4
HK 7 1 06155:170 2
ÍH 7 007 123:187 0
Handknattleikur 1. deild karla:
Rafmögnuð spenna á Selfossi
- KA og Selfoss skildu jöfn
KA og Selfoss mættust í gær-
kvöld í skemmtilegum leik sem
endaði með jafntefli, 23:23. KA-
menn voru sterkari framan af
leiknum, eins og svo oft áður, en
missti forskotið niður eftir hlé.
KA-menn byrjuðu betur og
komust fljótt í þriggja marka for-
ustu, 1:4. Selfyssingar jöfnuðu 6:6
en við það færðist fjör í KA-menn
að nýju og þeir komust í 6:10.
Þeir náðu þó ekki að halda út fram
að hálfleik og áður en dómarinn
flautaði til leikhlés höfðu heima-
menn minnkað muninn í 8:10.
Patrekur Jóhannesson var allt í
öllu hjá KA í fyrri hálfleik og
skoraði sjö af tíu mörkum liðsins.
Mikill bamingur var í síðari
hálfleik og jafnræði með liðunum.
Selfoss náði að jafna og komst yf-
ir í fyrsta skipti, 13:12, og eftir
það var jafnt á flestum tölum og
mikil spenna í lokin. Selfyssingar
komust yfir 23:22 þegar að tæp
mínúta var til leiksloka en Atli
Þór Samúelsson jafnaði þegar um
hálf mínúta var eltir með góðu
gegnumbroti og glæsilegu marki.
Heimamenn voru meó boltann
síðustu sekúndumar en vöm KA
var sterk. Einar Gunnar Sigurðs-
son tók síðasta skotið þegar um
fimm sekúndur voru til leiksloka
en Sigmar Þröstur Óskarsson
varöi og lokastaðan 23:23.
Vamarleikurinn var í góðu lagi
hjá KA í leiknum en sóknarleikur-
inn aó sama skapi ekki burðugur.
Leikmenn voru greinilega ekki
nógu ferskir og sóknaraðgerðir
ekki nógu markvissar. Þeir skutu
allt of snemma og spiluóu ekki
upp á nægilega góð færi.
Patrekur mjög sterkur í sókn-
inni í fyrri hálfleik en lítið bar á
honum í seinni. Valdimar Gríms-
son fór í hægra hornió eftir hlé og
skoraói þá fimm af sínum sex
mörkum. KA-menn misnotuðu
fjögur vítaköst í leiknum og það
er of mikió í leik sem þessum.
Mörk KA: Patrekur Jóhannesson
10/3, Valdimar Grímsson 6/2, Valur Am-
arson 3, Atli Þór Samúelsson 2, Jóhann
Jóhannsson 2. Varin skot: Sigmar Þröstur
Óskarsson 9, Bjöm Bjömsson 4.
Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurós-
son 9, Sigurjón Bjamason 3, Björgvin
Rúnarsson 3, Einar Guðmundsson 2, Sig-
uróur Þóróarson 2, Nenad Radsavljevic
2, Grímur Hergeirsson I, Halldór Birgis-
son 1.
Lárus Orri Sigurðsson.
Lárus Orri fór
meiddur útaf
Knattspyrnumaðurinn Lárus
Orri Sigurðsson hefur æft með
enska 1. deildarliðinu Stoke
undanfarna viku og leikið tvo
leiki með varaliðini félagsins. í
gærkvöld keppti hann með lið-
inu gegn Aston Villa en meiddist
eftir hálftíma leik og þurfti að
fara af leikvelli.
Leikurinn endaði með jafntefli
3:3 en Lárus þurfti að fara af velli
þegar staðan var 1:2 fyrir Villa.
Lárus spilaði í stöðu mióvaróar og
hafði staðið sig vel áður en hann
meiddist. Hann lék gegn Dalian
Atkinson og hélt honum vel niðri.
„Ég fór upp í skallabolta með ein-
um mótherja og fékk hnéið á hon-
um í síðuna. Það hefur lent á
vöðva og ég gat ekki hlaupið á
eftir. Þetta er ekkert alvarlegt en
gat ekki komið á verri tíma,“
sagói Lárus Orri eltir leikinn í
gær.
Lárusi var boðið til æfinga hjá
Stoke og fór þangað strax eftir að
hann lék með U21 árs landsliðinu
í Tyrklandi í síðustu viku. Hann
hefur æft ýmist með aðal- og
varaliðinu og segist kunna ágæt-
lega vió sig. Hann var settur beint
inn í varaliðið í síðustu viku í leik
gegn Tranmere Rovers og vannst
sá leikur, 1:0.
Körfuknatileikur - úrvalsdeild:
Leikur kattarins aö músinni
- Tindastóll sigraði Snæfell með 39 stiga mun
Þaó var ekki erfitt fyrir Stólana
að leggja andlausa leikmenn Snæ-
fells að velli í gærkvöldi. Loka-
staðan var 101:62 og sennilega
þarf Tindastóll aldrei að hafa jafn
lítið fyrir sigrinum eins og í gær.
Leikurinn var ekki mjög mikið
fyrir augaó og má segja að Snæ-
fell hafí lítið verió með í leiknum
nema fyrstu tvær til þrjár mínút-
umar en þá kom styrkleikamunur-
inn í ljós og Tindastóll sigldi ör-
ugglega framúr. Heimamenn náðu
mjög góðu forskoti um miðjan
fyrri hálfleik, 40:23, en eftir það
slökuðu þeir aðeins á og það var
tólf stiga munur í leikhléi, 49:37.
I síðari hálfleik voru Stólarnir
meira sannfærandi og rúlluóu yfir
gestina. Leikmenn Snæfells gáfust
alveg upp á lokakaflanum og það
nýttu Stólamir sér. Eins og áður
sagði var lokastaðan 101:62.
Það þótti furðu sæta að Snæfell
skuli ekki hafa lagt sig meira fram
í leiknum þar sem að þetta var
mjög mikilvægur leikur fyrir þá.
Bestu menn heimamanna voru
John Torrey, Omar Sigmarsson,
Hinrik Gunnarsson og Amar
Kárason sem allir skiluðu sínum
hlutverkum mjög vel. GBS/SH.
Leikurinn í tölum: 6:6, 17:10,
23:20, 40:23, 42:30, 49:37 - 51:44,
63:47,78:52, 87:55,96:61, 101:62.
Stig Tindastóls: John Torrey 22,
Omar Sigmarsson 21, Hinrik Gunnarsson
19, Amar Kárason 17, Sigurvin Pálsson
7, Óli Barðdal 6, Páll Kolbeinsson 4,
Halldór Halldórsson 3, Atli Þorbjömsson
2.
Stig Snæfells: Raymond Hilton 21,
Hjörleifur Sigurþórsson 11, Atli Sigur-
þórsson 10, Þorkell Þorkelsson 8, Ey-
steinn Skarphéðinsson 7, Ómar Sveins-
son 2, Karl Jónsson 2, Davíó Sigurþórs-
son J.
Áhorfendur: 400.
Dómarar: Jón Bender og Bergur
Steingrímsson og dæmdu þokkanlega.
Patrekur Jóhanncsson átti stjörnulcik í fyrir hálfleik og skoraði sjö af tíu
mörkum KA.
Körfuknattleikur - úrvalsdeild:
Grindvíkingar
ofjarlar Þórsara
- Birgir Örn Birgisson átti stórleik í vörninni
Stórgóður varnarleikur Birgis
Arnar Birgissonar í fyrri hálfleik
og frábær sóknar- og vamarleik-
ur Kristins Friðrikssonar héldu
Þórsurum inni í leiknum gegn
Grindvíkingum framan af og
voru þeir bestir Þórsara ásamt
Sandy Anderson sem þó á að
geta nteira en hann sýndi í þess-
um leik. Um miðjan fyrri hálf-
leik skoraði Kristinn 9 stig og
var þá jafnræði með liðunum en
í síðari hluta fyrri fór að draga
sundur með liðunum og ljóst að
lykilmenn Þórsara höfðu keyrt
sig út.
Eftir þaó var enginn spurning
hvar sigurinn lenti og um miðjan
síðari hálfleik voru úrslit leiksins
ljós. Þá skiptu bæöi lið byrjunar-
mönnum sínum út af og varamenn
Hinrik Gunnarsson var að vanda í lykilhlutverki hjá Tindastól.
Urslit:
KORFUKNATTLEIKUR:
Grindavík-Þór 106-81
Tindastóll-Snæfell 101-67
Valur-Haukar 80-79
Keflavík-ÍA 112-89
KR-Njarðvík 88-91
ÍR-Skallagrímur 78-73
Staðan:
A-riðilI:
Njarðvík 7 6 0 698:518 14
Þór 7 34592:590 6
Akranes 7 3 4 602:623 6
Haukar 7 34528:558 6
Skallagrímur 7 2 5 504:535 4
Snæfell 7 0 7503:726 0
B-riðill:
Grindavík 7 6 1 720:621 12
Keflavík 75 2731:645 10
KR 74 3578:573 8
ÍR 74 3 570:570 8
Valur 7 3 4 587:622 6
Tindastóll 7 2 5 578:590 4
léku leikinn til enda. Síðustu
mínutumar voru eiginlega hálf-
geróur skrípaleikur en þá spiluðu
bæði lið hraðan bolta og gerðu
mörg mistök og að sama skapi var
lítið um uppstillingar. Bestur í liði
Grindvíkinga var Helgi Jónas
Guðftnnsson sem átti afburða
vamarleik og var sóknarmönnum
Þórsara erfiðastur, stal m.a. mörg-
um boltum frá þeim í sókninni.
Guðmundur Bragason landsliðs-
mióherji lék sáralítið í síðari hálf-
leik og það segir nokkuð um það
hvernig leikurinn þróaóist í síðari
hálfleik. EG/GG.
Leikurinn í tölum: 5:5, 17:7, 25:7,
31:31, 42:39, 54:41 - í hálfleik 60:45. í
síóari hálfleik 67:49,78:55, 92:64 - loka-
staóa 106:83.
Stig Þórs: Krístinn Friðriksson 24,
Birgir Om Birgisson 11, Konráð Oskars-
son 10, Sandy Anderson 10, Einar Val-
bergsson 9, Örvar Erlendsson 8, Haf-
steinn Lúóvíksson 4, Bjöm Þór Sveins-
son 4, Einar Hólm Davíósson 3.
Stig Grindavíkur: Marel Guðlaugs-
son 21, Helgi Jónas Guófinnsson 18, Pét-
ur Guðmundsson 17, Guðjón Skúlason
12 og Bergur Hinriksson 10, Guómundur
Bragason 10, Unndór Sigurósson 8,
Steinþór Helgason 7, Ingi Karl Ingólfs-
son 2.
□ □
□ □
□ U
ÆJm
Q P □