Dagur - 29.10.1994, Side 4

Dagur - 29.10.1994, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 29. október 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREVRI, SlMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1400 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,((þróttir), LJÓSMVNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Tölvan sem mikil- vægt hjálpartæki Fyrir nokkrum árum hóf Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á Kópaskeri, rekstur á Samskiptastööinni Imbu. í byrjun var vélbúnaðurinn einfaldur og komst fyrir í einu her- bergi í húsi Péturs á Kópaskeri. Mál hafa síðan þróast á þann veg að í júní sl. var stofnað hlutafélagið íslenska menntanetið og starfsemi þess er orðin afar víðtæk og óhætt er að segja að menntanetið hafi valdið byltingu í notkun tölvu sem hjálpartækis við kennslu. Tölvubyltingin hefur gengið svo hratt fyrir sig að hinn venjulegi tölvunotandi heima í stofu hefur ekki hugmynd um hvaða möguleikar eru í boði. Það er sem dæmi ekki víst að menn geri sér grein fyrir því að íslenska mennta- netið opnar ekki aðeins leið til tölvusamskipta hér innan- lands, heimurinn allur er undir. Þetta gefur vitaskuld mikla möguleika, er afskaplega þægileg leið til þess að nálgast nauðsynlegar upplýsingar og miðla upplýsingum. Menntanetið gefur möguleika á fjarkennslu og má nefna sem dæmi að Fósturskóli íslands og Verkmennta- skólinn á Akureyri hafa farið inn á þá braut og Háskóli ís- lands býður upp á uppeldis- og kennslufræðinám til handa þeim sem það vantar til þess að fá fullgild kennsluréttindi. í nýjasta tölublaði Tölvumála fjallar Haukur Ágústs- son, kennslustjóri öldungadeildar Verkmenntaskólans á Akureyri, um fjarkennslu um tölvur. í niðurlagi greinar- innar segir Haukur: „Fjarkennsla um tölvur er spennandi svið, en líka viðkvæmt svið. Því verðum við að gæta þess að leiðast ekki afvega og rata í til dæmis þær gönur að gera úr þessu opinbert, nefndastýrt bákn. Það sem gerst hefur á sviði samskipta um tölvur hér á landi, er framtak einstaklinga. Það hefur gefist vel og nýtur nú stuðnings hins opinbera án yfirstjórnar þess. Það, sem gerst hefur í fjarkennslu til þessa á íslandi er líka framtak einstak- linga, sem nýtur einnig stuðnings hins opinbera án yfir- stjórnar umfram það, sem hlýtur að fylgja í öllu skóla- starfi. Látum það vera svo áfram - að minnsta kosti enn um sinn. “ Framtak Péturs Þorsteinssonar forðum daga hefur ekki aðeins vakið athygli hér heima, hróður íslenska mennta- netsins hefur borist út fyrir landsteinana og vakið verð- skuldaða athygli. I UPPAHALDI - segir Svandís, verslunarstjóri í Kjörbúðinni í Kaupangi ferslunarstjór- inn í Kjörbúð- inni í Kaup- angi er í uppá- haldi í dag. Hún heitir Svandís Guð- mundsdóttir og er Skag- firðingur, uppalin á Hrafnhóli í Hjaltadal. Svandís hefur búið á Ak- ureyri um árabil og lengst af starfað sem kokkur á Bautanum á Akureyri eða í 15 ár. í janúar á þessu ári söðlaði hún um og tók að sér verslunarstjórn í Kjörbúðinni í Kaupangi. Svandís sagði að sér lík- aði nýja starfið Ijómandi vel en hún hefði samt ekki sagt alveg skilið við eld- hús Bautans. Hvað gerirðu helst í frístunduin? „Ég geri nú svona sitt af hverju, ióka íþróttir, les og vinn hann- yróir en svo bregö ég mér út fyrir íandsteinana þegar tækifæri gefst." Hvaða matur er í mestu uppálialdi hjá þér? „Um þessar mundir eru þaö ítaiskir réttir.“ Uppáhaldsdrykkur? „Kalt íslenskt vatn og Grand mariner.“ Ertu hamhleypa til allra verka á heimilinu? „Já, ég er nú hrædd um það. Ég hef engan annan til aó vinna verkin fyrir mig.“ Er he'dsusamlegt líferni ofaríega á baugi hjá þér? „Já.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Ég kaupi Moggann, Gestgjal'- ann og Nýtt líf.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þær eru tvær, önnur heitir Stjómandinn og hin heitir í fjötr- um.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi lijá þér? „Tina Tumer.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Magnús Scheving.“ Hvað horfir þú mest á í sjónvarpi? „Fréttir og íslenska þætti.“ Á Itvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Davíö Oddssyni.“ Hvar á landinu vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „í Reykjavík." Hvaða hlut eða fasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Ég mundi gjarnan vilja eignast Baðhúsió hcnnar Lindu P.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Ég vcró aö vinna alla helgina hér í Kjörbúðinni í Kaupangi.“ KLJ EITT MEÐAL ANNAR5... JOHANN ARELIUZ Þyngra en tárum taki Þá laust þrumunni nióur. Og geröi ekki boð á undan sér. Púls borgarinnar tauga- veikiunarlega stressaöur og hraöur: sírenuvæl, hemla- ískur, hjólbarðahvæs. Kaos bíla síödegis. Ekki tekiö út meó sældinni aö anda aö sér súld og brælu vélmenn- ingarinnar á alltof rauðu ljósi. Stokkhólmaramir hlaupandi hver um annan þveran á eftir lestum núm- er 10, 11 eóa 29 til aö mynda; í leit aö sæti á grænu línunni, rauðu lín- unni eða bláu línunni. Þeg- ar noröar dregur með þeirri bláu eru flestir aö sunnan um borö, svo og íslending- ar, enda gengur hún undir gælunafninu hvítlauks- hraölestin. Stórborgaramir - sjaldgæf orð í gangabananum hlaupandi í leit aö sæti eftir fullkomlega venjulegan dag á skrifstofunni, eöa var það búðin, rannsóknarstof- an, lögreglustööin, neyöar- gæslan eóa auglýsingastof- an? Einhver bióstofa var þaö allar götur. Ég eins og utangátta, ís- lendingurinn eftir öll þessi ár í landinu langa, löngu- tönginni Skagaströnd. Og ekkert blað til þess aö skrifa á. Ekki einu sinni súkkulaðipappír. Ég horfi hratt og skipulega í kring- um mig í lestinni: hvergi yfirgefiö dagblað né tíma- rit aö sjá: þetta er alversti tími dags til slíkrar könn- unar. Þéttsetinn bekkurinn! Svo ekki var um annað að ræða en taka sig á bara. Tek mig á og stend allt aö því sallarólegur í ör- trööinni og bíö míns tíma. Sé hugmyndin góó, kemur hún aftur. Ef hún er virki- lega þess viröi að eftir henni sé munaó, skýtur hún hikstalaust upp kollin- um á nýjan leik. Og kannski enn betri, sam- þjappaðri og meitlaóri en fyrr og minnir á tilveru sína og knýjandi þörf mína fyrir pappír. Yfirleitt á ég pappír! Og kannski sleppir hún fram af sér beislinu, frjáls eins og fuglinn fljúg- andi eöa James Marshall Hendrix heitinn í fjólubláu fallhlífinni. Aó minnsta kosti reyni ég engar vonlausar sam- ræöur í lestinni. Maður er búinn að fá sig fullsaddan af slíku hér. Þó ég detti alltaf annaö slagið í slíka draumóra aftur, en hrekk þá líka heldur betur upp af þeim. Hvaó er jafnfrá- hrindandi og ísuð þögn? Sakna alltaf Gautaborgar þegar samtalsþráin hellist yfir mig í almenningssam- göngutækjunum. Hræði- legt orð! Þaö var ekki ég sent fann þaö upp... I Gautaborg er yfirleitt einhver glæta, einhver týra, enda Gautaborg meóal annars stærsta hafnarborg Svíþjóöar, hlið vestur- strandarinnar og snýr aö Evrópu... Gæti þetta eingöngu tengst mismunin- um á því að ferðast neöan jaröar og ofan? Meö hrað- skrciðum hámákvæmum lestum eöa skröltandi hæg- fara sporvögnum? Að hluta til, kannski, en fyrst og fremst eru stokkhólmaram- ir úrsvalir og eins langt frá manni og strætin eru breið og kuldalega grá á þessum tíma árs. Þaö er hreinlega langt á milli manna í margföldum skilningi. Þyngra en tárum taki. En venst. Eins og annaó. Enda græt ég ekki lengur yfir því. Er og fæddur og uppalinn á Ak- ureyri og vanur trjám allt úr bemsku. Enda kannski helsti munurinn á íslend- ingum og svíum sá að js- lendingar búa yfirleitt á ís- landi en svíamir aö öllu jöfnu hér. Eitthvaö í þá veruna finnst mér þaó. Og oft er þetta sinnu- eöa áhugaleysi ágætt. Maöur þroskast mikið á því aö vera aleinn innan um fullt af fólki. Lengi og ítarlega. Árum og áratug- um saman. Ein ég sit og sauma segir litla músin; engin kemur aö sjá mig! Manni vinnst kærkomið frelsi þegar maður er skemmtilega stemmdur og utanviö sig og inni í sér aö þæfa eitthvað og bræöa til sköpunar og skrifta. Eitt- hvaö svona að melda slíkt með sér já. En stundum vantar illi- lega einhvum að eiga við einhver algjörlega þýöing- arlaus oró af stangli eöa í bunu um veður og vind, sólina sem skín eða ekki, rigninguna sem lemur rúð- urnar dag eftir dag, hæöina uppörvandi og þá þrykkj- andi lægð. En venst. Eins og annaö. Enda græt ég ekki lengur yfir því. Hafi ég þá nokkurtíma gert þaö. En víst er þaö þyngra en tárum taki.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.