Dagur - 29.10.1994, Side 5

Dagur - 29.10.1994, Side 5
Laugardagur 29. október 1994 - DAGUR - 5 MANNLIF Hagyrðingarnir voru sannarlcga í essinu sínu í Deiglunni. Frá vinstri: Björn Þórieifsson, Reynir Hjartarson, Hjáimar Freysteinsson, Stefán Vilhjálmsson og Pétur Pétursson. Myndir: óþh Hagyrðingar í ham - fjölmenni á hagyrðingakvöldi í Deiglunni sl. fimmtudagskvöld Það er óhætt að segja að „Heitir fimmtudagar“ í Deiglunni á Ak- ureyri haft farið vel af stað sl. fimmtudagskvöld, en ætlunin er að hafa þar allskyns uppákomur á hverju fimmtudagskvöldi í vetur, að minnsta kosti liggur fyrir skipulögð dagskrá til jóla. Sl. fimmtudagskvöld var efnt til hagyróingakvölds og var gífurleg aðsókn, færri komust að en vildu. Hagyrðingamir fóru auðvitað á kostum og því var frábær stemmn- ing í Deiglunni. Hagyrðingarnir sem mættu til leiks voru Björn Þórleifsson, Reynir Hjartarson, Hjálmar Freysteinsson, Stefán Vilhjálmsson og Pétur Pét- ursson, sem sá um stjómina af sinni alkunnu snilld. Ekki má svo gleyma hlut heiðursgestsins, Gests Olafs- sonar, sem Pétur sagði að hafi feng- ist við að yrkja í áttatíu ár. Það var greinilegt að Gestur hefur engu gleymt og fór hann hreinlega á kost- um. Urn tónlistarflutning á þessu hagyrðingakvöldi sáu þau Þórarinn Hjartarson, Rósa Kristín Baldurs- dóttir og Ragnheiður Olafsdóttir. Ekki er ætlunin að prenta hér all- ar þær stórkostlegu vísur sem hag- yrðingarnir köstuöu fram, enda myndi ein opna í blaðinu ekki duga fyrir allt það flóð. Við birtum aðeins nokkur sýnishorn, svona rétt til að varpa ljósi á snilli þessara manna. Það má svo fylgja meö að undirrit- aður heyrði því fleygt að öruggt væri að eftir áramótin yrði aftur efnt til hagyrðingakvölds og er það vel. Pétur Pétursson hafði á blaði hjá sér nokkur þema sem hann bað hag- yrðingana að yrkja út frá. Eitt þem- að var hann sjálfur. Hjálmar Freysteinsson, kollegi Péturs á Heilsugæslustöðinni, sagð- ist lítið hafa ort um Pétur í hálft annað ár, enda hafi hann talið rangt að æsa upp menn sem væru á skil- orði. Þegar Pétur, sem kunnur er af steramálaferlum, fékk á sig skil- orðsbundinn dóm orti Hjálmar: Svo Pétur hcetti að hrella menn, hentug leið var fundin. Þó hann sé til í tuskið enn, er tungan skilorðsbundin. Hjálmar greindi frá því að sést hafi til Péturs í útreiðartúr á Akureyri og hafi hann dottið af bakió og skafið malbikið. Þá hafi þetta orðið til: Einn er lceknir öðrum knárri ógurlegur hestamaður. Sumum finnst hann sýnu skárri síðan hann var malbikaður. Mikill fjöidi fólks sótti hagyrðingakvöldið og er greiniiegt að Ijóðlistin nýtur sem fyrr mikilla vinsælda. Bjöm Þórleifsson sagðist hafa séð símbréf (fax) frá Stefáni Vilhjálms- syni og efst á því hafi staðið Kjöt- iðnaðarsoð, en eins og kunnugt er vinnur Stefán í Kjötiðnaðarstöð KEA. Þá orti Björn: Égfékk í morgun faxi á fremur snúin boð. Kveðskap Stefáns kalla ntá Kjötiðnaðarsoð. Hagyrðingamir veltu sér mikið upp úr þemanu „matarvenjur og veislu- hættir Akureyringa", en mikil blaöaskrif hafa verið um þetta mál að undanfömu. Hjálmar orti: Úr sturtuklefum steikur ber Stefán vert á Bauta. Tilhögun sem talsvert fer i taugar keppinauta. Stefán Vilhjálmsson sagðist vera mikill kaupfélagsmaður og því kæmi aðeins eitt orð til greina sem rímaði við Bauta: Úr sturtuklefum steikur ber Stefán vert á Bauta. Hvort fað hneyksli algjört er ég cetla að spyrja Gauta. Hjálmar Freysteinsson átti í poka- hominu aðra vísu um Stefán Gunn- laugsson og sturtuklefana: Virðist Ijóst að lýðum er lítið gefið um. Steikur þcer sem Stefán ber úr sturtuklefunum. Pétur upplýsti að þessa dagana væru þeir Hjálmar uppteknir við inflú- ensubólusetningu. Stefán varpaði fram eftirfarandi fyrriparti af þessu tilefni: Lceknar bruna unt bce og sveit og beita stungunálum. Og Bjöm botnaði: Lœri fukla Ijúfog heit og lenda í vondunt ntálum. óþh Gestur Ólafsson, fyrrv. kcnnari, hcfur greiniiega engu gleymt. Og Hjálmar kastaði líka fram limru um hrakfarir Péturs á hestbaki: Skaði er hve hann skrámast illafalli’ann hjálmurinn þó heilann verji snjallan. Efveleraðgáð virðist því ráð að láta smíða utanum ’ann allan. Björn Þórleifsson kastaði fram eftir- farandi limru vegna dóms Péturs: Ég þori vart lengur að Ijóða lasta, skamma né hnjóða. Fyrst dcemdur var Pétur í drjúga tvo vetur að lifa sem leiðindaskjóða. Pétur svaraði því til að það væri ákaflega gott að hafa ákveðnu hlut- verki að gegna fyrir ljóólistina í landinu. „En eins og þið sjáið er við ákaflega ratnman reip að draga,“ sagði Pétur. Og hann svaraði fyrir sig: Þóttýmsa fóla ausi ég níði og yndi hafi af sókn og vörn. Aldrei mun ég standa í stríði við Stefán, Hjálmar, Reyni og Björn. ■i 1 " --------A Framsóknarvist Spílakvöld Þriggja kvölda keppní Annað spilakvöld. Framsóknarvíst að Hótel KEA míðvíkudagínn 2. nóvember k!. 20.30. Kvöldverðlaun fyrír hvert kvöld. Góð heildarverðlaun fVrir öll þrjú kvöldin. JRlíír velkomnír. Framsóknarfélag Akureyrar. it ------ . . ------- rj Skóladag- heimilispláss! Á döfinni er að hefja rekstur skóladagheimilis fyrir 6 ára börn og eldri f Hamri, félagsheimili Þórs þar sem skóladagheimilið Hamarkot var áður til húsa. Áhersla verður lögð á að börnin fái góða hreyfingu, enda aðstaöan til fyrirmyndar. Þeir sem áhuga hafa á aó nýta sér pláss þau er verða í boði ef af stað verður farið, vinsamlegast sendi um- sóknir sínar í Hamar við Skarðshlíð, merktar „Skóla- dagheimili." Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 12080. Herrakvöld KA verður haldið í KA-heimilinu laugardaginn 5. nóV' ember nk. Miðaverð aðeins kr. 1.800. Skráning í síma 23482. Sjáumst hressir. Frá menntamálaráðuneytinu Styrkir til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskótastigi. Minnt skal á að heimilt er skv. nýjum reglum um úthlutun að verja allt að fimmtungi heildarúthlutunar til að efla tiltekin svið. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, náms- efnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 18. nóvember nk. á þar til gerðum eyöublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu. Eftir eirm - ei aki neinn! mÉUMFERÐAR Uráð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.