Dagur - 29.10.1994, Side 7

Dagur - 29.10.1994, Side 7
Laugardagur 29. október 1994 - DAGUR - 7 Nú á haustdögum kom það fram í fréttum að Ráðgjaf- ardeild Akureyrarbæjar, í daglegu tali nefnd Félags- málastofnun, þurfti á aukaQárveitingu að halda til að mæta vaxandi þörf fyrir Qárhagsaðstoð við íbúa Akur- eyrar. Deildarstjóri Ráðgjafardeildar er Guðrún Sigurðar- dóttir félagsráðgjafí. Auk hennar starfa fímm ráðgjaf- ar, félagsráðgjafar og einn sálfræðingur hjá deildinni. Starfsmenn deildarinnar sjá um ýmis verkefni auk fjárhagsaðstoðarinnar má nefna barnaverndarmál, al- menna ráðgjöf og félagslegar leiguíbúðir. En hvernig er Qárhagsaðstoð Ráðgjafardeildar hátt- að og hverjir eru það sem einkum þurfa á henni að halda? Blaðamaður Dags gekk á fund Guðrúnar Sigurðar- dóttur til að fá nánari upplýsingar um þá fjárhagsað- stoð sem Ráðgjafardeildin veitir bæjarbúum. „Lög um félagsþjónustu sveit- - Hefur þörfin fyrir þetta net arfélaga setja Akureyrarbæ, eins ekki fariö stigvaxandi á síðustu ár- og öörum sveitarfélögum, þær um? skyldur á herðar að veita fjárhags- „Jú. Á síðustu árum hefur þörf- •4 Guðrún Sigurðardóttir hefúr verið deildarstjóri Ráðgjafardeildar síðan árið 1988. Hún er Vopnfirð- ingur sem kynntist Akureyri á námsárum sínum í Menntaskólan- um á Akureyri og hefur nú fest hér rætur. barnafjölskyldur sem leita til okk- ar, hingað leitar líka töluveróur hópur einstaklinga sem á einhvern hátt á erfitt með að sjá sér fyrir framfærslu." - Vantar þá peninga fyrir dag- legum nauösynjum eða frekar vegna sérstakra útgjalda? „Þaó getur verið hvoru tveggja. Þegar launin eru svona lág þá hef- ur fólk ekkert bolmagn til að tak- ast á við fjárhagsleg áföll. Til dæmis bilun á heimilisbílnum, þvottavélinni eða ísskápnum. Það getur því verið að fjárhagslega áföll séu ástæða umsóknar þó að venjulega gangi dæmið upp. Hins- vegar eru tilvikin flest þar sem tekjur duga ekki fyrir daglegum nauðsynjum. Svo finnum við verulega fyrir auknum erfiðleikum fólks, sér- staklcga barnafjölskyldna, vegna læknis- og lyfjakostnaðar en þaó hefur lengi verið þannig aó lág- „Það er komið út fyrir öll siðræn mörk hvað fólk fær lág laun fyrir fúlla vinnu“ - fjöldi Akureyringa þarf á fjárhagsaðstoð að halda aðstoð. í þessum lögum, í 21. grein, segir: „Fjárhagsaóstoó á vegum sveitarfélags skal vera svo mikil sem nauðsyn krefur. Sveit- arstjón setur reglur um fram- kvæmd fjárhagsaðstoðar að fengnum tillögum félagsmála- nefndar.“ Þetta er sá rammi sem okkur er settur, það eru annars vegar lögin og hins vegar þær vinnureglur sem samþykktar eru af bæjaryfirvöldum. Það má segja að fjárhagsað- stoðin sé eitt af þeim öryggisnet- um þjóöfélagsins sem verður að vera til staðar fyrir alla ef á þarf að halda. Hins vegar er því ekki að leyna að fyrir marga eru það þung spor, að geta ekki aflað fyrir sig og sína og veróa að nýta sér þetta öryggisnet.“ in fyrir fjárhagsaðstoð við einstak- linga og fjölskyldur hér á Akur- eyri vaxið verulega. Á tveimur ár- um hefur umfang fjárhagsaðstoð- arinnar aukist um meira en helm- ing og það hefur verið brugðist við þessari auknu þörf meö auka- fjárveitingum.“ - Hefur þú fundið einhverja sérstaka ástæðu fyrir þessari auknu fjárhagsaðstoð? „Ég held að um marga sam- verkandi þætti sé að ræða. Auðvit- aö eru ástæðumar misjafnar. Margir sækja um vegna atvinnu- leysis, veikinda, of hárrar greiðslubyrði vegna húsnæóis- kaupa, fjárhagslegs áfalls og síð- ast en ekki síst of lágra launa. Það er ljóst að það hefur verió slæmt atvinnuástand hér á Akur- Staðreyndír sem ekki verður litíð fram hjá Örorka Fullur örorkulífeyrir einstaklings með tekjutryggingu er 35.649,- kr. á mánuði. Ef einstaklingurinn býr einn bætist við heimilisupp- bót kr. 7.711,- og ef hann hefur engar aðrar tekjur, svo sem úr lífeyrissjóði, á viókomandi rétt á sérstakri heimilisuppbót sem er kr. 5.304,- Hæstu mögulegar ör- orkubætur fyrir einstakling eru því 48.664.-. Örorkuþegi sem er með bam innan 18 ára á framfærslu fær greiddan bamalífeyri, sem er 10.300,- kr. á mánuói með hverju bami. Atvinnuleysisbætur Hámarks atvinnuleysisbætur til einstaklings era 2.140,- á hvem virkan dag eóa 42.800.- fyrir fjórar vikur, 20 virka daga. Greiddir era 85.65 kr. á virkan dag til framfærslu bams eða 1.713,- fyrir fjórar vikur. Athug- ið að einn líter af mjólk í fjórar vikur kostar 1.708,- kr. Hægt er að fá atvinnuleysisbætur í eitt ár, 260 virka daga samfellt. Ef við- komandi hefur ekki fengió vinnu, tekið þátt í atvinnuátaks- verkefnum eóa farið á viður- kennd námskeið þá fær hann ekki atvinnuleysisbætur um 16 vikna skeið. Laun Samkvæmt upplýsingum Verka- lýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri era byrjunarlaun vcrkafólks samkvæmt taxta félagsins 43.116.- kr. á mánuði fyrir dag- vinnu, sem er 248.75 á tímann. eyri í talsvert langan tíma og þaó er greinilegt samhengi á milli þess og fjárhagsaóstoðarinnar. Þegar um atvinnuleysi er að ræða, jafn- vel þó tímabundið sé, eða sam- drátt í vinnu þá duga ráóstöfunar- tekjur heimilanna einfaldlega ekki til að standa straum af daglegum rekstri heimilisins og fjárhagsleg- um skuldbindingum. Mér finnst það verða skýrara og skýrara á þessum síðustu miss- erum að fólk hefur einfaldlega of lág laun. Dagvinnulaunin eru svo lág að það er ekki hægt að reka heimili fyrir þau og vegna sam- dráttar á vinnumarkaðnum er ekki lengur um aukavinnu og yfirvinnu að ræða í sama mæli og áður var. I mörgum tilfellum er líka aóeins um ein laun að ræða. Til dæmis hjá einstæðum foreldrum, hjónum sem eiga ung börn eóa á heimilum þar sem annar aðilinn er óvinnu- fær vegna veikinda.“ - Eru þaó heimilin þar sem að- eins er urn ein laun að ræða sem þurfa oftast á aóstoð ykkar að halda? „Ég býst viö því að einstæðir foreldar séu fjölmennastir í hópi þeirra sem leita aðstoðar hjá okk- ur. En hjón sem eiga mörg börn eiga líka í verulegum erfiðleikum með að láta enda ná saman. Hins- vegar eru það ekki eingöngu launafólk ræður illa við tann- læknakostnað og nú hefur al- mennur lækna- og lyfjakostnaður lagst þar ofan á.“ - Er algengast aó um einstakar greiðslur sé að ræða? „Já, í raun er alltaf um einstak- ar greiðslur að ræða. Annars vegar er hugsanlega um aðstoð aó ræða tvisvar eða þrisvar á ári en hins vegar er algengast að fólk fái að- stoð í nokkra mánuði, til að kom- ast í gegnum erfióleikatímabil til dæniis vegna skilnaóar eða veik- inda. Það eru undantekningar ef fólk er á framfærslu hjá okkur í langan tíma í senn.“ - Hvað sækja margir um að- stoð hjá ykkur í hverjum mánuði? „Þaó er svolítið misjafnt en í ágúst sóttu til dæmis 84 aðilar um fjárhagsaðstoð hjá hjá stofnuninni. Ágúst er venjulegur mánuður en í nokkrum mánuðum er áberandi mikió álag á fjölskyldur fjárhags- lega og þá sækja ntun fleiri um aðstoð. Desember er þar mest áberandi en fleiri og fleiri fjölskyldur eiga í erfióleikum meó að gera sér og sínum dagamun um jólin. í sept- ember þarf að klæöa bömin fyrir skólann og um páskana eru það svo fermingarnar sem kalla á auk- ið fjármagn," sagði Guðrún. KLJ Að sækja um fjárhagsaðstoð Ráðgjafardeildin er rekin af Akureyrarbæ og því eiga allir sem eiga lögheimili á Akureyri rétt á því að sækja um fjárhagsaðstoð til deild- arinnar. Viðkomandi einstaklingar hringja og panta viðtal hjá félags- ráðgjafa Ráðgjafardeildar og leggja sitt mál fyrir hann. Félagsráðgjafinn þarf að fá að sjá ýmsa pappíra sem varða fjár- hagslcga stöðu viðkomandi fjölskyldu eða einstaklings. Ráðgjafinn athugar fjárhagsstöðu viðkomandi og miðar hana vió þær reglur sem deildin vinnur eftir og eru samþykktar af Bæjarráði Akureyrar. Þessi vinnurammi er hliðstæður þeirn sem er í gildi hjá Tryggingastofnun ríkisins á hverjum tíma. Fundur ráðgjafanna sem starfa á Ráðgjafardeildinni fjallar um fjárhagsbeiðnina og tckur ákvörðun um hana hafi deildin til þess um- boð. Ef svo er ekki, þá er málinu vísað til félagsmálaráðs og jafnvel til bæjarráðs. Ef um aðstoð til lcngri tíma er að ræða þá þarf viðkomandi ein- staklingur að óska eftir henni mánaðarlega. Fjárhagsaðstoðin verður aldrei sjálfvirk heldur er hver einasta umsókn metin hverju sinni. Að mati Guðrúnar Siguróardóttur er meðaltalsbeiðni um fjárhagsaðstoð á bilinu 25-50 þúsund krónur. Algengast er að um 20-30 þúsund króna aðstoð sé að ræða. Ýmist er aðstoð veitt í formi láns eóa styrks og ræðst það af aóstæóum umsækjanda. TIL LEIGU verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á ann- arri hæð, Skipagötu 18, ca. 95-105 fm. Upplýsingar gefur Fasteignasalan Holt, sími 21967.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.