Dagur - 29.10.1994, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. október 1994
Reykir bamið þitt?
í byrjun október birtust niðurstöður úr könnun sem gerð var í
apríl á reykingum og reykingavenjum grunnskólanema á aldrin-
um 10-16 ára. Könnunin var gerð á vegum héraðslækna í sam-
vinnu við Krabbameinsfélagið og fræðslustjóra. Samskonar
könnun var gerð árið 1990.
Samkvæmt könnuninni er mjög lítið um reykingar hjá 10-12
ára börnun en hinsvegar hafa reykingar aukist í aldursflokknum
12-16 ára. I niðurstöðum könnunarinnar kemur meðal annars
fram að á Norðurlandi vestra reykja 5,5% barna á þessum aldri
daglega og á Norðurlandi eystra 4,4%, um verulega aukningu er
að ræða frá því árið 1990. Þá reyktu 2,1% barna á aldrinum 12-
16 ára daglega á Norðurlandi eystra en á Norðurlandi vestra var
samsvarandi tala 2,9%.
Olafur H. Oddson er héraðslæknir á Norðurlandi eystra.
Komu niðurstöður könnunarinnar læknum á óvart?
„Nei, þessar niöurstöóur komu
okkur í raun ekki á óvart. Þær stað-
festu grun sem viö höfðum haft í
nokkur ár um að það góða ástand
sem var í reykingamálum grunn-
skólanema fyrir og um 1990 væri
ekki lengur til staðar. I könnuninni
sem var geró 1990 voru daglegar
reykingar 12-16 ára grunnskóla-
nema minnstar á Norðurlandi
eystra og Norðurland vestra var í
næst neðsta sæti en þar reyktu
2,9% bama á þessum aldri dag-
lega. Þá sást varla nokkur krakki
reykja en grunurinn sem var stað-
festur nú byggðist á því að fleiri og
fleiri krakkar sjást út undir veggj-
um hér og hvar með sígarettur eða
annað tóbak.“
Sumir skólar reyklausir
en umtalsverðar reykingar
í öðrum
,Hins vegar er ástandið mjög mis-
munandi milli skóla og einnig
milli bekkja og bekkjardeilda. Það
Ekki bíða fram
á unglingsár
með að skýra
barninu þínu
frá skaðsemi
reykinga, byrj-
aðu strax.
er athyglisvert að hér á Noróur-
landi eystra hefur ekki orðið vart
við þessar auknu reykingar grunn-
skólabarna í skólum sem eru í
sveitunum heldur eingöngu í þétt-
býlisskólum.“
Ólafur H. Oddsson.
það í könnuninni?
„A Noróurlandi eystra segjast
tveir þriðju hlutar þeirra sem
Frábær árangur
í Dalvíkurskóla
í grunnskólanum á Dalvík
reyktu 8,7% nemenda dag-
lega árið 1990 en nú reykja
einn eða tveir nemendur af
245 eða 0,8%. Þórunn Bergs-
dóttir hefur verið skólastjóri
Dalvíkurskóla síðastliðin sex
ár. Þórunn, þið hafið náð eft-
irtektarverðum árangri á
þessu sviði, hver er skýring-
in?
„Krakkarnir okkar eru bara
svo frábærir, það er góður og
heilbrigður andi í unglinga-
hópnum. Hér á Dalvík hjálpast
líka allir að sem koma að mál-
cfnum bama og unglinga.
Samstarfið er virkilega gott á
milli skólans, æskulýðsfull-
trúa, félagsmálafulltrúa,
heilsugæslu og lögreglu og svo
heimsækir Halldóra Bjarna-
dóttir hjá Krabbameinsfélag-
inu okkur reglulega.
Við höfum lagt okkur fram
við að styrkja sjálfsímynd
bamanna og unglinganna í
skólanum og ef til vill er það
cinmitt það sem skiptir máli.
Þá þarf enginn á sígarettu að
halda til að upphefja sjálfan
sig,“ sagói Þómnn. KU
Dalvík til fyrirmyndar
- En milli staöa eöa bæjarfélaga, er
verulegur munur á reykingum
grunnskólabarna eftir því hvar á
Norðurlandi þau búa?
„A Norðurlandi eystra er tiltölu-
lega mest um daglegar reykingar
12-16 ára bama á Olafsfirði. Þar
reykja 7,6% grunnskólabama dag-
lega. Hinsvegar eru reykingar lang
minnstar á Dalvík eóa 0,8%. Dal-
vík á vinninginn hvað varóar kaup-
staði yfir allt landið. Þar hefur
náðst mjög góóur árangur, en árið
1990 reyktu 8,7% krakka á þessum
aldri á Dalvík daglega en nú er það
sem sagt 0,8% eða 1-2 böm af
þeim 245 sem em í skólanum.“
Tóbaksnotkun er
mismunandi eftir kynjum
- Noróurland eystra hefur nokkra
sérstöðu í þessari könnun á þann
hátt að hér em reykingar helmingi
algengari hjá stúlkum en piltum.
Hver telur þú aö sé skýringin á
því?,
„Eg veit ekki hver skýringin er.
Hins vegar er munurinn ekki eins
mikill ef munn- og neftóbak er tek-
ið með í dæmið. Strákamir nota
það í meira mæli en stelpumar en
þrátt fyrir það hafa stelpumar vinn-
inginn hvað tóbaksnotkun í heild
varðar. Hugsanlega fylgir þetta
ákveðinni fatatísku eða ímynd sem
ríkir hjá stúlkum hér um þessar
mundir."
- En hvers vegna byrja krakk-
amir að reykja, hvað sögóu þau um
forvitnis sakir, en einn þrióji hlut-
inn, 33%, gefur þá skýringu að for-
eldrar reyki. Aðeins 3% segjast
hafa byrjað að reykja vegna þess
að þeim hafi þótt það fínt eða 4
einstaklingar en 5,1% vegna fé-
lagsskaparins eða 7 einstaklingar.“
Er heimilið þitt reyklaust?
„Þess vegna ættu foreldrar að
kappkosta að halda heimilum sín-
um algerlega reyklausum og koma
þannig í veg fyrir að bömin þeirra
þurfi að sitja í svokölluðum hliðar-
reyk. Það má líka segja að ánægju-
legustu tíðindin í könnuninni hafi
verið að reyklausum heimilum hef-
ur fjölgað jafnt og þétt á landinu á
síóustu tuttugu árum frá 17,3% ár-
ið 1974 í 42,6 % árió 1994“
- Skiptir það verulegu máli að
böm þurfi ekki að sætta sig vió
óbeinar reykingar?
„Já, tvímælalaust. Þaö hefur
verið gerð tilraun á því að ef mað-
ur sem aldrei hefur reykt situr í
klukkustund í bíl þar sem reykt er
þá er hann í marga daga aö skilja
nikótínió út úr líkamanum. Reyk-
ingamaðurinn reykir líka í gegnum
filter, en sá sem situr við hlió hans
dregur að sér reykinn án þessarar
hreinsisíu."
Númer eitt
„Ég vil leggja áherslu á það að for-
eldrar geta lagt það á sig fyrir
bömin sín að reykja ekki á heimil-
inu og ekki í heimilisbílnum og
leyfa ekki rcykingar gesta á heim-
ilinu. Ég er ekki þar með að segja
aó foreldrar vcrði að hætta aö
reykja heldur að þau geta borió þá
virðingu fyrir börnunum sínum aö
bjóða þeim upp á hreint loft. Þann-
ig minnka verulega líkumar á efri
loftvega sýkingum bamanna og
reykingum síðar meir. Því að börn
sem hafa vanist þessum hliðarreyk
eru fljótari að venjast reykingum
en þau sem ekki hafa vanist reyk á
heimili sínu. Þaö er á valdi foreldra
að bjóóa börnum sínum frá upphafi
upp á reyklaust umhverfi. Það er
eitt af því sem foreldrar hafa
möguleika á.“
- Abyrgðin er þá fyrst og síðast
foreldranna?
„Auðvitað er það númer eitt á
ábyrgð foreldranna að koma börn-
unum sínum til manns. Það að
vinna gegn reykingum barna og
unglinga er sameiginlegt verkefni,
í fyrsta lagi foreldra, þá skóla og
heilbrigðisyfirvalda,“ sagði Olafur.
KLJ
Snuff, snus
og neftóbak
Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins hefur malað og pakk-
að neftóbak um langan tíma.
Neysla „Gamla neftóbaksins“
sem flestir þekkja sem
neftóbak gömlu karlanna hef-
ur farið minnkandi en í stað-
inn hafa aðrar tegundir barið
dyra. Um er að ræða fínkorn-
ótt tóbak sem er nýlegt á
markaðnum hér á landi og
virðist höfða sérstaklega til
karla frá fermingu til þrítugs.
I könnuninni, sem gerð var á
þessu ári á reykingavenjum
grunnskólanema, kom í ljós að
42,7% 16 ára drengja hafa ein-
staka sinnum notað munn- eða
neftóbak og 8,6% 16 ára pilta
nota það oft. Notkun á þessari
tóbakstegund nær ekki einu
prósenti meóal stúlkna en hún
er þekkt þegar við tíu ára aldur
í hópi drengja. Eftirfarandi
upplýsingar eru byggðar á
fræðsluefni Krabbameinsfé-
lagsins.
Algengast er að um sé aó
ræða notkun á fínmuldu, lykt-
arblönduðu neftóbaki, dry
snuffí, eóa luktsnusi og einnig
munntóbaki í grisjum, moist
snuff og frugtig snus. I þetta
tóbak eru notaðar dökkar og
sterkar tóbakstegundir. Við
notkun tóbaksins þykknar slím-
húðin, bólgnar og dregst sam-
an, hvít skán myndast sem síð-
an veróur brún með tímanum.
Tannholdið dregst frá tönnun-
um og þær losna við lengri
tíma notkun munntóbaks. I
tóbakinu eru ýmis efni sem
geta valdið krabbameini og
spáð er faraldri munnhols-
krabbameina hjá bandarískum
körlum eftir um það bil 20 ár.
Það eru taldar verulega
auknar líkur á að unglingar sem
hafa ánetjast reyklausu tóbaki
fari síöar að reykja. KLJ
Hvers vegna hafa reykingar
bama og unglinga aukist?
1 fréttatilkynningu frá Héraðs-
lækninum í Reykjavík og
Krabbameinsfélagi Reykjavíkur
er leitað skýringa á auknum reyk-
ingum unglinga á grunnskóla-
aldri, þar eru eftirtalin atriði
nefnd sem hugsanlegar skýringar:
Að kaffíhúsum og veitingahús-
um með vínveitingaleyfí hafi fjölg-
að gífurlega á síðustu árum og þar
sé mjög mikið reykt. Þessi hús séu
fyrst og fremst kaffihús á daginn og
séu þá öllum opin. Unglingar geti
hugsanlega mætt snemma og setið
Reykingar 10-16 ára grunnskólabarna í Reykjavík 1994
Tengsl við reykingar annarra heimilismanna
Könnun héröaslæknisins í Reykjavík
Enginn reykir
Faóir reykir
Móðir reykir
Faðir og móðir
reykja
Systkini
reykir (reykja)
Foreldrar og
systkini reykja
0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0
Hlutfallslegar líkur til að barnið reyki ettir því hverjir annarra heimilismanna reykja.
fram á kvöld án þess að eftir sé tek-
ió.
Að rannsóknir vísindastofnana,
eins og Félagsvísindastofnunar Há-
skólans, hafi sýnt að mikil tengsl
séu á milli reykinga og áfengis-
neyslu unglinga, áfengisneysla,
bjór meðtalinn, minnkar hömlur,
m.a. gegn því að taka smók. Sala
bjórs á Islandi hófst árið 1989 ári
áður en reykingakönnunin 1990 var
gerð.
Að svo virðist sem ákveðin
tískusveifla, endurómur hippatíma-
bilsins, standi nú yfir og reykingar
tengist henni. Að reykingar í kvik-
myndum hafi á ný orðið tákn
spennandi og jákvæðra eiginleika.
Að fræðsla um skaðsemi tóbaks
og áróður gegn reykingum kunni
að hafa minnkaó. Áuka verði fjár-
veitingar til fræöslu í skólum.
Að verð á tóbaki sé ekki nægi-
lega hátt og að tóbakskaupaaldur sé
of lágur. Nauðsynlegt væri að
hækka tóbakskaupaaldurinn um 1 -2
ár þannig aó enginn nemandi í
grunnskóla mætti kaupa tóbak. KLJ