Dagur - 29.10.1994, Síða 13
POPP
Laugardagur 29. október 1994 - DAGUR - 13
MAGNÚS GEIR ÚUÐMUNDSSON
GARPSVERK
Eigi einhver tónlistarmaður skilið aó
teljast sannnefndur garpur, þá er það
Neil Young. Þessi tæplega fimmtugi
Kanadamaður hefur nefnilega afrek-
að meira á fjölbreyttari hátt á um þrjá-
tíu ára ferli sínum en flestir aðrir, ef
þá ekki meira en nokkur annar. Afrek
hans og dáðir hafa ekki beinlínis verið
fólgin í því að hann hafi selt fleiri
plötur en aðrir, þó hann hafi svo sem
ekki þurft að kvarta og þá ekki síst í
seinni tíð í þeim efnum, heldur í tak-
markalausum dugnaði og þori að
gera þaö sem honum sýnist, fara sín-
ar eigin leiðir sem víðast, burtséð frá
öðrum lögmálum um fé og frama.
Það hefur auðvitað ekki alltaf gengið
sem skyldi hjá Young, en með þess-
um hætti hefur hann fært rokkheimin-
um meira en flestir aðrir. Um feril
þessa mikla garps hefur áður verið
fjallað hér í Poppi, þannig að nánar
verður það ekki gert nú, en á síðustu
árum hefur Young átt góðu gengi að
fagna og hafa plötur hans hver af
annarri, Freedom, Ragged glory, tón-
leikastórvirkið Weld, Harvest moon
og Unplugged, selst vel. Það gildir
líka um nýjustu plötuna, Sleeps with
angels, en henni hefur verið
mjög vel tekið bæði af plötu-
kaupendum og gagnrýnend-
um. Gagnrýnendurnir hafa
reyndar mest fjallað um texta
Youngs á plötunni, sem líkt og
tónlistin hafa alltaf verið áhrifa-
miklir, en minna um tónlistina,
sem þó líka hefur fengið sitt
hrós. Þykir Young í textum sín-
um beittur sem aldrei fyrr og er
óragur sem oft áóur að benda
á dekkri hliðar mannlífsins.
Bæði í titillaginu og hinu frá-
bæra Change your mind skír-
skotar hann til harmleiksins með
Kurt Cobain og í laginu Safewat
cart fjallar hann um hið ömurlega
líf götuflækinganna, sem víst alltaf
fer fjölgandi í hinum vestræna
heimi. Eru þessi lög og önnur eins
og Prime of life og Driveby mjög
sterk og það er líka Piece of
crap, sem þó er öllu léttvæg-
ara en hin og meira rokk og
ról. Sem bakhjarl eins og svo
oft áöur hefur Young hljóm-
Neil Young. Góður „eins og
venjulega".
sveitina Crazy horse og er
samspilið óaðfinnanlegt líkt
og jafnan áður. Sleeps with
angeles er ekki mesta tíma-
mótaplata ársins, en hún
telst til þeirra betri hing-
að til. Gæðaverk
frá garpi.
• •
SVIFIÐ VÆNGJUM ÞONDIM
Með samblandi af kröftugu
rokki á alþjóöavísu og
ballöðum, vakti Dos pilas
mikla athygli þegar hljóm-
sveitin kom fram á sjónar-
sviðið fyrir alvöru á síðasta
ári og var hún af mörgum
valin sú efnilegasta á árinu
(þ. á m. af ritara Popps).
Gerðu lög eins og Better
times og Out of crack
manni það strax Ijóst að á
ferðinni væri sveit sem
mikió væri spunnið í og
gæti náð langt. Komu
þessi tvö nefndu lög auk
annarra tveggja fyrst út á
safnplötum, en í júní sl.
komu þau aftur út saman
auk þriggja nýrra á fyrstu
plötu Dos pilas. Var þar í
heild um að ræóa gott byrj-
endaverk og góðan for-
smekk af plötu í fullri
lengd, sem boóuð var með
vetrinum. Sú plata er nú
einmitt nýkomin á markað-
inn og kallast My own
wings.
Þróun
Það fer vart á milli mála aó
þeir Jón „junior" söngvari
og félagar hans fjórir í Dos
pilas hafa gengið í gegnum
nokkra þróun á þessum
mánuðum frá því sjö laga
samnefnda platan kom út
til útgáfu My own wings nú.
Krafturinn og melódísku
Dos pilas standa undir væntingum með My own wings.
Hinn nýi söngvari Iron Maiden,
bresku þungarokksgoðanna, Blaze
Bayley, var fyrir skömmu heppinn
að sleppa með líftóruna eftir umferðarslys.
Var Bayley að aka heim til sín í Tanworth á
mótorhjóli sínu þegar hann lenti í árekstri við
aðvífandi bif-
reið. Hlaut hann
nokkur meiðsl á
hné og dvaldist
nokkra daga á
sjúkrahúsi, en
er nú að jafna
sig og kominn
heim.
laglínumar eru sem fyrr fyr-
ir hendi, en tónninn hefur
hins vegar harðnaó til
muna og hljómurinn
skerpst í lagasmíðunum.
Er gítarleikurinn t.d. orðin
áberandi sýróur á köflum.
Kemur samlíking við stór-
sveitir á borð við Sound-
garden og Stone temple
pilots óneitanlega upp í
hugann, sem ekki svo leitt
er að líkjast. Er líka óhætt
að fullyrða að með plötunni
stenst Dos pilas saman-
burð viö hvaða sveit sem
er af svipuðum toga. Er
upptaka Guðmundar Jóns-
sonar og Nick C. Jones til
mikillar fyrirmyndar og í
samræmi við metnaðarfulla
plötu. Erfitt er að taka ein-
stök lög út sérstaklega, en
nefna má titillagið, Living
mind, Preachers og Moon-
light sem dæmi um góðar
smíóar. Alls eru lögin tíu á
My own wings, plötu sem
sýnir unga hljómsveit
komna vel á flug.
ú saga gengur nú í Bandaríkjunum að Michael
Stipe, söngvari REM, hafi meira en lítinn áhuga á
^^að syngja dúett með söngkonunni sérstæðu Tori
Amos. Mun Stipe hafa verið duglegur við að elta tónleika
hennar og ekki leynt aðdáun sinni. Ef af verður, þ.e. að
hann syngi með henni, verður það ekki alls kostar
ókunnugt hlutverk fyrir hann, því fyrr á árinu söng Stipe
með Kristinu Hersh í laginu vinsæla, Your ghost.
Japis-
plöUtr
Japis hefur um nokkurt skeið
verið öflugt í dreifingu á
„frjálsri“ íslenskri útgáfu. Er
fyrirtækið það áfram, en hefur
nú einnig hellt sér af fullum
krafti út í útgáfu. Fara nokkrir
útgáfu- og dreifingartitlar hér á
eftir.
Spoon með söngkonuna Emil-
íönu í broddi fylkingar vakti
mikla athygli með laginu Ta-
boo. Hljómsveitin sendir frá sér
sína fyrstu samnefndu plötu
eftir helgina.
•
Fyrr í ár kom frá trúbadornum
víðförla, Siggu Björns, platan
Blús báðum megin. Er hann
greinilega afkastamikill, því
önnur Iftur dagsins Ijós næstu
daga, sem bera mun heitið Bí-
sinn á Trinidad.
•
Mannakorn hafa ekki átt plötu á
markaðnum í nokkur ár, en nú
er að koma frá Magnúsi Eiríks,
Pálma Gunnars og félögum
þeirra ný plata, sem eflaust
mun vekja mikla athygli. Er þar
um að ræða „unplugged“ plötu
með einum 20 lögum, en um
þessar mundir eru einmitt 20 ár
frá upphafi Mannakorns.
•
Ein vinsælasta nýja hljómsveitin
á síðasta ári var Bubbleflies, en
hún sló hressilega í gegn hjá
ungliðum landsins með
Plötunni The world is still alive.
Á nú að fylgja velgengninni eftir
með nýrri piötu, Pinochio, sem
nú er rétt komin út.
•
Kvennarokkssveitin Kolrassa
krókrfðandi frá Keflavík sigraði
með glæsibrag í Músfktilraun-
um árið 1992 og gaf síðan út í
kjölfarið fína plötu, Drápu. Eftir
um tveggja ára hlé og trommu-
leikaraskipti, strákur í stað
stelpu, er önnur platan komin
og ber hún titilinn Kynjasögur.
•
Maus sigraði í síðustu Músíktil-
raunum og er nú fyrsta platan
þeirra nýkomin út. Nefnist hún
því langa nafni, Allar kenningar
heimsins og ögn meira. Eru
þeir Maus- félagar að sögn á
gömlum nýbylgjunótum á
þessu jómfrúarverki sínu, sem
eflaust vekur athygli hjá mörg-
um.
•
Sigurjón Kjartansson, fyrrum
HAM meðlimur, sendi frá sér
tölvupopplagið Hvert sem er
undir nafninu Olympia fyrr í
sumar. Vakti hann svo mikla
lukku með tiltækinu, að sam-
nefnd plata í fullri lengd varð til
og er nú væntanleg innan
skamms. Forvitnileg plata það.
Er það Smekkleysa sem gefur
Olympíu út, sem og þrjár þær
síðasttöldu hérá undan.
•
Að lokúm má svo geta hér
plötunnar Giants of Yore með
þungarokkssveitinni X-ist. Sem
Exist sendi hún frá sér bráð-
góða plötu árið 1992, sem
nefndist After midnight.