Dagur - 29.10.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 29.10.1994, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 29. október 1994 - DAGUR - 15 UMSJÓN: SÆVAR HREIÐARSSON Hættur á hverju horni Hættumar leynast víða í stórborginni New York og því fékk 3RUCE WILLIS að kynnast við tökur á nýjustu mynd sinni, Die Hard 3. Ofurhetjan, sem er ódrepan- leg í kvikmyndum sínum, var við tökur í einu af skuggahverfum borgarinnar og brá sér fyrir götuhom til að fá næði til að hringja í eiginkonuna, Demi Moore, úr farsím- anum. Það hefði hann betur látió ógert því mitt í samræðum hans vió eiginkonuna birtust tveir heldur ófrýnilegir náungar sem ot- uðu að honum skrúfjámi og geróu sig líklega til aö ráðast aö hon- um. Leikarinn baðst vægðar og sagðist enga peninga hafa til að láta þá fá en það töldu fantamir ekki mjög líklegt. Þegar í óefni virtist stefna birtust tveir aukaleikarar í lögregluklæðum, sem höföu brugðið sér afsíðis til að reykja, og við þaó hlupu þjófamir á brott. Willis, sem almennt er talinn hiö mesta hörkutól, var greinilega lafhræddur og heimtaði að framleiðendur myndarinnar borguðu fyrir lífverði fyrir sig. Brucc Willis var illa lcikinn í þriðju Die ^ Hard myndinni. r SKrofáíaqkr Yvfur "1 að eru alltaf að koma upp | 'V nýjar kynbombur í 1 Hollywood og oft þarf L y ekki mikið til að óþekkt- ar leikkonur veki athygli. Ekki er langt síðan að Sharon Stone var óþekkt leikkona sem eingöngu fékk aukahlutverk í heldur ódýrum myndum en eftir að hafa krosslagt fætuma og sýnt skapahárin í nokkr- ar sekúndur í myndinni Basic Inst- inct hafa stóru hlutverkin og pen- ingafúlgurnar komið til hennar á færibandi. Sú sem er talin vera næsta stórstjama í Hollywood er litla stelpan úr E.T., DREW BAftítY- MORE, sem hefur þrokast mikið frá því hún lék á móti geimverunni smávöxnu fyrir rúmum áratug. Leikstjóri Basic Instinct, Paul Ver- hoeven, vill fá hana til að leika aó- alhlutverkið í næstu ntynd sinni og fylgir sögunni að þar sé á ferðinni önnur erótísk spennumynd og aðal- persónan er nakin meiri hluta myndarinnar. Eílaust bíóa margir spenntir eftir myndinni og munu píra augun í hvert sinn sent fætur eru krosslagðir. Drew Barrymore cr spáð ◄ miklum frama cnda frökk og til í flest. Woody Harr- ^ elson hefur meðfædda hæfi- lcika. Nýjasta myndin hans Oliver Stone heitir Natural Bom Kill- ers og er nú til sýninga í kvik- myndahúsum hérlendis. Þar leikur WOODY HARRELSON fjöldamorðingja sem fer víða til aó lífláta nokkra ólánsama einstakl- inga. Faóir hans Woody er dæmdur morðingi sem nú af- plánar lífstíðardóm í fangelsi og Oliver Stone hefur verið ófeiminn vió að nýta sér þaó í kynningu myndarinnar. Woody sættir sig þó illa við yfirlýsingar leikstjórans en fyrir skömmu sagði Stone í blaðaviðtali að Woody væri að leika föóur sinn og greinilegt væri aö leikaranum væri hætta og ofbeldi í blóð borió. Eins og vænta mátti þá brást Woody reióur við og krafðist þess aö leikstjórinn hætti að nota harmleik fjölskyldu sinnar til að auglýsa myndina. Stone var greinilega hræddur við ofbeldis- hneigó Harrelson-fjölskyldunnar og lofaði að nefna þetta ekki aftur. Fortíðin ásakir Tom Hanks rínistinn og leikarinn TOM HAMKS Æ hefur heldur betur slegið í gegn eftir & að hann fór að taka að sér alvarlegri hlutverk. Hann fékk Oskarinn í fyrra fyrir túlkun sína á eyðnismituðum homma í myndinni Philadelphia og í ár er þaö myndin Fomest Gump sem slegið hefur öll að- sóknarmet. Þar leikur hann einfeldninginn Forrest Gump, sem nær langt í lífinu þrátt fyrir að hafa ekki mikið á milli eymanna. Hanks hafði reynt margt áður en hann varð frægur og oft voru það fíflalætin sem skiluðu bestum árangri. Snemma á ferlinum lék hann t.d í sjónvarpsþáttum sem hétu Bosom Buddies og þóttu þeir heldur misheppn- aðir. Nú skammast Hanks sín mikið fyrir að hafa leikið í þáttunum þar sem hann var lengst af í kvenmannsklæðum. Hann vill ekki að þættir þessir ásæki hann nú þegar hann er oröinn virtui- leikari og hefur boðið 5 milljónir dala, nímlega 350 milljónir króna, fyrir einkarétt á þáttunum. Fregnir herma að hann ætli að eyðileggja öll ein- tökin af þáttunum. Þaó gekk oft illa fyrir framleiðendur myndarinnar Speed, með Ke- anu Reeves og SÖNDRU^BULLOCK í aðalhlutverkum, aó finna nothæf atriði í myndina. Ástæðan var sú að Sandra þoldi spenn- una, sem fylgdi hraóakstri um stræti Los Angeles, heldur illa og oftast þegar vel tókst til við að skapa ógnþrungin atriói missti hún út úr sér miður falleg orð vegna hræðslu og þurfti þá aó taka atriðið upp á nýtt. Þetta var hryllilegt. Þeir þurftu að klippa út öll ljótu orðin sem ég er vön aó nota þegar ég veró hrædd, sagói Bullock og bætti því vió að þessi ávani hennar hafi lengt vinnutíma hennar til muna. Glæsikvcndið Sandra Bullock hefur heill- ^ að margan manninn að undanfornu. r Tom Hanks er vinsæll um þessar mundir scm Forrest Gump en hann skammast sín fyrir leik ◄ sinn í Bosom Buddics. Góð aug- lýsing

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.