Dagur - 24.11.1994, Page 12
Akureyri, fimmtudagur 24. nóvember 1994
afey gsrlií' m§ fið^dir iímml^n
• Tölvugataða
• Frostþolna
• Tölvuvogamiða
• Strikamerki
LIMMIÐAR NORÐURLANDS HF.
Strandgötu 31 • 600 Akureyri
Sími 96-24166 • Fax 96-13035
Leiklistin
blómstrar á
norðaustur-
horni landsins
- Afbrýðisöm eigin-
kona frumsýnd á Rauf-
arhöfn 2. desember
eikfélag Raufarhafnar
frumsýnir leikritið Af-
brýðisama eiginkonu eftir
Gay Paxton og Edward Hoile
í þýðingu Sverris Haraldsson-
ar og Ieikstjórn G. Margrétar
Óskarsdóttur frá Kópaskeri,
2. desember nk. Æfingar hóf-
ust í októbermánuði sl. Hlut-
verkin eru átta talsins en
þetta er farsi sem á sér stað í
sumahúsi á Englandi árið
1936.
Leikurinn verður ekki sýnd-
ur í nágrannasveitarfélögunum,
enda býður fólagshcimilið
Hnitbjörg á Raufarhöfn upp á
mjög gott og stórt leiksvið og
væntir leiklistarfólk á Raufar-
höfn þess að sem flestir heima-
menn sem og íbúar nágranna-
svcitarfélaganna sjái sér fært
að bregóa sér í lcikhús í
skammdeginu og létta lundina.
Leikklúbburinn á Kópaskeri
hyggst frumsýna leikritió 19.
júní, sem_ einnig gengur undir
nafninu í dagsins önn, eftir
systurnar Ióunni og Kristínu
Steinsdætur 20. febrúar næst-
komandi. Auk Kópaskersbúa
og annarra íbúa Öxarfjarðar-
hrepps hafa íbúar úr Keldunes-
hrcppi, tckió þátt í starfscmi
leikklúbbsins.
Leikstjórinn, Oktavía Stef-
ánsdóttir, kemur í lok þcssa
mánaðar til Kópaskers og velur
í hlutvcrkin sem cru 10 talsins
af báðum kynjum en æfingar
hefjast strax eftir áramót. Leik-
ritið fjallar um kvennadaginn
19. júní. Það scgir frá deginum
í lífi rúmlcga fcrtugrar konu.
Þetta er hátíðisdagur í lífi kon-
unnar sem og annarra kvenna
en ýmissa hluta vegna gengur
henni illa að komast af stað til
aó taka þátt í hátíðarhöldum
dagsins. Eiginmaðurinn vckur
hana með kaffi í rúmið og ætl-
ar að bjóða henni út að boröa,
virkilegur höföingi, og hún
nefnir staði sem koma til
greina cn þá tckur hann af
skarið og vclur staó scm fcllur
honum í geð. Hugafarsbreyt-
ingin í jafnréttisátt er því í raun
skammt á veg komin.
Leikklúbburinn fékk nýlega
leigðan hluta gamallar rækju-
verksmióju undir starfsemina
en klúbburinn hcfur verið á
hrakhólum með húsnæði. GG
Áfram veróur hlýtt í veöri
norðanlands. Á Norðurlandi
vestra veróur suðvestan
kaldi og slydduél eða súld í
dag, hitinn veróur á bilinu 1-
8 stig. Á Noróurlandi eystra
verður suðvestan kaldi og
skýjað meö köflum, úr-
komulaust og 0-10 stiga hiti.
Um helgina er spáð suð-
vestan átt og áframhaldandi
hita.
VEÐRIÐ
Skýrsla um hagkvæmni loðnuverksmiðju á Húsavík lögð fram:
„Meginforsenda byggingar loðnuverk-
smiðju er aðgangur að auðlindinni"
- segir Gunnlaugur Stefánsson, formaður Atvinnumálanefndar Húsavíkur
Atvinnumálanefnd Húsavík-
ur hefur fengið í hendur
skýrslu um forkönnun á bygg-
ingu loðnu- og síldarverksmiðju
á Húsavík, sem unnin er af Stef-
áni Jónssyni, starfsmanni At-
vinnuþróunarfélags Þingeyinga.
Fjallað var um skýrsluna á
fundi Atvinnumálanefndar ný-
verið en fullur áhugi er á því að
stefna að byggingu verksmiðju.
Ljóst er þó að bæjarfélagið fer
ekki út í byggingu verksmiðju,
en hugmyndin er að leita eftir
samstarfsaðilum sem eru í þess-
ari atvinnugrein, svo sem út-
gerða loðnuskipa eða annarra
loðnuverksmiðja eins og t.d. SR-
mjöls hf.
„Þetta var fyrst og fremst könn-
un á því hvort bygging vcrksmiðju
hér á Húsavík væri hagkvæmur
kostur en ekki hagkvæmnisút-
reikningar en þeir eru miklu urn-
Sveinn Asgeirsson, hjá Ilringrás hf. og Helgi Bjarnason, starfsmaður Kötlu hf. við beltagröfuna, sem búið var að
skcmma á öskuhaugum Akureyrar í gærmorgun. Mynd: KK
Óskemmtileg aðkoma:
Ruðurnar i grofunni brotnar
- skemmdarvargar á ferð á öskuhaugunum á Akureyri
Hún var heldur óskemmtileg
aðkoman, þegar Sveinn Ás-
geirsson, einn af eigendum
Hringrásar hf. mætti til vinnu á
öskuhaugum Akureyrar í gær-
morgun. Beltagrafa fyrirtækis-
ins hafði orðið fyrir barðinu á
skemmdarvargi eða vörgum.
Búið var að brjóta fimm rúður
af þeim átta sem í vélinni eru og
einnig ljósin. Að auki var búið
að brjóta þrjár rúður í jarðýtu
Akureyrarbæjar, sem notuð er á
öskuhaugunum.
Sveinn sagói í samtali við Dag
að þaó væri hrikalegt að koma að
vinnutæki sínu svona og þótt graf-
an liti ekki beint vel út, réttlætti
ekkert þessa meðferð. Hann sagði
að málið hefði verið kært til lög-
reglu, enda fylgdi því bæði óþæg-
indi og kostnaður.
Tjaran hlóðst á dekkin
Stefán Sveinbjörnsson, skólabílstjóri á Svalbarðsströnd, varð fyrir hcldur
óskcmmtilcgri rcynslu sl. þriðjudag. Um morgunin þcgar hann var að aka
ncmcndum í Hrafnagilsskóla, hlóðst tjaran úr vcgklæðningunni á dckkin og
bifrciðin varð nær óökufær. Einnig er vitað uni ökumcnn fólksbíla sem urðu
fyrir svipaðri rcynslu á þriðjudaginn. Ekki er að fullu vitað hvað veldur því
að þetta gcrist, en mikil vinna var að ná tjörunni af dckkjunum.
Mynd: Halldór.
Beltagrafan, sem cr útbúin nreð
svokölluðum krabba, er notuð til
aó hreinsa brotamálmshauginn á
öskuhaugunum en það cr Sorp-
eyðing Eyjafjarðar scm stendur
fyrir því vcrki. Brotajárninu er
komió fyrir í gámum og það sent
með skipi til vinnslu hjá Hringrás
í Reykjavík, sem aftur vinnur
járniö fyrir útfiutning.
Aó sögn Sveins hefur verkið
gengið nokkuð vel og var stefnt
aó því að Ijúka við aó hreinsa
járnhauginn á öskuhaugunum í
vikunni. Nú er það hins vegar
óvíst og þá ekki síst vegna þess að
fara þarf í lagfæringar á gröfunni
eftir skemmdirnar. Sveinn segir að
nú sé í mun meira mæli farið að
setja brotajárn bcint í gáma og
síðan í vinnslu, í stað þcss að
safna upp haugum hér og þar og
slíkt sé mun einfaldara fyrir alla
aðila. KK
fangsmciri. Einnig þarf að ákvcða
hvcrsu stóra verksmiðju stelnt er á
að byggja. En nieóan ekki helur
verið talaó við þá aðila sem hugs-
anlcga kærnu inn í þetta samstarf
á ég ákaflega erfitt með að tjá mig
frekar um málið. Eins og staðan er
í dag í loðnuveiðinni gct ég ekki
ímyndað mér að margir séu
spenntir fyrir aö taka þátt í upp-
byggingu loðnuverksmiðju á
Húsavík og það er ckki liægt aö
vcra bjartsýnn lyrr en loðnan fer
að vciðast aftur,“ segir Gunnlaug-
ur Stefánsson, formaður Atvinnu-
málanefndar Húsavíkur.
Er nclndin ekkcrt hrædd vió að
markaöurinn sé að mcttast í ljósi
þess að í undirbúningi er aó
byggja loðnuvcrksmiðjur í Helgu-
vík á Reykjanesi og austur á Fá-
skrúðsfirói?
„Jú, en Húsavík cr einn af
tveimur stöóum landsins þar sem
til greina kemur að nota gufu við
þurrkun. Hinn staðurinn er
Grindavík. Mcginforscnda þess að
skynsamlegt sé að byggja loðnu-
verksmiðju er hins vegar aðgang-
ur aó auðlindinni, þ.e. loðnukvót-
anum sem ekki liggur á lausu. Ef
af byggingu verksmiðju veróur
yrði hún staðsett á uppfyllingu
vcstan Kísilskemmunnar cn upp-
fyþingin er cnn ekki til staðar,“
segir Gunnlaugur Stefánsson. GG
Fróbœrt
verð á
plastrimla-
gardínum
Stœrðir:
40x150-180x150
40x210-180x210
Sníðum eftir máii
KAUPLAND
Kaupangi ■ Sími 23565
INNANHUSS-
MÁLNING
10 lítrar
frá
kr. 3.990,-
KAUPLAND
Kaupangi • Sími 23565