Dagur - 02.12.1994, Síða 6

Dagur - 02.12.1994, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 2. desember 1994 HVAÐ E R AE> ÚERAST? Sögufélagsmenn funda Aðalfundur Sögufélags Eyfirðinga verour haldinn kl. 20 næstkomandi mánudagskvöld á lessal Amtsbókasafnsins á Akureyri (gengió inn að vestan). A fundinum flytur Bragi Guó- mundsson, menntaskólakennari, fyrirlestur um ritun ævisagna og heimildagildi þeirra. Ástríður í Blómaskálanum Vín Hinar fullkomnu ástríöur verða efst á baugi í Blómaskálanum Vín kl. 15 á sunnudag. Þá veröa uppákomur frá versluninni Perfect og hárgreióslustofunni Passion og sýnt þaó nýj- asta í hárgreiðslu, jóla- og árshátíðarfatnaðin- um. „Sjálfstæðar konur - lcvennapólitík til hægri“ Á morgun, laugardag, kl. I6 standa sjálfstæð- iskonur á Akureyri fyrir fundi í Alþýóuhús- inu, 4. hæð. Yfirskrift fundarins er „Sjálf- stæðar konur - kvennapólitík til hægri“. Frummælendur verða Guðrún Björk Bjama- dóttir, Amal Rún Qase og Björg Einarsdóttir. Gestur fundarins verður Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Samskonar fundur verður á Sauðárkróki á morgun kl. 14 og þar verða frummælendur Elsa B. Valsdóttir og Nína Margrét Pálma- dóttir. Gestur fundarins verður Pálmi Jónsson, alþingismaður. I kynningu sjálfstæðiskvenna um þessa rabbfundi, sem em um allt land, segir: „Sjálf- stæóar konur hefja nú til vegs og viróingar aðrar áherslur í kvennapólitík en verió hafa ráóandi. í staðinn fyrir árangurslitla kvenna- baráttu undanfarinna ára kynnum við nýja vídd, sem þó byggir á gamalli hugmynda- fræði um sjálfstæði og frelsi allra cinstak- linga. Sjálfstæðar konur telja lífsskoóun þá sem í sjálfstæðisstefnunni felst vera hliðholla konunt og fullyrða að sú stefna sé eina Ieiðin til að ná fram varanlegum lausnum og aukn- um réttindum kvenna. Vinir vors og blóma í Sjallanum Hljómsveitin Vinir vors og blóma sér um fjörið í Sjallanum á Akureyri annað kvöld. Miðaveró er kr. 1300. 1 kvöld veróur Kiddi Big-foot í Sjallanum og sér um að halda uppi fjörinu. Aðgangur ókeypis til miðnættis. Miðaverð kr. 400. Rétt er að minna á að í Samtök um sorg og sorgarviðbrögð: Hátíðarfundur í kvöld - í tilefni af 5 ára afmæli samtakanna Samtök um sorg og sorgarviöbrögð boða til Nefnir hann erindi sitt: j dag er glatt í hátíðarsamveru í Safnaðarheimili Akureyr- döprum hjörtum". arkirkju (stóra sal) í kvöld, föstudag, í til- Einnig vilja samtökin minna á „opió efni þess aó fimm ár cru liðin frá stofnun hús“ 8. descmber og jólafundinn 22. dcs- samtakanna. ember, en þá verða tendruð jólaljós og jóla- hugvekja fiutt. Þann 5. janúar 1995 verður Ræöumaóur verður séra Sigfinnur l>or- Kristján Magnússon, sálfræðíngur, gestur á leifsson, sjúkrahúsprestur á Borgarspítalan- „opnu húsi“. Aðalfundur er fyrirhugaður um, og talar hann um sorg í nánd jólanna. 19. janúar. kvöld verður Akurstjaman meó kynningu á Paris Perfume. Á Góða dátanum veróur Bjami Tryggva í kvöld og annaó kvöld og tekur lög af nýju plötunni. Rúnar Þór og fé- lagar sjá síóan um fjörið í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld. Námskeið í Glerárkirkju Á morgun, laugardag, mun sr. Sigfinnur Þor- leifsson, sjúkrahúsprestur á Borgarspítalan- um, verða meó námskeið á vegum Leik- mannaskóla kirkjunnar. Sr. Sigfinnur mun fjalla um sálgæslu innan kirkjunnar og mióla af víðtækri reynslu sinni á því sviði. Nám- skeióió er haldió í Glerárkirkju á Akureyri og hefst kl. 10.30 og stendur til kl. 17. Boóió verður upp á veitingar og eru allir hjartanlega velkomnir. Upplýsingar og innritun hjá Fræósludeild kirkjunnar í síma 91-621500 eóa í Glerárkirkju í síma 96-12391. Köku- og munabasar í Laugarborg Köku- og munabasar kvenfélagsins Iðunnar í Eyjafjarðarsveit verður í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit nk. sunnudag, 4. desember, kl. 15. Á boðstólum verða tertur, brauó, jólaföndur og margt fleira. Happdrætti og kaffihlaðborð. Líf og §ör hjá „Lífi og §öri“ Rökkurkórinn í Skagafirði hcldur söngskemmtun á aðventu í Tjarnarborg í Olafsfirði á morgun, laugardag, kl. 14 og í Akureyrarkirkju kl. 20 annað kvöld, laugardag. Söngstjóri Rökkurkórsins er Sveinn Ámason og undirleikari Thomas Higgérson. Söhgskráin er fjöl- breytt, eftir innlenda og erlenda höfunda. Einsöng mcð kómum syngja Sigurlaug Hclga Maronsdóttir, Hjalti Jóhannsson, Eiríkur Jónsson og Jóhann Már Jóhannsson, sem einnig Land míns föður á Dalvík Langur laugardagur í Kaupangi Langur laugardagur verður í verslanamið- stöðinni Kaupangi á Akureyri á morgun. Verslanir verða opnar kl. 10-16. Ymis eftir- tektarverð tilboð verða í gangi. Félagsvist í Hamri Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20 verður spiluð félagsvist í Hamri - félagsheimili Þórs á Akureyri. Að vanda verða veglegir vinning- ar í boði fyrir bestan árangur kvöldsins. Fé- lagsvist hefur verið spiluó hálfsmánaðarlega í Hamri í vetur við miklar vinsældir og má vænta þess að engin breyting verði þar á nk. sunnudagskvöld. Desemberfagnaður karlakórsmanna Hin árlegi desemberfagnaður Karlakórs Akur- eyrar-Geysis verður haldinn annaó kvöld, laugardag, í Lóni. Fjölbreytt dagskrá að vanda. Velunnarar kórsins eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið veróur opnað kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20. Þátttaka til- kynnist í síma 22360. Djasstríóið Fitlar á Norðurlandi Djasstríóið Fitlar spilar á Pizza 67 á Akureyri í kvöld, föstudag, kl. 21-24. Annaó kvöld, frá kl. 23, spilar tríóið á Kaffi Krók á Sauðár- króki og síóasti viðkomustaóur tríósins að þessu sinni verður á Bakkanum á Húsavík nk. sunnudag kl. 14-16. Djasstríóið Fitlar skipa tveir Norðlending- ar, Ingvi Rafn Ingvason á trommur og Jón Rafnsson á kontrabassa og Reykvíkingurinn Jóel Pálsson sem spilar á kontrabassa. Tríóið mun flytja fjölbreytta tónlist, jafnt þekkta standarda sem og minna þekkt lög. Gunnar Rafn sýnir í Safnahúsinu Gunnar Rafn Jónsson sýnir nú verk sín í Safnahúsinu á Húsavík, en sýningin var opn- uð í gær. Á sýningunni eru yfir 60 vatnslita- myndir, allar málaðar á þessu ári. Sýningin er opin í dag kl. 15-19, á morg- un og sunnudag kl. !4-19 og mánudag, þriðjudag og miðvikudag kl. 15-19. Það vcrður heldur betur mikió um að vera annað kvöld, laugardag, hjá skemmti- klúbbnum Lífi og fjöri á Akureyri. Efnt veróur til dansleiks á fjóróu hæð Alþýðu- hússins kl. 22 til 03 og spilar Tríó Birgis Marinóssonar görnlu og nýju dansana. Unt kl. 22.30 kemur Jóhann Már Jó- hannsson og syngur nokkur lög við undir- leik Sólveigar Einarsdóttur. Félagar eru hvattir til aó fjölmenna og taka tneð sér gesti. Þess má geta að sætaferóir verða fii Dalvík. Leikfélag Dalvíkur sýnir hinn geysivinsæla söngleik Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson í Ungó á Dalvík i kvöld og annað kvöld kl. 21 báða dagana. Miðasala er kl. 17-19 sýningardagana í Lambhaga, sími 61900 og í Ungó cítir kl. 19 fram að sýningu. Tekió er við pöntunum (símsvara í sama númeri allan sólarhring- inn. Sýning Leikfélags Dalvíkur á Landi míns föður er sannkallað stórvirki og hefur hún fengió afbragðs dóma jafnt sýningar- gesta sem gagnrýnenda, Leikstjóri sýningarinnar er Kolbrún Halldórsdóttir, sem m.a. hcl'ur sett upp Leð- urblökuna hjá LA og Messías Mannssonur hjá Freyvangsleikhúsinu. Opið hús í Skeifunni Hestamenn i Hestamannafélaginu Létti á Ak- ureyri verða með opió hús í Skeifunni í kvöld frá kl. 22. Kántrístemmning verður á staðn- um. Hestamenn eru hvattir til að mæta vel á þetta síðasta skemmtikvöld ársins. Sunnudagskaffi nikkara Félag harmonikunnenda vió Eyjafjörð verður með sunnudagskaffi á Fiðlaranum, 4. hæó í Alþýðuhúsinu, nk. sunnudag kl. 15-17. Laufabrauðs- og flóamarkaður veróur á sama stað kl. 14. Fólk er hvatt til að mæta stundvís- iega. Jólafundur Aglow Akureyri Næstkomandi mánudagskvöld kl. 20, efna Aglow-samtökin á Akureyri, sem eru kristileg alþjóða4mtök kvenna sem starfa um allan heim og eru óháð kirkjudeildum, til jólafund- ar í Félagsmiðstöð aldraðra vió Víðilund á Akureyri. Allir eru velkomnir, jafnt konur sem karlar. Spjallað verður yfir kaffibolla og lagið tekið. Þá mun Ingibjörg Jónsdóttir flytja hugvekju. Verð kaffiveitinga kr. 300. Margrét sýnir á Café Karólínu Margrét Jónsdóttir, leirlistakona, sýnir' verk sín á Café Karólínu í Grófargili í desember. Sýningin, sem Margrét nefnir ,jóladagatal á Café Karolínu", var opnuð í gær og stendur til jóla. Maraþontónleikar Björns Steinars Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti Akureyr- arkirkju, heldur maraþonorgeltónleika í Akur- eyrarkirkju nk. sunnudag kl. 16-19. Ókeypis aógangur verður að tónleikunum en tekið verður við frjálsum framlögum í orgelsjóð Akureyrarkirkju í forkirkju. Allir þeir sem gefa í orgelsjóðinn fá afhent sérstakt gjafabréf og þeir sem gefa 2.500 krónur eða meira fá bókina Saga Akureyrarkirkju eftir Sverri Pálsson sem þakklætisvott. Efnisskrá tónleikanna er þrískipt. Kl. 16- 16.45 spilar Bjöm verk eftir J.S.Bach, kl. 17- 17.45 verða flutt verk eftir íslenska höfunda og síðasti hluti efnisskrárinnar, kl. 18-18.45, samanstendur af verkum eftir frönsk tónskáld. Aukasýning á BarPari Vegna gífurlegrar aðsóknar verður Leikfélag Akureyrar með aukasýningu á BarPari annaó kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30 í Þorpinu við Höfðahlíð. Þetta er allra síðasta sýning á leikritinu. Jólafundur Styrks Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra, verður með jólafund á morgun, laugardag, kl. 15-18 í Húsi aldraðra. Félagar em hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti, eina köku og góða skapió. íslands- frumsýning á Miracle Annað kvöld kl. 21 verður Islands- fmmsýning i Borgarbíói og Sambíóun- uin í Rcykjavík á jólamyndinni Mir- aclc. Hér er á feróinni sannkölluð fjöl- skyldumynd sem kemur fólki í gott skap. í hinunt salnum veróur sýnd kl. 21 og 23.15 stórmyndin Clear Present Danger með Harrison Ford í aðalhlut- verki (sjá umfjóllun um myndina ann- ars staóar í blaðinu). Þá veróur sýnd kl. 23 spennumyndin Dauðaleikur, eða Surviving the Game. Á bamasýningum á sunnudag kl. 15 veróa sýndar mynd- imar Miracle (mióavcrð kr. 550) og Flintstones (mióaverð kr. 400).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.