Dagur - 16.12.1994, Page 9

Dagur - 16.12.1994, Page 9
HVAÐ ER Af> CERAST Föstudagur 16. desember 1994 - DAGUR - 9 ???????777??7?77?77?777???7???7???? Spilað í Hamrí Síöasta félagsvist ársins verður spil- uö í Hamri, félagsheimili Þórs, nk. sunnudagskvöld kl. 20. Sem fyrr eru allir áhugasamir spilarar velkomnir. Aö loknu jólafríi veröur svo þráöur- inn tekinn upp á nýjan leik. 15 mínútna mót Skákfélag Akureyrar stendur fyrir 15 mínútna móti í kvöld, föstudag, ki. 20 í skákheimilinu við Þingvalla- stræti. Allir eru velkomnir. Jólatónleikar Tónmenntaskólans Jólatónleikar Tónmenntaskólans verða í Lóni viö Hrísalund á morg- un, laugardag, kl. 17. Yngri og eldri nemendur flytja fjölbreytta efnisskrá í einleik og samspili tengda aðventu og jólum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og hvetja forráðamenn skólans velunnara hans að koma og njóta ánægjulegrar stundar með nemendum og kennurum skólans. Jólin sungin inn Næstkomandi sunnudag, 18. desem- ber, kl. 20 verður söngsamkoma í Hvítasunnukirkjunni þar sem jólin verða sungin í garð. A samkomunni verða jólasálmamir sungnir af kór safnaðarins. Júlíana Þórólfsdóttir og Erdna Varðardóttir syngja einsöng. Þá verður cinnig tersett og kvartett. Anna Elísa Hreiðarsdóttir mun flytja jólahugleiðingu í lok samkomunnar. Tekiö verður samskot til kristni- boðsins í Eþíópíu og Kenya. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Jet Black Joe og Spoon í Sjallanum Hin vinsæla hljómsveit Jet Black Joe skemmtir gestum Sjallans á Ak- ureyri í kvöld, föstudag. Miðaverð er kr. 800. Annað kvöld verður önn- ur vinsæl hljómsveit í Sjallanum, Spoon. Miðaverð kr. 500. Á Góða dátanum verður Yfir 1-ið í kvöld og annað kvöld og Amar Guðmunds- son verður í Kjallaranum. V / | •• Wjr / Jolasongvar Kors Næstkomandi sunnudagskvöld, 18. dcsember. kl. 20 veróa jóla- söngvar Kórs Akurcyrarkirkju í Akureyrarkirkju. Á efnisskránni eru aðventu- og jólalög frá ýms- um tímum. Stjómandi kórsins er Bjöm Steinar Sólbergsson. Auk þcss að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á aó æfa jólasálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safn- aóarsöngur. Á síðustu jólaföstu var gerð tilraun með að sameina Jólasöngva fjölskyldunnar, scm haldnir hafa verió undanfarin ár, og jólatónleika Kórs Akureyrar- kirkju undir yfirskriftinni „Syngjum jólin inn!“. Heppnuó- ust jólasöngvarnir vel og var að- sóknin mjög góð. Aðgangur að jólasöngvum Kórs Akureyrarkirkju á sunnu- dagskvöldið er ókeypis og eru allir velkontnir. Eins og áður segir verður fjölbreytt efnisskrá. Kórinn syngur útsetningar Róberts A. Ottóssonar á Nú kemur heimsins hjálparráð og Kom þú, kom vor Inunanúel og mótettu Jóns Hlöðvers Áskelssonar Skaparinn stjama herra hreinn. Þá syngur kórinn tónlist frá mióöldum; Ex- ultate Deo, Syngi Guði himna- hjörð, Hann scm oss jólin gaf, Hin fegursta rósin er l'undin og Oss bam er fætt í Betlehem. Einnig syngur Kór Akureyrar- kirkju Bjart er yfir Betlehem, út- setningar Anders Öhrwall á Fög- ur er foldin og Nú ljóma aftur ljósin skær og útsetningar David Willcocks á Engill blíöur boó- skap tér, Þá nýfæddur Jesú í jöt- unni lá og Guós kristni í heimi. Óbótónleikar Gunnars Benediktssonar Næstkomandi sunnudag 18. des- ember kl. 17 veróur í fyrsta sinn brautskráóur nemandi í óbóleik frá Tónlistarskólanum á Akur- eyri cn þá verða 8. stigs tónleik- ar Gunnar Benediktssonar óbó- leikara á sal Tónlistarskólans. Gunnar hóf nám í óbóleik 9 ára gamall, fyrst hjá Roari Kvam, síðan hjá Christopher A. Thom- ton en síðastliðió ár hefur hann lært hjá Jacqucline F. Simm. Gunnar hefur leikið með blás- arasveitum og Kammerhljóm- sveit Tónlistarskólans, Kammer- hljómsveit Akureyrar, Sinfóntu- hljómsveit Norðurlands, Sinfón- íuhljómsveit æskunnar og Or- kester Norden auk ýmissa smærri hópa. Gunnar braut- skráðist af tónlistarbraut frá MA sl. vor. Á efnisskránni á tónleikum Gunnars eru verk eflir G. Ph. Telemann, V. Bellini, T.A Walmisley og L. Berkeley. Ókeypis aðgangur er aó tónleik- unum. Undirleikari er Richard J. Sintm. / 1 Stórmynd helgarinnar í Borgar- bíói á Akureyri er Stargate. ís- landsfrumsýning var á ntyndinni í gærkvöld í Borgarbíói og hún verður áfram sýnd kl. 21 og 23 uni helgina. Stargate er sannkölluð ævin- týramynd þar sem stórstjörnum- ar-JCurt Russel og James Spader fara með aðaihlutverk en lcikar- inn Jaye Davidson, scm sló svo eftirminnilcga í gegn S Óskars- verðlaunamyndinni The Crying Gante, kemur hér aftur fram á sjónarsviðiö. Myndin hefst á 3. áratug aldarinnar þegar fom- //• leifafræðingar í Egyptalandi flnna risastóran og dularfullan hring sem enginn kann deili á. Það er ekki fyrr en ungur forn- lcifafræðingur á okkar dögum kemst í tæri við hringinn að leyndardómurinn upplýsist. Kraftur hringsins fiytur valinn flokk ntanna milljónir ljósára yf- ir á aðra plánetu þar scm sólguð- inn Ra ræður ríkjum. Ra er ekk- ert lamb að leika sér vió cn þaó eru jarðarbúar ekki heldur. Sagan sem Stargate segir, ber vitni um óvenju frjótt ímyndun- arafl aðstandenda myndarinnar og ckki cr þáttur brcllumcistara síðri. Hraði, spcnna, óvænt framvinda og frábærar tækni- brellur eru rneðal einkenna Star- gate, sem sarnan tryggja óvenju skemmtilega bíóferð um jólin. Leikstjóri Stargate er Roland Emmerich (Universal Soldier). Hann skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Dean Devlin en framleiðandi myndarinnar er Mario Kassar (Clifffmgcr, Basic Instinct, Tcrminator 2 og Total Rccall). Borgarbíó sýnir einnig unt helgina kl. 21 gamanmyndina „Þaó gæti hent þig“ og kl. 23 birtist á hvítu tjaldi bíósins City Slickcrs II. Á barnasýningum á sunnudag kl. 15 vcrða sýndar myndimar Miracle og Rokna túli. / 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 / / ? 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 Kaffi- og kakósala For- eldrafélags KA á morgun Foreldrafélag KA verður nteð kaffi og kakósölu í Krónunni á morgun, laugardag, frá kl. 14. Einnig verður 3. og 4. flokkur kvenna með köku- basar á sama stað. Ágóðinn rennur í bama- og unglingastarf félagsins. Þá má geta þess aó Foreldrafélag KA stendur fyrir jólatrésskemmtun í KA-heimilinu á annan jóladag kl. 15.30. Allir era velkomnir. Föstudags- og laugardagskvöld okkar stórglæsilega jólahlaðborð yfir 50 tegundir rétta Karl Olgeirsson leikur jólalögin af fingrum fram ❖ Jólatilboð á snittum, smurðu brauði, brauðtertum og rjómatertum til verslana, fyrirtækja og stofnana. ❖ Nánari upplýsingar og pantanir í síma 22200. >777777777777777777777777777??” 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 9 / 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 7 Nytsamir hlutir jólagjafa! 4.200,- hægt að fá með nafni 2.690,- hægt að fá með nafni 500.- hægt að fá með nafni Bréfamöppur. kr. Bréfamöppur. kr. Könnur.......kr. Handklæði Bjórkönnur. Kveikjarar . Skeiðar . .. Fingurbjargir Allir þessir hlutir eru með Þórsmerkinu og eru til sýnis og sölu í Hamri, félagsheimili Þórs, afgreiðslunni. . kr. 1.300. Bindisnælur ... .. kr. 800.- . kr. 800,- Ermahnappar .. .. kr. 800,- . kr. 120,- Pennasett .. kr. 2.800,- . kr. 400.- Pennar .. kr. 200.- . kr. 400,- Pennar .. kr. 500,- Opnunartími matvöruverslana KEA Akureyri í desember utan hefðbundins opnunartíma Hrísalundur Byggðavegur Sunnuhlíð Nettó Laugardagur 17. des. 10.00-22.00 10.00-22.00 10.00-22.00 10.00-22.00 Sunnudagur 18. des. 13.00-17.00 10.00-22.00 13.00-17.00 12.00-17.00 Fimmtudagur 22. des. 10.00-22.00 09.00-22.00 09.00-22.00 10.00-22.00 Föstudagur 23. des. 10.00-23.00 09.00-23.00 09.00-23.00 10.00-23.00 Aðfangadagur 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00 Sunnudagur 25. des. Lokað Lokað Lokað Lokað Mánudagur 26. des. Lokað 13.00-22.00 Lokað Lokað Þriðjudagur 27. des. Lokað 10.00-22.00 Lokað Lokað Gamlársdagur 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00 09.00-12.00

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.