Dagur - 16.12.1994, Side 14

Dagur - 16.12.1994, Side 14
14 - DAGUR - Föstudagur 16. desember 1994 MINNINC skyr með ijóma ijómapönnukökur kaffí með ijóma ijómasósur ávextir með ijóma ijómaiertur vöfflur með ijóma ijómaís kakó með ijóma ijómakökur bláber með ijóma ijóma......... uhmm! : i ijóminn gerir gæða- muninn - líka á jólunum Mjólkursamlag KEA Hólmfríður Thorarensen Fædd 12. apríl 1918 - Dáin 4. desember 1994 Hólmfríður Thorarensen fædd- ist í Víðigerði, Eyiafirði, 12. apríl 1918. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. desember sl. Foreldrar hennar voru Hannes Kristjánsson bóndi í Víðigerði, fæddur 28. apríl 1887 - dáinn 7. ágúst 1970, og Laufey Jóhannesdóttir hús- freyja, fædd 8. apríl 1893 - dáin 26. ágúst 1985. Systkini hennar eru: Kristín - fædd 20. júní 1921, Haraldur - fæddur 11. ágúst 1926 og Kristján - fæddur 16. apríl 1928. Börn þeirra eru: Anna - fædd 30. júlí 1942, Þórð- ur - fæddur 27. apríl 1944, Hannes - fæddur 10. maí 1945, Gunnar - fæddur 20. júní 1947, Laufey - fædd 28. febrúar 1949, Ólafur - fæddur 16. desember 1950, Þóra - fædd 16. nóvember 1952, Kristín Ingveldur - fædd 2. ágúst 1956 og Jóhann - fædd- ur 10. september 1958. Allt er þetta - fjölskyldufólk. Barna- börnin eru samtals 20 og barnabarnabörnin 3. Útför Hólmfríðar Thoraren- sen fer fram frá Akureyrar- kirkju í dag, 16. desember. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, minn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig afþér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson). Nú þegar aðventan hefur gengió í garð og jólaljósin kvikna eitt af ööru hefur tengdamóðir mín, Hólmfríður Thorarensen, loks fengið hvíldina eftir 6 ára mjög erfitt veikindastríð. Hvílík lausn hlýtur það að vera. Hún andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, sunnu- daginn 4. desember sl. Þetta er sami dagur og tími og Gunnar tengdafaðir minn andaðist á fyrir 11 árum síðan. Geta þetta verið tilviljanir einar? Við sem eftir lif- um viljum trúa að þetta sé stað- festing á því að hann hafi ætíð vakað yfir sjúkrabeði hennar. Taki á móti henni með opinn faðminn, og að þau fái nú að halda jólahá- tíðina saman. En þau voru óvana- lega samrýmd hjón. Minningarnar streyma fram. Fyrst þegar ég kom norður árið 1972 og kynntist tengdaforeldrum mínum tóku þau á mó'ti mér eins og ég væri þeirra eigin sonur. Hlýjan og ^estrisnin voru höfð í fyrirrúmi. I hugann kemur þegar undirritaður varð fyrir vinnuslysi 1978, þá fannst þeim sjálfsagt að bjóða fjölskyldunni norður í heil- an mánuð, styrkja hana og styðja. Svona lagað gleymist aldrei. Það hefur varla framhjá nein- . : : ■ L0TTO Vinn ngstöiur ( miövikudaginn: 14.12.1994 VINNINGAR 6 af 6 5 af 6 l+bónus m 5 af 6 SB 4 af 6 3 af 6 bónus FJÖLDI VINNINGA 181 654 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 14.665.000 1.282.380 32.910 2.020 240 BÓNUSTÖLUR 18 :19 39 HeildarupphæO þessa viku 46.030.330 á Isl.: .: 2.035.330 UPPLVSIHOAR. SIMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 • TEXTAVARP 451 Binr MEÐ rVRIPVARA UM PRiNTVlLLUR Uinningur: fórjtil Noregs (3) um farið er við þau ræddi að þar voru hjón gædd gífurlegum áhuga á mönnum og málefnum. Þau voru bæði hafsjór af fróðleik og miðluðu óspart af þeim visku- brunni. Svo mikill var ættfræði- áhuginn að þau höfðu rakið ættir sínar allt fram til landnámsmanna. Ætíó var spurt hverra manna þessi eða hinn var og allt var rakið og fléttað saman. Þetta var hreint ótrúlegt. Bæði voru þau hjón stál- minnug. Er Gunnar féll frá þann 4. des- ember 1983 bjó Hólmfríður enn um sinn í húsinu þeirra að Hafnar- stræti 6, en hún var aldrei söm og áður. Hólmfríður var í raun stórbrot- inn persónuleiki, hún hafði mikið að gefa öðrum og annarri eins óeigingirni og velvild hef ég sjald- an kynnst. Það var því ekki að undra að aðrir löðuðust að henni og voru það jafnt háir sem lágir. Henni virtist líða best þegar húsið var fullt af fólki. Hún var hávaxin, dökkhærð, teinrétt í baki og bar höfuðió hátt. Hún hafði alltaf sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum. Ekkert vafð- ist fyrir henni. Allt virtist vera henni svo auóvelt. Það hefur þurft mikinn kjark og dugnað aó koma upp 9 börnum. En þau hjónin voru þekktar dugnaðarmanneskjur sem ekki létu deigan síga. Minningin er sterk frá því að við Hólmfríður sátum við eldhús- borðið á heimili hennar, hlöðnu af ilmandi „bakkelsi“ og rjúkandi kaffi. Við ræddum landsins gagn og nauðsynjar og ýmis önnur mál- efni eins og bækur og bókband, en bækur voru einmitt hennar yndi. Eitt sinn er hún var í heimsókn hér syóra kom hún með undirrituðum á bókbandsnámskeið í Kópavog- ( inn og hafði mikla ánægju af. Þar mátti sjá góðar bækur bundnar í skinnband, m.a. Njálu. Þá eru einnig ógleymanlegar ferðirnar á bókamarkaði og forn- bókasölur í leit góðra bóka handa ættingjunum. Blómarækt bæði úti og inni ásamt hverskyns annarri ræktun var í miklu uppáhaldi hjá henni. Með viröingu og söknuði í huga kveð ég Hólmfríði tengda- móður mína og þakka allar ánægjustundimar er ég og fjöl- skylda mín höfum átt í návist hennar. Óska ég henni alls hins besta á nýjum slóðum. Blessuð sé minning hennar. Jens Karel Þorsteinsson. KONFEKT íslens/tt K 1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.