Dagur - 03.01.1995, Síða 2

Dagur - 03.01.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 3. janúar 1995 FRÉTTIR Kaupfélag Eyfirðinga og Valbær hf. stofnuðu um áramótin hlutaféiagið Vik- ing hf. um rekstur Viking Brugg á Akurcyri. Framkvæmdastjóri er Baldvin Valdemarsson, scm hér sést við framleiðslulínu verksmiðjunnar. Baldvin verður einnig fyrst um sinn framkvæmdastjóri Foldu hf., en því embætti hcfur hann gegnt undanfarin misseri. GG/Mynd: Robyn Verslanir KEA á Akureyri: Nýir stjórnendur í þremur verslunum Umtalsverðar breytingar urðu í stjórnunarstöðum í verslunum KEA á Akureyri nú um áramót- in. Nýir verslunarstjórar tóku við í tveimur matvöruverslun- um, auk þess sem nýr stjórnandi tók til starfa í Vöruhúsi KEA. Gylfi Kristinsson hefur vcrið Vöruhússtjóri KEA síðustu árin en nú uni áramótin lét hann af því starfi og tók við starfi innkaupa- stjóra hjá Olís í Reykjavík. í hans stað var ráðinn Guðjón Ármanns- son, sem verið hefur verslunar- stjóri KEA vió Hrísalund síðustu fimm ár. Verslunarstjóraskipti urðu einnig í matvöruverslun KEA vió Byggðaveg. Friðrik Sigþórsson, sem verið hefur verslunarstjóri þar síóastliðin fimm ár, tók við starfi Guðjóns í Hrísalundi en við hans starfi í Byggóavegi tekur Margrét Guðmundsdóttir tímabundið. Mar- grét hefur verió starfsmaður versl- unarinnar um árabil. Auk þessa verða gerðar breyt- ingar á verslun KEA í Sunnuhlíð sem felast fyrst og fremst í lengri opnunartíma, lokun kjötborðs og fieiru. Ætlunin er að hafa verslun- ina opna milli kl. 9 og 22 mánu- daga til laugardaga. JÓH Hagkaup á Akureyri: Þórhalla aftur í versl- unarstjórastólinn Nu um aramótin urðu verslunar- stjóraskipti hjá Hagkaup á Ak- ureyri. Sigurður Markússon lét þá af stjórn og við tók Þórhalla Þórhallsdóttir en hún var einmitt í þessu starfi áður en Sigurður tók við fyrir tveimur árum. I samtali við Dag í gær sagði Sigurður þetta hluta af reglu- bundnum verslunarstjórabreyting- um hjá fyrirtækinu. Skipt er um verslunarstjóra í fimm af níu verslunum Hagkaups en sjálfur verður Sigurður verslunarstjóri í Hagkaup í Grafarvogi í Reykja- vík. Nýr verslunarstjóri kemur einnig í Hagkaup á Eiöistorgi á Seltjarnarnesi, þar sem Þórhalla Þórhallsdóttir hefur verið verslun- arstjóri síðustu tvö árin. JÓH RALA Rannsóknastofnun landbúnaðarins Þróunarstarf í matvælaframleiðslu Rannsóknastofnun landbúnaðarins óskar að ráða starfsmann til rannsókna og þróunarstarfs á sviði kjöt- og mjólkurúrvinnslu. Starfsmanninum er ætlað aó taka virkan þátt í samstarfi Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins og Háskólans á Akureyri um uppbyggingu rannsókna og kennslu í matvælafræði og tengdum greinum. Starfsvettvangur verður á Búgarði á Akureyri, Tilrauna- stöðinni á Möðruvöllum og aðstööu Háskólans á Akur- eyri. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist: Forstjóra Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1995. Háskólinn á Akureyri: Dr. Ármann Ingólfsson skipaður dósent í rekstrarfræði - gæðastjórnun fyrsti dósentinn sem fær skipun við Háskólann Menntamála- ráðherra hefur, að tillögu Há- skólans á Akur- eyri, skipað dr. Armann Ing- ólfsson dósent í rekstrarfræði - gæðastjórnun við Háskólann á Akureyri frá 1. desember 1994 að telja. Ármann er fyrsti dósentinn sem fær skip- un við Háskólann. Ármann var einn fjögurra umsækjenda um starfið en sá eini sem var talinn hæfur. Hann er Akureyringur, sonur hjónanna Ingólfs Ár- mannssonar, skóla- og menning- arfulltrúa á Akureyri, og Hrefnu Hjálmarsdóttur. Ármann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1984 og BS prófi í iðnaðarverkfræði frá University at Buffalo í Bandaríkj- unum 1989. Hann lauk meistara- gráðu í aðgerðarrannsóknum frá Massachusetts Institute og Technology (MIT) haustið 1991 og doktorsprófi frá sama skóla sl. haust. Ármann hefur stundað rann- sóknir á samspili sjálfvirkra ferlis- stýringa og tölfræðilegra aðferða gæóastjórnunar við MIT og meðal afraksturs rannsóknanna er hug- búnaður til að aðstoða ferlisstýr- ingu, sem hefur verið notaður í framleiðslu hjá ýmsum fyrirtækj- um í Bandaríkjunum og hefur jafnframt verið notaóur til grund- vallar frekari þróunar á þessu sviði. Rannsóknarsviö Ármanns til doktorsprófs var af öðrum toga spunnið, þ.e. hversu mikil áhrif ótvíræóar jarðskjálfaspár gætu haft til lækkunar á dánartíðni í miklum jarðskjálftum. Athyglinni er fyrst og fremst beint aó spám meó mjög stuttum fyrirvara, allt niður i 30 sekúndur, en slíkur fyrirvari er tal- inn raunhæfur á ákveónum svæð- um, t.d. í Mexíkóborg. Ármann hefur auk þessa tekið þátt í rannsóknarverkefnum sem unnin voru í samvinnu MIT og japanska jámbrautafyrirtækisins JR-East og beindust að því að meta slysahættu í járnbrautakerfi JR-East og var honum boðið á ráðstefnu í Tokyo sl. haust til að kynna nióurstöður verkefnisins. Ármann Ingólfsson veróur gestakennari við fylkisháskólann í Alberta í Kanada nk. vormisseri, en snýr til starfa við Háskólann á Akureyri næsta haust. GG Embætti veiðistjóra flutt til Akureyrar: Ásbjörn settur veiðistjóri Þrjár umsóknir bárust um stöðu veiði- stjóra, sem um- hverfisráðu- neytið auglýsti í haust lausa til umsóknar, en frá 1. febrúar nk. flyst aðsetur veiðistjóra frá Reykjavík til Akureyrar. Um- hverfisráðherra, Össur Skarp- héðinsson, hefur sett Ásbjörn Dagbjartsson, líffræðing, til að gegna stöðu veiðistjóra skv. lög- um nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, frá og með 1. febrúar 1995 til eins árs. Ásbjörn Dagbjartsson starfaói á Rannsóknastofnun fiskiðnaóar- ins frá 1981, síðan í Krossanes- verksmiðjunni frá 1987 til 1990er verksmiðjan brann, en í ársbyrjun 1991 tók Ásbjörn aó sér þróunar- verkefni í Malawí og kom aftur heim sl. sumar. Síðan þá hefur hann unnið fyrir Háskólann á Ak- ureyri að útfærslu og könnun á grundvelli samþykktar ríkisstjórn- arinnar urn Matvælastofnun, sent yrði í tengslum við Háskólann á Akureyri, sem rn.a. fyrirtæki á Noröurlandi ættu aðild að. Ás- björn mun ljúka því starfí áður en hann tekur við starfi veiðistjóra og senda skýrslu urn úttektina til Há- skólans á Akureyri, en mennta- málaráðuneytið fól Rannsókna- stol'nun Háskólans að framkvæma þessa könnun. Veióistjóri hcfur umsjón með og stjórn á þeirn aðgerðum, af op- inberri hálfu, sent ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra völd- um. Hann sér um útgáfu veiði- korta og endurskoóun reikninga vegna kostnaóar við refa- og minkaveiðar. Hann birtir árlega yfirlit um veióar á fuglum og spendýrum og stundar hagnýtar rannsóknir á villtum dýrum í sam- vinnu við aðrar stofnanir. Geróur hefur verið leigusamn- ingur við Byggingafélagið Lind hf. um leigu á 165 fermetra hús- næði aó Hafnarstræti 97 á Akur- eyri til ársins 2005, en fram til haustsins verður skrifstofan til húsa í sama húsnæði, en á 3. hæð. SJS-verktakar munu sjá um bygg- ingu og innréttingu á húsnæðinu. GG Husavík: Áramótin róleg Áramótin voru róleg á Húsavík samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, sem ekki var kunn- ugt um óhöpp eða vandræði af nokkru tagi. Talsverður fólksfjöldi var á ferli á nýársnótt og sótti m.a. þrjá skemmtistaði sem opnir voru í bænum. IM Húsavík: Fiskbúdinni lokað um áramót var stofnað 1948, en hóf fisk- vinnslu 1950. Tryggvi sagói að samdráttur hefði orðið á fisksölu í búðinni. Lengi vel hefði enginn annar aðili verið meó fisksölu í bænurn en nú mætti fá fisk í mat- vöruverslunum og einnig væri stunduð farandsala á fiski. Það væru breyttir tímar í dag og ekki þyrfti endilega að fara saman vinnsla á matvælum og sala þeirra. Hann sagði að Fiskióju- samlagið heföi ekki viljað fara í samkeppni við verslunaraðila með því að bæta fleiri vörutegundum í fiskbúðina og ákveðið að loka henni með von um að aðrir aðilar tækju við og veittu þessa þjónustu í bæjarfélaginu. Síðustu mánuði hefur ein kona unnið í fiskbúðinni og fær hún annað starf hjá fyrirtækinu eftir áramótin. Milli jóla og nýárs var unnið að ýmsum lagfæringum hjá Fiskiðju- samlaginu en vinnsla liggur niðri. Vinnsla hefst á ný 6. eða 9. janú- ar, bæði í bolfiskdeild og rækju- vinnslu. IM Fiskbúð Fiskiðjusamlags Húsa- víkur var lokað nú um áramót- in. Búnaður fiskbúðarinnar hef- ur verið til sölu en hefur ekki selst. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri FH, sagðist ekki vonlaus um að búnaðurinn seld- ist en húsnæði fiskbúðarinnar við Garðarsbraut verður ekki leigt til fiskbúðarrekstur heldur tekið til annarra nota fyrir fyrir- tækið. Fiskiðjusamlagió hefur rekið fiskbúð svo til frá upphafi. Það Kristín Þorbergsdóttir í Fiskbúðinni, sem lokað var um áramótin. Mynd: IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.