Dagur


Dagur - 03.01.1995, Qupperneq 6

Dagur - 03.01.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriójudagur 3. janúar 1995 KVIKMYNDARYNI VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Vélvarðarnám iðnsveina Haldiö verður kvöldnámskeið fyrir iðnsveina í málm- og rafiðnagreinum ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið veitir vélavaróarréttindi og hefst það mánudaginn 9. janúar 1995 og lýkur með prófum í fyrstu viku apríl. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 1995. Skólameistari. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Fjarkennsla um tölvur við Verkmenntaskólann á Akureyri Kenndar verða eftirtaldar greinar ef næg þátttaka fæst: Bókfærsla, danska, eðlisfræói, enska, félagsfræði, ís- lenska, saga, sálfræói, stærðfræði, þjóðhagfræði, þýska. Öll kennsla er miðuð við yfirferó og kröfur í samsvar- andi framhaldsskólaáföngum og lýkur með prófi. Nánari upplýsingar og innritun 2.-6. janúar í Verk- menntaskólanum á Akureyri, sími 96-11710 á milli kl. 8.00 og 15.00. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Öldungadeild Verkmenntaskólans á Akureyri Innritun á vorönn, 1995, fer fram í skólanum á Eyr- arlandsholti 2.-6. janúar milli kl. 8.00 og 15.00. Kennslugreinar meðal annarra: Bókfærsla, danska, enska, franska, íslenska, stærð- fræði, þýska. Fjöldamargt fleira í boói. Upplýsingar í síma (96) 11710 á milli kl. 10.00 og 12.00. Kennslustjóri öldungadeildar. Björn Sigurðsson Húsavík Húsavík-Akureyri-Húsavík Jólaáætlun 1994-1995 FÓLKSFLUTNINGAR - VÖRUFLUTNINGAR Frá Húsavík Frá Akureyri Þriðjudagur 3/1 95 Afgreiðslur: 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Miðvikudagur 4/1 95 17.00 7.30 Fimmtudagur 5/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 8.00 og 17.00 7.30 og 15.30 Föstudagur 6/1 95 17.00 18.30 HVAÐ ER SPARFAR? Sparfargjald greiðist a.m.k. tveim dögum fyrir brottför. Ath. takmark- að sætaframboð. Sparfargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Akureyri-Húsavík kr. 1000.- Sparfargjald fyrir fullorðinn Húsavík-Reykjavík-Húsavík kr. 4.600.- Húsavfk: B.S.H. HF Héðinsbraut 6, sími 96-42200. Akureyri: Umferóarmiðstöðin Hafnarstræti 82, sími 96-24442. Interview With The Vampire stendur undir væntingum: Tólf ára senuþjófur og stórstjömur í skugganum Interview With The Vampire. Leikstjóri: Neil Jordan. Aðalhlutverk: Kirsten Dunst, Tom Cruise, Brad Pitt, Stephen Rea, Antonio Banderas og Christian Slater. Það er óhætt að segja að stór- myndin Interview With The Vampire, sem nú er til sýninga í Borgarbíói, standi vel undir þeim væntingum sem til hennar voru gerðar. Nokkrar helstu stórstjörn- ur sinnar kynslóðar voru fengnar til að túlka hlutverk blóðþystra næturhrafna en þaó er óþekkt tólf ára leikkona, Kirsten Dunst, sem stelur senunni og skyggir á stór- stimin. Lengi hefur staðið til að gera mynd eftir metsölubók Önnu Rice og þaó hefur nú loks tekist. Mjög umdeilt var þegar Tom Cru- ise var valinn til að fara með aóal- hlutverkió og sjálf vildi Rice fá Daniel Day Lewis til verksins. Brad Pitt er talinn einn sá efnileg- asti í Hollywood og Spánverjinn Antonio Banderas og Irinn Steph- en Rea voru fengnir í aukahlut- verk. Upphaflega stóð til aó River Pheonix færi með hlutverk í myndinni en eftir dauða hans fyllti Christian Slater í skarðió. Leikstjórinn er Neil Jordan sem eftir mörg erfió ár í Hollywood sló í gegn með írsku myndinni The Crying Game. Myndin Interview With The Vampire fjallar um líf óðalsbónd- ans Louis Pointe du Lac (Pitt) sem missir eiginkonu sína þegar hún deyr að barnsförum og sér lítinn tilgang í lífinu. Blóðsugan Lestat de Lioncourt (Cruise) nýtir sér þunglyndi hans og breytir bóndan- um unga í blóðsugu sér til samlæt- is. Louis er þjakaóur af samvisk- unni og getur ekki hugsaó sér að drepa aóra mannveru til að svala þorsta sínum. Hann freistast þó að Heildarvinningsupphæð: 4.275.850 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR lokum til að gæða sér á lítilli stúlku (Dunst) en í stað þess að drepa hana breytir Lestat henni einnig í blóðsugu. Eftir það er litla stelpan í aóalhlutverki og breytist myndin í kjölfarió í hina bestu gamanmynd. Louis og litla stúlk- an fella hugi saman og eiga í miklum deilum við hinn kald- hæðna Lestat. í raun ætti Kirsten Dunst að vera nefnd fyrst þegar talað er um aðalleikendur. Hún lífgar mjög upp á myndina með leik sínum þar sem togast á barnslegt sak- íeysið og blóðþyrstur morðingi. Eftir því sem á myndina líður er gaman að fylgjast með hvernig persóna hennar þroskast upp í fulloröna konu þrátt fyrir að vera föst í líkama barns. Tom Cruise kemur skemmtilega á óvart sem hin leyndardómsfulla blóósuga sem alltaf hittir beint í mark með kaldhæðnum tilsvörum. Hann er ekki lengur í hlutverki sæta stráks- ins sem hefur komið honum áfram til þessa. Brad Pitt var sennilega í leiðinlegasta hluverki myndarinn- ar. Hann er þunglyndur frá upp- hafi til enda en tekur viö hlutverki sæta drengsins af Cruise. Bander- as og Rea koma myndinni upp á hærra plan með góðum leik seinni hluta myndarinnar en Christian Slater kemur lítið fram og er sem óþarfa skrautfjöður. Þeir sem fara til að sjá myndina ættu ekki að gera sér allt of miklar vonir um að sjá góða spennu- mynd. Frekar má telja þetta vel gerða og skemmtilega mynd þar sem margt kemur á óvart. Talsvert er af blóói í myndinni eins og gjarnan fylgir blóðsugum en þetta er þó smekklega fram borið. Þess ber þó að geta að tvær viðkvæmar sálir í Reykjavík þoldu illa forsýn- ingu myndarinnar og liðu útaf í sætum sínum. sh Æðarræktarfélag íslands 25 ára: Sala á æðardúní að glæðast - Sæmundur Stefánsson heiðursfélagi Sala á æðardúni virðist vera að glæðast en í lok september si. voru rúm 2.500 kg dúns farin úr landi það sem af er árinu. Þetta kom fram í skýrslu stjórnar Æðarræktarfélags íslands sem Davíð Gíslason, formaður flutti á aðalfundi félagsins fyrir nokkru síðan. í skýrslu formanns kom einnig fram að sú lægð sem staðið hefur í dúnsölumálum virðist vera að líða hjá. Hann greindi frá því að Æðar- ræktarfélag Islands hefði samið við Utflutningsráð Islands, um að gera á komandi vetri markaðs- könnun og athuga ýmis grunnat- riði varðandi útflutning og erlenda markaði með það að markmiði að tryggja betur í framtíðinni stöðuga markaðssetningu æðardúns. Á fundinum kom fram að tíðar- far hefur verió varpi hagstætt und- anfarið og dúntekja því verið góð. Þá voru samþykktar tillögur um að, a) netaveiðimenn virði sjávar- landhelgi lögbýla, b) leyft verói að nota svefnlyf til að fækka varg- fugli, c) komió verði í veg fyrir grútarmengun sem síldar- og loónuverksmiðjur valda, d) aó flutningur á embætti veiðistjóra verði ekki til þess aó starfsemi þess minnki. I nóvember sl. voru liðin 25 ár frá stofnun Æðarræktarfélags ís- lands. Sæmundur Stefánsson frá Völlum í Svarfaðardal mun fyrst- ur hafa hreyft við hugmyndinni um að stofna félagið og hlaut skjótt liðsinni þeirra Gísla Krist- jánssonar, ritstjóra, Jóns H. Þor- bergssonar á Laxamýri, Helga Þórarinssonar í Æðey o.fl. Fyrsti formaóur var Gísli Kristjánsson en aðrir í stjórn Gísli Vagnsson á Mýrum og Sæmundur Stefánsson. Sæmundur er sá eini þeirra þriggja sem eftir lifir og var hann kjörinn heiðursfélagi Æ.í. á 25 ára afmæli félagsins. KK Vísitala byggingar- kostnaðar: Verðbólga 1,6% á ári Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verð- lagi um miðjan desember 1994. Vísitalan reyndist vera 199,1 stig og er óbreytt frá nóvember sl. Þessi vísitala giidir fyrir janúar 1995. Síðastlióna tólf mánuði hefur vísitalan hækkaö um 1,8%. Und- anfarnar þrjá mánuði hefur vísi- tala byggingarkostnaðar hækkað um 0,4%, sem jafngildir 1,6% verðbólgu á ári. Árið 1994 var vísitala bygging- arkostnaðar að meðaltali um 2,5% hærri en árið 1993. KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.