Dagur - 06.01.1995, Síða 4

Dagur - 06.01.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 6. janúar 1995 — LEIÐARI----------------------- Umferðarmeimiiig í óbyggðum ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 íslensk umferðarmenning snýr ekki aðeins að götum borga og bæja, heldur ekki síður óbyggðunum og hálendinu. Þróunin í útbún- aði jeppabifreiða, vélhjóla og alls kyns ann- arra vélknúinna farartækja hefur verið stöð- ug þannig að á vetrum er umferðin litlu minni á hálendi landsins en á sumrin. Því er ekki að neita að samhliða vaxandi hylli vélsleða meðal almenings hefur slysum á vélsleðamönnum fjölgað verulega. Frá því árið 1992 hafa orðið á fimmta tug vélsleða- slysa sem eru skráð og óhætt er að reikna með talsverðum fjölda til viðbótar sem aldrei kemur til skráningar. í 18 tilfellum varð um alvarleg slys á vélsleðamönnum að ræða og í fimm tilfellum varð dauðaslys, þar af fjögur á stuttu tímabili sl. vor. Engum dylst að á þessu sviði er verk að vinna. Alvarleg vélsleðaslys á hálendinum hafa í auknum mæh beint kastljósi fjölmiðla að þeirri umferð sem þar er yfir vetrartímann. Myndin sem dregin hefur verið upp af ástandinu þar er ekki fögur og hafa þeir sem vélsleðamennskuna stunda af skynsemi bor- ið sig illa undan ásökunum um ölvunar- og glannaakstur. Athyglin hefur samt orðið til þess að landssamtök vélsleðamanna hafa að fyrra bragði tekið upp umræðu um aðgerðir til að bæta úr og reyna á þann hátt að berj- ast gegn slysatíðninni. Á meðan finna má or- sakir vélsleðaslysa í ölvunar- og glannaakstri þá er ekki við öðru að búast en almenningur þrýsti æ fastar á að strangt eftirlit verði tekið upp með vetrarumferð um hálendið. Stjórnarmenn Landssambands íslenskra vélsleðamanna birta í nýju fréttabréfi Lands- bjargar hvatningargrein til vélsleðamanna að taka málin í sínar hendur. Þar benda þeir réttilega á að frelsi til óheftrar ferðamennsku er í hættu og ástæða er til að reikna með að- gerðum af hálfu opinberra yfirvalda ef slysa- ölduna lægir ekki. Framhaldið er einfaldlega í höndum vélsleðamanna sjálfra. Afgreiðsla á GATT-samningunum Eins og flestum er kunnugt þá afgreiddi Alþingi þingsályktunar- tillögu til staðfestingar á nýju GATT samkomulagi nú á milli jóla og nýárs. Hér var um að ræða tímamóta breytingu á Alþjóða tollamálastofnuninni, GATT, þar sem að nú var sett á stofn sérstök stofnun, Alþjóóaviðskiptastofnun- in, til þess að fylgja samþykktum Gatt eftir en fram aó þessu hafði einungis verið um aó ræða að rík- in gerðu með sér tvíhliða samn- inga sem önnur aóildarríki gátu síðan gengið inn í. I mínum huga er enginn vafi á aó meó tilliti til þeirra miklu hags- muna sem við Islendingar eigum að gæta í utanríkisvcrslun þá var okkur mikilvægt að vera meóal stofnaóila að nýju samkomulagi. Það er svo aftur annaó mál að nú- verandi ríkisstjórn vann ekki heimavinnuna sína. Meó þeim af- leiðingum að ekkert liggur nú fyr- ir um hvaöa lagabrcytingar þarf að gera samhliða samkomulaginu. Slök verkstjórn forsætisráðherra Mikið hefur verið rætt um hverjum sé um að kenna. Þar hafa böndin, fyrst og fremst beinst að utanríkisráóherra, Jóni Baldvin. Eg ætla mér ekki að verja hans þátt í málinu en á hitt veróur að líta aó sú fimm ráðuneyta nefnd sem átti að vinna að málinu vann á vegum forsætisráðuneytisins og á ábyrgð Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Þá bendir flest til þcss að land- búnaðarráðherra, Halldór Blöndal, hafi lagt meira upp úr pólitískum stundarhagsmunum, með stöðug- um illdeilum við sam- starfsllokkinn, heldur en lang- tímalausn. Vitandi það að Alþýðu- flokkurinn, af skiljanlegum ástæð- um, nýtur ekki mikillar hylli í sveitum landsins. Afleióing þessa var síðan sú aó málið var allt látið reka á reiðanum þar til komið var í algjöra tímaþröng og þá var þaö stjórnarandstaóan sem tók af skar- ið. Afgreiðsla utanríkismálanefndar Ríkisstjórnin hafói ætlaó sér að af- greiða máliö á þann hátt að sam- þykkja tillögugreinina eins og hún var lögó fyrir í byrjun desember. En hún hljóðaói svo: Alþingi ályktar að heimila Fyrri grein ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Islands hönd samning um stofn- un Alþjóðaviðskiptastofnunar sem undirritaður var í Marak- ess í Marokkó 15. apríl 1994. Til vióbótar átti síðan að koma óljóst orðuð bókun af hálfu ríkis- stjórnarinnar varðandi þær að- gerðir sem grípa þyrfti til. Með til- liti til þess sem áður sagði um undirbúning málsins var þessi málsmeðferð aó öllu leyti óviðun- andi. Það var síðan að frumkvæði fulltrúa Framsóknarllokksins í utanríkismálanefnd að ákveðiö var að bæta svohljóðandi viðbótar- setningu við tillögugreinina: Alþingi ítrekar að þrátt fyrir fullgildingu samningsins gildi óbreytt skipulag á innflutningi landbúnaðarvara þar til lögum hefur verið breytt með hliðsjón af GATT- tilboði íslands til að veita innlendri framleiðslu nauðsynlega vernd. Landbúnað- í þessu sambandi vil ég benda á að samningurinn er tvíhliða. Þannig að í honum felast sóknarfæri fyrir út- flutning á íslensk- um gæðabúvörum. Hvernig tekst til með allt þetta ræðst síðan af inn- lendum pólitískum ákvörðunum á næstu misserum. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. arráðherra verði tryggt forræði um allar efnislegar ákvarðanir í því stjórnkerfi sem varðar land- búnað og innflutning landbún- aðarvara og komið verður á fót á grundvelli þessarar ályktunar. Þannig breytt var tillagan síðan samþykkt. Þjóðarsátt um landbúnaðinn Það er ekki nokkur vafi á aó hér er um að ræða tímamótasamþykkt. Með henni er endanlega horfið frá innflutningsbanni á landbúnaðar- vörum en í þess staó tekin upp tollígildi til þess að jafna sam- keppnisaóstöóuna. Þá hafa Islend- ingar tilkynnt að þeir muni beita tiltækum heimildum vegna sjúk- dómavarna varðandi innflutning á hrámeti. I þessu sambandi vil ég benda á áð santningurinn er tví- hliða. Þannig að í honum felast sóknarfæri fyrir útflutning á ís- lenskunt gæðabúvörum. Hvernig tekst til mcð allt þetta ræóst síðan af innlendum pólitískum ákvörð- unum á næstu misserum. Við höfunt allar heimildir til þess aó hafa stjórn á þróuninni. Þaó verður hins vegar að nást pól- itísk sátt um næstu skref en urn það hefur núverandi ríkisstjórn verið ófær. Við verðum því aó vona að sú ríkisstjórn sem tekur við hafi burói til þess að ná þjóð- arsátt unt þctta ntikilvæga mál. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins á Noróurlandi eystra. Athyglisverðar rannsóknir í gær hófst í Reykjavík sjöunda ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands þar sem kynntar eru niðurstöður fjölda athyglisverðra rannsókna. I nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins er gerð grein fyrir niðurstöðum fjölda rannsókna. Hér skal getið um tvær þeirra. Hefur flæðilínan minnkað álagseinkenni meðal físk- vinnslufólks? Hulda Ólafsdóttir og Vilhjálmur Rafnsson á atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og Rann- sóknarstofu í heilbrigðisfræði í HI hafa rannsakað þetta. I inngangi rannsóknarinnar segja þau aó í fyrri rannsókn sem var gerð fyrir tilkomu flæðilín- unnar hafi komið fram aó álags- einkenni væru tíðari meðal flsk- vinnslufólks en annarra íslend- inga. Astæða hafi þótt að kanna hvort breyting hafi orðió á með tilkomu flæðilína í flskvinnslu- stöðvar, en fyrstu flæðilínurnar voru teknar upp 1987. Sendur var út spurningalisti til 811 starfs- manna í ellefu fiskvinnsluhúsum. í niðurstöðunt rannsóknarinnar kemur fram að tíðni einkenna hjá konunt sent unnu vió flæðilínu var hærri en hjá öðrum. Þetta gilti um einkenni frá olnbogum, úlnliðum, efri hluta baks, mjóbaki, höfði og flngrum. Þær sem unnu við flæði- línu höfðu síður verki frá herðum, hnjám og ökklum. Áhættuhlutfall- ið var hæst fyrir olnboga og fíng- ur. Sú ályktun sem Hulda og Vil- hjálmur draga er sú að breytingar hafí orðið meðal flskvinnslu- kvenna með tilkomu flæðilína. „Þetta gæti stafað af því aó vinnu- aóstæður við flæðilínuna hafí dregið úr álagi á ökkla en vegna aukinnar einhæfni hafl álag aukist á fmgur og olnboga.“’ Skammtímaáhrif bjórsins á áfengisnotkun og misnotkun Tómas Helgason, Hildigunnur Ól- afsdóttir, Gylfí Ásmundsson og Haraldur Þorsteinsson á Gcðdeild Landspítalans hafa kannað þetta atriði. I niðurstöðum þeirra kemur fram að heildarsala áfengis jókst fyrsta árið um 23% þrátt fyrir minnkandi kaupmátt, en var 1993 komin niður í sama magn og 1988 samfara enn frekari minnkun á kaupmætti. Neysla karla jókst nokkuð í byrjun, en ekki kvenna. Hvorki almennum notendum né misnotendum fjölgaði. Ncysla misnotendanna jókst, en neysla annarra ntinnkaði aðeins, en hvor- ug breytingin er tölfræðilega marktæk. Neysla unglinganna jókst marktækt strax 1989 og hcf- ur ekki minnkað aftur. Ályktun þcirra tjórmenninga er eftirfarandi: „Skammtímaáhrif bjórsins á heildarneyslu fullorð- inna urðu ekki þau sem búast hefði mátt við, m.a. vegna minnk- andi kaupmáttar. Hins vegar hefur neysla unglinga aukist marktækt og er það áhyggjuefni.“ óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.