Dagur - 14.01.1995, Síða 5

Dagur - 14.01.1995, Síða 5
Laugardagur 14. janúar 1995 - DAGUR - 5 Kvöldið var ævintýri í desember var efnt til eftirrétta- samkcppni á vegum Rásar 2 og Ríkisútvarpsins. Keppt var um uppskriftina aö besta áramótaeftir- réttinum. Þaö er skemmst frá því aö segja aö þaö var Sverrir Páll Erlendsson, kennari í Menntaskól- anum á Akureyri, sem bar sigur úr bítum en yfir eitt hundrað upp- skriftir bárust dómnefnd keppn- innar. Þetta er í þriöja sinn sem þessi keppni er haldin meö þeim hætti sem nú er og eru verðlaunin marg- rétta glæsilegur veislukvöldverður aö heimili vinningshafans. Þaö eru þeir Oskar Finnsson og Ingvar Oskar, Ingvar og Birkir Þór Elmarsson mættir í cldhúsið hans Sverris Páls. Sigurðsson á Argentínu Steikhúsi sem sjá unt kvöldverðinn og er þetta í þriðja sinn sem þeir halda vinningshafa, í samkeppninni um besta áramótaeftirréttinn, veislu. Matarveislan fer ávallt frarn að kvöldi þrettándans og þann 6. janúar síöastliðinn kontu í fullunt skrúóa frá Reykjavík Oskar, Ingv- ar og Birkir Þór Elmarsson veit- ingastjóri á Carpe Diem, sem sá um að þjóna Sverri Páli og gestum hans til borös. Sverrir Páll, gestgjafinn sjálfur, þurfti aöeins aö opna útihurðina og vísa þremenningunum á eld- húsið í Asvegi 29, síðan gat hann notið kvöldsins með gestum sín- um áhyggjulaus. Sverrir Páll er fæddur og uppalinn á Siglufnði, fyrrverandi nemandi í Mcnnta- skólanum á Akureyri og, eins og áður sagði, núverandi kennari þar. Hann cr ógiftur og bamlaus og býr einn en þó hafa iðulega verið leigjendur eða kostgangarar hjá honum í Asveginum. „Eg er húsbóndinn og húsmóó- irin á mínu hcimili og það var fyrst á föstudaginn sem einhver annar en ég fékk að vinna í eld- húsinu mínu. Eins og sjá má á mér er ég fjarskalega mikill matar- geröarmaður. Eg kann hins vegar lítið með uppskriftir að fara enda alinn upp í eldhúsi móður minnar og kann því ekki að baka pönnu- kökur nema eftir tilfinningu. Eg er þó cand pott, cand ger og cand grill frá Hússtjómarskólanum á Akurcyri, en þar sótti ég námskeið hjá Margréti Kristinsdóttur. Svo (i {’/HÍ/aU/Ht- matsemll -fiHttm'í’ií/í/ui' (t(ffeimi/i (JiieivvW f//áfs ólfatu/ai1 Humar í kampavínssósu mlmelónukúlum - borðvín: Chardonnay Bin 65 Grafin gœsabringa mlrúsínu- sósu - borðvín: Hunt's portvín Gulrótarseyði m/reyktum kjúklingabitum - borðvín: Vina Cumrero Smjörsteikt kálfabris mlMa- deiraskvettu - borðvín: Vina Cumrero Bláberjaískrap Heilsteikt nautalund mlpecan Burbonsósu - borðvín: Chateau la Fleur Bonnet Sítrónuterta mlferskum ávöxt- um - borðvín: St. Héléne Kajfi og heimalagað konfekt Sverrir Páll var himinsæll mcð kvöldið, „það var ógleymanlegt,“ sagði höfundur Myntudraumsins. hef ég líka farið á námskeið í Ind- verskri matargerðarlist hjá Surek- hu Datye og það er með því skcmmtilegra sem ég hef gert í þessu fagi. Eg hef rnjög gaman af vel krydduðunt mat og eftir því sem árin hafa lióið þá hef ég til dæmis ekki skilið hvernig menn fóru að, hér á öldum áður, að búa til mat án þess að hafa hvítlauk. Hvít- laukur er afskapleg bragðgóður og lyktarlaus, þaö er bara hjátrú að það sé lykt af hvítlauk!“ - Nú eru verðlaunin í þessari samkeppni nokkuð óvenjuleg, var þetta ekki ánægjulegt kvöld? „Þessi verólaun voru mjög óvenjuleg en jafnframt stórkostleg og kvöldið var óviðjafnanlegt og ógleymanlegt, ábyggilega mörg- um sinnunt skemmtilegra en viku- ferð til Flórída. Þessir þremenningar sent sóttu mig heint eru listamenn á sínu sviði cn auk þess ljúfir og indælir menn. Matseðillinn var snilldar- lega saman settur af þeim Oskari og Ingvari. Hver réttur fyrir sig var frábærlega bragðgóður og fal- lega borinn fram og vínið sem veitt var með hverjum rétti fyrir sig var svo viðeigandi sem mest mátti verða, þctta var fullkomin heild. Til dæmis var grafna gæsa- bringan, sem var dálítið ntikið piparkrydduó meó koníaksrúsínu- sósu, einkar ljúffeng og þegar portvínið kom nteð varð til eins konar ævintýri inn í manni. Þetta var langt borðhald, það hófst klukkan sjö og klukkan var töluvert gengin í eitt þegar okkur var boðið að ganga til stofu og fá okkur kaffi og konfekt, en kvöldið leið eins og andartak, það var un- aðsstund," sagði Sverrir Páll, sæll og glaður. Til kvöldverðarins bauð hann Arna Sveini Sigurðssyni kennara í Menntaskólanum og konu hans Margréti Jónsdóttur, aðstoðar- skólameistara Menntaskólans, Höllu Báru Gestsdóttur stjórn- málafræðinema við Háskóla Is- lands og Tryggva Birni Davíðs- syni nemanda í hagfræði við sama skóia, en hann er gamall heimilis- maður í Asveginum, og Finni Friðrikssyni, sem er við nánt í ensku í Edinborgarháskóla. KLJ Þau nutu gómsætra kræsinga og Ijúfra vciga, Árni Sveinn og Margrét. Birkir Þór færir Höllu Báru einn af réttunum sjö og Tryggvi Björn bíður spcnntur cftir að röðin komi að honum. 'Æuntucf/Huvniu*' t i'oe/'/'/W (Ads /. oe/'día//// 1 dl rjómaostur 2 stk. egg 8-10 msk. flórsykur 1-2 tsk. vanilludropar 200 g suðusúkkulaði Vi I rjómi 10-12 plötur Afier Eight eða sambœrilegt piparmyntusúkku- laði. Súkkulaðið brœtt og hellt smátt og smátt út í á meðan hrœrt er. 10-12 plötur af After Eight eru brytjaðar nokkuð smátt og settar saman við. Best er að bregða þeim í frysti um stund áður en þœr eru brytjaðar svo þœr kless- ist ekki. Rjóminn er stífþeyttur og honum blandað varlega sam- an við allt hitt. Rjómaosturinn er hrœrður vel svo hann verði kekkjalaus. Eggin eru þeytt rœkilega ásamt flórsykri og vanilludropum. Best er að þeyta eggjarauðu og hvítu sitt í hvoru lagi og blanda þeim síðan saman. Eggjahrœrunni er blandað saman við ostinn. Berið Myntudrauminn fram í eftirréttarskálum og stingið einni plötu af After Eight á hornið ofan t. Svolítilli slettu af þeyttum rjóma ogleða smákúlu af vanilluís bœtt í skálina til skrauts og bragðbœtis. //(//ii/ic,s/i /ia/ia 2. oc/'<f(////// f/(/<í/'(é<z/' f/óJhz/i//,'í</ó f///', j\/es/uu//x'itaé 200 g fersk jarðarber 200 g blá vínber 2 stk. ferskjur 200 g makkarónukökur 2 dl sýrður rjómi 2 msk. púðursykur Jarðaber og vínber skorin sundur og kjarnahreinsuð, ferskjurnar skornar í bita. Þessu er raðað í eldfast mót og makka- rónukökunum raðað yfir, sýrði rjóminn þeyttur létt með gaffli og smurður yfir. Látið standa í kœli, helst yfir nótt. Þá er púð- ursykrinum stráð yfir og formið sett undir grill þar til allt er orðið heitt og púðursykurinn bráðnaður. {frí/i/iv^ { /*o/n/nsósii/ S. oc/hÍJc///// fZJa/'c/t (/fÁz//n(fz//sf, , {/izz/'c/j/'< 450 gfikjur 2 bollar vatn '/ tsk. anís, steyttur 'Z bolli sykur Z bolli dökkt romm Stönglarnir skornir af fikjun- um og lagðir í bleyti í 3-4 klst. Anísinn settur saman við fíkjurn- ar og þetta soðið í 45 mín. Síð- ustu mínúturnar er sykrinum bœtt út í. Þetta er kœlt og romm- inu bœtt í. Boriðfram með þeytt- um rjóma eða heimatilbúnum vanilluís. Best er að gera þennan rétt 1-2 dögum áður en hans er neytt svo anísinn og rommið hafi fengið tíma til að krydda réttinn vel. Kaffíhlaðborð álla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. ^_______________________r Arnarnesshreppsbúar burtfluttir og búandi Þorrablótið okkar er laugardaginn 21. janúar kl. 20.30 aö Hlíðarbæ. Miðapantanir í símum 21954 og 27790 á kvöldin. Pantið tímanlega til að auðvelda niðurröðun á borðin. Sjáumst hress og kát. Nefndin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.