Dagur


Dagur - 14.01.1995, Qupperneq 6

Dagur - 14.01.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 14. janúar 1995 Jörðin er snævi þakin og það gengur á með cljum en gamla húsið hefur góða sál og fegurðin er söm sumar sem vet- ur. Mynd: AP Þær götur sem mönnum er ætlað að ganga á lífsferlinum eru með ýmsum hætti. Það er rétt eins og sumum veljist þegar í æsku ákveðin gata, sem gengin er á enda af rás- festu og án ytri áfalla. Á meðan öðrum er ætlað að feta hverja götuna af annarri og velja sífellt nýjar leiðir á lífsgöngunni. í dag tekur Þórunn Jónsdóttir í Fjósatungu í Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu á móti okkur og leyfir okkur að kynnst götunum sínum. Þórunn er mikil handverkskona, þessi útskorni rammi hæfir sannarlcga út- saumuðu rósunum vel. Löngunin óx / C s * • ar traari - Þórunn í Fjósatungu sótt heim „Ég er fædd árió 1939 og óst upp í Noróur-Nýjabæ í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu en foreldrar mínir eru Jón Oskar Guómunds- son og Sigurbjörg Ingvarsdóttir. Móöir mín er meistari bæói í kjóla- og kápusaumi en faóir minn var sá sem byrjaði aó rækta kart- öflur aó einhverju marki í Þykkvabæ. Þegar ég var um ferm- ingu flutti fjölskyldan til Reykja- víkur og þar ólst ég upp. Vió erum sex systkinin og þegar að því kom aö við færum í framhaldsskóla að loknum barnaskóla var þaö mun einfaldara í Reykjavík heldur en að kosta okkur öll til náms í heimavistarskólum fjarri heimili okkar í Þykkvabæ. Sagan mín Ég fór í Verslunarskólann og var þar vió nám í þrjá vetur en þá hætti ég og fór aó eiga börn. Nú á ég sex uppkomin börn, en yngsti sonur minn er 24 ára, þau búa öll í Reykjavík. Hins vegar eru barna- bömin mín, sem eru níu, aðeins farin að koma í hreiðrið til ömmu, hingaó í Fjósatungu og í vetur dvelur Þórunn nafna mín hér. Ég giftist Trausta Péturssyni, gullsmiö í Reykjavík. Vió áttum þrjú börn en skildum þegar þau voru eins, tveggja og þriggja ára gömul. Eftir skilnaðinn fór ég að vinna sem bókari og gjaldkeri á skrifstofunni hjá Agli Vilhjálms- syni hf. Svo kom aö því árió 1966 að ég giftist aftur Þorsteini Guð- björnssyni, málara í Reykjavík, og vió áttum saman fjögur börn en misstum elsta barnió okkar þegar það var árs gamalt, hin þrjú eru fædd sitt á hvoru árinu. Næstu árin var ég heimavinn- andi húsmóóir meó sex börn. Ég keypti svo, ásamt annarri konu, barnafataverslunina Gallabúóina í Kirkjuhvoli og við rákum hana í tvö ár. Þá fannst mér orðið von- laust að reka verslunina svo aö ég kcypti mig út úr rekstrinum. Ég hlakkaói til aó vera heirna meó börnunum mínum en svo varð það þannig að mánuöi síðar var ég komin í fulla vinnu sem gjaldkeri hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna í Reykjavík og þar vann ég í tíu ár eða þangað til ég flutti hingað í Fjósatungu. Árið 1982 lést Þorsteinn, mað- urinn minn, af slysförum. Hann kenndi fallhlífarstökk en svo fór hann í flugvélarhreyfil á Sand- skeiói. Ég var á Sandskeiði þegar Þorsteinn lést og þaó var visslega mjög sviplegt og tíminn sem fór í hönd var erfiður. En eldri börnin mín tók þau yngri að sér og þessi atburóur þrýsti börnunum saman. Þremur árum seinna kynnist ég Steini Karlssyni frá Litla-Garói á Akureyri en hann var þá varðstjóri á Lögreglustöðinni í Reykjavík. / I Fjósatungu á fímmtugsaldri Það greip okkur Stein einhver æv- intýramennska og við sögðum upp störfum okkar í Reykjavík og fluttum norður í Fjósatungu árið 1987 og höfum því búið hér í sjö ár. Tilfellið var að eftir því sem árin liðu þá langaði mig meira og meira burt úr Reykjavík og út í sveit. Sennilega hefur þetta blund- að í mér frá því æsku, ég get ekki skýrt þessa þrá á annan hátt. Löngunin varð meiri og meiri með hverju árinu að komast burt frá lífsmynstrinu í þéttbýlinu. Vió sáum jörðina Fjósatungu einfaldlega auglýsta og minntumst þess hve fallegt okkur haföi þótt í Fnjóskadal á ferð okkar um land- ið. Svo fórum við á hestamanna- Tekist á við tré „Eg byrjaói aö skera út í tré árió 1973. Þá bjó ég í Reykjavík og fór á mitt fyrsta námskeió í Skurðlistarskóla Hannesar Flosasonar. Ég var í þessum skóla á hverju einasta ári frá því 1973 þangaó til árió 1987 þegar ég flutti í Fjósatungu. Sam- tals fengist þetta nám mitt metió sem tveggja og hálfsárs nám í listaskóla. Síóan ég hóf námið hef ég alla tíó skoriö út meira og minna. Ég sker einkum út í mahoní og birki, mér finnst þaó Skemmtilegustu tegundimar en auövitað er hægt að skera út í margar vióartegundir. Ég hef gert töluvert af því aó skera út hluti eóa tálga til dæmis lítil dýr, skeióar og hnífa. En ég hef skorið allt mðgulegt út lampa, platta, klukkur, ramma, klemmur og ýmislegt fleira og það er töluvert algengt að fólk panti hjá mér stærri verk til gjafa. Það hefur fyrst og fremst háó mér að ég er ekki smióur, það væri þaó allra besta að geta smíðaó þaö sem manni dettur í hug og skorið þaó út. Þaó gerir faðir minn en hann vann allt mögulegt úr tré og jámi. Þú spyró hvort ég hafi fengió áhugann frá honum, ég veit það ekki en allt frá því ég var smákrakki hef ég einblínt á tré- skurð og útskorin húsgögn. Þegar ég var smástelpa sagðist ég ætla aö eignast húsgögn í Lúðvíks 14. stíl, þau eru stór og mikil, þung húsgögn öll útskorin en þaó hefur nú ekki oróió af því enn. Ég hef farió nokkuó um landió og haldið námskeiö í tré- skurói til dæmis aó Reykhólum, á Króksfjaróamesi, á Hvann- eyri, í Mývatnssveit, á Akureyri og í Dalasýslu. Svo hef ég að sjálfsögóu haldió námskeiö hér x minni heimasveit." KLJ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.