Dagur


Dagur - 14.01.1995, Qupperneq 7

Dagur - 14.01.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 14. janúar 1995 - DAGUR - 7 mót á Melgerðismela í Eyjafirði, en ég átti hesta í Reykjavík og við erunt mcð heilmikið stóð hér í túnfætinum. Þá skoðuðum við Fjósatungu, gerðum tilboð í jörð- ina og fluttum norður í kjölfarið. Þcgar þctta var bjuggu þrjú yngri börnin mín heima hjá ntér í Reykjavík þau voru þá 17, 18 og 19 ára. Eg fór sem sagt úr hreiðr- inu, strauk frá börnunum mínum. Þau voru þessu fyllilega samþykk en vissulega þótti þeim ég fara ansi langt, alla leið norður í land og mér fínnst ég vera langt í burtu frá þeim og öldruðum foreldrum mínum í Reykjavík þegar eitthvaó er að hjá þeirn, veikindi eóa aðrir erfiðleikar. Vorið sem ég vakti En hér hefur mér alltaf liðið vel, hér er einstaklega fallegt allt árið um kring og í gantla íbúðarhúsinu, sem var byggt árið 1924, er óskaplega notalegur andi. I fjárhúsunum biöu okkar þrjú hundruð kindur og við vorum nán- ast byrjendur á fimmtugsaldri en Steinn var þó mun sjóaðri en ég cnda útskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri. Við gerðum okkur þó ekki grein lyrir því hvað voriö og haustið eru geysilegir álagstímar. Fyrsta vorið vakti ég og vakti yfir ánum og var óskaplega stressuð yfir hverri kind. Eg var líka lengi að koma mér aó því að hjálpa fyrstu kindinni en ég varð. Þessi fyrsti sauðburður var mikió úthald og ég sofnaöi hvar sem var þegar hægðist urn en margt lærði ég þetta vor og nú gengur sauðburó- urinn vel. Þannig blóta Þingeyingar þorra Viö Steinn fengum góðar móttök- ur þegar við kornum hingað í sveitina, alveg ótrúlega góðar. Eg gekk í kvenlélagió á fyrsta fundin- um sem var haldinn eftir að ég korn hingað í hreppinn og þar hitti ég konurnar í svcitinni og það var alveg nauðsynlegt. Svo fórurn við bæði í kirkjukórinn og þar hittum við ennþá flcira fólk enda komurn við ekki hingaö út í sveit til að loka okkur af. Það var nú saga út af fyrir sig þegar við Steinn fórum á fyrsta þorrablótið okkar hér í sveitinni. Eg var hin rólegasta og ætlaði ein- faldlega að kaupa mér miða eins og við höfðunt gcrt þegar vió fór- urn á þorrablót í Reykjavík. Þegar þorrablótið nálgaðist þá hringdi Pálína, sern þá bjó á Reykjunt syösta bænum í dalnum, í mig og spuröi hvort við ætluðum ekki á þorrablótið. Ég játaði því. Hún spurði mig hvort ég vissi hvernig þorrablótinu væri háttað og ég hélt það nú, það væri þorramatur, skemmtiatriði og ball á eftir. Pálína samsinnti því en sagði svo; „en Þórunn mín, þið verðið að koma sjálf með matinn.“ Ég hváði enda hefði mér aldrei dottið í hug að mæta á þorrablótið með kúfað trog undir hendinni. Þarna bjarg- aði fyrrvcrandi nágrannakona mín mér fyrir horn og ég fékk hjá henni lýsingu á sióunt heima- manna og lagaði mig að því. Við höfóum auðvitað farið á ntörg þonablót í Reykjavík cn aldrei dottið í hug aö þaö væri einhverstaðar til siðs að hver kæmi mcð sinn mat að heintan. Konur eiga enn of langt í land Undanfarin ár hcf ég starfað með hópnurn Handverkskonur rnilli heiða og selt mitt handvcrk á Goðafossmarkaði og er nú í stjórn handverkskvennafélagsins. 1 þcss- um félagsskap hef ég eignast margar vinkonur enda eru 99 kon- ur úr þrcrnur hreppum í félaginu, þessi félagsskapur er ómetanlegur og sérstaklega nauðsynlegur fyrir konurnar í þcssunt sveitum. Ekki síst vegna þess að hér er enn svo rnikið karlavcldi. Hér í Hálshreppi eru fimm hreppsnefndarmenn og eftir kosningarnar í vor er engin kona í hreppsnefnd. Mér linnst að konur eigi að hafa eitthvað að segja í sveitarstjórnarmálum og atvinnumálum ekkert síður í sveit- um en þéttbýli. Margar konur eru bændur en þær hafa því rniður ekki látið til sín taka í Búnaðarfé- lögunt og mér linnst að konur í svcitum eigi langt í land hvað jafnréttismál varðar. Bóndakona skal borga Konur á þcssu svæði hala einmitt sýnt með handvcrkskvennafélag- inu að þær hafa ríka sjálfsbjargar- viðleitni og gcta staðiö aó nýsköp- un í atvinnumálum. Hins vegar kemur misréttió gagnvart sveita- konurn vel fram hvað handverkió varðar því staðreyndin er sú að bændakona er undir öðrum hatti cn til dæmis forstjórafrú í Reykja- vík. Forstjórafrú í Reykjavík má sclja handverk fyrir 180 þúsund krónur á ári án þcss að borga virð- isaukaskatt þó maóurinn hennar eigi fyrirtæki cn kona sem er gift bónda eða er aðili aó búi verður aó borga virðisaukaskatt af hverri krónu sem hún fær fyrir sitt hand- verk. Jafnvel þó búið sé svo lítið aó það beri ekki nerna eitt starf. Virðisaukaskattur af aðkeyptu hráefni fæst þó endurgreiddur. Við erum mjög ósáttar við þetta handvcrkskonur í svcitum og teljum að um hrcina mismunun sé að ræóa. Fólki cr hreinlega mis- munað eftir því hvaða vinnu það stundar og hverjum það er gift. Hvaða kaupstaðarkona sern er get- ur selt handverk fyrir 180 þúsund án þess að grciða virðisaukaskatt þótt hún sé í fullu starfi en því er ekki að heilsa meó handverkskon- ur, sem eru aðilar að búum. Ekki til í KEA Ég hef alla tíð vcrið sjálfs mín herra í sambandi við ýmislegt og hef til dæmis sjálfstæðan fjárhag. Þegar ég kom hingað vildi ég fá nafniö mitt á kaupfélagsreikning búsins hjá KEA cn lékk þau svör að það væri ckki hægt. Þó svo ég sé aðili að búinu og vcröi þess vegna að borga virðisauka af handverkinu mínu get ég ekki fengið að vera skráður aðili að reikningi búsins, þar sem tekjur okkar renna í gegn. I bönkum er hægt að skrá tvo aðila að launa- reikningunt en hjá KEA cr ekki hægt að skrá báða eigendur búsins fyrir reikningi þcss. Ég hef lagt hclminginn af afuröum búsins, sem eru ntín árslaun, inn í KEA í sjö ár en nafnið mitt er ekki til þar á pappír. Auövitaó get ég látið setja nafnið mitt á annað númer en eftir sem áður fer allt innilegg búsins aðeins inn á einn reikning skráóan á einn rnann. Þetta finnst mér ótrúlegt virðingarleysi gagn- vart bændakonum, þær geta ekki notað sitt cigið nafn þegar þær nálgast launin sín! Gjörólíkur lífsstíll En hvað sent öllu veraldarvafstri líður þá er fegurð dalsins söm og hér er yndislegt að búa. Það tók mig töluverðan tíma að ná mér niður úr Rcykjavíkurerlinum og venjast breyttu lífsmýnstri. Mér fannst ég til dæmis lengi vel þurfa að gera öll heimilisvcrk á kvöldin, Ijúka þcirn af þó kornið væri frant á nótt eins og ég þurfti að gera í Reykjavík vegna þess að þá var auðvitað vinnan aó rnorgni. Lífs- stíllinn er gjörólíkur og hér ráðum viö tírna okkar mcira sjálf nerna á álagstímum þegar sólarhringurinn dugir varla til. Þrátt fyrir að ég hcf búið frá fjórtán ára aldri í Rcykjavík þá hefur rnér aldrei fundist andartak að ég byggi afskckkt hér á sveita- bænum í framdalnum. Mér hefur heldur aldrei lciðst enda hef ég alltaf haft nóg að gera og handa- vinna og tréskurður ciga hug minn allan þegar tómstund gefst,“ sagði Þórunn í Fjósatungu. KLJ Kldhús Indís cr rúmgott og scrstaklega hrcinlegt. Að sögn Surekhu cr þcssi stóra Wookpanna cina cldhús- áhaldið, scm cr algjöricga nauðsynlcgt við indvcrska matargcrð öll önnur áhöld cru hcfðbundin. Indverskar kræsingar úr eldhúsi Surekhu: Kryddskyr undir silfurhjúpi Surekha Datye er frá Nýju Delhi á Indlandi en hún hefur verið búsett á Akureyri í Qórtán ár. Fyr- ir skemmstu stofnaði hún fyrirtækið Indís, Ind- verskt lostæti við ysta haf. Að heimili sínu í Suðurbyggð hefur Surekha látiö innrétta sérstakt eldhús til þess að geta gefið Akur- eyringum og gestum þeirra tækifæri til að njóta ind- versks matar. Surckha býður upp á fjölbreytta þjón- ustu, hádegisverð, kvöldverð, veisluþjónustu fyrir allt að tuttugu manns, og matargerðamámskeió. Mark- miðið cr að mæta kröfum neytenda með því að bjóða upp á fisk-, kjöt-, grænmetis- og baunarétti. Allur matur cr sendur til viðskiptavina í heimahús, vinnustaði eða annað. Til að gefa nokkra hugmynd unt það hvað indverskur matur úr eldhúsi Sureku kostar má nefna að hádegisverður kostar krónur 650. Allan mat þarf að panta með dags fyrirvara. Kryddar hæfilega fyrir íslendinga Surekha cr landfræóingur og textílhönnuður að mcnnt cr gift og á tvo syni, scm eru í grunnskóla á Akureyri. En er indverskur matur daglega á borðum hjá fjöl- skyldunni í Suðurbyggð? „Ekki daglcga. Ég elda ind- verskan mat um það bil þrisvar í viku en þess á milli borðum við hcfðbundinn íslenskan mat; fisk, slátur og þcss háttar,“ sagði Surekha. Hún bcnti á aó ind- verskur matur væri ekki það sama og sá austurlcnski matur sem Islendingar ættu að venjast. Hún sagði að indverskur matur væri vissulega sterkur en þar sem hún hefði búið hér í mörg ár hefði hún lært að krydda matinn í samræmi við smekk íslendinga. Indversk veisla í cldhúsinu þínu Surekha sagði að það væri kjöriö fyrir þá sem hyggð- ust bjóða heim gestum að hafa samband við sig ef þeir vildu breyta út af vananum og bjóða upp á frani- andi rétti. „Þá sest ég niður með gestgjafanum og við veltum því fyrir okkur hvaða rétti eigi að bjóða upp á það fer eftir smekk hvers og eins, svo kem ég með matinn tilbúinn á staðinn áður en gestina ber að garði,“ sagði Surekha. Góinsætir og franiandi rcttir á borðslofuboröinu á hcimili Surckhu. Myndir: Robyn Borðað með fmgrunum Þegar blaðamaður sótti Surekhu heim var á borðum kjötréttur með hrísgrjónum af hæsta gæöaflokki, kartöfluréttur, mangosalat, rækjuréttur, þunnt stökkt og bragðmikið brauð og síðast en ckki síst kryddað skyr, sem borið var fram undir þunnri silfurfilmu sem snædd er mcð skyrinu. Sannarlega forvitnilegir og ljúffcngir réttir. Þess má geta til gamans aö Indverjar borða með fingrunum og að máltíð lokinni skola þeir hcndur og munn og það er talin ein orök þess að tannskemmdir eru lítt þckktar í þeirra hópi. KLJ Nemi áríns 1994 er, 00 * Hákon Már Orvarsson Um síðustu helgi útnefndi Klúbbur matreiðslumeistara nema ársins 1994 en þann titil hlýtur sá matreiðslunemi sem tekur hæsta prófið í faglegum greinum í sveinsprófi frá Hótel- og veitingaskóla íslands. Hákon Már Örvarsson er 21 árs gamall Akureyringur. Hann lærði fagið á Fiðlaranum á Akureyri, lauk námi í vor og starfar nú á Hótel Holti í Reykjavík. Hákon Már ólst upp á Akureyri hjá móður sinni Birnu Guörúnu Hermannsdóttur og fóstuföóur sínum Björgvini Ingvarssyni. Að- spurður sagði Hákon að hann hefói mjög snemma haft áhuga á matrcióslu og svo heföi farið að ekkert annað hcfði komió til greina en að verða kokkur. Hann komst íljótlcga á samning hjá Snæbirni Kristjánssyni, mat- reiðslumeistara á Fiðlaranum, og lauk sínum námstíma þar. Hákon starfar nú, eins og áöur sagði, á Hótel Holti. Eiríkur Ingi Friðgeirsson, aðstoðarhóte 1 stjóri hótelsins, sagði að hann hefði tek- ió sérstaklcga eftir því þcgar Há- kon tók sveinspróf hve hæfileika- ríkur hann væri í faginu og í fram- haldi af því hefði honum verió boðið það starf sem hann gcgnir nú. „Mér fannst hann skara fram úr,“ sagði Eiríkur Ingi. KLJ Ilákon Már, nemi ársins til vinstri, með honum á myndinni cr mcistarinn hans, Snæbjörn Kristjánsson matrciðslumcistari á Fiðlaranum á Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.