Dagur - 18.01.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 18.01.1995, Blaðsíða 12
REGN80GA FRAMKOLLUN Hafnarstræti 106 • Sími 27422 Athyglisverð framleiðsla hafin hjá Vélsmiðju Húnvetninga: Smíðar þvottavél fyrir fiskikör - keypti framleiðslurétt að þremur vélum á síðasta ári Asíðasta ári keypti Vélsmiðja Húnvetninga á Blönduósi framleiðslurétt að þrcmur vél- um, þvottavél fyrir fiskikör, beituskurðarvél og iðnaðar- sprautu, sem mest er notuð í bakaríum og kjötvinnslum. Hönnuður vélanna er Alexander Sigurðsson og er þetta gert í samvinnu við hann. Þvottavélin er í raun nýjung, en ein slík vél frá sama hönnuói hef- ur verið notuð í Fiskmarkaði Hafnarfjarðar og er nýja vélin byggð á reynslu hennar. Vélin þvær körin með sápu bæði utan og innan og er talin bylting á þessu sviði ef mióað er vió handtrvott, sem tíðkast hefur til þessa, bæði hvað varðar gæði og vinnusparn- til okkar í gegnum Iðnþróunarfé- lagið, cn þeir settu talsverða vinnu í aö leita aó verkefnum og fram- leiðslumöguleikum sem gætu gengið inn í fyrirtækin hérna á svæðinu,“ sagði Þorlákur. Að hans sögn er stefnt að því meö þessunt nýju verkefnum að skapa ný störf og einnig auka nýt- ingu á þeim tækjabúnaði og starfs- krafti sem fyrir er. Vélsmiðja Húnvetninga rekur bílaverkstæði, rafmagnsverkstæði, vélaverk- stæði, véla- og varahlutaverslun og þar vinna um 25 manns. Ars- velta er um 100 milljónir, sem Þorlákur vonast til að geti aukist um allt að 50% með þessum nýju verkefnum. HA Tveir árekstrar á Akureyri Tvær árekstrar urðu á Akureyri í gærdag, annar við gatnamót Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis, þar sem mynd- in að ofan er tekin, en báðir ökumcnn töldu sig hafa ekið yfir á grænu ljósi og var annar bílinn óökufær á eftir. Hinn var milli hjólaskóflu scm var í snjómokstri og jeppa í Glerárgötu. Hjólaskóflan lenti á Ijósastaur og braut hann cn jcppinn var dreginn af árckstrarstað. GG/Mynd: Robyn að. „Við erum að gera okkur vonir um aó þetta geti breytt þó nokkru fyrir okkur. Við erum núna að smíða fyrstu þrjár þvottavélamar, og viðbrögðin lofa góðu. Við ger- um ráð fyrir að geta framleitt 20 vélar á ári og aó þetta skapi 3,25 ársverk hjá okkur, ásamt því að framleióa 40 beituskurðarvélar,“ sagði Þorlákur Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Vélsmióju Hún- vetninga. Hann bjóst vió að fram- leiðsla á beituskurðarvélinni færi í gang innan tíðar, en iðnaðar- sprautan fær aðeins að bíóa. „Þetta er verkefni sem kemur Rafveita Akureyrar: Tugir húsa ánrafmagns í fyrrakvöld Dreífistöð Rafveitu Akureyr- ar við Bakkahh'ð á Akureyri bilaði í fyrrakvöld og varð raf- magnslaust af þeim sökum í nokkrum nærliggjandi götum í um þrjár klukkustundir. Tugir húsa voru án rafmagns. Jóhannes Ofeigsson, tæknifull- trúi hjá Rafveitu Akureyrar, segir skýringuna einfaldlega þá að snjó skóf inn á búnaðinn í drcifistöð- inni þannig að hann fór úr sam- bandi. Eftir að búið var aó hreinsa snjó úr stöóinni og þurrka búnað- inn komst rafveitukerfið í samt lag á ný. Jóhannes segir engar skemmdir hafa orðið á búnaðinum vegna þessa. JÓH Q VEÐRIÐ Lítil breyting verður á hita- stigi í dag, 3 til 7 stiga frost. Rok eóa ofsaveóur af norð- austri með snjókomu verður á Noróurlandi vestra í dag. Norðan stormur eöa rok og snjókoma á Norðurlandi eystra en fer að lægja er líða tekur á daginn. Lægja tekur á fimmtudag en hvöss norðaustan átt tekur völdin á föstudag. Akureyri: Atvinnuástand hjá málmiðnaðar- mönnum hefur batnað umtalsvert - ríkisstjórnin hyggst jafna aðstöðumun íslenskra skipasmíðafyrirtækja Með reglugerð sem iðnaðar- ráðherra hyggst kynna í ríkisstjórninni á næstunni er stefnt að því að tryggja enn frek- ar heldur en gerist með samn- ingum við Efnahagsbandalagið að íslensk fyrirtæki standi jafn- fætis erlendum fyrirtækjum. 1. febrúar nk. taka gildi hjá EES reglur þar sem takmarkaðar eru heimildir til ríkisstyrkja í skipa- iðnaði. Með styrk til þessara fyrirtækja er gerð tilraun til aó jafna að- stöðumun íslenskra fyrirtækja gangvart erlendum. Styrkirnir munu vera um 9% í sumum tilfell- um og hins vegar 4,5% og ræðst það af því hvort um nýsmíðaverk- efni er að ræða eða viðhalds-end- urbótaverkefni en einnig kann upphæðin að ráða einhverju þar um svo og stærð skipsins. Norðmenn reka m.a. byggða- pólitík sem kemur inn á þessa þætti, þ.e. verið er að auðvelda fyr- irtækjum sem eiga landfræðilega erfitt uppdráttar að halda sínum verkefnum í skipasmíðaiðnaðinum sem og öðrum iðnaði. Islensk fyr- irtæki hafa ekki notið sömu fyrir- greiðslu og því hefur þjónusta fyr- irtækja sem þannig er ástatt fyrir orðið dýrari en norsku fyrirtækj- anna og þar af leiðandi hefur verið sótt hlutfallslega meira eftir þjón- ustu norsku fyrirtækjanna. „Sá sem ekki fær ákveðna for- gjöf á eðlilega erfióara uppdráttar en samkeppnisaðilinn en ef við stöndum jafnfætis höfum við ekki neinar áhyggjur af því sem á eftir kemur, t.d. gagnvart verkefnum. Átvinnuástandið hjá málmiðnað- armönnum hér er umtalsvert mik- ið betra en á sama tíma fyrir ári síðan og undanfarin ár. Atvinnuleysið um sl. áramót var mjög lítið. Félag málmiðnað- armanna var með 7 menn á at- vinnuleysisskrá í lok desember- mánaðar sl. á móti um 40 mönn- um í árslok 1993. Á árinu 1994 fengu íslenskar skipasmíðastöðvar jöfnunaraðstoð frá ríkinu að upp- hæð liðlega 60 milljónir króna og sá styrkur var einnig verk- efnahvetjandi og stuólaði að minna atvinnuleysi meðal málnt- iónaðarmanna. Málmiðnaóarmenn á Akureyri horfa með meiri bjart- sýni til næstu mánaða og missera heldur en gert hefur verió undan- essar breytingar koma fram á nokkrum mánuðum og við reiknum ekki með að fjölga starfsfólki fyrr en í vor og síðan verður bætt við eftir þörfum,“ segir Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Strýtu, í samtali við Dag. Eins og kom fram fyrir helgi, er reiknað með að samstarfssamn- ingur Strýtu, Samherja og Söltun- arfélags Dalvíkur við Royal Greenland, geti skapað um 30-50 störf til viðbótar og þá aðallega hjá Strýtu. Ekki stóð á viðbrögð- urn og hafði fjöldi fólks, í leit að vinnu, samband vió fyrirtækiö á farin ár. Þetta snýst allt um það að Slippstöðin-Oddi hafi eitthvað að gera fyrir um helming félags- manna í Félagi málmiðnaðar- manna, en í félaginu eru á bilinu 230 til 250 félagar. Tilkoma flotkvíarinnar glæðir einnig mjög vonir manna um að hægt verði að taka að sér fleiri og stærri verkcfni í náinni framtíð sem ekki hefur veriö hægt að tak- ast á við og þaó opnast ný og mjög öflug sóknarfæri fyrir fyrir- tækið hvað varðar verkefni,“ sagði föstudag. Stefnt er að því að koma upp pökkunaraðstöðu í Strýtu á næstu mánuóum og mun rækju framveg- is verða pakkað í neytendapakkn- ingar hér á landi en með því er verió að flytja störf inn í landið. Aðalsteinn segir að ekki þurfi að fara í neinar byggingarfram- kvæmdir á vegum fyrirtækisins. „Þaó veröa gerðar breytingar á vinnslusölum hér og komið veröur fyrir nýjum tækjum. En þetta mun gerast smátt og smátt á næstu mánuðum og við bætum við fólki eftir þörfum en þó ekki fyrr en í vor.“ KK Samstarf norðlenskra fyrirtækja viö Royal Greenland: Reiknum ekki með að fjölga starfs- fólki fýrr en í vor - segir Aðalsteinn Helgason Hákon Hákonarson, formaður Fé- lags málmiðnaðarmanna á Akur- eyri. Orn Friðriksson, formaóur Fé- lags járniðnaðarmanna í Reykja- vík, segir að hugmyndin sé að nota styrkjakerfið í flestum tilfell- um en við smíði stærri skipa verði styrkjakerfið ekki notað heldur að hægt verói að kæra erlend tilboð ef þau reynist lægri og það sé vegna ríkisstyrkja erlendis. Þetta þýóir að ekki muni allar skipa- smíðar njóta styrkja, en hér er engu aó síður stigið mjög stórt skref í þá átt að efla innlendan skipasmíðaiónað. Orn segir að eina landið sem Islendingar séu ekki samkeppnis- færir við sé Pólland, en þeir eru að bjóða vcrð sem er langt undir markaðsverði og því verði sem þekkist í öðrum löndum enda um hrein ríkisfyrirtæki að ræða sem ekki þurfa að sýna hagnað af rekstrinum. GG C-634 XT þvottavál 18 þvottakerfi 5 kg þvottur Hitabreytiroti 600 snúninga Rústfrír pottur * Frábært verð 39.900 ,■ stgr. KAUPLAND Kaupangi ■ Simi 23565j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.