Dagur - 18.01.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 18.01.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 18. janúar 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 hrint er 1 framkvæmd djörfum hugmyndum. Sú er einmítt undirstaðan að framþróun og uppbyggingu í atvinnulífinu. Þorið verður að vera fyrir hendi. Smám saman hefur okkur hér á landi ver- ið að lærast hvaða möguleikar felast í ís- lensku náttúrunni, út frá sjónarhóli ferða- þjónustunnar. Jafnframt hafa opnast mögu- leikar utan hins hefðbundna ferðamanna- tíma og loks höfum við gert okkur grein fyrir að íslendingar eru líka ferðamenn í eigin landi, ekki síður mikilvægir en erlendir gest- ir. Ferðaþjónusta að vetrinum verður aldrei vistarfólki sem dregið hefur að þúsundir gesta víðs vegar að af landinu. Þessi sýning er ein sönnun þess sem hægt er að gera til að draga að ferðafólk, jafnvel þó á miðjum vetri sé. Sýningarhald úti á landi yfir vetrar- mánuðina hefur verið talið til bjarsýni og ævintýramennsku en sýning LÍV urn síðustu helgi og í fyrra hafa blásið á allar hrakspár og sannað hvað hægt er að gera ef vel er að málum staðið og bjartsýni er fyrir hendi. --LEIÐARI--------------------------------------------- Ferðaþjónusta á miðjum vetri Ferðaþjónusta hér á landi er ung atvinnu- auðveld leið, íslenska veðurfarsins vegna. grein en mjög vaxandi, eins og fjölgun er- Hitt er annað að möguleikarnir felast lendra ferðamanna milli ára ber með sér. kannski einmitt í íslenska vetrarveörinu, Tölur um tekjur af ferðamönnum fyrir þjóð- samanber vetrarferðir á vélsleðum og jepp- arbúið undirstrika mikilvægi greinarinnar í um, sem eru ólýsanlegt ævintýri fyrir út- efnahagslegu tilliti en í greininni má einnig lendinga. Vélsleðasportið hefur mjög færst í sjá glögglega dæmi um árangur af því þegar vöxt hér á landi á síðustu árum og hefur þjónusta við vélsleðaáhugamenn skapað fjölmörg störf hér á landi. Síðustu árin hefur verið haldin árviss sýning á Akureyri sem helguð er vélsleðamönnum og öðru úti- Hagsmunir Akureyringa og landsbyggðarinnar Gunnar Ragnars, forstjóri Utgerð- arfélags Akureyringa, skrifaði grein sem birtist í Degi 13. jan. sl. og í Morgunblaðinu degi síóar. Grein þessi ber yfirskriftina: „...ekki hagsmunir ÚA“. Grein þessi er um margt at- hyglisverð, hún lýsir vióhorfum Gunnars Ragnars til þess málefn- is að Islenskar sjávarafurðir hf. flytjist til Akureyrar með sínar höfuðstöðvar fái þær Útgerðarfé- lag Akurcyringa hf. í vióskipti til sín. Þaó sem fyrst vekur athygli vió lestur greinar Gunnars er að hann minnist ekki einu orði á atvinnu- mál Akureyringa. Hann minnist ekki einu orði á það sem flutning- ur ÍS til Akureyrar felur í sér: Tækifæri til þess að gera Akureyri að miðstöó viðskipta meö sjávar- afuróir, tækifæri til að fjölga hér störfum, tækifæri til þess að auka hér umsvif á mjög mörgum svið- um, tækifæri til þess að byggja upp á Akureyri viðskiptamiðstöð til mótvægis við Reykjavík og höfuðborgarsvæóið. Nei! Gunnar segir málið eingöngu snúast um hagsmuni ÚA og um hvort Akureyrarbær eigi að selja hlutabréf sín. Aö sjálf- sögðu koma hagsmunir ÚA inn í þessa umræðu og einnig hluta- bréfaeign bæjarins í ÚA, en málið er miklu stærra en það. I mínum huga snýst málið um það hvort við Akureyringar berum gæfu til þess að nýta okkur þetta tækifæri til að stórauka hér atvinnu og byggja upp til framtíóar. Gunnar segir í grein sinni að mikil vanþekking hafi einkennt umræðuna um sölumál ÚA. Ekki veit ég hvort hann á við mig eða þá starfsmenn KEA og Islenskra sjávarafurða sem hafa skoðað þessi mál og tjáð sig um þau, enda læt ég mér það í léttu rúmi iiggja. Gunnar heldur því fram í grein sinni að þeir aðilar sem vilja að ÚA færi vióskipti sín yfir til ÍS séu að horfa til hagsmuna IS en ekki hagsmuna ÚA. Skoðum þessa fullyróingu hans nánar. Kaupfélag Eyfirðinga hefur unnið að því að fá höfuðstöðvar ÍS hingað til Akureyrar til þess að efla hér atvinnulíf. í bréfí til Akur- eyrarbæjar hefur KEA gert grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls og jafnframt óskað eftir viðræð- um við bæinn um að fá að kaupa hlut bæjarins í ÚA. Er Gunnar að halda því frant að það sem vaki fyrir KEA með þessu sé að gæta hagsmuna IS á kostnað ÚA? KEA er hluthafi í ÍS en KEA er einnig hluthafi í ÚA, reyndar ann- ar stærsti hluthafinn þar og sá langstærsti á eftir Akureyrarbæ. Þeir fjármunir KEA sem bundnir eru í hlutabréfum í ÚA eru margfalt hærri en þeir fjár- munir sem KEA á bundna í hluta- bréfum í IS. Mér þykir það und- arlegt að ætla okkur þá lélegu hagfræði að fórna meiri hagsmun- um fyrir minni. KEA hefur óskaö eftir því að fá að kaupa hlut bæjarins í ÚA og lýst því yfir aó ef af því yrði hefði KEA engin áform uppi um að selja þau hlutabréf aftur og jafn- framt að KEA hygðist vera meiri- hlutaeigandi í ÚA. Hér cr um mjög stórar upphæðir að ræöa. Heldur einhver virkilega að ósk KEA um að fá að kaupa hlut bæj- arins í ÚA og þar með festa hundruði miljóna króna til við- bótar í hlutafjáreign í ÚA sé til þess að vernda hagsmuni IS eöa einhverra annarra utanaðkom- andi? Það er auðvitað stefna KEA að efla og styrkja rekstur ÚA og hafa arð af hlutafjáreign sinni í ÚA. Kaupfélag Eyfirðinga er ekki í neinu stríði við ÚA, ekki í stríði við starfsmenn ÚA, ekki heldur í stríði við aðra hluthafa ÚA. Þvert á móti. KEA er og hef- ur verið aðili að ÚA um langt skeið og hefur sýnt það í störfum sínum að það vill hag ÚA sem mestan og bestan. Gunnar heldur því einnig fram í grein sinni að það að fiytja sölu á afurðum ÚA frá SH stefni ÚA í óvissu og þjóni ekki hagsmunum ÚA. Eg hef hinsvegar haldið því fram, m.a. í blaðaviðtali í Degi, að það sé ekki hættulegt fyrir ÚA að flytja viðskipti sín yfir til ÍS. Gunnar veit það jafn vel og ég að bæði ÍS og SH hafa náð góóum árangri við aó selja sjávarafurðir. Bæði þessi fyrirtæki hafa selt miklu meira magn af hefðbundn- um bolfisktegundum (sérstaklega þorski) en þau gera í dag, þannig að bæði eru vel í stakk búin til þess að bæta við sig slíkum fiski í sölu. Ef saga þeirra beggja, IS og SH, er skoðuð sést aó árangur þeirra hvað varðar verð á afurðum er mjög svipaður fyrir sambæri- legar afurðir. Stundum er annað fyrirtækið betra en hitt á ákveðn- um sviðum eða mörkuðum og svo öfugt. Þessi fyrirtæki eru í samkeppni, þau horfa á árangur- inn hvort hjá öðru og ef annað nær forskoti einhversstaðar, þá reynir hitt auðvitað að draga það uppi og fara fram úr. Þannig hefur þetta gengió til á undanfömum áratug- um. Ef staða þeirra er skoðuð í dag þá er það mitt álit að IS sé komið lengra hvað varðar fullvinnslu, þar sem varan er fullunnin í frysti- húsum hér á landi. Sambýli ÍS, ÚA, Háskólans og Rannsóknastofnun- ar flskiðnaðarins hér á Akureyri mun skapa góðar forsendur til vöru- þróunar og öflugrar markaðssóknar, sem ÚA yrði þátt- takandi í og nyti góðs af. Ég er þeirrar skoðunar að það styrki viðkomandi frystihús að vera framleiðandi aó ákveðnum sérvörum, þar scm hinn erlendi kaupandi er í raun aö gera samn- ing við ákveðið frystihús, fyrir milligöngu sölusamtaka, að það sé Magnús Gauti Gautason. betri staöa til lengri tíma heldur en að vera framleiðandi að massa- vöru sem seld er eingöngu undir nafni sölusamtaka, þar sem kaup- andinn hefur ekki hugmynd um frá hvaða frystihúsi varan er kom- Einnig er ég eindregið þeirrar skoðunar að staða ÚA muni styrkjast við það að ÍS flytjist hingað til Akureyrar. Sambýli ÍS, ÚA, Háskólans og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaóarins hér á Ak- ureyri mun skapa góðar forsendur til vöruþróunar og öflugrar mark- aðssóknar, sem UA yrði þátttak- andi í og nyti góðs af. Varðandi eignarhlut ÚA í SH vil ég benda á að ÚA getur átt hann áfram, þó aó afurðir ÚA verði seldar í gegnum IS. Ef ÚA hinsvegar veldi að fá hann greiddan út gæti ÚA notað þá fjár- muni til annarra hluta, t.d. keypt hlutabréf í ÍS. Ég fullyrði að ef ÚA kemur í viðskipti við IS verð- ur ÚA gert kleift að kaupa þar hlut og komast þar til áhrifa. Að lokum vil ég skora á Akur- eyringa að nýta þetta tækifæri sem okkur gefst nú til stórkostlegrar atvinnuuppbyggingar hér, en láta ekki úrtölumennina ráða ferðinni. Magnús Gauti Gautason. Höfundur er kaupfélagsstjóri Kaupfélags in. Eyfiróinga. Bréf KEA til bæjarráðs Akureyrar Akureyri 5. janúar 1995. Bæjarráð Akureyrar Formaður Jakob Björnsson Stjóm Kaupfélags Eyfirðinga fjallaði á fundi sínum þann 4. jan. sl. um hugsanlegan flutning á höfuðstöðv- um Islenskra Sjávarafurða hf. (ÍS) til Akureyrar. Flutningur á höfuðstöðvum Islenskra Sjávarafurða hf. hingað til Akureyrar yrði mjög mikil lyftistöng fyrir at- vinnulíf hér í bæ, hér myndu skapast tugir nýrra starfa meö þeim margfeldisáhrifum sem þeim fylgja. Kaupfélag Eyfirðinga vill stuðla að því að af þessum flutningum geti orðið og hefur unnið að því innan Is- lenskra Sjávarafurða hf. Staðan í því máli er að okkar mati eftirfarandi: Meirihluti er fyrir því innan stjórnar IS og meðal hluthafa IS að flytja höfuðstöðvamar til Akureyrar ef Útgerðarfélag Akureyringa hf. (ÚA) felur IS að selja afuróir sínar. Einnig þarf IS tryggingu fyrir því að ÚA verði ekki flutt úr viðskiptum við ÍS ef breytingar verða á eign- arhaldi bæjarins á ÚA eða ef breytingar verða á meirihluta innan bæjarstjómar Akureyrar. Stjórn IS mun koma saman til fundar 12. janúar nk. og mun þar fjalla um framtíðarstaðsetningu á höfuðstöðvum IS, því er nauðsynlegt að fyrir þann tíma liggi afstaða Akureyrarbæjar fyrir. I ljósi ofangreindrar stöðu óskar Kaupfélag Eyfirðinga eftir vióræðum við Akureyrarbæ um að Kaupfélag Ey- firðinga kaupi hlutabréf bæjarins í ÚA. Ef samkomulag um slíkt næðist væri jafnframt tryggt að IS myndi flytja til Akureyrar og hér myndu skapast tugir nýrra starfa. Kaupfélag Eyfirðinga telur eðlilegt að ef Akureyrarbær ákveður að selja hlutabréf sín í ÚA verði þau seld til heimaaðila, þannig að yfirráðin yfir fiskveiðiheimildum ÚA færist ekki úr höndum bæjarbúa, heldur verði á höndum heimaaðila sem hefur alla hagsmuni af því að hér verði áfram rekin öflug útgerð og fiskvinnsla á veg- um ÚA. Hagsmunir Kaupfélags Eyfirðinga eru augljóslega að hér á starfssvæði þess verði rekið sem öflugast atvinnu- líf og hagsmunir Kaupfélags Eyfiróinga, hagsmunir Akureyrarbæjar og hagsmunir íbúa hér fara að öllu leyti saman. Til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning skal það tekið fram að það er ætlun Kaupfélags Eyfirðinga, ef af kaupum verður, að vera meirihlutaeigandi í ÚA og engin áform eru uppi um að selja þau hlutabréf aftur. Svar óskast við fyrstu hentugleika. Virðingarfyllst f.h. Kaupféiags Eyfirðinga, Magnús Gauti Gautason, Kaupféiagssstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.