Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 25. janúar 1995 - DAGUR - 15
I ÞROTTI R
SÆVAR HREIÐARSSON
Gamlifígií markid
Manchester City á í miklum vand-
ræðum með markverði þessa dag-
ana og gamla kempan John Burr-
idge, sem nú er oróinn 42 ára,
stendur setmilega í markinu gegn
Leicester í kvöld. Hann átti aó leika
um helgina gegn Tottenham þar
sem Andy Dibbie er meö flensu en
leiknum var frestað. Bunidge var
búinn að leggja hanskana á hilluna
og hcfur scð um markmannsþjálfun
lijá Newcastle aó undanfömu.
Eftirsóttur
Vamarmaöurinn Earl Barrett er nú
einn eftirsóttasti leikmaöur enska
boltans eftir að hann missti sæti
sitt í liði Aston Villa. Barrett hcfúr
verið orðaður við Manchcstcr Un-
ited og City auk þess sem Everton
hefur mikinn áhuga á honum. Villa
vill styrkja liðið framar á vcllinum
og reynir að nota Barrett til að
lokka annaðhvort Lee Sharpe frá
United cða Niall Quinn frá City.
Einn gegn öllum
Kenny Dalglish, stjðri Blackbum,
er þekktur fyrir að tuða duglega
þegar honum gengur ekki allt í
haginn. Eftir lcik Blackburn og
Man. Utd. á sunnudaginn var hann
ósáttur við aó mark haft verið
dæmt af hans tnönnum undir lok
leiksins. „Við höfum sýnt það á
þessu tímabili að viö erum ckki
síðri en Unitcd cn munurinn á lið-
unum cru ákvarðanir dóntara. Við
átturn skilið að fá stig og hefðum
lengið þaö ef dðmarinn hefði ekki
gert mistök. Þetta var löglegt mark
og ef brotið hafi verið á Keane
heiði hann orðió rcióur. Eg sc ckki
neina ástæðu fyrir þvj að markið
var dæmt af,“ sagöi Dalglish.
Góðurdómur
Alex Ferguson, stjóri United, var á
öðru máli og hrósaði dómaranum
fyrir að vcra í góóri aðstöðu til aö
sjá brotið. „Það var greinilega ýtt á
bakið á Roy. Ef leiktnaður reynir
að vinna boltann með þessum
hætti á hann ekki að kvarta þegar
dómarinn flautar. Stundum komast
leikmcnn upp mcó svona brot en
dómarinn tók hárrétta ákvörðun,"
sagói Ferguson eftir leikinn.
Keyptur
Derby County hefur keypt Dean
Yates frá Notts County cn kaup-
vcrðió vcrður ákvcðið af gcrðar-
dórni. Yatcs var talinn einn allra
efnilegasti miðvörður Englads fyr-
ir nokkrum árum en hefur átt í erf-
ióleikum meó rneiðsl. Koma hans
til Derby þykir renna stoðum undir
oröróm um að Dcrby sc tilbúið að
sclja miðvörðinn Craig Short cn
talið er að Blackbum og Man.
Utd. muni berjast utn að fá Itann í
sínar raóir.
Körfuknattleikur - úrvalsdeild:
!■ ••
„Þetta er fjogurra stiga leikur"
- segir Hrannar Hólm, þjálfari Þórs, um leikinn gegn Skallagrími
Það verður stórleikur í íþrótta-
höllinni á Akureyri þegar Þórs-
arar taka á móti Borgnesingum
kl. 20.00 í kvöld. Þessi lið eiga í
harðri baráttu um 2. sæti A-rið-
ils úrvalsdeildarinnar og sigur-
liðið fer með þægilegt forskot
inn í lokaslaginn. Þórsarar hafa
ákveðið að lækka miðaverð á
leikinn og alla heimaleiki sína
fram að úrslitakeppni til að
koma til móts við áhorfendur og
örva þá til að mæta á leikina.
Þaó lið sem nær 2. sæti í A-
riðli fær öruggt hcimaleik í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar gegn því
liói sem lendir í 3. sæti B-riðils.
Ef Þór nær í 2. sætið þá myndu
þeir leika gegn Keflavík í úrslita-
keppninni, eins og staðan er í dag,
Hrannar Hólm hefur trú á sínum
mönnum.
Innanhússknattspyrna:
KA í úrslit
- á íslandsmóti 3. flokks
Um síðustu helgi var keppt í
Norðurlandsriðli íslandsmóts 3.
flokks f innanhússknattspyrnu.
Keppnin fór fram í KA-heimil-
inu og eftir harða og jafna
keppni voru það KA-strákar
sem tryggðu sér sæti í úrslita-
keppninni.
Þau lið sem reyndu með sér
komu frá Þór, KA, Magna, Dal-
vík, Völsungi og Hvöt. KA-strák-
ar unnu fjóra fyrstu leiki sína en
gerðu jafntefli í síóasta leiknum,
gegn Magna, og það dugði þeim
til sigurs í riðlinum. Þeir fengu þó
mikla keppni, sérstaklega gegn
Þór og Völsungi, þar sem sigur-
mörkin komu ekki fyrr en á síö-
ustu stundu.
Urslit urðu sem hér segir:
Þór-Magni 6: l
Dalvík-Völsungur 0:3
KA-Hvöt 3:0
Þór-Dalvík 3:0
Völsungur-KA 2:3
Magni-Hvöt 2:1
KA-Þór 2:1
Hvöt-Völsungur 0:0
Dalvík-Magni 3:2
Þór-Hvöt 5:3
Magni-Völsungur 2:5
Dalvík-KA 1:6
Völsungur-Þór 5:2
Hvöt-Dalvík 2:3
KA-Magni 1:1
en þeir eiga í baráttu við ÍR-inga
um 2. sæti B-riðils. Ef Þórsarar
enda í 3. sæti A-riðils þurfa þeir
að leika á útivelli gegn liði í 2.
sæti B-riðils en í dag eru það ÍR-
ingar sem eru í því sæti. „Þetta er
spuming um heimaleikjaréttinn og
það er hann sem vió erum aó berj-
ast fyrir núna. Það þarf eitthvað
mikið að gerast þannig að við föll-
um neðar en þriðja sætið,“ sagði
Hrannar Hólm, þjálfari Þórs, um
baráttuna sem framundan er hjá
hans mönnum í úrvalsdeildinni.
„Liðin eru ennþá jöfn og þessi
leikur er okkar mikilvægasti leik-
ur hingað til. Þetta er fjögurra
stiga leikur.“
Leikurinn í kvöld skiptir sköp-
un um það hvort lióið hreppir ann-
aö sætið í A-riðli. „Eg er ekki að
segja að þessi leikur ráði úrslitum
um það en hann gefur góða vís-
bendingu,“ sagði Hrannar. „Það
eru níu leikir eftir hjá okkur og
þar af eru tveir við Borgnesinga.“
Þórsarar töpuðu fyrir IR-ingum
í Reykjavík sl. sunnudag. „Njaró-
vík, Grindavík og Keflavík hafa
tapað þar líka þannig aó við erum
í góðum hópi. Við létum dómar-
ana fara í skapið á okkur og feng-
um á okkur tæknivíti en ég ætla að
vona að slík mistök verði ekki
gerð aftur,“ sagði Hrannar.
Andstæðingarnir:
Lió Skallagríms hefur átt misjöfnu
gegni að fagna. Þeir hafa átt stór-
leiki, eins og þegar þeir unnu
Grindvíkinga, burstuðu KR-inga
og tóku IR-inga á heimavelli, en
þess á milli hafa þeir dottið niður
og tapaó illa. I síðuslu umferð töp-
uðu Borgnesingar fyrir Valsmönn-
um. „Þeir eru með mjög líkamlega
sterkt lið og hópa sér í kringum
körfuna og það er mjög erfltt að
feta sig þar. Þetta er því mikil
spurning um það hvernig okkur
tekst að hitta úr skotum utan af
velli,“ sagði Hrannar Hólm og
mun þá væntanlega mæða mikið á
Kristni Friðrikssyni og Konráð
Oskarssyni.
Þórsarar geta ekki mætt með
fullskipað lið í kvöld þar sem Haf-
steinn Lúðvíksson er meiddur á
ökkla og lék ekki með á móti IR.
Hann ætti þó að vera búinn að ná
sér fyrir næsta leik, þegar Þórsarar
fá Valsmenn í heimsókn 2. febrú-
ar.
Lækkað verð
Þórsarar hafa ákveöið að lækka
miðaverð úr 700 krónum niður í
500 krónur á þá fimm heimaleiki
sem eftir eru fram aö úrslita-
keppni. Þetta gera þeir til aó koma
til móts við íþróttaunnendur á Ak-
ureyri, sem hafa fengið óvenju
marga stórleiki til Akureyrar
þennan vetur og það getur verið
dýrt að sjá þá alla. Þá ætla Þórsar-
ar einnig að opna fyrir sæti í stúk-
unni en á undanfömum leikjum
hafa áhorfendur eingöngu fengið
sæti á bekkjum nær vellinum.
Handknattleikur -1. deild karla:
„Ég er í lægð
en þetta kemur"
- segir Patrekur Jóhannesson, KA-maöur
KA-strákar stóðu sig vel og komust
í úrslit.
Skíði:
Gott skíðafæri
í Hlíðarfjalli
ið er gott skíðafæri í HlíðarQalli
:ssa dagana en leiðindaveður
:fur gert skíðafólki erfitt fyrir
>p á síðkastið. Um leið og birtir
toppfæri og snjór þekur allt.
'ftur hafa verið opnar frá því í
rjun janúar þegar veður og færi
ifa leyft og eru lyfturnar opnar
rka daga kl. 13.00-18.45 og um
;lgar kl. 10.00-17.00. Það var
frekar lítill snjór í byrjun en hann
er nægur núna og skíðakennsla
byrjar nk. mánudag fyrir fimm
ára og eldri.
Um næstu helgi er fyrirhugað
Þórsmót í stórsvigi þar sem keppt
verður í flokkum 13-14 ára og 15-
16 ára hjá drengjum og stúlkum
auk þess sem keppt verður í karla-
og kvennaflokki.
í kvöld Ieika KA-menn mikil-
vægan leik í 1. deildinni í hand-
knattleik þegar þeir sækja Vals-
menn heim að Hlíðarenda. Þessi
sömu lið mætast í úrslitaleik
bikarkeppninnar eftir rúma viku
og ætti þetta að vera spennandi
forleikur. Valsmenn eru í efsta
sæti deildarinnar og hafa ávallt
verið erfiðir heim að sækja. KA-
menn hafa ekki náð að sýna sín-
ar bestu hliðar eftir áramót en
þrátt fyrir það hafa þeir unnið
leiki sína.
Patrekur Jóhannesson var
manna duglegastur við að skora á
síðasta ári en í þeim tveimur leikj-
um sem KA hefur leikið eftir ára-
mót hefur mikið vantað upp á.
Patrekur hefur ekki náð sér á strik
og ekki ólíklegt að erfiðir leikir
með landsliðinu í jólafríinu sitji
enn í honum. „Eg er í lægð en
þetta kemur. Svona gengur þetta,
það eru lægóir inn á milli en ég
verð búinn að rífa mig upp fyrir
úrslitaleikinn og vonandi strax,“
sagði Patrekur í samtali við blaða-
mann Dags. „Það er aðalatriðið að
við höfum verið að vinna þessa
leiki þó við höfum ekki verið að
spila vel. Það sýnir það bara aó
við eigum mikið inni og mjög gott
að vita af því að getum unnið leik-
ina þrátt fyrir að spila ekki vel.
Valdimar og Sigmar hafa verið að
fleyta okkur að mestu áfram og
Atli Þór er búinn að spila mjög
vel. Síðan hefur vömin verið að
standa sig ágætlega líka.“
Patrekur sagði leikinn í kvöld
vera góða upphitun fyrir bikar-
slaginn en óttaðist ekki að liðin
myndu gefa upp öll sín leyndar-
mál fyrir úrslitaleikinn. „Við gef-
um þau ekki öll upp en auðvitað
munu þeir sjá eitthvaó. Við
lumum vonandi á einhverju í úr-
slitaleiknum. Við komum vel
stemmdir í þennan leik og gerum
okkar besta. Þetta verður mjög
erfitt enda á heimavelli þeirra en
bikarúrslitaleikurinn verður á hlut-
lausum velli,“ sagði Patrekur.
Sigur í kvöld er mikilvægur
fyrir KA-menn því auk þess sem
stigin eru alltaf kærkomin gæti
það komió sér vel í úrslitaleiknum
að vera nýbúnir að lcggja Vals-
menn aö velli. „I bikarúrslitaleik
skiptir engu máli hvort liðió er í
efsta cða neðsta sæti en auðvitað
væri mjög gott að hafa unnið þá
áður í deildinni. Sennilega kemur
sá tímapunktur í leiknum þar sem
menn muna eftir þeim sigri og því
mjög mikilvægt fyrir okkur að
leggja allt okkar í leikinn núna og
við gerum það,“ sagði Patrekur.
Patrckur Jóhannesson hefur ekki
skorað mikið í síðustu leikjum KA.
MuniÖ
ódýru
morgun-
tímana
frá kl. 9-14
Aðeins kr. 270,-
Sólstofan Hamri
Stmi 12080