Dagur


Dagur - 25.01.1995, Qupperneq 5

Dagur - 25.01.1995, Qupperneq 5
FRETTIR ■ Miðvikudagur 25. janúar 1995 - DAGUR - 5 Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki: Súrmjólkin selst vel Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki hef- ur sent frá sér nýja tegund af blandaðri súrmjólk. Fyrir eru á markaði fjórarar bragðtegundir og nú bætist við súrmjólk með perum. Var hún kynnt á Sauð- árkróki í vikunni fyrir jól en kom fyrir síðustu helgi í versl- anir á Akureyri. Fyrst um sinn verður þessi nýja tegund aðeins á boðstólnum á Norðurlandi. Að sögn Bjama R. Brynjólfs- sonar, framleiðslustjóra Mjólkur- samlags KS, hefur sala á blönd- uðu súrmjólkinni aukist ár frá ári og var árið 1994 engin undantekn- ing þar á. „Salan á liðnu ári var um 400 tonn og jókst um 1% milh ára. Lang stærsti markaðurinn ei auðvitað Reykjavíkursvæðið og þar var söluaukning 1,16% á síð- asta ári. Á sama tíma dróst sala á júgúrti saman um tæp 4,5% ; landinu öllu og við erum því mjög sáttir við okkar hlut,“ sagði Bjami. Nýja KS-súrmjólkin með per- unt er seld í hálfslíters femum líki og hinar tegundimar. HA Þokkalegt heilsufar streptókokka-hálsbólgutilfelli, 18 lungnabólgutilfelli, 10 hlaupa- bólutilfelli og 9 kláðamaurstilfelli. Friðrik segir að heilsufar bæj- arbúa í dag sé þokkalegt, hins vegar hafi talsvert borið á maga- verkjum, hita og nióurgangi en ekki hefur oróið vart vió inflúensu eins og oft á þessum tíma. Friðrik tók við stöðu yfirlæknis nú um áramót, af Magnúsi Ólafssyni, sem gegnt hefur stöðunni sl. tvö ár og var Friðrik kjörinn yfirlæknir til tveggja ára. KK Tólf útgerðarfyrirtæki með 40% úthafsrækjukvótans: Margrét EA komin til heimahafnar Margrét EA, togari Samherja hf. kom til Akureyrar í gær en togarinn er á leið í viðgerð hjá Slippstöð- inni-Odda hf., eftir að hafa fengið á sig brotsjó á leið til Súðavíkur fyrir skömmu. Töluverðar skemmdir urðu á brúnni og verður togarinn frá veiðum í nokkrar vikur. Mynd: Robyn Heilsufar Akureyringa í jólamán- uðinum, var nokkuð svipað og undanfarin ár, en þó var heldur minna um þessar venjulegu kvef- pestir en iðrakvef heldur meira áberandi, að sögn Friðriks Vagns Guðjónssonar, yfirlæknis Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri. I desembermánuði voru skráó rétt tæp 500 kvef- og hálsbólgutil- felli, 142 iðrakvefstilfelli, 40 Samherji hf. hæstur með 8,98% að meðtöldu dótturfyrirtæki Þeim útgerðum sem eiga meira en 2% af heildarúthafsrækju- kvótanum hefur fjölgað frá því á fiskveiðiárinu 1991/1992 og hlutfall þeirra af heildinni einnig aukist, þ.e. úthafsrækju- kvótinn, sem á fiskveiðiárinu 1994/1995 er 63.002 tonn, hefur safnast á færri hendur, en 12 út- gerðarfyrirtæki eru með um 40% alls kvótans. Á fiskveiðiámu 1991/1992 voru þau fyrirtæki sem réðu fyrir meiru en 2% rækjukvótans alls 9 talsins með 27,19% kvótans; á fiskveióiárinu 1992/1993 voru þau 8 talsins meó 27,43%; á fiskveiði- árinu 1993/1994 voru þau 10 tals- ins með 31,28% og á yfir- standandi fiskveiðiári eru þau 12 talsins með alls 39,30% af úthafs- rækjukvótanum. Öll þessi ár hefur útgerðarfyrir- tækið Samherji hf. verið með stærsta hlutann. Á þessu fiskveiði- ári er úthafsrækjukvóti fyrirtækis- ins 5.487 tonn eða 8,71% af heild- inni, en ef tekinn er með kvóti Nóa EA-477 frá Dalvík, 176 tonn, er hlutur Samherja hf. 8,98%. Nói EA er eign Hamars hf., en það fyrirtæki eiga Dalvíkurbær, Sölt- unarfélag Dalvíkur hf., sem Sam- herji hf. á meirihluta í, Oddeyrin hf. og Olíuverslun Islands hf. Fiskveiðiárið 1993/1994 var hlut- ur Samherja hf. 9,33%, fiskveiði- árið 1992/1993 var hann 8,76% og fiskveiðiárið 1991/1992 var hlutur Samherja hf. 6,42% Rækjukvóti einstaka skipa Samherja er: Akureyrin EA með 656 tonn, Víðir EA með 600 tonn, Margrét EA með 1.027 tonn, Hjalteyrin EA með 664 tonn, Oddeyrin EA með 1.387 tonn og Baldvin Þorsteinsson EA með 952 tonn. Annaó stærsta fyrirtækið er Ljósavík hf. í Þorlákshöfn með 4,72%, en það gerir út Hersi HF og Gissur ÁR, sem aðallega hefur Iandað aflanum hjá Strýtu hf. á Akureyri. Síðan kemur Þormóður rammi hf. á Siglufirói meó 3,85%, Stálvík SI með 277 tonn, Sigluvík SI með 63 tonn og Sunna SI með 2.086 tonn; Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað er með fjögur skip og 3,08%; Togaraútgcrð Isafjarðar meö eitt skip, Skutul IS, og 2,84%; Ingimundur hf. á Siglu- firði með 2,57%, Helga RE meó 744 tonn, Ögmundur RE með 166 tonn og Helga II RE með 711 tonn; Pétur Stefánsson með eitt skip, Pétur Jónsson RE, og 2,53%; Hraðfrystihús Eskifjaróar með þrjú skip og 2,32%; Akkur hf. Fá- skrúósfirði meó eitt skip, Klöru Sveinsdóttur SU, og 2,20%; Leiti hf. á Isafirði með eitt skip og 2,20%; Nökkvi hf. á Blönduósi með 1.387 tonn á Nökkva HU og 2,20% og Þorbjöm hf. í Grindavík meó þrjú skip og 2,07%. Fyrir dyrum stendur sala á Klöru Sveinsdóttur SU til Isa- fjarðar og verður þá sameiginleg- ur kvóti áðumefndra ísfirskra fyr- irtækja auk nýs fyrirtækis sem stofnað var um kaupin á Fáskrúös- fjaróartogaranum kominn í 4.562 tonn eða 7,24% af heildinni. Vest- firðir hafa verið á bæta vió sig rækjukvóta undanfarin ár, fyrst og fremst á kostnað Reykjaness, en nú flyst skip og kvóti frá Aust- fjörðum til Vestfjarða. Aðeins tveir togarar Utgerðar- félags Akureyringa hf. eru með úthafsrækjukvóta. Það eru Hrím- bakur EA meó 326 tonn og Sval- bakur EA með 160 tonn, en sant- tals er þessi kvóti 0,77% af úthafs- rækjukvótanum á yfirstandandi fiskveiöiári. GG Vitni óskast Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri óskar eftir vitnum að árekstri sem varö á umferðar- ljósunum á gatnamótum Þing- vallastrætis og Þórunnarstrætis í hádeginu, þriðjudaginn 17. janúar sl., nánar tiltekió kl. 12.58. Þar rákust saman Niss- an Terrano jeppi og Fiat fólks- bifreið. Þeir sem geta veitt upplýsingar eru beðnir að snúa sér til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. HA Jólakrossgáta Dags: FERÐAFELAG AKUREYRAR Ferðakynning verður í starfsmannasal Ú.A. sunnudaginn 29. janúar nk. kl. 20. Dagskrá: Ferðaáætlun 1995 kynnt. Ingvar Teitsson, læknir, ræðir um útbúnað og varúð í vetrarferðum. Vörukynningar frá Skíðaþjónustunni og Vöruhúsi KEA. Kaffiveitingar. Sigurgeir B. Þórðarson sýnir litskyggnur frá vetrarferða- lögum. Aðgangseyrir kr. 300.- Ferðanefnd. Geirlaug fekk ferðatækið ,Ja, hérna. Og ég sem hef alltaf sagt að ég fái aldrei svona vinn- inga,“ sagði Geirlaug Ingvars- dóttir á Balaskarði í Austur- Húnavatnssýslu, þegar henni var tilkynnt í gær að hún hefði hlotið aðalvinning fyrir rétta lausn í jólakrossgátu Dags, JVC ferða- tæki frá Hljómdeild KEA á Akur- eyri. Fjórir vinningshafar til við- bótar fá hver sinn geisladiskinn. Þeir skiptu hundruðum sem sendu lausnarseðla til blaósins og voru nöfnin fimm dregin úr bunk- anum í gær. Ferðatæki Geirlaugar er hið glæsilegasta, búið inn- byggðu útvarpi, segulbandi og geislaspilara og er það aó andvirði tæpar 22 þúsund krónur. Geirlaug sagðist ráða allar krossgátur í Degi og hafa mikið gaman af. Þaö sé hins vegar alveg nýtt fyrir henni að fá vinning fyrir þátttökuna. Geirlaugu verður færð- ur vinningurinn innan skamms og sömu sögu er að segja um þá fjóra sem fá send gjafabréf fyrir geisla- diski í Hljómdeild KEA. Þeir eru: Pálína Magnúsdóttir, Núpasíöu 2d á Akureyri, Gísli Bjamason, Drekagili 28 á Akureyri, Margrét Sveinbjömsdóttir, Skálholtsstíg 2a Reykjavík og Ragnheiður Egg- ertsdóttir, Melavegi 17 á Hvammstanga. JÓH Elsa Jóhannsdóttir, starfsmaður Dagsprents hf., dró úr innsendum lausnarscðlum i jólakrossgátunni í gærmorgun. Hún hcldur hér á um- slagi Geirlaugar Ingvarsdóttur. Mynd: Robyn S Akureyringar s | Nærsveitamenn jj I dag 25. janúar er eitt ár liðið síðan handverks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn tók til starfa. Á þessum tímamótum viljum við bjóða öllum Akureyringum að skoða staðinn og starfsemina og þiggja veitingar. K Afmælisbarnið tekur á móti gestum frá kl. 10-21 á afmælisdaginn. | Allir bæjarbúar og nærsveitamenn sem áhuga hafa eru eindregið hvattir til að líta inn og kynna sér starfsemi staðarins. Punkturinn er opinn alla virka daga frá kl. 10-17 og á mánudögum einnig frá kl. 19-22.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.