Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 9
Flytjendur á tónleikunum í kvöld eru frá vinstri: Karl Petersen, slagverk, Jón Rafnsson, bassi, Hólmfríður Bene- diktsdóttir, sópran, og Karl Olgeirsson, píanó. ÖII eru þau kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. á Við Pollinn í kvðld - halda einnig tónleika á Hótel Húsavík nk. sunnudagskvöld í kvöld, miðvikudag, kl. 22 efna þau Hólmfríður Benedikts- dóttir, sópran, Karl Petersen, slagverk, Jón Rafnsson, bassi, og Karl Olgeirsson, píanó, til tónleika á veitingastaðnum Við Pollinn á Akureyri. Á efnis- skránni er söngleikjatónlist, bæði evrópsk og bandarísk. Á fyrri hluta tónleikanna verða flutt tíu lög eftir Kurt Weill (1900-1950), sem hvað þekktastur var fyrir Túskildingsóperuna. Einnig verða flutt lög eftir Bem- stein, Webber og Kem. Efnisskrá- in er í léttari kantinum, eins og söngleikjatónlistin gefur tilefni til. Efnisskrá tónleikanna í kvöld verður endurflutt annað kvöld í Söngsmiðjunni við Skipholt í Reykjavík og hefjast þeir tónleik- ar kl. 21. Einnig halda þau tón- leika á Hótel Húsavík nk. sunnu- dagskvöld, 29. janúar, kl. 22. Andlegheit og kaffi Fríður flokkur flytjenda sótti Akureyri heim sunnudaginn 15. janúar á vegum Tónlistarfé- lags Akureyrar og efndi til tón- leika í Akureyrarkirkju og safnað- arheimili kirkjunnar. Tónlistar- mennimir voru söngvaramir Mar- grét Bóasdóttir, sópran, Sverrir Guðjónsson, kontratenór, Guð- laugur Viktorsson, tenór, og Wolfgang Tretzsch, bassi, og hljóðfæraleikararnir Rut Ingólfs- dóttir og Lilja Hjaltadóttir, fiðlu- leikarar, Sarah Buckley, víóluleik- ari, Kolbeinn Bjarnason, flautu- leikari, Örnólfur Kristjánsson, sellóleikari, Richard Kom, viol- oneleikari, og Guðrún Óskarsdótt- ir, sem lék á orgel og sembal. Á efnisskrá voru tvö verk: Geistliche Konzerte eftir Heinrich Schútz og Kaffeekantate BWV 211 eftir Johann Sebastian Bach. Bæði þessi verk eru frá því tíma- bili tónlistarsögunnar, sem kennt er við barokk. I samræmi við þaö voru öll þau hljóðfæri, sem á var leikið. Verkin tvö, sem voru á efnis- skrá tónleikanna, eru harla ólík, þó að bæði tilheyri sama tímabili. Hiö fyrra er trúarlegs eðlis en hið síðara skemmtistykki þar sem fjallað er um kaffi og neyslu þess í gamansömum tón. Því var tónleik- unum tvískipt. Verk Heinrichs Schútz var flutt í kirkjuskipi Ak- ureyrarkirkju en hitt yfir kaffi og konfekti í Safnaðarheimilinu. Tónleikarnir hófust á því, að kvartett skipaóur söngvurunum fjórum flutti sálminn Syngió Guði nýjan söng, en síóan fluttu tónlist- armennimir fyrra verkið á efnis- skrá sinni: Geistliche Konzerte eftir Heinrich Schútz. Verkið er í fimm þáttum. Texti þess er sóttur í Sálma Davíðs konungs, Prédikar- ann og Lúkasar guðspjall. Það er skrifað fyrir einsöng og fjórradd- aðan kvartett, en undirleikur er á orgel, tvær fíðlur og violone. í flutningnum í skipi Akureyrar- TÓNLIST HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR kirkju var leitast við aó vekja upp þann anda, sem væntanlega hefur verið á verkinu á dögum höfundar þess. Það tókst í flestum greinum vel, enda vandaðir tónlistarmenn að verki, sem lagt hafa sig eftir þeim stíl, sem við á. Einna helst mátti finna að flutningi tenórsins, Guðlaugs Viktorssonar, en hann virðist ekki hafa fullt vald á flutn- ingi tónlistar af þessu tagi. Auk þess hefur rödd hans nokkra til- hneigingu til þess að lokast og nær því á stundum ekki viðhlýt- andi fyllingu. Þá hefði á nokkrum stöðum mátt pússa fiðlur saman litlu einu betur. í heild var flutn- ingur, þrátt fyrir þá galla, sem fram hafa verið taldir, afar skemmtilegur áheymar. Raddir féllu jafnan vel saman og bragur og styrkur undirleiks voru mjög við hæfi. Guðjón Sverrisson flutti kynningar á milli hluta í flutningi Kafflkantötu Jóhanns Sebastians Bachs. Honum fórst þetta hlutverk vel úr hendi og átti stóran og mik- ilvægan þátt í því að gera stundina yfir kaffmu í Safnaðarheimilinu skemmtilega og eftirminnilega. Aðrir flytjendur, þrír söngvarar, tvær fiðlur, víóla, flauta, selló, sembal og violone, skiluðu ekki síður vel sínum hlut. Öryggi ein- kenndi jafnt leik sem söng. Ekki spillti heldur leikrænt fas og túlk- un söngvaranna og þá einkum Margrétar Bóasdóttur, sem söng hlutverk hinnar kafflelsku Lie- schenar, og Wolfgangs Tretzschs, sem fór með hlutverk hins stranga föðurs, Schlendrians, sem reynir að fá dóttur sína ofan af ásókninni í hinn svarta drykk. Þetta voru ánægjulegir tónleik- ar þrungnir hinni dularfullu og seiðandi löðun barokktónlistarinn- ar. Blær flutningsins, léttur, tær og síferskur, vakti ljúfar kenndir jafnt undir prédikun Heinrichs Schútz sem yfir kaffinu í félagsskap meistara Bachs og jók á velsæld- ina þar sem setið var innan dyra á meðan norðlensk stórhríð þeytti til mjöllinni utan við snæbarða gluggana. Sannarlega góð stund í félagsskap kærkominna gesta, sem vonandi láta ekki langt líða til næstu heimsóknar. 11 Tvær leiöir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látið barnið annaðhvort liggja i bilstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. mIumferðar Uráð 1P Miðvikudagur 25. janúar 1995 - DAGUR - 9 | Hvatning | til unglinga á A A A ■y A A A A A A A A A A 1 A A A ■y A A A A 'y A ■\ A A A 1 A 4 A A A A A A A A 1 4 frá íþrótta- og tómstundaráði. Eftirtalin námskeið verða í félagsmiðstöðv- unum í Síðuskóla, Lundarskóla og Glerár- skóla á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Ak- ureyrar nú á næstunni: • LEIKLIST: Framsögn - tjáning - leikæfingar. • SKARTGRIPAGERÐ: Kennt verður að búa til eyrnalokka og aðra litla muni. • SNYRTING: Andlitssnyrting, handsnyrting, fótsnyrting, létt förðun og umhirða líkamans. • SAUMAR: Kennt að taka upp snið upp úr blöðum og að sauma einfaldar flíkur. • PIZZUR OG PASTARÉTTIR: Kennt verður í eldhúsum skólanna. • LEIRVINNA: Leirmótun og brennsla - Kennt verður í kjallara Glerárskóla. • SKRAUTSKRIFT: Pennar seldir á staðnum. • PAPPAMASSAGERÐ: Kennt að búa til skálar og litla muni. • GIPSVINNA: Steypt er í mót. Allar nánari upplýsingar og skránlng hjá umsjón- armönnum félagsmiðstöðvanna. í Lundarskóla: Sigrún í síma 24888. í Síðuskóla: Ármann í síma 22588. í Glerárskóla: Hjörleifur í síma 26992. Takið þátt í heilbrigðu og gefandi tómstundastarfi! íþrótta- og tómstundaráð. Cfa 02 brstið Salat, pasw os Salat, brauðsalöt, pasta og pastasalöt selt eftir kg vigt. Einars múslíbrauð 99.- kr. stk. ir \ j\m mhpr9S$

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.