Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 25.01.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 25. janúar 1995 - DAGUR - 3 Beinar millilandasiglingar frá Akureyri: Eykur möguleika á að fleiri fiskiskip komi til löndunar - segir Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri „Mér hlýtur að lítast vel á að út- flutningur verði aukinn frá Ak- ureyri, enda það sem lands- byggðin hefur verið að berjast fyrir. Hins vegar höfum við áður orðið vitni að því að héðan eigi að stunda millilandasiglingar en það alltaf dagað uppi. Það er hins vegar ekkert náttúrulögmál að allir hlutir þurfí að fara í gegnum Reykjavíkurhöfn með öllum þeim kostnaði sem því fylgir,“ segir Guðmundur Sigur- björnsson, hafnarstjóri á Akur- eyri, í samtali við Dag. I tilboði Sölumiðstöðvarinnar til bæjarstjómar, er gert ráð fyrir því aó Akureyrarhöfn veröi gerð að miðstöó vikulegra flutninga að og frá landinu með beinum tengsl- um við viðskiptalönd Islands. Eimskipafélag Islands hefur unnið að athugun á breytingum á fyrir- komulagi flutningaþjónustu sinn- ar, að frumkvæði UA og SH og þar er m.a. gert ráð fyrir að milli- landaskip félagsins hafí viðkomur á Akureyri á leið sinni til Evrópu. I dag er öll útflutningsvara frá Ak- ureyri Iestuð í strandflutningaskip til Reykavíkur, þar sem vörunni er umhlaðið í millilandaskip. Hafnaraðstaóa á Akureyri er talin góð og aðstaða Eimskips einnig og með beinum viðkomum millilandaskipa þar skapast einnig tækifæri til að gera Akureyri að mikilvægari hlekk í flutningastarf- semi félagsins og auka um leið fjölda atvinnutækifæra á þessu sviði á Akureyri. „Ef boóið er upp á beinar milli- landasiglingar frá Akureyri, er möguleiki á því aó fleiri fiskiskip komi til löndunar, sem um leið þýðir auknar tekjur fyrir höfnina. Þessi þjónusta kemur því til með aó hlaóa utan á sig. Hér eru miklir möguleikar á uppbyggingu, bæði við Fiskihöfnina og Vöruhöfnina og þá mun myndast fjögurra hekt- ara land innan við grjótgarðinn sem verió er að byggja í Krossa- nesi,“ sagói Guðmundur. KK I báðum fyrirtækjum er um- talsverð þekking og reynsla - segir Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri „Eg er auðvitað ánægður með að svona öflug fyrirtæki vilji eiga samstarf við Háskólann og það eru ákveðin svið sem við höfum sérstakan áhuga á í því sambandi, eins og t.d. við fyrir- hugaða matvælamiðstöð, sem við erum að vinna við að koma á fót,“ segir Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akur- eyri. Bæði ÍS og SH hafa sýnt málefnum Háskólans mikinn áhuga í þeirri umræðu sem átt hefur sér stað síðustu daga og vikur. „Einnig er möguleiki á sam- ráðningum starfsmanna og við fögnum því ef þessi fyrirtæki eru tilbúin að kosta kennarastöður við skólann. Það er ljóst aó inni í báð- um þessum fyrirtækjum er umtals- verð þekking og reynsla í gæða- stjómun, markaðssetningu og vöruþróun. Það er því mjög gagn- legt fyrir okkar kennara og nem- endur að vera í tengslum við þessa aðila.“ Þorsteinn segir ennfremur að bæði ÍS og SH hafi líka gagn af því að vera í nábýli við akadem- ískt umhverfi Háskólans og því sé þetta beggja hagur. Fulltrúar beggja fyrirtækjanna hafa rætt við Þorstein og hann fylgist því vel með gangi mála. „Eg útiloka alls ekki samstarf við fyrirtækin þótt þau komi ekki til Akureyrar og við lítum á samvinnu við þau mjög mikilvæga. Hins vegar eru fyrirtæki í nábýli við okkur samt hentugri samstarfsaðilar." KK Engir samningar en rætt við báða aðila - segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Akopiast & POB Ein af þeim leiðum sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hef- ur bent á til uppbyggingar at- vinnulífsins á Akureyri í bréfí til Bæjarstjórnar Akureyrar er að Umbúðamiðstöðin hf. stofni til atvinnurekstrar á Akureyri til að annast umbúðaframleiðslu. Fyrirtækið þarf vélbúnað til að framleiða pappaöskjur, bylgju- pappakassa og plastumbúðir auk annarra nýjunga í fram- leiðslunni. Umbúðamiöstöðin mun leita eftir samstarfí við aðila á Akureyri með samvinnu um reksturinn í huga og samkvæmt framkvæmda- áætlun þar sem svarar 38 ársstörf- um þcgar áætlunin er að fullu komin til framkvæmda innan tveggja ára. Daníel Arnason, framkvæmda- stjóri Akoplast & POB, segir að bæði forsvarsmenn Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna (SH) og Is- lenskra sjávarafuröa (IS) hafa rætt um samstarf á sviði umbúðafram- leiðslu. „Hér er ekki um að ræða að neitt sé fast í hendi og engir samn- ingar hafa verió geröir en málin hafa verið rædd við báða aðila. Málið er nú í frekari athugun og vió munum halda öllum leiðum opnum um samstarf við hvom að- ilann sem væri ef áhugi er fyrir því af þeirra hálfu að ræða við okkur,“ sagði Daníel Ámason. GG > Q O O O H m Frystiskápur CCV-250 Hraöfrystiroti. Mál 143x60x60 VERÐ ÁÐUR 69.900 Kæliskápur CDP-280 K. 216 Itr. fr. 64 Itr. Mál 143x60x60 VERÐ ÁÐUR 59.900 Kæliskápur CCB-3210 K. 216 Itr. fr. 64 Itr. 163x60x60 VERÐÁÐUR 78.400 pressur Þvottavél C-836 XT 14 þv. kerfi, 800 og 400 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 59.900 Þvottavél C-825X 14 þv. kerfi, 800 sn. vinda VERÐ ÁÐUR 53.700 KAUPLAND Kaupangi • Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.