Dagur - 25.01.1995, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 25. janúar 1995
Bréf Sölumíðstöðvarínnar til
bæjaryfirvalda á Akureyri
Eins og fram hefur komið áttu
forráðamenn Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna fund með bæj-
arstjórn Akureyrar sl. mánudag.
Á þeim fundi lögðu SH-menn
fram bréf til bæjarstjórnar þar
sem þeir greina frá sínum hug-
myndum. Bréfíð er eftirfarandi:
Með bréfi dagscttu 30. desem-
ber 1994 óskaði Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna (SH) eftir fundi
með bæjarstjóranum á Akureyri í
tilefni þeirrar umræðu, að hugsan-
legt væri að bæjarstjóm Akureyrar
seldi hlut bæjarins í Utgerðarfé-
lagi Akureyringa (UA) og tryggði
jafnframt að sala á afurðum UA
yrði flutt frá SH til íslenskra Sjáv-
arafurða (ÍS), ef ÍS flytti norður.
I viðræðum, sem fulltrúar SH
áttu við forsvarsmenn Akureyrar-
bæjar kom fram, að vegna hins
erfiða atvinnuástands í bænum
leiti þeir nú allra leiða til að auka
á fjölbreytni atvinnulífsins og
tryggja fleiri störf í bænum.
Af hálfu SH var óskað eftir því,
að félaginu yrði veittur frestur til
að vinna að tillögum með hvaða
hætti SH gæti orðið þar að liði.
SH gerir sér ljóst mikilvægi
þess fyrir hagsmuni Akureyrar, að
þar verói sköpuð skilyrði til frek-
ari efnahagslegrar uppbyggingar,
sem leiði til eflingar byggðarlags-
ins. SH vill leita leiða með Akur-
eyrarbæ að skjóta fleiri stoðum
undir atvinnulíf bæjarbúa.
Að vel athuguðu máli er það
mat forráðamanna SH, að vænleg-
ar leiðir til slíkrar uppbyggingar
felist m.a. í samstarfí við SH eins
og hér er lýst:
1. Að SH flytji umtalsverðan hluta
starfsemi sinnar til Akureyrar.
2. Að SH beiti sér fyrir því að efla
að öðru leyti atvinnustarfsemi í
bænum með ýmsum hætti.
3. Að SH stuðli að stórbættri að-
stöðu Akureyrar til að verða
miðstöð flutninga að og frá land-
inu með því að þar verði mikil-
væg inn- og útflutningshöfn.
4. Aö SH taki þátt í að efla Háskól-
ann á Akureyri til að takast á við
það markmið, að verða viður-
kennt menntasetur sjávarútvegs-
fræða á alþjóðlegan mælikvarða
og kanna forsendur fyrir sam-
starfi við Háskóla Sameinuðu
þjóðanna.
1. Starfsemi SH á Akureyri
Innan vébanda SH er mjög fjöl-
þætt starfsemi og aó vandlega at-
huguðu máli er ljóst, aö flutningur
hennar til Akureyrar að verulegu
leyti mun skapa SH tækifæri til
nýrrar sóknar um leið og það eflir
mjög atvinnulíf á Akureyri.
SH er tilbúið til að stofna félag,
SH Akureyri, og flytja þangað
innan skamms starfsemi sem nem-
ur um þriðjungi af umsvifum fé-
lagsins, en heildarsala SH árið
1994 var um 28 milljarðar króna.
Heilsársstörf hjá SH eru að
jafnaði á milli 80 og 90 og er gert
ráð fyrir að fullur þriðjungur
þeirra eða um 30 störf verði unnin
á Akureyri, þegar starfsemin þar
verður komi í eðlilegt horf á
næstu fáum misserum.
Þau störf sem um er að ræða
eru þverskurður af starfsemi SH í
Reykjavík.
Starfsemi á sviði markaðsmála,
afskipunar, skjalagerðar, flutninga-
mála, innkaupadeildar, skoðunar-
stofu og vörulagers auk vöruþró-
unar og rannsókna mun því fara
fram á Akureyri.
Þá mun og hluti yfirstjómar SH
verða á Akureyri.
Flutningi lagersins noröur munu
t.d. fylgja mikil umsvif á Akureyri
í formi vöruflutninga á bílum,
hafnarumsvif og fleira því um líkt.
SH stundar jafnframt umfangs-
mikla þróunarstarfsemi hér heima
og erlendis. Hérlendis fer sú vinna
að mestu leyti fram í frystihúsun-
um, en er jafnframt unnin í sam-
vinnu vió opinberar rannsókna-
stofnanir. Flutningur þróunarstarfa
á vegum SH til Akureyrar mun
væntanlega leiða til samstarfs við
Háskólann á Akureyri á sviöi fisk-
vinnslu og sjávarútvegs.
2. Aukin tækifæri
á Akureyri
Akureyri er þekktur iðnaðarbær
og forráðamenn Akureyrarbæjar
hafa mikinn áhuga á að efla iðn-
aðarstarfsemi í bænum. SH mun
beita áhrifum sínum eftir megni til
að fjölga atvinnutækifærum í iðn-
aöi á þeim sviðum sem SH getur
beitt áhrifum sínurn. Alþekkt er að
auknum iðnaöarumsvifum fylgja
mörg önnur störf í flutningum og
annarri þjónustustarfsemi.
a) Umbúðaframleiðsla
í þessu skyni mun Umbúðamið-
stöðin hf. (UM) stofna til atvinnu-
rekstrar á Akureyri til að annast
umbúðaframleiðsíu. Fyrirtækió
þarf vélbúnað til aó framleiða
pappaöskjur, bylgjupappakassa og
plastumbúðir auk nýjunga í fram-
leiðslu UM, sem fundinn verður
staður á Akureyri.
UM hefur starfað við umbúöa-
framleiðslu í þrjá áratugi og þar er
til staðar mikil þekking á fram-
leiðslu og ekki síóur innkaupum
aðfanga. Góð sambönd og útsjón-
arsemi við innkaupin er lykilatriði
til að rekstur sem þessi skili hagn-
aði og hafa þessi atriði ekki síst átt
þátt í veltuaukningu og góóum
hagnaði UM. Öll reynsla UM á
þessu sviði mun nýtast fyrirtækinu
á Akureyri að fullu.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun
þarf sem svarar 38 ársstörfum
þegar áætlunin er að fullu komin
til framkvæmda, sem verður innan
þriggja ára. Innan örfárra mánaöa
er hægt að koma upp pappadeild-
inni sem þarf um 1000 fermetra
húsnæði og skapar 15 störf. Plast-
deildin getur tekiö til starfa innan
árs og þarf hún álíka mikið hús-
næði og um 13 manna starfslið.
Þær nýjungar sem áætlanir eru um
þarfnast um 500 fermetra húsnæó-
is og skapa 10 manns atvinnu.
Kannanir okkar sýna að hér er
um lífvænlegt iðnfyrirtæki að
ræða sem hefur áætlaða ársveltu
um 435 milljónir króna, veitir 38
starfsmönnum atvinnu beint og
þarfnast verulegrar þjónustu
vegna innflutnings á hráefnum til
starfseminnar, flutnings unninnar
vöru á markað og viðhaldsþjón-
ustu vélanna auk annarra aðfanga.
Húsnæóisþörf er um 2500 fer-
metrar af iðnaðarhúsnæði, en slíkt
húsnæði er líklega til staðar á Ak-
ureyri.
UM mun leita eftir samstarfi
vió aðila á Akureyri með sam-
vinnu um reksturinn í huga. Sam-
andregið eru umsvifin þessi:
Ársstörf Húsn. fm. Velta
Pappadeild 15 1000 145
Plastdeild 13 1000 200
Nýdeild 10 500 90
Alls 38 2500 435
b) Slippstöðin hf.
Jöklar hf., dótturfyrirtæki SH,
DNG rafeindaiðnaður hf. í Glæsi-
bæjarhreppi og Málning hf. í
Reykjavík hafa tryggt sér kaup á
meirihluta hlutabréfa í Slippstöð-
inni hf. á Akureyri.
SH lítur á kaupin á Slippstöð-
inni hf. sem mjög mikilvægan þátt
í því að bregðast við beiðni Akur-
eyrarbæjar um aukin umsvif í
bænum. Með breiðari eignaraðild
að Slippstöðinni hf. er skotið
sterkari stoðum undir fyrirtækið.
Þá má reikna með verulega aukn-
um umsvifum í þjónustugreinum,
sem tengjast rekstri hennar beint
eða óbeint, en þekkt er, aó skipa-
smíðaiðnaðinum fylgja margar
hliðargreinar.
Þaó er trú SH og þeirra fjár-
festa, sem standa að þessum kaup-
um á Slippstööinni hf., aó fyrir-
tækið eigi mikla möguleika til að
vaxa og auka enn við þá þekk-
ingu, sem lengi hefur verið til
staðar á Akureyri í skipaiðnaói.
Þá liggur og fyrir áhugi eig-
enda DNG á Akureyri á nánu
samstarfi eða sameiningu þessara
fyrirtækja auk þess sem ýmsir
möguleikar eru til staðar við sam-
runa og endurreisn fyrirtækja sem
starfa aó svipuóum verkefnum
víðar á landinu. Þar hefur Slipp-
stöðin hf. mikilvæga möguleika til
að verða leiðandi aðili.
Nýleg ákvörðun Akureyrarbæj-
ar um kaup á flotkví til notkunar
við Slippstöðina hf. á Akureyri
mun einnig geta skipt sköpum um
framtíð skipaiónaðarins á Akur-
eyri. Fyrir liggur á næstunni að
semja við Akureyrarbæ um afnot
af flotkvínni.
3. Akureyri,
miðstöð flutninga
Það er skoðun SH að uppbygging
atvinnulífs á Akureyri I framtíð-
inni hljóti að verulegu leyti að
byggjast á auknum tækifærum í
útflutningi þar sem nýtt yrði aukin
þekking og hæfni starfsfólks og
fyrirtækja.
Til aó ná árangri í slíkri starf-
semi skiptir miklu að vera sem
næst markaðnum og því þarf að
gjörbreyta núrverandi möguleik-
um Akureyringa til samgangna
við helstu markaði.
Akureyrarhöfn verður gerð að
mióstöð vikulegra flutninga að og
frá landinu meó beinum tcrigslum
við megin viðskiptalönd Islands.
Er ekki að efa, að síík þjónusta
mun gjörbreyta aðstöðu norð-
lenskra fyrirtækja til aukinna
utanríkisviðskipta sem auka var-
anlega hagsæld í byggðarlögum
þar nyrðra.
Reynslan hefur margsannað, að
bættar samgöngur stuðla öllu öðru
fremur að auknum umsvifum um-
hverfis slíkar samgöngu- og flutn-
ingamiðstöðvar og þeim fylgir
jafnan mikil aukning atvinnutæki-
færa.
Að frumkvæði forráðamanna
ÚA og SH hefur Eimskipafélag
Islands nú um nokkurra mánaða
skeið unnið að athugunum á viða-
miklum breytingum á fyrirkomu-
lagi flutningaþjónustu sinnar við
SH, sem náð gætu þessu mark-
miði og liggja nú fyrir tillögur fé-
lagsins sem gera m.a. ráð fyrir að
millilandaskip þess hafi beinar
viðkomur á Akureyri á leið sinni
til Evrópu. í dag er öll útflutnings-
vara frá Akureyri lestuð í strand-
flutningaskip til Reykjavíkur þar
sem vörunni er umhlaóið í milli-
landaskip. Meó því að lesta vör-
una beint í millilandaskip á Akur-
eyri næst að helminga flutnings-
tímann frá Akureyri til helstu
markaðssvæða í Evrópu:
Flutningstími í: Bretland Frakkland Þýskaland
Núverandi kerfi lOdagar 13 dagar lldagar
Nýju kerfi 5 dagar 6 dagar 5 dagar
Hafnaraðstaða á Akureyri er góð.
Aðstaða Eimskips er einnig góð á
Akureyri og með beinum viðkom-
um millilandaskipa þar skapast
einnig tækifæri til að gera Akur-
eyri að mikilvægari hlekk í flutn-
ingastarfsemi EIMSKIPS og auka
þannig fjölda atvinnutækifæra á
þessu sviöi á Akureyri. Skipta má
þessu í tvo flokka:
a) Aukin verkefni vegna
viðkomu millilandaskipa
Flutningsmagn með uppruna- og
A rl c
ici r%i a/
P 1 I vr^l
QyO
cJs> JL
n i fí\ \ ff\
i t j (I ])
KJJ VU/ l\JJ
Nautasnitsel
kr. kg
Áðurkr. 1.195 kg
^^Hrísalundi
Afgreiðslutími:
Mánud.-föstud.kl. 10.00-19.30
laugard.kl. 10.00-18.00