Dagur - 28.01.1995, Side 10

Dagur - 28.01.1995, Side 10
10 - DAGUR - Laugardagur 28. janúar 1995 SACNABRUNNUR BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Þorvarður prestur í Felli og Erlendur í Haganesi Erlendur er maður nefndur; hann var Halldórsson og var hákarlafor- maður hjá föður sínum í Haganesi í Fljótum er þessi saga gcróist. Einn tíma sem oftar réru Fljótamenn í hákarlalegu. Bar þá svo til að öðrum formanni, þeim er Jón hét, var vant eins háseta, en Erlendur hafði einn mann yfir- skipa á sínu skipi. Jón bað þá Er- lend ljá sér manninn og játti Er- lendur því ef maðurinn gæfi þaó eftir; var þessa þá leitað við manninn og var hann alltregur til en lét þó til leiðast um síðir þá er Erlendur hét að bæta honum skaö- ann ef Jóni fcngi minni hlut en hann. Síðan lögðu menn í haf. En brátt féll á veður mikið af norðri með hinum mcsta stórsjó og kaf- aldi. Undu menn þá upp segl og tóku að halda til íands hver sem búinn var. En er Erlendur kemur að landi er Jón þar kominn fyrir og skip hans farió í lendingu, en menn allir drukknaðir og voru Iík- in aó skolast til og frá í brimgarð- inum. Þeir Erlendur bera nú líkin undan sjó, þau er þeir náðu, og meðal þeirra mann þann er Er- lendur léói Jóni; fann Erlendur ekki lífsmark með honum. Erlend- ur veitti honum síðan umbúnað og sæmilegan gröft að Barðskirkju. En nótt hina næstu eftir að hann var jarðsettur fékk Erlendur ekki IGLUFJORÐUR F ÚKsdaltr* 'Siglufjarða skarð raun Haganesvife Xetilás iHofði Þóröafhöfðí Mannskaðahóll sofið því maðurinn gekk þegar aftur og sótti fast að honum svo aó hann hafði nálega engan frið, og fór svo tvær nætur eða þrjár að reimleikinn óx því meir sem leng- ur leið og kom Erlendi ekki dúr á augu. I þennan tíma var sá prestur að Felli í Sléttuhlíð er Þorvarður hét; var hann Bárðarson, ættaöur vest- an frá Hellnum og haldinn marg- kunnandi.11 Réðu menn Erlendi að hann skyldi leita á fund Þorvarðar prests og vita ef hann fengi ráóið nokkra bót á ineini þessu. Erlendur gerir nú svo og ríöur inn til Fells og kemur þar að sunnudagsmorgni fyrir embætti; er prestur þá í kirkju og hefur krosstré í kirkjudyrum svo sem vandi hans var til. Erlendur heilsar presti, en hann tekur kveðju hans og spyr hvað valdi ógleði hans og dapurleik eða hvort hann hafi and- vökur haft. Erlendur segir honum til vand- ræða sinna og biður hann aó gera nokkuð. Prestur kvaó ei gott að dvelja ferð hans og lét honum mundi ná að sofna. Því næst geng- ur hann innar að altari og tekur þar út skíðissprota einn milli þils og altaris, lætur í hönd Erlendi og biður hann ríða sem hvatast út aft- hann sofni muni honum eigi auðið veróa að vakna aftur til þcssa lífs. En komist hann alla leið aftur að Barði þá skuli hann stinga sprot- anum nióur í leiði þess er hann ásótti og leggjast síðan til svefns, og vænti sig aó þá muni hann sofna í næöi. En meiri von lét hann til þess, að maðurinn myndi eigi með öllu örendur verið hafa þá er Erlendur bar hann undan sjó í fyrstu þótt eigi yrði vart við líf hans, og mundi það hafa verið vanhyggja nokkur. Erlendur þakkaði presti tillögur sínar og reið síðan til Barðs og fór svo með öllu sem prestur hafði ráð til kennt, og tókst þegar af að- sóknin. En svo sagöi Erlendur síð- an að það hefði hann næst sér tek- iö að verjast svefni á leiðinni út til Barðs og hefði hann þó rióið slíkt sem af tók. Erlendur þessi Halldórsson bjó Iengi í Málmey, næst fyrir Símon bónda, föður Gísla kaupmanns. En þessi saga er höfð eftir réttorð- um manni, sem samtíða hafði ver- ið Erlendi og vissi glöggt til um atburð þennan. 1) Þorvaróur Báróarson varó prestur aó Bergsstöðum í Svartárdal í Húnavatns- sýslu 1715, fluttist á Kvíabekk, Ólafs- ftrói, árió 1725, en fékk Fell í Sléttuhlíð 1754 og dóþar 1767. ur til Barðs og hafa sprota þennan nokkum hlut; segir prestur hann í hendi, en varast að slá honum í fast sækja svefn á leiðinni, en ef álmey Knapps Á skautum skemmti ég mér Þessi gamli eldhússtóll var mjög eftirsóttur á skautasvell- inu enda Ijómandi gott fyrir þá sem ekki kunna enn að skauta af list, en stefna hátt, að styðja sig við hann. Hér er það Gunnar Smári sem hef- ur fengið stólinn iánaðan, hann var að fara á sveilið í annað sinn á æv- inni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á skauta,“ sagði Hilmar Þór, átta ára. Hann var með frænda sínum Ævari, 9 ára, en Ævar sagðist oft fara á skauta, sérstaklega um ◄ helgar því að þá væri nógur tími. eyrar þegar blaðamann Dags bar þar að á dögunum. Ungir og gaml- ir nutu holirar hreyfingar og úti- vistar og forcldrar og böm skemmtu sér saman á svellinu. Skautasvellið í Innbænum á Akureyri er opið fyrir almenning alla daga frá klukkan eitt til fjögur og öll kvöld ýmist frá sjö til níu eöa átta til tíu. Auk þess eru skautanámskeió og æfingar ýmist í listhlaupi eöa íshokkí flesta daga. Einnig er hægt að fá skauta- svellið leigt cf óskað er. Skautafé- lagið leigir skauta og lánar örygg- ishjálma og hægt er að fá skauta skerpta við svellið þegar á þarf að halda. Það er því ekkcrt að van- búnaði, einfaldlega aó dusta rykið af kunnáttunni eða æfa sporin frá grunni, skautaíþróttin er fyrir alla unga og gamla. KLJ Það var sannarlega líf og fjör á skautasvelli Skautafélags Akur- Þær mæðgurnar Þórcy og Aníta Iétu fara vel um sig á bekknum en von bráðar ætiuðu þær á svellið á ný því Aníta var á glænýjum skaut- um og sagðst verða að æfa sig því hún væri alls ekki búin að vcnjast þeim. Aníta var sannarlega til fyrir- myndar með öryggishjálm og tii í allt. Eftirtaldir aðiiar tóku á móti viðurkenningum fyrir vcl unnin störf í þágu fatlaðra, f.v.: Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu, Lone Jensen, forstöðumaður Icikfangasafns Svæðisskrifstofu, Haraldur Arnason, formaður Lionsklúbbsins Hængs, Gyða Haraldsdóttir, forstöðu- maður Ráðgjafar- og greiningardeildar Svæðisskrifstofu, Snæbjörn Krist- jánsson frá Fiðlaranum, Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður Eikar, Guðjón Andri Gylfason frá Greifanum og Gunnar Karlsson, hótclstjóri á Hótel KEA. Viðurkenningar íyrir vel unnin stöf í þágu fatlaðra - veittar á alþjóðadegi fatlaðra í tilefni af alþjóðlegum degi fatl- aóra í desember veittu Styrktarfé- lag vangefinna á Norðurlandi og Foreldrafélag barna með sérþarfir nokkrum aðilum á Akureyri við- urkenningu fyrir vel unnin störf í þágu fatlaóra. Veitingastaðimir Hótel KEA og Súlnaberg, Crown Chicken, Fiólarinn og Greifinn hlutu viður- kenningu fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða. Lionsklúbburinn Hængur og íþróttafélagió Eik fengu viður- kenningu fyrir ómetanleg störf að íþróttamálum fatlaðra og Svæóis- skrifstofa málefna fatlaóra á Norðurlandi eystra fyrir vandaðan undirbúning vegna skólagöngu fatlaðra barna. Vióurkenningamar afhentu Sigurlaug Þ. Gunnarsdóttir, for- maður S.V.N., og Haukur Þor- steinsson, formaóur Foreldrafélags barna með sérþarfir. SL/KLJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.