Dagur - 22.02.1995, Page 4

Dagur - 22.02.1995, Page 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 22. febrúar 1995 LEIÐARI------------------------ Horft til láglaunafólksins ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, Sl'MI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir). LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Með kjarasamningum aðila vinnumaikaðarms í fyrri- nótt og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var á lokakafla samningsgerðarinnar er gerð tilraun til auk- ins kaupmáttar launafólks í landinu til viðbótar sér- stökum aðgerðum til bóta fyrir þá sem lægst hafa laun- in. Hver tilraun til hjálpar láglaunafólki er fagnaðarefni en tíminn einn leiðir i ljós hvort bætumar skila sér eins og stefnt er að. Láglaunafólk á íslandi hefur fengið nógu oft að kynnast því hvernig umsamdar kjarabætur brenna upp í verðbólgu og kostnaðarhækkunum heim- ilanna sem oft hafa fylgt kjarasamningum eins og skugginn. Því er grundvallaratriði að glata ekki stöðug- leikanum í kjölfar þessara samninga. Eitt af stóm atriðunum í þessum samningum er yfir- lýsing stjórnvalda um að verðtrygging fjárskuldbind- inga miðist í framtíðinni við framfærsluvísitölu en ekki lánskjaravísitölu. Það er til marks um gildi þessarar breytingar að bæði atvinnurekendur og launþegar lögðu á það áherslu við stjórnvöld að þetta yrði gert og þessi aðgerð getur orðið mMsvert skref til að tryggja að árangur af kjarasamningunum sitji eftir hjá launa- fólki en rjúki ekki beint úr þeirra vösum til fjármagns- eigendanna. Landsbyggðarfólk hlýtur að fylgjast grannt með að þeim yfirlýsingum verði fylgt eftir af hálfu stjórnvalda að gengið verði lengra í jöfnun húshitunarkostnaðar, að endurskoðaðar verði endurgreiðslur á ferða- og dvalarkostnaði vegna sérfræðiheimsókna og innlagna og að sett verði af stað starf nefndar sem geri tiilögur um aðgerðir til að lækka framfærslukostnað heimil- anna, sérstaklega hvað varðar vöruverð á landsbyggð- inni. Allt eru þetta hlutir sem skilað geta beinum fjár- hagslegum ávinningi til launafólks á landsbyggðinni. Kjarasamningarnir færa ekki fólki með lægstu launin gull og græna skóga. Þeir eru viðurkenning á að lægstu launin eru langt frá því að vera mannsæmandi og að þau verði að hækka. Stóra spurningin nú er sú hvort hálaunahóparnir í landinu sætta sig við að gerð verði tilraun til launabóta fyrir láglaunahópana eða hvort gerð verður atlagá að þessum samningum og þá um leið efnahagsstöðugleika í þjóðfélaginu sem getur til langs tíma skilað hvað mestu kjarabótunum. Forsenda framfara Mikil átök hafa staðið um það hvemig við högum okkar fisk- veiðistjómun, enda eðlilegt þar sem lífsafkoma heilla byggðarlaga getur verið í húfi. Engu að síður er það svo að það, hvað verður um fiskinn sem flotinn veiðir, hvert hann fer til vinnslu, hvemig hann er unninn og fyrir hvaða markaði, getur þegar upp er staðið skipt mestu um hagvöxt á næstu árum; um það hversu byggilegt Island verður. Fjölbreyttur matvælaiðnaður Mikil þróun hefur orðið í fisk- vinnslu á undanfömum ámm. Tæknivæðing hefur verið mark- viss en jafnframt hefur handverkið fengið að njóta sín við sémnna framleiðslu; nýjar afurðir hafa verið þróaðar og framleiddar eftir kröfum markaóarins. Áratuga tal um fullvinnslu er oróið að vem- leika í ýmsum fiskvinnsluhúsum. Fjölbreyttur matvælaiðnaður hefur tekið við af því að „vinna bara í físki“. Sú fjölbreytni sem menn Myndbandið Öryggi á sjó: Ætlað ný- liðum í sjó- mannastétt Myndbær hf. hefur framleitt myndina; Öryggi á sjó, sem er fyrst og fremst ætluð nýliðum í sjómannastétt en einnig til áminn- ingar fyrir sjómenn almennt. í myndinni eru helstu öryggisþættir um borð í fiskiskipum kynntir. Myndin er gerð með faglegri aðstoð Slysavamaskóla sjómanna og Guðbjarts Gunnarssonar, skip- stjóra, sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði. Myndin er tekin upp i Slysavamaskóla sjómanna, við raunverulegar aðstæður um borð í fiskiskipi og einnig er í henni leið- sögn varðandi öryggi vió störfm um borð. Hún er rúmar 20 mínút- ur að lengd og með henni er dreift hefti um sama efni. I marsmánuði í fyrra var sam- þykkt á Alþingi að setja sem skil- yrói við lögskráningu nýliða að þeir hafi lokið námi fyrir nýliða með fullnægjandi hætti. Er miðað við að námið fari fram í Slysa- vamaskóla sjómanna. Myndinni er ætlað aö vera liður í því átaki sem nú er unnió að í öryggismál- um nýliða. Myndinni veróur dreift til útgerðarfyrirtækja á VHS myndböndum. Úr fréttatilkynningu eitt sinn dreymdi um að gæti orðið í almennum iðnaöi á Islandi hefur þróast innan fiskiðnaðarins. Þeir sem láta sig varða atvinnuþróun hljóta aó leita skýringa á þessari jákvæóu þróun og þá um leið hvemig tryggja megi aó hún haldi áfram. Ávinningar verkmenntunar Það sem tvímælalaust hefur skipt sköpum er sú breyting sem hefur orðið síðan farið var að bjóða upp á sérmenntun fyrir þá sem vildu vinna í greininni og höfóu metnað til að gera betur. A síðustu tveim- ur áratugum hefur orðið til hópur fiskiðnaóarmanna sem hefur feng- ið fagmenntun í Fiskvinnsluskól- anum í Hafnarfirði og nú á síðustu ámm einnig við Utvegssvið VMA á Dalvík. Menn geta rétt gert sér í hugarlund hvílíkar breytingar það hefur haft í för með sér að fá til starfa í greininni fólk sem aflað hefur sér formlegrar menntunar til viðbótar þeirri reynslu sem það hefur úr vinnslunni; fólk sem get- ur markaðssett vöm af sérþekk- ingu; fundið sérhæfða markaói vegna þekkingar á möguleikum vinnslunnar; þekkir það umhverfi sem fiskur er unninn og seldur í af eigin raun. Sú þekking sem þessi hópur hefur flutt með sér inn í vinnsluna, til sölusamtakanna og í útflutningsgeirann almennt er ein Sú fjölbreytni sem menn eitt sinn dreymdi um að gæti orðið í al- mennum iðnaði á Is- landi hefur þróast inn- an fiskiðnaðarins. Þeir sem láta sig varða at- vinnuþróun, hljóta að leita skýringa á þessari jákvæðu þróun og þá um leið hvernig tryggja megi að hún haldi áfram. meginskýring þess, að þrátt fyrir mikinn aflasamdrátt hefur tekist að snúa vöm í sókn, að auka út- flutningsverðmæti sjávarafurða og halda uppi atvinnu vegna aukinnar vinnu við sérhæfða markaðsvöm. Hvað ímynda menn sér að þetta hafi skilað mörgum milljörðum í þjóðarbúið? Byggjum upp fyrir framtíðina Flestir virðast, í orði, sammála um það aó auka þurfi verkmenntun í landinu. Ávinningur af þeirri verkmenntun sem ég hef hér lýst Svanfríður Jónasdóttir. ætti að hvetja þá, sem treyst hefur verió fyrir menntamálum landsins og þá sem úthluta fjármunum, til frekari dáða. Við hljótum hins- vegar að efast um að þeir átti sig á samhengi hlutanna þegar við lít- um til þess hve litlum fjármunum stjómvöld hafa varið, og eru tilbú- in að verja til þessarar menntunar. Samdráttur á undanfömum árum hefur verið það mikill að fram- haldið hangir á bláþræði. Starf- semi Fiskvinnsluskólans í Hafna- firði liggur nú niðri og raunveru- legur kennslukostnaður vegna fiskvinnslunáms hjá fiskveiði- þjóðinni er í ár áætlaður innan við 5 milljónir króna. Uppbygging og þróun af hálfu ríkisvaldsins hefur verið metnaðarlaus. Þar skilur á milli orða og athafna. Þaó er ekki nóg að glamra um nauósyn verk- menntunar ef menn ekki gera sér raunverulega grein fyrir mikilvægi hennar og sýna þaó í verki. Og það er vart hægt að reikna með því að verkmenntun njóti mikillar virðingar þegar áhugi stjómvalda er ekki meiri en raun ber vitni. Fjölbreytt, öflugt menntakerfl Til að bregðast við breyttum aó- stæðum og búa okkur undir 21. öldina er okkur nauósyn að hafa annan hátt á. Við verðum að eign- ast fjölbreytt, öflugt menntakerfi með aukinni áherslu á verk- og tækniþekkingu og skipulögðu samstarfi skóla og atvinnulífs. Jafnframt því þurfum við að efla endurmenntun og starfsþjálfun vegna tækninýjunga í atvinnulíf- inu. Þannig og einungis þannig munum við geta nýtt þau sóknar- færi sem felast í gæðum landsins og þeirri verkþekkingu sem til staðar er hjá fólkinu. Það er lykil- atriöi í nýrri atvinnusókn. Svanfríður Jónasdóttir. Höfundur er kennari á Dalvík og skipar fyrsta sæti á framboðslista Þjóövaka á Noröurlandi eystra fyrir alþingiskosningamar 8. apríl nk. Enn um vegamál í N orður-Þingeyj arsýslu Vegamálin eru sífellt ofarlega í huga okkar sem höfum valið að búa á þessu landssvæói. Varla get- ur nokkur nema sá sem ekur hér oft um vegi sett sig fullkomlega inn í okkar aðstæður, ekki sá sem býr í Reykjavík og kemur norður einu sinni eða tvisvar á ári og þá væntanlega ekki í þreifandi snjó- byl og skafrenningi. Það er víst ekki á vegaáætlun á næstunni að við sem búsett erum á þessum útkjálka fáum veg með bundnu slitlagi, svo að við ökum væntanlega áfram í holum og drullusvaði í vætutíð yfir sumar- tímann. En nú er vetur og oft dimmviðri, vegur á milli Raufar- hafnar og Þórshafnar er nú með glæsilegar vegstikur á báóum köntum (hvílíkur munur)! Á þjóð- vegi milli Raufarhafnar og Húsa- víkur eru vegstikur aðeins á öðr- um vegkanti, vantar víða eða það „En nú er vetur og oft dimmviðri, vegur á milli Raufarhafnar og Þórshafnar er nú með glæsilegar vegstikur á báð- um köntum (hví- líkur munur)!“ sem verst er, á einstaka stað ýmist hægra eða vinstra megin og oft Guðrún G. Eggertsdóttir. erfitt í hríóarkófi að greina hvort glitmerkin eru gul eða hvít. Eru þessar stikur því ekki traustvekj- andi leiðarljós fyrir bílstjóra á feró í vondum veðrum. Svo vill til aó við ökum þessa vegi ekki eingöngu að gamni okk- ar, heldur eru þeir stundum eina færa leiðin með bráðveikt fólk á spítala og geta þá mínútur skipt sköpum. Upplýstur flugvöllur er ekki á Kópaskeri og er sjúkraflug því einungis mögulegt á birtutíma sem er stuttur yfir háveturinn. Eg skora því á ráóamenn í vegamálum að reyna að setja sig í spor okkar og beini þeirri spum- ingu til þeirra, hvort ekki sé á áætlun þessa árs að endurbæta stikur á aðalvegum sýslunnar og ef ekki þá hvers vegna? Guðrún G. Eggertsdóttir. Höfundur er hjúlcrunarforstjóri Hcilsugæslu- stöðinni á Kópaskeri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.