Dagur - 22.02.1995, Page 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. febrúar 1995
Úttekt á fjárhagsaðstoð Akureyrarbæjar
Eins og þegar hefur verið greint frá 1 Degi þá voru
fyrir stuttu kynntar niðurstöður úttektar sem Arn-
ar Arnason endurskoðandi og Bragi Guðbrandsson
félagsfræðingur gerðu að beiðni bæjarráðs Akur-
eyrar á fjárhagsaðstoð á vegum Félagsmálastofnun-
ar Akureyrarbæjar á sl. 5 árum, 1989-1993. Jafn-
framt eru tölur bornar saman við Kópavog, Hafn-
arfjörð og Reykjavík. Hér á síðunni er fjallað um
ýmsar athyglisverðar niðurstöður sem úttektin
leiddi í ljós.
Hvað skýrir aukninguna á Akureyri?
Atvinnuleysi hefiir þrefaldast
Útgjöld Félagsmálastofnunar á
Akureyri hafa farið mjög vaxandi
og hafa tvöfaldast á síðustu 4 ár-
um. A síðustu 5 árum hafa útgjöld
vegna fjárhagsaðstoóar sveitarfé-
laga aukist um 39% að raunvirði á
landinu öllu, en um 74% á Akur-
eyri á sama tíma, eða úr 455,7
milljónum kr. í 632.8 milljónir.
Það er reyndar mjög breytilegt eft-
ir sveitarfélögum hver þróunin
hefur verið á síóustu 5 árum. í
Kópavogi jukust útgjöldin um að-
eins 1%, í Reykjavík um 27% en
300% í Hafnarfnði.
Skýrsluhöfundar komast að
mjög afgerandi nióurstöðu varð-
andi aukninguna á Akureyri. Þar
er um að ræða atvinnuleysið sem
hefur þrefaldast á tímabilinu. Sér-
staða Akureyrar miðað við saman-
burðarsveitarfélögin felst í því að
þeim sem eru atvinnulausir í
lengri tíma, 6 mánuði og lengur,
hefur fjölgað mjög. Atvinnuleysið
er því mun djúpstæðara og alvar-
legra vandamál á Akureyri en hjá
hinum.
Lág laun ekki skýring
Rýmun kaupmáttar, sem orðið
hefur talsverð á tímabilinu, á
einnig einhvem hlut að máli, en
skýrsluhöfundar telja sig afsanna
þá kenningu að ástæðu aukningar-
innar sé að fmna í því að laun séu
orðin of lág. Það sést á því hversu
lítið er um að launafólk sækist eft-
ir aðstoð og gögn benda til þess að
láglaunafólk leitar yfírleitt ekki til
félagsmálastofnunar til að komast
af. Sömuleióis hafna þeir þeirri
skýringu að viðhorfsbreyting hafi
orðið í þá átt að fólki þyki nú
sjálfsagðara að sækja um bætur, í
það minnsta telja þeir ljóst að fjár-
hagsaðstoð fari aðeins til þeirra
sem hana þurfa.
Hagstæðar reglur fyrir
skjólstæðinga
Breytingar á reglum um rétt til
fjárhagsaðstoðar, í kjölfar laga um
félagsþjónustu sveitarfélaga, hafa
einnig valdið auknum útgjöldum.
Þá komast þeir Amar og Bragi að
því að kerfið á Akureyri sé hag-
stæðara fyrir skjólstæóingana en
annars staðar, þ.e. réttur til að-
stoðar sé meiri. Reiknað var tilbú-
Lægri upphæð á Akureyri en í saman-
burðarsveitarfélögunum:
Félagsmálastofhun
hehir fleiri leiguíbúðir
Þrátt fyrir að kerfíð á Akureyri sé
notendavænna en á hinum stöðun-
um, eins og sagt var hér að fram-
an, þá eru meðalútgjöld á íbúa
lægst á Akureyri í samanburði við
hin sveitarfélögin þrjú, eóa 1,623
kr. á árinu 1993. Er þetta 90% af
því sem gerist í Kópavogi, um
60% af aðstoðinni í Hafnarfirði og
einungis 30% af því sem er í
Reykjavík, þar sem útgjöld á íbúa
em hæst. Eins eru viðtakendur að-
stoðar færri á Akureyri en hjá hin-
um, bæði raunverulegur fjöldi og
sem hlutfall af íbúafjölda. Eins er
upphæó meðalaðstoðar lægst á
Akureyri.
Skýringar á þessu telja skýrslu-
höfundar að geti verió nokkrar.
Þeir sem standa höllum fæti sækja
mikió á höfuóborgarsvæðið, sér-
staklega til Reykjavíkur, einkenni
borgarlífs með sín félagslegu
vandamál eru meiri fyrir sunnan,
hlutfall einstæðra foreldra er
hærra, stofnanir og önnur þjónusta
fyrir öryrkja og sjúka, ekki síst
áfengissjúka og þá sem eiga við
geðræn vandamál að stríða, er
einkum þar að finna og ekki síst
má gera ráð fyrir að hið „óform-
lega hjálkparkerfi“, svo sem fjöl-
skylduböndin og náungahjálpin,
sé sterkari á Akureyri.
Þá er vakin sérstök athygli á
einum þætti, sem án efa hefur af-
gerandi áhrif á samanburð milli
sveitarfélaganna á útgjöldum til
félagsaðstoðar, en það er framboð
á leiguíbúðum sem félagsmála-
stofnanir hafa til ráðstöfunnar. Sé
tekið mið af íbúafjölda hefur fé-
lagsmálastofnun Akureyrar helm-
ingi fleiri íbúðir en Hafnarfjöróur
og fimm sinnum fleiri en Kópa-
vogur. Þetta er veigamikil skýring
þar sem umtalsverður hluti fjár-
hagsaðstoðar fer til að greiða nið-
ur húsaleigu til þeirra sem leigja á
almenna markaðinum. Þá er hlut-
fall félagslegra íbúða af heildar-
íbúðafjölda hæst á Akureyri mió-
aó vió Reykjavík Hafnarfjörð og
Kópavog. HA
H/F
HYRNA
BYGGINGARVERKTAKI / TRÉSMIÐJA
Dalsbraut 1 ■ Akureyri • Simi 96-12603 ■ Fax 96-12604
Smíðum fataskápa, baðinnréttingar,
eldhúsinnréttingar og innihurðir
Teiknum og gerum föst verðtilboð, þér að kostnaðarlausu
Greiðsluskilmálar við allra hæfi
ið dæmi um rétt einstæðrar móður
tveggja bama sem býr í leiguhús-
næði og hefur lágmarkslaun. Þetta
dæmi sýnir þann mikla mun sem
getur verið á milli sveitarfélaga
því samkvæmt útreikingunum
hefði umrædd móðir fengið
26.428 kr. á Akureyri, 16.584 kr. í
Hafnarfirði, 3.132 kr. í Kópavogi
og 1.764 kr. í Reykjavík. Skýrslu-
höfundar vara þó við að draga of
víótækar ályktanir á tilbúnum
dæmum og eins og fram kemur á
öðrum stað á síðunni þá eru meðal-
útgjöld á íbúa lægst á Akureyri í
samanburði við hin sveitarfélögin
þrjú. HA
Hverjir fá aðstoð?
Jaðarhópar á vinnu-
markaði mest áberandi
Til að kanna félagseinkenni þess
hóps sem sækist eftir aðstoð fé-
lagsmálastofnunar Akureyrar var
gerð tvíþætt athugun. Annars vegar
var gerð úrtakskönnun á öllum
þeim sem notið hafa aðstoðar í
októbermánuði 1989-1993 og
marsmánuði 1994. Hins vegar voru
umsækjendur um fjárhagsaðstoð á
tímabilinu 15. nóv. til 16. des. sl.
spurðir tiltekinna spuminga, eink-
um er varðar atvinnuþátttöku.
Fyrri hluti athugunarinnar leiddi
í ljós að einstæðar mæður eru
stærsti hópurinn og er hlutfall
þeirra í skjólstæðingahópnum um
40% allt tímabilið. Þetta hlutfall er
nokkuð hærra hjá samanburðar-
sveitarfélögunum. Einhleypir karlar
koma næst og fer sá hópur stækk-
andi en þess má geta að þetta hefur
um árabil verið stærsti hópurinn hjá
Félagsmalastofnun Reykjavíkur-
borgar. í þriðja sæti eru hjón/sam-
býlisfólk með böm. Um helmingur
viðtakenda fjárhagsaðstoðar er á
aldrinum 25-39 ára.
Sú meginbreyting hefur orðið á
samsetningu þess hóps sem þiggur
fjárhagsaðstoó að þeim sem hafa
fulla vinnu hefur fækkað verulega
í hlutfalli við heildarhópinn en at-
vinnulausum fjölgar. Þeim sem
em í hlutastörfum eða með stop-
ula vinnu fjölgar hlutfallslega
mest og það telja skýrsluhöfundar
einna athyglisverðast. Þannig eru
jaðarhópar á vinnumarkaði orónir
lang stærstu umsækjendahópamir.
Öryrkjum og sjúklingum hefur að
saman skapi fækkað, en þeir voru
áður áberandi.
Mikil breyting hefur orðið á
húsnæðismálum. Þeim sem búa í
leiguhúsnæði á frjálsum markaði
hefur fjölgað hlutfallslega mest en
þeim sem búa í eigin húsnæði
fækkað. Þá hefur varanleiki að-
stoðar á umræddu tímabili aukist
mjög, en í því felst að tíðni að-
stoðar á hvert heimili eða fjöl-
skyldu eykst.
Atvinnulausir og ekki á
vinnumarkaði
Sem fyrr segir var atvinnuþátttaka
könnuð nánar með ítarlegum
spumingalistum til allra þeirra
sem sóttu um aðstoð á tímabilinu
15. nóv. til 16. des. sl. Niðurstöð-
umar leiddu í ljós að 2/3 voru ým-
ist atvinnulausir þegar sótt var
um, höfðu verið atvinnulausir ein-
hvem tímann sl. 2 ár, áttu maka
sem var atvinnulaus eða höfðu
hlutastarf. Einungis 10% voru í
fullri vinnu á vinnumarkaði. Um
25% vom öryrkjar og sjúklingar.
Að teknu tilliti til fjölda þeirra
sem skráðir eru atvinnulausir hjá
Vinnumiðluninni á Akureyri má
áætla að um 10% atvinnulausra
sæki um fjárhagsaðstoó og um
15% langtímaatvinnulausra. Fyrir
utan þessar tölur eru þeir sem eru
atvinnulausir en ekki með bóta-
rétt. HA
Ýmislegt má
betur fara
- úthlutunarreglur ekki
aðgengilegar skjólstæðingum
Skýrsluhöfundar könnuóu bæði
þær reglur sem farið er eftir á Ak-
ureyri við úthlutun fjárhagsað-
stoðar og þær vinnuaðferðir sem
starfsfólk notar. Bent er á ýmis-
legt sem betur má fara á báðum
þessum sviðum. Þá fjalla þeir sér-
staklega um verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga í tengslum við sí-
vaxandi fjölda þeirra sem leita sér
fárhagsaðstoðar.
Eitt séreinkenni reglna Akur-
eyrarbæjar er að þær greinast í
bæði opinberar og óopinberar
reglur. Oopinberi hlutinn hefur að
geyma úthlutunarreglumar og þar
sem sá hluti er ekki aðgengilegur
hefur skjólstæðingur takmarkaða
möguleika á að sannreyna hvort
réttur hans hefur verið virtur.
Þetta telja skýrsluhöfundar óvið-
unandi, auk þess sem það stríði
gegn anda stjómsýslulaga um
leiðbeiningarskyldu. Annað ein-
kenni á reglunum er að þær eru
notendavænni en í samanburöar-
sveitarfélögunum, eins og áður er
vikið aö. Þeir telja einnig að til
álita komi að einfalda reglumar á
Akureyri, án þess að gjörbreyta
þeim. Þá er bent á nauðsyn þess
að taka upp fjármálaráðgjöf til
þeirra sem eiga við „útgjalda-
vandamál“ að stríða en ekki
„tekjuvandamál.“ Þessum þætti
hefur ekki verið sinnt í neinum
mæli hérlendis en hefur gefið
góða raun erlendis og orðið til
þess að minnka þörf fyrir fjár-
hagsaðstoð.
Varðandi starfshætti hjá félags-
málastofnun leggja skýrsluhöf-
undar til að tekin verði upp ný-
tískulegri vinnubrögð, t.d. beri
brýna nauðsyn til að tölvuvæða
stofnunina.
Verkaskipting ríkis og
sveitarfélaga
I framhaldi af þeirri niðurstöðu að
aukinna útgjalda sveitarfélaga
vegna félagsaðstoðar sé einkum
að leita í auknu atvinnuleysi telja
skýrsluhöfundar ýmsar spumingar
vakna varðandi verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfé-
lögin hafi á síðustu árum farið
langt út fyrir sitt verksvið og tekið
að sér verkefni sem ríkinu ber í
raun að sinna en ríkið aó sama
skapi ekki axlað þá ábyrgð sem
því ber. Ýmislegt bendi til að ör-
yggisnet ríkisins fyrir atvinnu-
lausa sinni ekki hlutverki sínu sem
skyldi og þá hefur verið á það
bent að lög um atvinnuleysis-
tryggingar geri aðeins ráð fyrir at-
vinnuleysi til skamms tíma. HA