Dagur - 09.03.1995, Síða 1

Dagur - 09.03.1995, Síða 1
78. árg. Akureyri, fímnttudagur 9. mars 1995 48. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Gríðariegar snjóhengjur á þakbrúnum Gríðarlcgar snjóhcngjur hanga víða fram af þakbrúnum húsa og þá hafa margir af því áhyggjur að snjófarg geti farið að sliga þök. Að mörgu er að hyggja í þcssum efnum og nánar er fjallað um máiið á bls. 6 í blaðinu í dag. Mynd: Robyn. Hofsós: „Man ekki eftir jafn erfiðu tíðarfari" Já, það er óhætt að segja að hér sé mikill snjór og það hef- ur bætt töluvert á síðustu daga,“ sagði Jón Guðmundsson, sveit- arstjóri á Hofsósi, í samtali við Dag í gær. „Við vorum að reyna að blása af veginum að frystihúsinu þannig að við gætum haldið þeirri leið opinni. Við reynum ekki að halda öðru opnu en aðalbrautinni í gegn- um þorpið og út að frystihúsinu,“ sagði Jón. A síðastliðnu ári var um einni milljón króna varið úr sveitarsjóði Hofshrepps til snjómoksturs og það sem af er þessu ári er búið að moka fyrir sem næst þá upphæð. „Ég hef búið hér síðan 1959 og ég man ekki eftir jafn erfióu tíðar- fari á þessu svæði. Það hefur verið rok úr öllum áttum, þaó eru örfáir dagar sem hefur verið stillt veður síðan fyrir jól.“ Jón sagði að víða í Skagafirði væri mikil ófærð og henni fylgdu miklir erfiðleikar með samgöngur. Þó sagði hann aö bærilega hafi gengið aó halda veginum á milli Hofsóss og Sauðárkróks opnum, en hins vegar væri ekki reynt að opna veginn víða til sveita. Það skapaði að vonum mikla erfið- leika með mjólkurfiutninga. óþh Svarfaðardalur: Mokað fyrir mjólkur- bílana í gær - mjólk var síðast tekin á föstudag Grásleppuveiðar hefjast fyrir Norðurlandi 20. mars nk.: Danskir kaupendur bjóða 23% hærra verð en markaðsverð síðasta árs Danskir kaupendur grá- sleppuhrogna hafa boðið 1600 þýsk mörk, eða 74.500 krónur fyrir tunnuna gegnum ís- lenskan umboðsmann, Kjartan Friðbjarnarson, sem er um 300 mörkum, eða 14.000 krónum hærra verð en greitt var á sl. ári. Hætt er við að innlendum niður- lagningarverksmiðjum þyki það nokkuð hátt verð, en svokölluð grásleppuhrognanefnd lagði til að lágmarksverð fyrir komandi vertíð yrði 1450 þýsk mörk, eða liðlega 67 þúsund krónur. Hefja má grásleppuveiðar fyrir Norðurlandi 20. mars nk. Harald- ur Sigurðsson á Núpskötlu II á Melrakkasléttu segist ekki trúaður á að þetta verð haldist, því þegar verðið hafi rokið svona upp hefur einhver „skandall“ komið í kjöl- farið, fyrst og fremst í formi verö- lækkunar og sölutregóu. Nokkuð margir hafa ekki nýtt leyfi til grásleppuveiða á undan- fömum árum en danska tilboðið kann að valda því að menn endur- skoði hug sinn og haldi á grá- sleppuveiðar. Gera má ráð fyrir að fimm bátar verði gerðir út á grá- sleppu frá Kópaskeri á þessu vori og sami fjöldi frá Leirhöfn á Mel- rakkasléttu. Sigurður Gunnarsson á Húsa- vík segist ekki hafa komist á sjó í 9 daga en þá hafi fengist 55 rauð- magar. Svipaða sögu er að segja frá Siglufirði, en þar hefur rauð- magaveiói verið minni en mörg undanfarin ár. Hins vegar er líf- legra yfir rauðmagaveiði fyrir sunnan land en oft áður en veiði má ekki hefjast þar fyrr en um miðjan aprílmánuð. Sigurður segir að eitthvað komi alltaf af grá- sleppu í rauðmaganetin og hann hafi leyfi til að verka hrogn. A Húsavík verða gerðir út um 17 bátar á grásleppuveiðar og eru 5 þeirra gerðir út frá Flatey. Þeir hafa með sér samlag sem flestir húsvísk- ir grásleppuhrognaframleiðendur eru aðilar að, en Fiskiðjusamlag Húsavíkur hefur lagt verkendum til aðstöðu og síðan hefur aðkeyptur verktaki annast frágang hrognanna og að koma þeim til kaupenda. Grímseyjarbátar komust á sjó í gærmorgun en þá hafði ekki gefið til sjósóknar síðan á þriðjudag í síðustu viku. Einn bátanna var síðdegis í gær búinn að fá 1.500 kg þannig að fískur- inn gefúr sig við eyjuna ef viðrar til sjósóknar. f febrúarmánuði komust bátarnir aðeins 5 til 7 róðra vegna óveðurs. Engin vinnsla hefur því verió í landi undanfarið en fiskurinn er nú aóeins verkaður í Grímsey hjá Sigurbimi hf. eftir að Fiskverkun KEA hætti störfum 1. mars sl. Jón Asbjörnsson, fiskverkandi í Hafn- arfirði, rak í rúmt ár fiskverkun í aðstöðu Sigurbjamar hf. fram til síðustu áramóta en þá tóku heima- menn við henni aftur. Ekki hefur verið um söltun eða aðra fiskverk- un að ræóa hjá Fiskverkun KEA síðustu misseri heldur var fiskur- Hrognin hafa aðallega farið til ORA í Reykjavík, Vignis A. Jóns- sonar á Akranesi, Strýtu á Akureyri og til Grindavíkur. Þóröur Asgeirsson á Húsavík segist vera hræddur við þetta háa tilboð Dana því oft hafi verðhmn fylgt í kjölfar svo mikillar verð- hækkunar og það taki mörg ár og mikla vinnu að ná því upp aftur. „Það kostar nýjar tunnur ef inn ísaður í kör og fluttur með eyjaferjunni Sæfara til verkunar í Hrísey með áætlunarferóum henn- ar sem eru tvisvar í viku, mánu- daga og fimmtudaga yfir vetrar- mánuðina. Fiskmarkaður hefur tekið til starfa í Grímsey en hann er útibú frá Fiskmarkaði Dalvíkur. Þar hef- ur farið fram eitt uppboð. Garðar Olason hjá Sigurbimi hf. segist gera ráð fyrir að kaupa eitthvað af fiski af nýja markaðn- um ef verðið verði ekki sprengt upp en einhverjir bátar munu halda áfram að leggja beint upp hjá honum, a.m.k. stærri fiskinn en sá smærri færi þá á markaðinn auk steinbíts og annars aukfiskis. Allur fiskur sem berst til Sigur- bjamar hf. er flattur og saltaður og hefur á þessu ári verið seldur af Jóni Asbjömssyni, en einnig hefur hrognin er flutt beint út auk flutn- ingsgjalds og annars kostnaóar svo innlendar niðurlagningarverk- smiðjur mega vera um 150 þýsk- um mörkum lægri til aó vera sam- keppnishæfar í verði. Auóvitað er ég ekki að segja þeim að gera það því okkur þykir gott að fá sem hæst verð fyrir grásleppuhrognin," sagói Þórður Asgeirsson, grá- sleppukarl á Húsavík. GG verið mikil eftirspum af ýmsum fisksölusamtökum eftir saltfiski úr Grímsey en mikil eftirspum er eft- ir saltfiski erlendis frá fyrir páskanav Heimamenn hafa keypt af Jóni Asbjömssyni þvottakör og fleiri tæki til fiskverkunar og er hluti andviróisins greiddur með fiski sem Jón Asbjömsson sér um sölu á. „Vaxandi eftirspurn er eftir söltuðum flökum eftir niðurfell- ingu tolla á þeim en lítil aukning í flöttum fiski, en annars held ég að saltfiskurinn hafi haldið sinni hlutdeild á síðasta ári. Annars hafa ekki verið nein stórviðri hér, en alltaf þessar „lenjur“, 5 til 6 vindstig, en hér er kominn óhemju snjór. Það hafa verið hér vitlaus veður síðan á jóladag," segir Garðar Olason, útgeróarmaður í Grímsey. GG Einstaka mjólkurframleið- endur í Svarfaðardal þurftu að grípa til örþrifaráða í gær- morgun þar sem mjólkurtankar voru orðnir fullir. Vegna ófærð- ar hafði mjólk ekki verið tekin í sveitinni frá því á föstudag. Síð- degis var veður svo orðið skap- legt og þá var mokað fyrir mjólkubflana um sveitina. Dæmi eru þess að á bæjum hafi plastílát verið þvegin og notuð undir mjólk í gærmorgun enda gerðu menn sér vonir um að hægt yrði að sækja mjólk í gær, sem og varð. Snjórinn er mikill í Svarfað- ardal, eins og víðar, og það lýsir kannski ástandinu best að á verstu köflunum ók vélsleði á undan mokstursvélinni í gær til að finna veginn. JÓH Frystihúsið á Grenivík: Fiskur með Sæfara Vinna féll niður í frystihúsinu á Grenivík sl. mánudag sök- um þess að ekki tókst að koma þangað físki til vinnslu frá Ak- ureyri. Búið er að vera ófært landleiðina til Grenivíkur nán- ast alla vikuna, en síðdegis á mánudaginn tókst að opna og þá komust fiskflutningabflarnir á leiðarenda. Sá fískur var unn- inn á þriðjudaginn. Vegurinn lokaðist hins vegar fljótlega aftur. Því var gripið til þess ráðs að flytja fiskinn sjóleið- ina frá Akureyri og um kl. 11 í gærmorgun kom Sæfari með fisk til Grenivíkur sem endist frysti- húsinu til morgundagsins. Verði færðin ekki oróin betri eftir helg- ina má búast við því að aftur þurfi að fá Sæfara til fiskflutninga. Asgeir Jónsson, verkstjóri í frystihúsinu á Grenivík, sagði óhemju mikinn snjó á staðnum og á mörkunum að fólk kæmist til vinnu vegna þess. „Eins veitir ekki af því að fara að byggja upp veginn hingað úteftir. Menn hljóta að átta sig á því að þegar Eyja- fjörður er orðinn að einu atvinnu- svæði veróur líka að bæta samgöngumar," sagði Asgeir. HA Garðar Ólason, útgerðarmaður í Grímsey: „Hér hafa verið vitlaus veður síðan á jóladag" - Fiskverkun KEA hætti fiskmóttöku 1. mars sl.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.