Dagur - 09.03.1995, Qupperneq 5
Fimmtudagur 9. mars 1995 - DAGUR - 5
Þótt hundrað þursar
Nú stendur yfir listahátíð hér á
landi, sem hlotið hefur heitið
Sólstafir. Hátíðin er haldin í
tengslum við fund Noróurlanda-
ráðs, sem haldinn var í Reykjavík
í fyrra mánuöi. Höfuóvettvangur
hátíðarinnar er Reykjavík, en
nokkuð af efni því, sem flutt er, er
einnig fært upp annars staðar á
landinu og þar á meðal á Akur-
eyri. Þegar hafa nokkur atriði ver-
ió sett upp í bænum og þeirra á
meðal leiksýning í Iþróttaskemm-
unni laugardaginn 4. mars, þar
sem flytjendaflokkur frá þjóðleik-
húsi Sama, Beaivvá Sámi Teáhter,
flutti verkið Þótt hundrað þursar
eftir Knut Walle og Beaivvás.
Mikil samísk tónlist er í verkinu
og er hún og glefsur af tónlist af
öðrum uppruna gerð af Ingor
Anette, Ailu Gaup og Egil Keski-
talo. Hinn síðastnefndi og Gunnar
Augland sjá um undirleik. Leik-
endur eru sex: Ingor Anette, Ailu
Gaup, Mikkael Gaup, Inga Juuso,
Toivo Lukkari og Mary Sarre.
Leikstjóri uppsetningarinnar er
Knut Walle.
Verkið Þótt hundrað þursar er
níu glefsur úr þjóðarsögu Sama á
um eitt þúsund ára bili. Höfuð-
þunginn er á átakapunktum í sögu
þjóðarinnar; baráttu hennar við
þær þjóðir, sem skipt hafa löndum
hennar nyrst í Skandinavíu og
vestanveróu Rússlandi, erlend
áhrif, svo sem trúboða, kaup-
menn, nýja siði og neysluvenjur
og á síðustu áratugum, hið mátt-
uga og ópersónulega kerfí og
skrifræði, sem sviptir menn for-
ræði eigin mála og einnig okkur
Islendingum er títt á tungu.
Flutningur verksins byggist
mjög á látbragðsleik. Hann er vel
út færður og víða mjög tjáninga-
ríkur og talandi. Segja má, að þar
beri tæpast nokkum tímann
Þórarinn Hjartar-
son með tónleika
í Deiglunni
Á heitum fimmtudegi í Deigl-
unni, 9. mars, flytur Þórarinn
Hjartarson „Sönghugleiðingu
um kvalafulla ást“.
Á dagskránni eru söngvar frá
12. öld og fram til dagsins í dag
sem eiga það sameiginlegt að
fjalla um ástina kvalafullu, ævin-
týrin sem enda illa, elskenduma
sem ekki fá aó unnast. Söngvamir
em bæði íslenskir og erlendir af
ýmsum toga; til dæmis dróttkvæði
Kormáks Ogmundssonar, trúba-
dorakvæði Ventadoms og trega-
kvæði Stefáns í Vallanesi, Sigurð-
ar Breiófjörð og Leonards Cohen.
Þórarinn Hjartarson hefur stundað
jöfnum höndum jámsmíðar, sagn-
fræði og söng. Tónleikamir hefj-
ast kl. 20.30 og er aðgangseyrir
kr. 500.
skugga á. í þessu efni hjálpar
mjög til skilnings, að verkinu
fylgir góð leikskrá, þar sem efni
glefsanna níu er rakið til leiðsagn-
ar um verkió og túlkun þess.
LEIKLIST
HAUKUR Á6ÚSTSSON
SKRIFAR
Til frekari áherslu og til túlkun-
ar á hinum ýmsu áhrifavöldum,
sem koma við sögu, taka leikarar
sér áhrifamiklar grímur á höfuð.
Þær tákna til dæmis þjóðimar
þrjár, sem kastað hafa eign sinni á
lönd Sama, kirkjuveldið, kaup-
mannaveldið, nasista hemámsár-
anna og skrifræði okkar tíma.
Þessar grímur eru vel gerðar og
gefa leiknum mikinn svip. Jafn-
framt tengja þær hann traustum
böndum hinni miklu hefð hins al-
þjóðlega leikhúss, þar sem grímur
koma mjög vió sögu svo sem í
leikhúsi Grikkja hinna fomu sem
og í leikhúsi Austurlanda.
Tónlist í leiknum byggist mjög
á samverskum söng með undirleik
slagverks, en einnig á ýmsum tón-
listarglefsum og loks vel útfæró-
um áhrifahljóðum af ýmsu tagi.
Með söngnum og annarri tónlist
fylgir tíðast dans með táknrænum
stafaleik, sem fellur inn í lát-
bragðsleikinn og er óaðskiljanleg-
ur hluti hans. I þessum flutningi
verður leikendahópurinn tíðum að
kór, sem minnir á kór hins gríska
leikhúss, sem hreyfðist háttbundið
með flutningi sínum í nokkurs
konar dansi.
Umgjörð leiksins er vel unnin.
Hún er hvít tjöld og miklir trjá-
drumbar, sem mynda skeifu um
hvítan hringlaga flöt, sem er það
svæði, sem leikurinn fer fram á.
Yfír þetta athafnasvæði flytjenda
er þaninn breiður, hvítur borði,
sem táknar himininn. I bakgrunni
er upphækkun, en upp á hana
sækja leikarar grímur þær, sem
fyrr er getið. Þessi umbúnaður
minnir enn á hið klassíska gríska
leikhús og ekki síður það, að í
uppsetningunni í Iþróttaskemm-
unni á Akureyri sátu áhorfendur í
skeifu, sem fullnaði hringinn um
leiksviðið með svipuðum hætti og
var í hinu foma leikhúsi, sem leik-
list Vesturlanda er frá komin.
Allur flutningur á sýningunni í
Iþróttaskemmunni á Akureyri var
sérlega agaður en þó, og ekki síð-
ur þess vegna, fullur af þrótti og
tjáningarstyrk. Sagan, sem sögð er
í leiknum, er hrífandi og víða
átakanleg. Hún fjallar tim baráttu
lítillar þjóðar, sem oróið hefur fyr-
ir miklum áföllum og ágangi, en
sem reynir hvað unnt er til þess að
halda sérkennum sínum og menn-
ingu, svo að hún glatist ekki í
þjóðahafínu og verði undir í ævar-
andi viðleitni ráðandi afla að
steypa allt í eitt og sama mótið.
Það er lærdómsríkt að sjá þessa
sýningu fyrir okkur, sem ísland
byggjum. Okkur er ekki tamt aó
sjá okkur sjálf þeim augum, sem
Samamir sjá sig í þessu verki. Þó
emm við að verulegu leyti í sömu
stöðu. Við erum einnig lítil þjóð,
sem að er sótt af þursum erlendra
áhrifa úr ýmsum áttum. Einnig við
höfum þurft og þurfum enn að
berjast fyrir því, að halda sérkenn-
um okkar og réttindum, tungu
okkar og menningu. Hins vegar
virðist það ekki vera talið prútt í
samtíð okkar að hafa uppi vamir á
opinberum vettvangi gegn þessari
ásókn erlendra afla, heldur sýnist
alþjóðahyggja vera lausnarorð
dagsins og það sem tíóast heyrist
og sést í ræðu og riti.
Ef til vill er tími til þess kom-
inn, að blaðinu verði snúið við og
það athugað, hvort ekki sé einnig
vert aó lesa hina hliðina að hætti
til dæmis Samanna. Þar gætu ver-
ió verðmæti og hættir, sem enn
eru ekki glataðir, þó teknir séu að
fymast, og sem eru ekki síður
verðir varðveislu og iðkunar en
þeir, sem nú ber hæst með þjóð-
inni.
^ Námskeið í GA:
Akveðmþjálíun
fyrir foreldra
„Ákveðniþjálfun fyrir for-
eldra“, er námskeið sem Barna-
heill standa fyrir í Gagnfræða-
skóla Akureyrar, föstudaginn
10. mars kl. 17-22 og laugardag-
inn 1. mars kl. 10-17.
Námskeiðsgjald er kr. 2.500,-
og í því er innifalinn léttur máls-
verður báða dagana. Enn eru
nokkur pláss laus á námskeiðinu.
Skráning fer fram í síma 24172 og
lýkur í dag, fimmtudaginn 9.
mars.
Jóhann Ingi Gunnarsson og
Sæmundur Hafsteinsson, sálfræð-
ingar, eru leiðbeinendur og er
námskeið þetta fyrir alla foreldra
og snýst um mikilvægi foreldra-
hlutverksins.
Rauðvínsleginn frampartur
úrbeinaður kr. 699 kg
Rommbraggi kr. 268 stk.
Kynnum fðstudag
Dalon frystirétti
frákl. 15 til 19
Ferskt og fljótlegt
Kynningarverð
Kynnum nýtt á íslandi
Örbylgjufranskar
Föstudag frá kl. 15 til 19
Laugardagkl. 11 til 15
Kynningarverð
Veruleg lækkun
á barna- og
fullorðinssnjógöllum
Mikið úrval af
nýjum kvenfatnaði
Afgreiðslutímar: jSS-
Mánud.-föstud. kl. 10-19.30 • Laugard. Id. 10-18