Dagur - 09.03.1995, Síða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 9. mars 1995
ÍÞRÓTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
Handknattleikur - úrslitakeppni 1. deildar:
„Varnarleikurinn var steindauður"
- sagöi Árni Stefánsson, eftir tap KA gegn Víkingi
„Leikur okkar einkenndist af al-
geru andleysi og engri stemmn-
ingu. Varnarleikurinn var stein-
dauður af því að menn hreinlega
nenntu ekki að berjast. Spenn-
ustigið var eitthvað vitlaust stillt
hjá mönnum og það er ljóst að
við förum erfiðari leiðina að
þessu, líkt og gegn Stjörnunni,“
sagði Árni Stefánsson, liðsstjóri
KA, eftir að Iið hans tapaði fyrir
Víkingi í undanúrslitum Nissan-
deildarinnar í handknattleik í
Víkinni í gærkvöldi, 32:24. Liðin
eigast við öðru sinni á Akureyri
á föstudagskvöld.
Urslit:
HANDKNATTLEIKUR:
1. deild:
Víkingur-KA 32:24
2. deild:
Fram-Þór 21:21
UBK-Fylkir 25:25
Grótta-IBV 21:26
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Úrvalsdeild:
Njarðvík-KR 96:82
Grindavík-Haukar 77:69
ENSKI BOLTINN:
Coca-Cola bikarinn:
Liverpool-C. Palace 1:0
Bolton-Swindon 3:1
Liverpool-Bolton í úrslit
Úrvalsdeild:
Blackburn-Arsenal 3:1
Man. City-Chelsea 1:2
Newcastle-West Ham 2:0
Norwich-Sheff. Wed. 0:0
N. Foresl-Everton 2:1
QPR-Leicester 2:0
Tottenham-Ipswich 3:0
Blackbum komst aftur á
toppinn með góðum sigri á
Arsenal þar sem Shearer
skoraði tvö mörk og Le Saux
þaó þriðja. Kitson og Clark
skoruðu mörk Newcastle og
Klinsmann og Barmby tryggðu
Tottcnham sigur á Ipswich
Of dýr
Kevin Keegan, stjóri Newc-
astle, hefur átt í vióræum við
spænska fólagiö Real Sociedad
um kaup á bosníska framherj-
anum Meho Kodro. Keegan
brá í brún þegar spænska félag-
ið fór fram á 3,5 milljónir
punda fyrir Kodro, sem er 28
ára. Kodro skoraði fjögur mörk
um síðustu helgi þegar Socied-
ad sigraði Tenerife 5:2 og hef-
ur nú gcrt 18 mörk í deildinni.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 12080
Leikurinn var hnífjafn í fyrri
hálfleik en þrátt fyrir að forskot
Víkinga hafi aldrei verið mikið er
óhætt að segja að þeir hafi haft
völdin á vellinum. Vöm KA gekk
ekki upp og Patrekur var sá eini
sem stóð upp úr sóknarlega. Vík-
ingsliðið virtist vel stemmt, bæói í
vöm og sókn, og hafói eins marks
forskot í leikhléi, 14:13.
KA byrjaði síðari hálfleikinn
afar illa, Patrekur og Valur gerðu
sitt markið hvor á fyrstu mínútun-
um en síðan fór allt í baklás í sókn
KA og hraðlest Víkinga var sett í
gang. Áður en 9 mínútur voru
liðnar af hálfleiknum hafði Vík-
ingur náð 6 marka forskoti, 21:15,
og hraói þeirra varð hreinlega of
mikill fyrir KA. Sóknarleikurinn
var ómarkviss og refsingin við því
oftar en ekki mark úr hraðaupp-
hlaupi. KA-menn reyndu hvað
þeir gátu til þess að komast inn í
leikinn að nýju en bilið var ein-
faldlega orðið of mikið. Átta
marka sigur segir í raun bara að
yfirburðir Víkinga voru algerir að
þessu sinni. Lokatölur urðu 32:24.
Bjarki Sigurðsson lék mjög vel
í leiknum, sem og þeir Birgir Sig-
urðsson og Reynir Reynisson en
Patrekur lék best KA-manna. Vík-
ingsliði sýndi klæmar í gærkvöldi
og verða norðanmenn að taka sig
á ætli þeir sér að knýja út oddaleik
á föstudagskvöldið. Takist það
mætast liðin þriðja sinni á sunnu-
dagskvöld. Sá leikur er þó ekki á
dagskrá hjá Víkingum.
„Við erum staðráónir í því að
fara norður og klára þetta þar.
Þetta var mikil barátta en ömggur
okkar sigur,“ sagði Gunnar Gunn-
arsson, þjálfari Víkings. SV
Mörk Víkings: Bjarki 11/2, Sigurður
6/1, Birgir 5, Friðleifur, 4, Gunnar 3, Ámi
2 og Rúnar 1. Reynir varði 16/1.
Mörk KA: Patrekur 9, Valdimar 8/5,
Valur 3, Atli, Jóhann, Þorvaldur og Er-
lingur 1 hver. Sigmar varði 9/1 og Bjöm 4.
Dómarar Öm og Egill Már Markús-
synir. Dæmdu ágætlega en þeim sást of oft
yfir að því er virtist nokkuð augljós smáat-
riði.
Patrekur Jóhannesson lék best KA-manna í gærkvöldi og gerði níu mörk.
Knattspyrna:
Guðni Rúnar í KR
Handknattleikur - úrslitakeppni 2. deildar:
Loksins fengu
Þórsarar stig
Þórsarar nældu sér loksins í stig
í úrslitakeppni 2. deildar í hand-
knattleik þegar liðið mætti
Fram í gærkvöldi. Lokastaðan
var 21:21 eftir mikla dramatík í
lokin. Jafnræði var allan tímann
en Framarar skoruðu tvö síð-
ustu mörkin í fyrri hálfleik og
höfðu yfír í hléi, 10:8.
Þórsarar hafa verið óheppnir
með meiósli í vetur og nú vantaði
Heiómar Felixson og Samúel
Ámason í liðið en Sævar Ámason
var kominn aftur og munaði um
minna.
Framarar höfðu frumkvæðið
framan af leiknum og fram í síðari
hálfleik en síðari hluta hálfleiksins
voru Þórsarar á undan að skora.
Þegar innan við hálf mínúta var til
leiksloka var Þór með boltann og
staðan 21:21. Þá var dæmdur
ruðningur á Þórsara og Framarar
nældu í vítakast á síðustu sekúnd-
unni en Hermann Karlsson gerði
sér lítið fyrir og varði.
„Við munum gera okkar besta
til aó stríða toppliðunum,“ sagði
Körfuknattleikur:
Þórsarar
í Keflavík
Þá er úrslitakeppnin í körfubolt-
anum hafín og Þórsarar leika
fyrsta leik sinn gegn Keflavík á
útivelli í kvöld og má búast við
jöfnum leik eins og í þau tvö
skipti sem liðin hafa mæst í vetur.
Liðin mættust á Akureyri í lok
október og þá sigraði Keflavík eft-
ir mikinn hasarleik, 112:108, þar
sem Þórsarar áttu í erfiðleikum
með að hemja Lenear Bums og
Davíð Grissom í liði gestanna.
Þegar lióin mættust síðan aftur í
Keflavík í byrjun febrúar var
spennan ekki síöri og Þórsarar
misstu sigurinn frá sér á lokasek-
úndunum. Keflvíkingar sigruðu
95:92 með þriggja stiga körfu í
lokin. Þaó veröur því fróólegt að
fylgjast með leikjum liðanna í 8-
liða úrslitum.
Jan Larsen, þjálfari Þórs, eftir
leikinn.
Mörk Þórs: Sævar 8, Páll 6, Geir og
Amar 2 hvor, Þorvaldur, Jón Kjartan og
Ingólfur 1 hver. Hermann varói tæp 20
skot.
Guðni Rúnar Helgason, knatt-
spyrnumaðurinn ungi frá Húsa-
vík, sem leikið hefur sem at-
vinnumaður hjá Sunderland
undanfarin ár, hefur ákveðið að
leika með KR í 1. deildinni
næsta sumar.
Guðni Rúnar hefur verið at-
vinnumaður hjá Sunderland und-
anfarin tvö ár en hann lék í yngri
flokkum Völsungs og KA áður en
hann hélt í atvinnumennskuna.
Guðni var búinn aó fá nóg af
dvölinni í Englandi og fékk sig
lausan undan samningi við Sund-
erland um áramótin. Nokkur önn-
ur íslensk lið höfðu falast eftir
Guðna og þar á meðal voru bæði
Akureyrarliðin, KA og Þór.
Einnig höfóu Völsungar mikinn
áhuga á að fá hann aftur til Húsa-
víkur en Guðni hafði mestan
áhuga á að reyna sig í 1. deildinni
og KR varó fyrir valinu. Guðni,
sem á að baki 6 leiki með drengja-
landsliöi Islands og 12 með ungl-
ingalandsliðinu, mun eflaust reyn-
ast KR-ingum mikill styrkur enda
einn efnilegasti knattspymumaður
Islendinga í dag.
Ishokkí:
L'rf og ffjör á
Brynjumóti
Um síðustu helgi var haldið heil-
mikið íshokkímót á Skautasvell-
inu á Akureyri, svokallað
Brynjumót. Þar var hart barist í
öllum aldursfíokkum og takt-
arnir létu ekki á sér standa.
Keppt var í þremur yngri flokk-
um auk þess sem eldri leikmenn
fengu að spreyta sig. í flokki 9 ára
og yngri sigraði SR mótherja sína
í SA 9:0 en í flokki 10-12 ára
snérist dæmið við og SA sigraði
9:1. í flokki 13-15 ára sigraði SA
aftur örugglega, 8:0, en keppni
féll niður í flokki 16-17 ára, þar
sem SR mætti ekki með lið í þeim
flokki. Lið SA í þeim flokki
keppti því gegn gömlu mönnunum
úr SA og SR auk þess sem Golf-
klúbbur Akureyrar sendi lið til
keppni og setti skemmtilegan svip
á mótið. Reykvíkingar sigruóu í
þessum flokki eftir spennandi úr-
slitaleik við SA 16-17 ára. SR
sigraði 3:2. I leik um þriðja sætið
áttu gamlingjamir úr SA í litlum
vandræóum með GA og lokatölur
urðu 6:3.
m m m
M
m
m
íþróttamaður Norðurlands 1994, golfarinn Sigurpáll Geir Svcinsson, sýndi
góða takta á svellinu og sveiflan var í lagi.
mm •• m au m
Tvo bikarmot
Bjöms Biynjars-mótinu, bikar-
móti í svigi karla eldri en 15
ára og bikarmóti í svigi kvenna
og stórsvigi i sömu flokkum,
sem fresta varð um síðustu
helgi, verða haldin um helgina
á Dalvtk og t Ólafsfirði. Breyt-
ist fyrri dagskrá þannig að stór-
svigið verður haldið á laugar-
dag á Dalvík, m.a. vegna
Fjarðargöngunnar, sem er í Ól-
afsfirði á laugardaginn. Þar
verður síðan keppt í svigi á
sunnudag.
Fjaröargangan - lslandsgangan
1995, verður haldin í Ólafsfirði
nk. laugardag kl. 14.00. Keppt
er í 10 og 20 km göngu en auk
þess er gert ráð fyrir trimm-
hópum. Nánari upplýsingar em
gefnar í símum 96-62270 og
96-62425.
Sveinn til
Akureyrar
Besti skíðamaöur Húsvíkinga,
unglingalandsliðsmaðurinn
Sveinn Bjamason, hefur
tilkynnt félagaskipti og mun
keppa fyrir Akureyringa í
framtíðinni. Þetta kom ffarn í
VSkurblaðinu fyrir sköinmu en
Sveinn ntun keppa fyrir hönd
Akureyringa á punktamótum á
Dalvík og Ólafsfirði um heig-
ina. Hann tók þessa ákvörðun
vcgna óánægju með störf
Skíðaráðs Húsavíkur en ekkt cr
langt síðan honum var sagt upp
störfum sem þjálfari yngri
flokka á Húsavík.