Dagur - 09.03.1995, Page 12

Dagur - 09.03.1995, Page 12
Akureyri, fimmtudagur 9. mars 1995 alfe Smíöum allargerðir innrétttnga og innihurða Trésmiðjcin fllfo • Óseyri 1 o • 603 flkureyri Sími 96 12977 • Fox 96 12978 Fimm norsk tilboð bárust í smíði rækjutogara fyrir Ingimund hf.: „Verið að nota okkar menn til að fá lán úr Fiskveiðasjóði" - segir Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri MÁLMS, samtaka fyrirtækja í málm- og skipasmíðaiðnaði Samtök fyrirtækja í málm- og skipasmíðaiðnaði, MÁLM- UR, telja að búið hafi verið að ganga frá smíði 2.000 tonna rækjutogara í Noregi fyrir Ingi- mund hf. og hefur Guðmundur Túlimus, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda hf., m.a. tjáð Ingólfi Sverrissyni, framkvæmdastjóra MÁLMS, að upplýsingar hafi fengist gegnum byrgja að fyrir löngu síðan sé búið að gefa verð í verkið og að búið sé að ganga frá samning- um. Eins hafi fengist upplýsing- ar gegnum sambönd í Noregi að búið væri að ganga frá smíða- samningi í Noregi með fyrirvara um niðurgreiðslur í Noregi. Ingólfur segir að því hefði það verið ábyrgðarhluti að eyða tíma í vinnu vió að ganga frá tilboði í verkið, en í því felst gríðarleg vinna. Þetta sé ekki eins og að gera t.d. tilboð í smíði niðurfalls- renna á húsi. „Mönnum ber saman um að að- eins sé verið að uppfylla kröfu Fiskveiðasjóðs um útboð innan- lands en eftir að Fiskveióasjóður setti þá reglu að leita yrði tilboða innanlands áður en verkið yrói unnið erlendis. Þaó mátti kannski búast við einhverju svona og í þessu tilfelli finnst okkur aó það sé aðeins verið að uppfylla þessar Fjárveiting Akureyrarbæjar til snjómoksturs á árinu á þrotum: „Getum auðvitað ekki hætt að moka“ - segir Jakob Björnsson, bæjarstjóri Það er auðvitað alveg ljóst að við getum ekki hætt snjó- mokstri, við verðum að moka eins og nauðsynlegt er þrátt fyr- ir að Qárveitingin sé á þrotum,“ sagði Jakob Björnsson, bæjar- stjóri á Akureyri, um þann vanda sem menn standa frammi fyrir varðandi kostnað við snjó- mokstur í bænum. Áttræð kona lenti milli hjóla á vörubifreið Tæplega áttræð kona varð fyrir vörubifreið á mótum Hamarstígs og Ásvegar um íjög- urleytið í gær og kvartaði konan vegna eymsla í mjöðm. Konan lenti undir bifreiðinni og á milli hjóla en bifreiðastjórinn varð hennar ekki var og hélt áfram og slapp konan því furðu vel. Tækjamaður sem var að moka snjó á bflinn sá atvikið. Maður fótbrotnaði á Oddeyrar- bryggjunni í gær er vörulyftari ók á vörubifreið en maðurinn stóð á stigbretti vörubílsins. Þriggja bíla árekstur varð í Hjalteyrargötu, nokkrar skemmdir á bílunum og ökumaður fremsta bílsins kvartaði um verk í hálsi. Sjúkrabifreið var send eftir skíðamanni í Hlíðarfjali vegna gruns um fótbrot. GG Embættismenn bæjarins munu í dag leggja fyrir bæjarráð úttekt á kostnaði við snjómokstur það sem af er árinu. Ljóst er að fjárveiting ársins, um 14 milljónir króna, er á þrotum. „Það liggur fyrir að við end- urskoðun fjárhagsáætlunar síðar á árinu verður að leysa þetta mál á einhvem máta. Til greina kemur að færa fjármuni milli liða til þess að mæta þessu, skera niður eða skekkja fjárhagsáætlunina sem þessu nemur. En það er aö sjálf- sögðu alveg ljóst að við getum ekki hætt að moka þegar fjárveit- ingin er búin. Það er hreint örygg- isatriói að snjómokstri sé vel sinnt, t.d. hvað varóar sjúkraflutn- inga, eldvamir og fleira,“ sagði Jakob. Jakob sagðist ekki hafa ná- kvæmar upplýsingar um kostnað við snjómokstur það sem af er ár- inu miðað við fyrri ár, en hann sagðist reikna með að kostnaður- inn í ár væri við hærri mörkin. óþh Snjónum mokaö í baðkarið Úti er alltaf að snjóa og virðist ekkert lát á ofankomunni á Norðurlandi. Víða er snjómagnið farið að valda mikium vandræðum og á einhverjum stöðum er ástandið þannig að jafnvcl elstu menn muna ekki annað eins. Þor- valdur Birgir á Staðarfelli í Kinn, sést hér í gættinni á hesthúsinu á bænum cn hann þarf að grafa sig „niður“ í hesthúsið á hverjum degi til að gefa hrossunum. En áður en það er gert þurfa ábúendurnir á Staðarfelli að krafla sig í gegnum snjóinn við íbúðarhúsið. - Og til að það gangi upp, þarf að byrja á því að moka snjónum í baðkarið á heimilinu og bræða hann þar, því ekki cr hægt að losna við hann öðruvísi. KK/Mynd: BB VEÐRIÐ Litlar hitabreytingar verða í dag og enn mun snjóa rétt eins og einhver hafi beðið um það, enda 18. bróðir öskudags ekki fyrr en ann- an sunnudag. Hvassviðri verður um allt Norðurland í dag og snjókoma en heldur dregur úr snjókomu á föstu- dag og þá mun einnig draga úr vindhæðinni og hlýna, allt upp í 4 stig. Fönnin veldur slokkviliðsmönnum áhyggjum: Brunahanar á kafi og götur illfærar stórum bílum Færðin er kannski ekki mesta vandamálið heldur það hversu þröngt er orðið á götun- um og erfitt að komast um með stóra bfla. Það er sem stendur okkar mesti höfuðverkur,“ segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri á Akureyri, um þau vandamál sem mikil snjóalög og tíðarfar, eins og verið hefur að undanförnu, geta skapað slökkviliðsmönnum. Ekki er einasta að í þéttbýli eru miklir ruðningar heldur leggja ökumenn bílum sínum oft þannig að erfitt yrði fyrir slökkvibíla um götumar. Annað atriði sem upp kemur við þessar aðstæður er að brunahanar eru á kafi í ruðning- um. Tómas Búi sagði að á Akur- eyri hafi starfsmenn bæjarins gert átak í aö grafa upp brunna en gall- inn sé sá að oft notfæri menn sér holunar til aó setja í þær snjó af plönum við hús og blokkir. „Þetta er vandamál vegna þess að við þessar aðstæður eru hanamir okk- ur ennþá nauðsynlegri þar sem erfitt er vegna snjóa að koma kröfur Fiskveiðasjóðs og nota okkar menn í þá vinnu því sé verkið ekki boðió út hérlendis fær viðkomandi ekki lán úr Fiskveiða- sjóði. Eitt af því sem við höfum þó komið í gegn er að það sé leitað tilboða á jafnréttisgmndvelli hér- lendis áður en farið er út með verkin. Ef ekki hafa komið tilboð innanlands í verkið þá staðfestir það þennan grun okkar um að þegar hafi verió samið um smíð- ina í Noregi. Þessa dagana er verið að útbúa reglur í utanríkisráðuneytinu til þess að framfylgja þeirri ákvörðun ríkisstjómarinnar að taka upp reglur Efnahagsbandalagsins um smíði skipa, þ.e. varðandi niður- greiðslureglumar. Þessi uppákoma þrýstir á stjóm Fiskveiðasjóðs að reglum sjóðsins verði framfylgt á heiðarlegan hátt og stjóm Málms hyggst ræða við þá um það. Eg ætla þeim ekki það að þeir álíti þetta góða þróun, en við höf- um alltaf óttast það að svona hundakúnstir yrðu gerðar, en í þessu máli liggur þetta óvenju skýrt fyrir. Við gætum mðst fram og lát- ið öllum illum látum því þetta er fullkomið siðleysi, en höfum tekið þá stefnu að vinna okkar heima- vinnu í tengslum við það að koma reglu á þessa hluti til framtíðar svo þetta verði ekki viðurkennd vinnu- brögð,“ segir Ingólfur Sverrisson, framkvæmdastjóri MÁLMS. „Það bárust engin innlend til- boð í smíðina en þeir á Akureyri vilja eitthvaó skipta sér meira af þessu og það er ekkert orðið ákveðið að tekið verði einhverju norsku tilboðanna sem voru fimm talsins. Þessi umræða á innan- landsmarkaðnum truflar okkur að- eins. Það verður að láta vissan tíma líða og sjá til í hvaða horf þetta fer. Eg get því engu svarað um hvaða tilboði veröur tekið eða hvenær, þvi málið verður að taka sinn tíma,“ sagði Ármann Ár- mannsson, framkvæmdastjóri Ingimundar hf. GG |-------------I Innanhúss- mólning vatnsbílunum að. Fólk þarf því að hugsa um þessi atriði við aðstæður eins og nú eru,“ sagði Tómas Búi. Því betur hefur ekki verið um brunaútkölla að ræða í sveitir í ná- grenni Akureyrar en Tómas Búi viðurkennir að fátt yrði til ráða ef eldur kæmi upp á stöðum eins og þeim sem búið hafa við mestu snjóalögin aó undanfömu. „Nei, þá yrði fátt til ráða og því er mikið atriði að menn fari varlega. Að- stæðumar eru erfiðar," sagði Tómas Búi. JOH 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími23565

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.