Dagur - 15.03.1995, Síða 11
Miðvikudagur 15. mars 1995 - DAGUR -11
Dr. Steingrímur Jónsson dósent
við Háskólann á Akureyri
Háskólinn á Akureyri hefur
ákveðió að dr. Steingrímur Jóns-
son starfi sem dósent við háskól-
ann frá 1. mars 1995. Dómnefnd
sem háskólinn skipaði og í áttu
sæti dr. Þór Jakobsson, Veður-
stofu Islands (form.), prófessor
Jón Olafsson, Háskóla Islands, og
dr. Svend-Aage Malmberg, Haf-
rannsóknastofnun, var sammála
um að Steingrímur væri hæfur til
að gegna starfi dósents.
Jafnframt því að gegna starfi
dósents við Háskólann á Akureyri
er Steingrímur útibússtjóri Haf-
rannsóknastofnunar á Akureyri.
Starfsskyldur Steingríms sem dós-
ents fara eftir ákvæðum samstarfs-
samnings Hafrannsóknastofnunar
og Háskólans á Akureyri.
I frétt frá Háskólanum á Akur-
eyri segir orðrétt:
„Steingrímur lauk cand. scient.
MINNINO
námi í hafeðlisfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1985. Loka-
ritgerð hans fjallaði um strand-
strauma við strendur Jótlands.
Hann lauk doktorsprófi í hafeðlis-
fræði 1990 við Háskólann í Berg-
en. Doktorsritgerðin fjallar um
gerð og drifkrafta hringrásar í
noróurhöfum, (Norður Græn-
landshafi, Islandshafi og Noregs-
hafi), bæði á stórkvarða og milli-
kvarða, með sérstöku tilliti til
hringrásar í Framsundi, milli
Svalbarða og Grænlands. Að
loknu námi starfaði hann við Haf-
rannsóknastofnunina í Reykjavík
um eins árs skeið á vegum Vís-
indaráðs og rannsakaði þá upp-
runa ferskvatns í Islandshafi og
áhrif sveiflna í því á lóðrétt
blöndunarskilyrði í hafinu. I mars
1991 var útibú Hafrannsókna-
stofnunar á Akureyri formlega
opnað og tók Steingrímur þá við
útibússtjórastarfínu en því fylgdi
einnig starfsskylda við Háskólann
á Akureyri, þar sem hann hefur
kennt undirstöðuatriði í haffræöi
við sjávarútvegsdeild. Steingrím-
ur er verkefnisstjóri fjölfaglegs
vistfræðiverkefnis sem er sam-
starfsverkefni Hafrannsóknastofn-
unarinnar, Háskólans á Akureyri
og Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins. Urvinnsla gagna frá
þessu verkefni stendur enn yfír.
Einnig vinnur Steingrímur að
rannsóknum á áhrifum veðurfars
á hafstrauma og sjógerðir við Is-
land. Hann hefur gert grein fyrir
rannsóknum sínum í ýmsum er-
lendum vísindatímaritum. Stein-
grímur starfar sem faglegur ritari
nefndar á vegum Norrænu ráð-
herranefndarinnar um mengun
andrúmslofts og sjávar. Þá situr
hann einnig fyrir Islands hönd í
stjómunamefnd MAST-áætlunar
Evrópusambandsins um hafrann-
sóknir.“
Agust Bjamason
Fæddur 25. nóvember 1917 - Dáinn 8. mars 1995
Ágúst Bjamason lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 8. mars
síðastliðinn. Hann verður jarðsett-
ur frá Dalvíkurkirkju í dag, 15.
mars.
Ágúst var fæddur að Kirkjubæ
í Hróarstungum. Þar mun móðir
hans, Júlíana Kristmundsdóttir,
hafa verið í vinnumennsku, en
faðir hans var Bjarni Jónsson.
Hann hafði ekki afskipti af upp-
cldi Ágústs enda var Júlíana kom-
in með son sinn, tæplega ársgaml-
an, til Grímseyjar þar sem honum
var í fyrstu komið í fóstur til ætt-
ingja hennar. Afskipti og tengsl
okkar fjölskyldu við Gústa, eins
og hann var jafnan kallaður, hefj-
ast þegar afí, Jakob Helgason, og
vinur hans og síðar mágur, Óli
Bjamason, ganga í það, þá ung-
lingar, að fá nýtt fóstur fyrir Gústa
og hann flytur, þá á fímmta ári, til
Ingu Jóhannesdóttur langömmu
minnar.
Þegar Gústi er oróinn 15 ára,
en þá hafði hann víðar dvalió en
hjá Ingu, kemur hann til afa og
ömmu, Jakobs og Svanfríðar, sem
þá eru ung hjón. Síðan er hann
með þeim og veróur þannig einn
af okkar fjölskyldu.
Barnahópur afa og ömmu varð
nokkuð stór og fyrirferðarmikill;
fimm syni eignuðust þau og tvær
dætur. Gústi tók þátt í lífsbaráttu
fjölskyldunnar í Grímsey sem
einn af þeim, sótti sjó eða vann
við annað sem til féll. Fjölskyldan
var samhent og dugleg og komst
vel af. Eftir fráfall elsta sonar afa
og ömmu, Williards, tók fjöl-
skyldan sig upp og flutti til Dal-
víkur árið 1947, keypti húsið
Garða, nú Hafnarbraut 25, og kom
sér þar fyrir. Gústi var þá um þrí-
tugt og eftirlifandi böm þeirra
hjóna, Helgi, Óli, Elín, Guðrún,
Matthías og Ottó, á unglingsaldri
eða aó nálgast fullorðinsár. I
Görðum var síðan miðstöð fjöl-
skyldunnar næstu áratugina og þar
hlutum við mörg gott veganesti
sem hefur enst okkur fram á þenn-
an dag. Bræóurnir hófu búskap „á
loftinu" hver á fætur öórum og
mörg bamabarna ömmu og afa
stigu þar sín fyrstu skref. Mörg
okkar hinna vistuðumst þar einnig
um skemmri eða lengri tíma. Allt-
af var nóg pláss hjá afa og ömmu
og alltaf var Gústi nálægur sem
einn af þeim fullorðnu sem skipti
sér af, sem lét sig varóa hvað
maður var að gera eða hvemig
manni gekk. Hann var bamavinur
og þess nutum við sem ólumst
upp í Görðum. Hann gaf sér tíma
til að spila við okkur, sýna okkur
spilagaldra og margskonar svindl
sem hann hafói séð framið í er-
lendum höfnum. Og oft var hann
sá eini sem var aflögufær með
smá pening þegar mikið lá við.
Gústi stundaði sjómennsku
stóran hluta æfí sinnar, vann ann-
ars það sem til féll í landi. Á 6. og
7. áratugnum var hann viðloðandi
Hafnarfjarðartogarana sem sigldu
þá gjaman með aflann. Þannig
varð Gústi einskonar gluggi okkar
krakkanna að útlöndum og tákn
um ýmsan munað sem á þeim
tíma var ekki fluttur til landsins
eftir öórum leiðum en með togur-
um sem voru að koma úr siglingu.
Hann átti líka oft mikla peninga
þegar hann var í landi, lifði þá
gjaman hratt og veitti á báða
bóga. Síðar var hann lengst með
Matta á Snæfelli EA og síðustu ár
sín á vinnumarkaði vann hann í
Blika hjá Otta og Matta þar sem
hann gat aólagað vinnutíma og
verkefni að breyttum aðstæðum
sínum vegna aldurs eða annars.
Já, hann Gústi lifði stundum
hratt og fíæktist þá í ýmsan fé-
lagsskap. En karl bjargaðist úr öll-
um slíkunt leiðöngrum. Góðglað-
ur rifjaði hann gjaman upp árin í
Grímsey og söng þá gjaman brag-
inn um þá sem reru á Félaganum,
en það var bragur um útgerð
Gústa og fleiri á þeim báti. Þegar
þannig lá á honum voru líka kon-
umar í fjölskyldunni allar systur
hans eða diddur, fyrst mamma og
Gunna, síðar eiginkonur bræór-
anna og loks vorum við stelpumar
hver af annarri teknar í „diddu-
tölu“ jafnharöan og við uróum
fullorðnar. Það var merkileg stað-
festing á nýrri stöðu í fjölskyld-
unni. Og fyrir allar þessar systur
sínar og fjölskyldur þeirra var
hann jafnan tilbúinn að snúast eða
verða að einhverju gagni. „Ó
Gústi, ekki veit ég hvemig ég færi
aö án þín“, var stundum viókvæð-
ið í Görðum og hjá ömmu, ekki
síst eftir að afa naut ekki við leng-
ur. Þannig launaði hann fóstrió
með trúnaði og liðsinni eftir því
sem þurfti og við átti.
Lengst af var Gústi ókvæntur,
en um 1980 kynntist hann konu,
Sigurást Kristjánsdóttur, sem hann
gekk í hjónaband með. Þeirra
samvista naut hann ekki lengi því
hún lést nokkrum árum síðar.
Gústi eignaðist ekki böm, utan
þau sem hann eignaðist í gegnum
fjölskyldutengsl. Hann eignaðist
hinsvegar nafna sem varð honum
kærari en önnur böm sem hann
hafði afskipti af um æfina og upp-
spretta mikillar ánægju nú síðustu
árin þegar hann var fluttur að Dal-
bæ, heimili aldraðra hér á Dalvík.
Gústi var andlega hress allt til
hins síðasta og á Dalbæ var hann
lífið og sálin í hópi heimilisfólks
sem nú saknar vinar og félaga í
stað.
Fjölskyldan, sem hann tengdist
svo ungur, saknar góðs bróður og
vinar og minnist með hlýju allra
stundanna sem varið var saman
við störf eða leik, í blíðu og stríðu.
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Tvær leiðir
eru hentugar til þess
að verja ungbarn í bíl
Látiö barnið annaöhvort liggja
í bílstól fyrir ungbörn eöa
barnavagni sem festur er
meö beltum.
UMFERÐAR
RÁO
Billy Graham samkomur
verða í Glerárkirkju
á fimmtudags,- föstudags-
og laugardagskvöld og
hefjast þær kl. 20.30.
A samkomunum verður
varpað á skerm útsending-
um frá samkomum í Puerto
Rico þar sem Billy Graham
prédikar og (oekkt tónlistar-
fólk flytur tónlist.
Vilt þú heyra fagn-
aðarerindið?
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Bókasafns-
fræðingur
Háskólinn á Akureyri óskar eftir að ráða bóka-
safnsfræðing í hálft starf.
Starfið felur í sér skráningu gagna á bókasafni háskól-
ans auk upplýsinga- og notendaþjónustu.
Launakjör fara eftir samningi Félags háskólakennara á
Akureyri.
Skriflegar umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um
menntun og starfsferil, sendist fyrir 5. apríl nk. til yfir-
bókavarðar, Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti
23, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirbókavörður í
síma 96- 30905.
»•
Miðvikudagstilboö
Kjötfars 328 kr. kg-áður 408 kr. kg
Beikonfars 352 kr. kg - áður 430 kr. kg
Paprikufars 352 kr. kg ■ áður 430 kr. kg
Saltkjötfars 352 kr. kg - áður 430 kr. kg
Svikinn héri 352 kr. kg - áður 430 kr. kg
Fimmtudagstilboð
Nautagullach 699 kr. kg ■ áður 969 kr. kg
Föstudagstilboð
Nýir lambahryggir 645 kr. kg - áður 781 kr. kg
Vikutilboð
Frá Nýja Bautabúrinu:
Londonlamb 763 kr. kg - áður 1008 kr. kg
Frá Einarsbakarii:
Eplaterta 299 kr. - áður 453 kr.
Frá Kristjánsbakaríi:
Möndluterta 249 kr. ■ áður 313 kr.
B.K. kleinur 89 kr. • áður 105 kr.
jKynningar og tilboð fimmtud. og föstud.
Frá Matur og Mörk: Pizzur 259 kr. 12“ og hrásalat
Frá Karii K: „Capri‘‘ Cider
SÍMI 12933 - FAX: 12936