Dagur


Dagur - 15.03.1995, Qupperneq 15

Dagur - 15.03.1995, Qupperneq 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 15. mars 1995 - DAGUR -15 SÆVAR HREIÐARSSON Handknattleikur: Bætist vel í kassann - undirbúningur fyrir úrsiitin kominn á fullt Það ríkti hátíðarstemmning hjá KA-mönnum á mánudagskvöld- ið þegar handknattleikslið fé- lagsins tryggði sér sæti í úrslit- um íslandsmótsins, þar sem mótheijarnir verða þeir sömu og í úrslitum bikarkeppninnar, Valsmenn. Það Iið sem fyrr sigr- ar í þremur viðureignum hamp- ar meistaratitlinum og það gæti því þurft fimm Ieiki til að skera úr um sigur. Fyrsti leikurinn verður laugar- daginn 18. mars að Hlíðarenda en Valsmenn koma í KA-heimilið þriðjudaginn 21. mars. Aftur verð- ur leikið í Reykjavík fimmtudag- inn 23. mars og KA-heimilinu laugardaginn 25. mars. Ef fimmta leikinn þarf til að skera úr um úr- slit verður hann í Reykjavík þriðjudaginn 28. mars. Ekki er endanlega búið að ákveða leik- tíma en allar líkur á að leikimir hefjist kl. 16.30 laugardagana en 20.30 í miðri viku. „Þaó verður ábyggilega kjaft- fullt á báðum stöðum,“ sagði Þor- valdur Þorvaldsson, formaður handknattleiksdeildar KA, í sam- tali við Dag. Handknattleiksdeild- in stendur nú í undirbúningi fyrir leikina og það er að mörgu að huga. „Menn eru orðnir nokkuð skólaðir í þessu. Við fengum smjörþefmn af þessu á móti Vík- ingum og þá var mikill fjöldi sjálfboðaliða, sem voru tilbúnir til aó hjálpa til. Það verður mikið um að vera og við ætlum kannski að vera meó einhver skemmtiatriði fyrir leik og í hálfleik til aó stytta aðeins tímann, því fólk mætir ör- ugglega í húsið klukkutíma fyrir leik. Við ætlum að gera þetta eins skemmtilegt og mögulegt er þann- ig að þetta verði góð fjölskyldu- skemmtun,“ sagði Þorvaldur. Formaðurinn vildi ekki gefa upp hvað marga leiki hans menn þyrftu til að vinna titilinn. „Gjald- kerinn vonar að þetta verði sem flestir leikir en ég veit áð leik- mennimir vilja hafa þá sem fæsta og vera búnir að vinna titilinn sem fyrst,“ sagði Þorvaldur og hann viðurkenndi að þrátt fyrir að vel hefði bæst í peningakassann að undanfömu væri enn pláss fyrir meira. KA-menn voru glaðbeittir þegar þeir komu til Akureyrar seint á mánudags- kvöld eftir sigurleikinn i Víkinni. Nokkrir dyggir stuðningsmenn voru mætt- ir til að taka á móti liðinu og hér sést Patrekur Jóhannesson bregða á leik með ungum aðdáanda. Mynd: sh Skíði - Fjarðargangan: Heimamenn sigruðu í öllu Fjarðargangan, önnur í röðinni íslandsgangna 1995, fór fram í Ólafsfirði á laugardaginn. Geng- ið var í erfiðu færi, suðvestan él og skafrenningur en keppendur Körfuknattleikur: Veröur Hrannar Hólm áfram með Þórsara? létu það ekki á sig fá. Heima- menn sigruðu í öllum flokkum og Kristján Hauksson sigraði með yfírburðum í flokki karla 17-34 ára. Heimamaðurinn Kristján hafði talsverða yfirburði í flokki 17-34 ára karla þar sem hann gekk 20 km á 57.58 mínútum. Haldur Her- mannsson frá Reykjavík kom næstur á 1.01.56 mín. og Gísli Harðarson frá Akureyri varð þriðji á 1.02.24 mín. Fjórði varð Tryggvi Sigurðsson frá Olafsfirði á 1.03.33 mín. en hann sigraði einmitt í fyrstu íslandsgöngunni, Bláfjalla- göngunni, um síðustu helgi. í flokki 35-49 ára sigraði Haukur Sigurðsson frá Ólafsfirói á 1.05.51 mín. og Jón Konráðsson kunni einnig vel við sig á heima- slóðum og gekk á 1.09.00 mín. Þórhallur Asmundsson frá Sauðár- króki kom þriðji í mark á 1.10.35 mín og Kristinn Asmundsson frá Ólafsfirði varð fjórði á 1.28.43 mín. I flokki 50 ára og eldri sigraði Bjöm Þór Ólafsson frá Ólafsfirði á 1.05.25 mín. og Þorlákur Sig- urðsson frá Akureyri varð annar á 1.10.47 mín. Þriðji kom Stefán Jónasson, Akureyri, á 1.12.51 mín. og Rúnar Sigmundsson, ná- granni hans frá Akureyri, kom á hæla honum á 1.13.12 mín. í 10 km göngu í opnum flokki karla sigraði Ami Gunnar Gunn- arsson frá Ólafsfirði á 40.44 mín. og annar heimamaður, Ragnar Freyr Pálsson, varð annar á 43.56 mín. Reykvíkingurinn Hreggviður Jónsson varð þriðji á 54.46 mín. og Ólafsfirðingurinn Svavar B. Magnússon fjórði á 55.48 mín. í opnum kvennaflokki sigraði hin efnilega Svava Jónsdóttir frá Ól- afsfirði á 46.29 mín. en næst henni kom Helga Malmquist frá Akureyri á 49.06 mín. Aðalfundur KA: Þátttöku Þórs í úrvalsdeildinni í körfuknattleik tfmabilið 1994- 1995 Iauk á sunnudagskvöldið þegar Þórsarar töpuðu fyrir Keflvíkingum öðru sinni í 8-liða úrslitum. Þrátt fyrir að vera fallnir úr leik dylst engum að ár- angur Þórs var mjög góður í vet- ur og þvert á allar spár „fróðra“ manna. Keflvíkingurinn Hrannar Hólm hefur þjálfað Þórsara undanfarin tvö ár en er á enda samnings og ekki komið á hreint hvort hann verður með liðið næsta vetur. „Það skýrist á næstu dögum og vikum. Það var allt sett í biðstöðu meðan við vorum enn aó leika en nú erum við komnir í frí og við munum ræða þessi mál á næstu dögum,“ sagði Hrannar í samtali við Dag. Síðasta sumar gekk ann- ar Keflvíkingur, Kristinn Friðriks- son, til liðs við liðið og Hrannar sagði töluvert góðar líkur á að hann verði áfram. Aðspurður sagðist Hrannar leggja áherslu á að fá nýja leik- menn til að styrkja liðið ef hann verður áfram. „Já, ég held að við verðum að vera pínulítið sterkari. Það er kannski meira metnaðar- hugsun í mér heldur en einhver liðshugsun," sagði Hrannar. Alfreö Gíslason sæmdur silfurmerki félagsins - Sigmundur Þórisson endurkjörinn formaður Aðalfundur KA var haldinn fimmtudaginn 9. mars sl. Auk venjulegra aðalfundastarfa voru m.a. umræður um starf For- eldrafélagsins, vallarmál og að- stöðu knattspyrnumanna, Qár- mál einstakra deilda og auglýs- ingamál í KA-heimilinu. Alfreð Gíslason, leikmaður og þjálfari meistaraflokks í hand- knattleik, var sæmdur silfurmerki félagsins fyrir frábæran árangur, en félagið hefur nú tryggt sér sæti í úrslitum um Islandsmeistaratitil- inn og er Bikarmeistari. Sigmundur Þórisson var endur- kjörinn formaður KA; aðrir í stjóm Björgólfur Jóhannsson, Bragi Sigurósson, Einar Jóhanns- son, Geir A. Guðsteinsson, Ingi- björg Ragnarsdóttir og Rafn Sveinsson og í varastjóm Ámi Pálsson, Guðrún Jóhannesdóttir og Hermann Haraldsson. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.