Dagur - 28.03.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 28.03.1995, Blaðsíða 16
Akureyri, þriðjudagur 28. mars 1995 ^Peátomynda HVERRI FRAMKÖUUN FYLGIR GETRAUNASEÐILL Skipagata 16 - 600Akureyri - Slmi 96-23520 „ Mývatnssveit: Ohöpp á vélsleöamóti Harður árekstur tveggja vél- sleða varð á vélsleðamótinu í Mývatnssveit á laugardagsmorg- un. Fjórtán ára réttindalaus pilt- ur á óskráðum sleða lenti í árekstri við sleða eins keppand- ans. Pilturinn handleggsbrotnaði og geysimiklar skemmdir urðu á báðum sleðunum. Sleði keppand- ans var mánaðargamall og um 1100 þúsund króna virði. Fleiri óhöpp urðu í sambandi við mótið: Sleði ók yfir fót á stúlku. Lögreglan telur að meiðsl hennar hafi ekki verið alvarleg en hún var bólgin og marin. Sleöi eins keppandans fór í loftköstum á svæðinu. Maðurinn hentist til á sleðanum og hlaut mjög þungt högg. Var hann mjög kvalinn á eftir, en ekki talinn al- varlega slasaður. IM Þingeyjarsýsla: Blindstórhríð á laugardag - sumarbústaður teppti umferð [slandsmeistarar SA 1995. Aftari röð frá vinstri: Sigurgeir Haraldsson, Haraldur Vilhjáimsson, Garðar Jónasson, Elvar Jónsteinsson, Tryggvi Hallgrímsson, Erlingur Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Sigurður Sigurðsson og Magnús Finnsson, liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Patrik Virtanen, Kjartan Kjartansson, Ágúst Ágústsson, Héðinn Björns- son, Sveinn Björnsson og Heiðar Ingi Ágústsson. Liggjandi frá vinstri: Einar Gunnarsson og Leó Júlíusson. Mynd: Robyn. > ^ Ishokkí: SA Islandsmeistari 1995 - lagði Björninn að velli í úrslitum Skautafélag Akureyrar tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í íshokkí á svellinu á Akureyri um helgina. SA hefur haft mikla yfirburði í vetur og hæfileikar liðsins komu berlega í ljós á laugardaginn þegar næstbesta liðió, Bjöminn, var lagt að velli 18:7. A sunnudag léku liðin annan Ieik sem var öllu jafn- ari en SA stóð uppi sem sigurveg- ari í lokin, 11:5. Nánar er fjallað um meistarana á íþróttasíðu. SH Blindstórhríð skall á í Þing- eyjarsýslu um miðjan dag á laugardaginn og olli vegfarend- um verulegum töfum og vand- ræðum. Vegurinn við Saltvík, skammt sunnan Húsavíkur, lok- aðist og sat fólk þar fast í um 30 bílum. Lögreglan á Húsavík reyndi að koma fólkinu til aðstoðar um kl. 17.00 en flutningabíll sem var að flytja sumarbústað lokaói vegin- um. Að lokum voru fengin snjó- ruðningstæki til að greiða úr um- ferðarteppunni. Fleiri lentu í hremmingum vegna veðurhamsins og árekstur varó í snjógöngum í Báróardal vegna blindviðris. Ekki varð stór- vægilegt tjón á ökutækjunum. IM Norðurland: Töluvert um landanir loönubáta Töluvert hefur verið um loðnulandanir hjá SR-mjöIi hf. á Siglufirði um helgina, eða alls 10 bátar með 6.788 tonn, og er heildaraflinn á Siglufirði orð- inn 26 þúsund tonn. Heildarafl- inn um helgina var 18 þúsund tonn. Fimm bátar lönduðu hjá Krossanesverksmiðjunni alls 3.840 tonnum, og er aflinn þar kominn í 15 þúsund tonn. Til SR-mjöls á Raufarhöfn hafa borist 9 þúsund tonn, 14 þúsund tonn til Hrað- frystistöðvar Þórshafnar og 9 þús- und tonn til Lóns í Vopnafirði. GG Loðnuskipið Júpíter ÞH með 40% meira aflaverðmæti en á síðustu vetrarvertíð: „Hrognasölumennirnir í Japan skildu ekki hvað var í gangi á miðunum“ - segir Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH-61 Heildarloðnuveiðin er nú kominn í 644 þúsund tonn, þar af 433 þúsund tonn á vetrar- vertíð, þ.e. frá áramótum. Enn eru því óveidd 194 þúsund tonn af loðnukvótanum 1994/1995. Loðna fannst í ísafjarðardjúpi um helgina og fengu tveir bátar, Súlan EA og Beitir NK, þar um 1.700 tonn alls, en síðan ekki söguna meir og þeir bátar sem komu seinna urðu einskis varir. Loðna fannst svo aftur við Ondverðames í gærmorgun, og voru bátar að fá þar ágæt köst, um 400 tonn, og er loðnuflotinn þar allur nú. Ekki er talið aö um nýja göngu sé að ræða, heldur eftir- legukindur hrygningarloðnunnar sem hefur haldið sig þar að und- Það dregur úr frosti í dag en á Norðurlandi eystra verður í fyrstu norðan gola eða kaldi með éljagangi á an- nesjum en síðan hæg, suð- læg átt, og þá léttir til. Á Norðurlandi vestra verður suðvestan eða breytileg átt og léttskýjað. Á miðvikudag má síðan má búast við suð- austan átt og slyddu um allt Norðurland. anförnu. „Menn reiknuðu með því í gær að loónuvertíðinni væri lokið, en þessi loðna við Öndverðamesið hleypir nýju blóói í þetta. Þessi vertíö hefur farið fram úr björtustu vonum því aflinn hefur verið að fást á gífurlega stuttum tíma, veð- ur haldist skaplegt og meðalverð- mæti hvers tonns af loðnu meira en nokkm sinni áður,“ sagói Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter ÞH, sem landaði á Þórshöfn um helg- ina. Fjárhagsáætlun Sauðárkróks- kaupstaðar tók nokkrum breytingum mílli umræðna, eins og þegar hefur verið greint frá. Stórir framkvæmdaliðir voru felldir niður en þess í stað lagðir meiri fjármunir í að borga niður skuldir. Ef rekstrar- og framkvæmda- áætlun er skoðuð kemur í ljós að sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 290,4 milljónir, þar af útsvar 213,6 milljónir. Gjald- færð fjárfesting er áætluð 12,2 milljónir að frádregnum tekjum „Ef vestanganga sýnir sig ekki í þessari viku er hennar ekki að vænta, held ég, frekar en samning- anna við kennara, fyrr en í haust þegar loðnuvertíð hefst að nýju fyrir noróan land. Það er því ljóst að hætta er á að hvoru tveggja verði blásið af í vikunni, skólar og loðna, ef kennarar mæta ekki frek- ar en vestangangan. Júpíter ÞH er kominn með 17 þúsund tonna afla og aflaverð- mæti um 110 milljónir króna sem og eignfærð fjárfesting 27,7 milljónir. Þar er stærsti gjaldalið- urinn vegna bamaheimilisins Glaðheima, 27 milljónir. Af stómm málaflokkum má nefna að 43,7 milljónir fara í fræðslumál, 38,4 milljónir í félags- þjónustu, 27,5 milljónir í íþrótta- og æskulýósmál og 25,4 milljónir í yfirstjóm sveitarfélagsins. Rekstrarafgangur Hafnarsjóðs er áætlaður um 2 milljónir, afgjald frá vatnsveitu 400 þús., frá hita- veitu 27 milljónir og frá Rafveitu 5,4 milljónir. HA er mun meira aflaverðmæti en á sama tíma á fyrra ári, en þá var hann um 80 milljónir króna, og þar munar mestu um hrognatök- una og frystinguna. Tíminn er hins vegar margfalt styttri, en við lönduðum fyrstu loðnunni í fyrra 2. febrúar, auk einhvers slatta í janúarmánuði, en 15. febrúar nú. Veiðin er hins vegar miklu minni nú en vonir stóðu til en reiknað var með allt að einni og hálfri milljón tonna. Hrognasölumennimir í Japan virtust ekki skilja hvað var í gangi á miðunum og reiknuóu áfram með 1,5 milljón tonna veiði og sömdu því um 20% lækkun á frystum loðnuhrognum, sem eru skelfileg mistök í verðlagningu. Sölumennimir eru eins og nátttröll niður í Japan að semja um sölu á einhverju ævintýralegu magni og eru þar með ekki í neinu sambandi við veruleikann. Sölumennimir áttu að sitja heima og segja Japönum að koma hingað ef þeir hefðu áhuga á að kaupa af okkur afurðimar. Menn verða að læra hvenær trompið er á hendi og hvenær ekki. Skipstjóri hefói verið látinn taka pokann sinn ef hann hefði landað fyrir þúsund króna verð en getað fengið fjögur þúsund króna verð,“ sagði Láms Grímsson. GG VEÐRIÐ Leikskólinn stærsta framkvæmdin Hassneytandi gómaður Lögreglan á Akureyri hapd- tók um helgina gest eins veitingahúsanna sem hafði í fór- um sínum hass, hasspípu og fleira tilheyrandi þessari eitur- lyfjaneyslu. Maðurinn hafði verið í eitur- lyfjaneyslu ásamt félögum sínúm. Málió fær venjulega meðferð í dómskerfinu. GG innonhúss mólning 10 lítrar kr. 4.640.- KAUPLAND Kaupangi - Sfmi 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.