Dagur - 28.03.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 28.03.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 28. mars 1995 Leikfélag Akureyrar frumsýndi leikritið Þar sem Djöflaeyjan rís eftir Kjartan Ragnarsson föstudag- inn 24. mars. Verkið er leikgerð skáldsagnanna Þar sem Djöflaeyj- an rís og Gulleyjan eftir Einar Kárason. Þessar sögur hafa notið mikillar hylli og leikgerð Kjartans ekki síður. Leikstjóri uppsetningar Leikfélags Akureyrar er Kolbrún K. Halldórsdóttir, lýsing er unnin af Ingvari Bjömssyni, tónlistar- stjóm er í höndum Karls Olgeirs- sonar en leikmynd og búninga hannaði Axel Hallkell Jóhannes- son. Þar sem Djöflaeyjan rís er magnað verk um líf og hlutskipti þess fólks, sem fluttist til Reykja- víkur úr öðrum byggðum landsins á árunum eftir aðra heimsstyrjöld- ina. Uppgangur var mikill, en ekki auðvelt að afla sér húsnæðis. Margir þessara aökomumanna sett- ust því að í yfírgefnum hermanna- skálum, sem stóðu í stórum þyrp- ingum á nokkrum stöðum í Reykjavík. í þessum skálum var aðstaða íbúa þeirra langt frá því að vera góð og í raun tæpast mann- sæmandi. Kringumstæðurnar settu svip á líf fólksins. Upplausnar- ástand uppgangsáranna lagði sitt til og ýmsir skuggalegir þættir mann- skepnunnar fengu kjörumhverfi til vaxtar og viðgangs. Grónir íbúar Reykjavíkur sniðgengu og litu homauga íbúana í hermannaskál- unum. Þar varð því til samfélag, sem skar sig úr. Þar mátti finna sora, eins og hann gerðist verstur, LEIKLIST HAUKUR ÁCÚSTSSON SKRIFAR en einnig glitti þar á fagrar perlur. Þar var dramatískt umhverfi magn- að allri þeirri breidd, sem mannlíf- ið hefur upp á að bjóða. Það tímabil Islandssögunnar, sem fjallað er um í verkinu Þar sem Djöflaeyjan rís, var um árabil líkt og feimnismál í umfjöllun manna. I vaxandi mæli hefur það þó orðið efni skrifa jafnt á fræói- legu sem skáldrænu sviði. Þar hef- ur Einar Kárason verið hvað fremstur í flokki skáldsagnahöf- unda. Hann hefur af næmni dregið fram anda þessara umbrotaára. Leikgerð Kjartans Ragnarssonar er trú þeim blæ, sem er á sögum Ein- ars Kárasonar. Því má líta á hana ckki síóur en skáldsögurnar sem sögulegt verk, sem leiðir áhorfend- ur inn í umhverfi mesta breytinga- skeiðs íslenskrar sögu á þessari öld. Verkið á því erindi á svið að þessu leyti ekki síður en sakir þess, að leikgerð Kjartans er sérlega fag- mannlega unnin, fer vel á sviði og gefur kost á leikrænni túlkun sem wmT-.vmrt fxmmí' Rósa Eggertsdóttir, kennari, Akureyri: Eftir að hafa fylgst með störfum mennta- málaráðherra í gegnuin árin treysti ég G- listanum best til að skapa góða, heildstæða menntastefnu í samráði við skólafólk. Heimsmeistaramótið í handknattleik 1995 Skipulagsnefnd HM 95 á Akureyri auglýsir eftir til- boðum í veitingasölu í íþróttahöllinni á Akureyri. Um er að ræða veitingasölu í tengslum við leiki og þjónustu vegna D-riðils í Heimsmeistaramótinu í hand- knattleik sem haldin verður í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 7. til 18. maí 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu framkvæmda- stjóra HM 95 á Akureyri að Strandgötu 19 B á Akureyri föstudaginn 31. mars nk. frá kl. 9.00-12.00. Tilboðum skal skilað á sama staö eigi síðar en kl. 15.00 þriðjudaginn 11. apríl nk. þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Skipulagsnefnd HM 95 á Akureyri. er í senn hrífandi og átakanleg. Kolbrún K. Halldórsdóttir, leik- stjóri, hefur unnið gott verk með leikurum og öðru starfsfólki upp- setningarinnar. Verkið gengur lip- urlega fram. Allir flytjendur eru sí- virkir í hverju því sem fram fer. Þetta á við jafnt um leik einstakl- inga sem í hópsenum, sem eru vel útfærðar og verða sem nákvæm- lega unnin kóreógrafía í til dæmis slagsmála- og átakahlutum verks- ins. Vel hefur líka tekist að gera skil á milli persóna, þar sem einn og sami leikarinn hefur fleiri en eitt hlutverk með hendi. Leikstjór- inn virðist hafa haft auga á hverjum fingri og ekki látið hið minnsta smáatriði fara fram hjá sér. Sviðsmynd Axels Hallkels Jó- hannessonar er mjög fullnægjandi. Innan hennar óbreyttrar fer allt verkið fram. Hún bíður upp á inni- og útisenur og blöndu þessa þannig að aldrei veróa skil í. Einungis eru færóir til fáeinir lausir munir og nýr vettvangur er orðinn til í túlk- un leikara og meðförum leikstjóra. Hér kemur mjög til natnislega unn- in lýsing Ingvars Bjömssonar og ekki síður vel valdir búningar, sem færa verkið á sannferðugan hátt til þess tíma, sem það gerist á. Tónlistarstjóm Karls Olgeirs- sonar er vel unnin. Hann hefur á valdi sínu hvem þann blæ tónlist- arinnar, sem flutt er. Hún er valin með tilliti til þess tíma, sem verkið fer fram á, og gefur því aukna dýpt og gildi. Karólínu spákonu leikur Sigur- veig Jónsdóttir. Hún túlkar Karó- línu af sérlegri natni, sem hvergi fer af í hinum ýmsu kringumstæð- um, sem verkið færir henni. Taktar Sigurveigar í hlutverkinu eru út- spekúleraðir og talandi og veröa að heildarmynd, sem væntanlega gleymist seint. Þráinn Karlsson fer með hlut- verk Tomma kaupmannsins í kampnum. Hann hefur gott vald á persónunni jafnt þegar Tommi er að feta sín fyrstu skref á braut við- skiptanna sem er á líður og erfið- leikar og andstreymi taka að hrjá hann. Þar nær hann víða veruleg- um hrifum í túlkun sinni. Dollí, dóttirin á heimilinu, er leikin af Berljóti Amalds. Hún er lifandi og létt í hlutverki sínu og nær vel að túlka óhemjuskap hinar ungu Dollíar og þá breytingu, sem á henni verður, þegar ár færast yfir VINNIN LAUGÍ (T)i (í GSTÖLUR RDAGINN 25.03.1995 (TYjS) iijjjjf s)® (28) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 a( 5 0 2.033.740 O 4af5ÉÍ Plús Sj WT~ 327.600 3. 4 a( 5 101 5.590 4. 3a(5 2.836 460 Heildarvinningsupphæð: 4.230.490 m i \ BIRT MED FYRIRVARA UM PRENTVILLUR með þeim sviptingum, sem þeim fylgja. Grettir er leikinn af Barða Guð- mundssyni. Þessi vesali, lyddulegi maður kemur vel fram í túlkun Baróa og hefur hann ekki áður gert betur á sviði Samkomuhússins á Akureyri. Oláns- og óreglukonuna Þór- gunni leikur Rósa Guðný Þórsdótt- ir. Hún nær prýðistökum á persón- unni og nær að gera hana verulega vorkunnarverða í túlkun sinni. Per- sónan gerir umtalsverðar kröfur til leikarans, en Rósa Guóný rís vel undir þeim. Rósa Guðný kemur einnig fram í hlutverki Gerðar og skilar því vel. Baddi, aðaltöffarinn, er leikinn af Þórhalli Gunnarssyni. Hann kemst vemlega nærri þessari ógeð- felldu persónu, sem reynir að yfir- skyggja allt í umhverfi sínu með dólgslegum tilburðum. Víöa er leikur Þórhalls vemlega sterkur. Grjóni er leikinn af Sigurþóri Alberti Heimissyni. Hann nær góð- um tökum á þessum misyndis- manni, sem lendir á skjön við sam- félagið og í kasti við lögin. Sigur- þór Albert fer einnig með hlutverk Charlies Brown og gerir því góð skil. Sunna Borg leikur Fíu og nær víðast góðum tökum á þessari ná- nasarlegu aurasál, sem er sísífrandi þó að ekkert ætti að skorta á hinu veraldlega sviði. Sunna Borg fer einnig með hlutverk glæsikvendis- ins Gógóar. Aðalsteinn Bergdal fer með fimm hlutverk í leiknum: Tóta, Prúðbúinn föður, Ottó, Bödda Billó og Löggu. Viðamest þessara hlutverka er aftaníosinnTóti, eigin- maður Fíu, og ferst Aðalsteini það mjög vel úr hendi. Þá er frammi- staða hans í hlutverki Bödda Billó á flestan veg góð. Fas er mjög við hæfi, en Aóalsteinn nær ekki alveg anda dægurlagasöngs tímabilsins. Hin hlutverkin þrjú eru lítil, en Aó- alsteini tekst vel að gera skil á per- sónum, svo að hverju sinni kemur hann fram sem nýr maður. Danni er leikinn af Dofra Her- mannssyni. Hann gerir vel í túlkun sinni á þessum rólynda og frið- sama pilti, sem stingur í stúf í þvargi umhverfis síns. Dofri leikur einnig Gísla kaupmann, sem er smátt hlutverk. Dofri fer vaxandi sem leikari, eins og sjá má á frammistöðu hans í þessu verki. Guömundur Haraldsson fer meó fimm hlutverk í uppsetningu Leik- félags Akureyrar á Þar sem Djöfla- eyjan rís. Viðamest er hlutverk Dóra, sem ferst Guðmundi vel úr hendi og ekki mikið minna er hlut- verk Óla Sódó, þar sem Guðmund- ur fer á kostum og skapar verulega eftirminnilega persónu. Hlutverk töffarans Magga Bjútís er einnig vel af hendi leyst, en auk þessa fer Guðmundur meö hlutverk Gúna kaupmanns og Fátæks braggabúa. Síðastnefndu hlutverkin tvö eru lít- il, en Guðmundi tekst vel að greina hinar ýmsu persónur að og koma ferskur að hverri þeirra. I heild er uppsetning Leikfélags Akureyrar á Þar sem Djöflaeyjan rís sérlega fagmannlega unnin. Ljóst er, að gjörvar hendur hafa verið lagðar að hverju atriði sýn- ingarinnar og á það jafnt við um umbúnað sem leik. Þessi uppsetn- ing er án efa á meðal þess besta, sem undirritaður hefur séð á sviði Samkomuhússins á Akureyri, og sýnir glögglega, að leikfélagið er þess vel megnugt aö skila metnað- arfullu og vel unnu verki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.