Dagur - 28.03.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 28. mars 1995
ÍÞRÓTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
íslandsmótiö í blaki:
KA-strákar mæta
HK í úrslitum
- töpuðu fyrir liðinu um helgina
„Þetta var hálf tilgangslaus leik-
ur fyrir báða aðila því úrslitin
gátu í sjálfu sér ekki breytt
neinu um stöðuna í deildinni,“
sagði Haukur Valtýsson, leik-
maður KA, eftir að lið hans tap-
aði, 3:1, fyrir HK um helgina.
KA lenti í þriðja sæti og mætir
því HK í fjögurra liða úrslitum á
miðvikudag. Leikurinn á laugar-
dag var hnífjafn. í fyrstu hrin-
unni var jafnvægi upp í 12:12 en
þá skoruðu heimamenn síðustu
þijú stigin og unni 15:12. HK
hafði síðan yfirburði í annarri
hrinunni, vann þá 15:5, en KA
minnkaði muninn með sigri í
þeirri þriðju, 12:15. KA hafði
síðan frumkvæðið í Qórðu lot-
unni, HK jafnaði leikinn í 13:13
og vann síðan, 15:13.
„Það voru ágætar rispur í þessu
en við gerðum mistök sem uróu
okkur dýr og þeir náðu að nýta
sér. Pétur Olafsson og Bjami Þór-
hallsson gátu ekki leikið vegna
meiðsla og því voru ýmsar tilraun-
ir gerðar í sambandi við uppstill-
ingu í leiknum. Fyrirfram tel ég að
þægilegra hefði verið að mæta
Þrótti í úrslitum en þar sem okkur
hefur gengið betur í leikjum okkar
gegn HK í vetur sé ég ekki annað
en það verói bara ágætt að mæta
liðinu í úrslitakeppninni,“ sagði
Haukur Valtýsson, leikmaður KA.
Hann sagðist bjartsýnn á að þeir
gætu stillt upp sínu sterkasta liði
gegn HK annaó kvöld og að menn
stefndu að því aö mæta frískir til
leiks og reyna aó bíta vel frá sér.
Mikið lagt á sig
Leikjum KA og HK var frestað í
fyrri viku vegna veðurs og ekki
gekk þrautalaust fyrir leikmenn að
komast suður yfir heiðar að þessu
sinni, eins og reyndar stundum
oftar. Eftir að hafa lagt af stað
klukkan hálf sjö á laugardags-
morgun var komið til Reykjavíkur
klukkan hálf fjögur. Kvennaleikn-
um var frestað fram á kvöld en
hinum um klukkustund. Litlu
munaói að Stjömuleikmennimir
sem léku gegn KA á Akureyri á
föstudagskvöld yrðu veðurtepptir í
eigin heimaleik á laugardag.
Nokkrir leikmenn liðsins sátu
lengi vel fastir á Holtavörðuheiði
og komu suður um svipað leyti og
KA. SV
íslandsmótið í biaki kvenna:
Stelpurnar enduðu
í fjórða sæti
- mæta Víkingi i
Kvennalið KA í blaki hafnaði í
Qórða sæti íslandsmótsins en
það tapaði fyrir HK á Iaugar-
dagskvöld, 3:1. Liðið mætir Vík-
ingi í fjögurra liða úrslitum sem
heQast annað kvöld. Það lið
kemst áfram sem fyrr vinnur tvo
leiki. Bjami Þórhallsson mun
ekki þjálfa liðið áfram.
Leikur helgarinnar gegn HK
var hnífjafn og hefði getað endað
hvemig sem var. Liðin unnu hvort
sína hrinuna í byrjun, fyrst HK,
17:15, og svo KA, 14:16. Eftir að
KA hafði haft yfir 6:12 í þriðju
hrinunni náðu HK-stúlkur mjög
góðum leikkafla og unnu 15:13.
Heimastúlkur í HK unnu síðan
fjórðu lotuna 15:9. KA-liðið hafn-
aði í fjórða sæti deildarinnar og
leikur því gegn efsta liðinu í úr-
slitum, Víkingi. Bjami Þórhalls-
urslitakeppninni
son er ekki ánægður með árangur-
inn og segist ekki munu halda
áfram að þjálfa liðið.
„Vió settum stefnuna á annað
af efstu tveimur sætunum og ef
allt hefði verið eðlilegt hjá okkur
hefði það átt að geta gengió eftir.
Eg var hins vegar að stilla upp
okkar sterkasta liði í fyrsta skipti í
þrjá mánuði nú um helgina. Við
sumar ástæður þess verður vita-
skuld ekki ráðið því meiðsl geta
alltaf sett strik í reikninginn í
svona dæmi. Það alvarlega í þessu
er þó það metnaðar- og áhugaleysi
sem ég hef þurft að glíma við á
stundum. Æfmgasókn hefur verið
gloppótt og stundum hafa leik-
menn jafnvel setið heima í leikj-
um og við slíkt er ekki hægt aó
sætta sig,“ sagði Bjami Þórhalls-
son, þjálfari liðsins. SV
Heiðar Ingi Ágústsson er án efa besti íslenski íshokkíleikmaðurinn í dag og hann skoraði tólf mörk gegn Birninum
um hcigina. Hér sést hann fagna einu þeirra. Mynd: Robyn
Íshokkí:
Skautafélag Akureyrar
íslandsmeistari 1995
- yfirburðirnir algjorir a mótinu í vetur
Skautafélag Akureyrar tryggði
sér íslandsmeistaratitilinn í ís-
hokkí fjórða árið í röð með sigri
á Birninum í tveimur úrslita-
leikjum á skautasvellinu á Ak-
ureyri um helgina. Sigurinn kom
engum á óvart þar sem SA hefur
verið með yfirburðalið í allan
vetur. Fyrri leikurinn vannst
18:7 á laugardag en sá seinni
11:5 á sunnudaginn. Það var vel
fagnað í leikslok enda farsælt
keppnistímabil á enda.
SA-Björninn 18:7
Greinilegt var strax í byrjun í
hvað stefndi og SA komst í 7:0
með mörkum frá Heiðari Inga (4),
Sigurði Sveini, Haraldi og Sigur-
geir áður en Jouni Törmanen náöi
að svara fyrir gestina. Patrik Virt-
anen og Tryggvi bættu við mörk-
um áður en fyrsta lota var á enda
og staðan því 9:1 þegar blásið var
til fyrsta leikhlés. Blíðskaparveður
í byrjun leiks hafði greinilega góð
áhrif á Akureyringa en þegar
veðrið versnaði fóm gæði leiksins
að sama skapi niður á við. Jouni
skoraði þrjú fyrir Bjöminn áður en
Heiðar Ingi svaraði með þremur.
Sigurgeir bætti tveimur í safnið
fyrir SA en Steve Mitchell skoraði
eitt fyrir Bjöminn áður en lotan
var úti og staðan var því 14:5 eftir
tvær lotur. Heiðar Ingi bætti
tveimur vió í lokalotunni og Agúst
og Sigurður Sveinn skoruðu sitt
markið hvor fyrir SA en Mitchelle
gerði tvö fyrir gestina. Öruggur
sigur var unninn, 18:7.
Mörk/stoðsendingar:
SA: Heiðar Ingi Agústsson 9/2,
Sigurgeir Haraldsson 3/2, Sigurð-
ur Sveinn Sigurðsson 2/0, Harald-
ur Vilhjálmsson 1/0, Ágúst Ás-
grímsson 1/0, Patrik Virtanen 1/5,
Tryggvi Hallgrímsson 1/0.
Bjöminn: Jouni Törmanen 4/1,
Steve Mithcelle 3/0, Wendy Peace
0/2, Andri Óskarsson 0/1, Friðrik
Sigurðsson 0/1.
SA-Björninn 11:5
Á sunnudag tryggðu Akureyringar
sér svo titilinn en það gekk þó upp
og ofan. Allt annað var að sjá til
leikmanna liðsins en daginn áður
og engu líklegra en þeir teldu sig-
urinn í höfn áður en flautað var til
leiks.
Heiðar Ingi byrjaði leikinn
strax með góðu marki á fyrstu
mínútu en Jouni Törmanen jafnaði
fyrir Bjöminn. Haraldur og Heiðar
Ingi bættu tveimur við en Þórhall-
ur og Steve Mitchelle náðu aó
jafna á ný, 3:3. Rúnar kom SA yf-
ir en Jouni jafnaði enn fyrir gest-
ina. Patrik Virtanen skoraöi síðan
fimmta markið og staðan eftir
fyrstu lotu var 5:4 fyrir SA. I ann-
ari lotu gekk liðunum illa að skora
en Jouni jafnaði fyrir Bjöminn um
miðja lotuna og það var ekki fyrr
en leikhléið var farið að nálgast að
Sigurður Sveinn kom SA aftur yf-
ir.
Eftir fimm mínútur af þriðju
lotu fór vamarmúr Bjamarins loks
að gefa eftir og Heiðar Ingi, Pat-
rik, Sigurgeir, Sigurður og Rúnar
innsigluóu sigurinn, 11:5, og Is-
landsmeistaratitillinn var í höfn.
Mörk/stoðsendingar:
SA: Heiðar Ingi Ágústsson 3/3, Siguróur
Sveinn Sigurðsson 2/3, Patrik Virtanen
2/1, Rúnar Rúnarsson 2/0, Haraldur Vil-
hjálmsson 1/0, Sigurgeir Haraldsson 1/0,
Agúst Ásgrímsson 0/1.
Björninn: Jouni Törmanen 3/0, Steve
Mitchelle 1/1, Þórhallur Sveinsson 1/0.
Hart barist á íslandsmótinu í vélsieðaakstri
Fyrsta umferð íslandsmótsins í
vélsleðaakstri fór fram í Mý-
vatnssveit um helgina. Að keppn-
inni stóðu Kvennadeild Slysa-
varnafélagsins, Björgunarsveitin
Stefán og íþróttafélagið Eiltfur.
Keppnisgreinar eru fjórar,
spyrna, fjallarall þar sem keppt
er í þriggja manna sveitum,
brautarkeppni þar sem tveir
keppa í samhliða braut og loks
snjókross þar sem margir sleðar
eru í brautinni í einu og aka til-
tölulega lítinn hring. Keppnin
gekk nokkuð vel og tókst að ljúka
henni á tilsettum tíma áður en
veður versnaði á laugardaginn.
Án efa má segja að Jóhann Ey-
steinsson úr Eyjafjarðarsveit og
Garðbæingurinn Sigurður Gylfa-
son hafi verió menn mótsins en
báðir unnu til fjölda verðlauna.
Jóhann náði bestum tíma í fjallar-
allinu og var auk þess í sigursveit-
inni. I brautarkeppninni vann hann
til tveggja gullverðlauna auk
bronsverðlauna, silfurverðlaun
hlaut hann í snjókrossi og fékk að
auki bikar fyrir bestan árangur í
brautarkeppninni. Árangur Sig-
urðar var ekki síðri og er þrek
þessa frábæra ökumanns með
ólíkindum. Hann keppti í öllum
þremur flokkum snjókrossins,
sigraði í tveimur en Skagafirðing-
urinn Stefán Álfsson vann
minnsta flokkinn þar sem Sigurð-
ur varð þriðji. Hann hirti cinnig
gull og brons í spymunni, gull-
verðlaun í brautarkeppni og átti
næst bestan tímann í fjallarallinu.
Hér á eftir fylgja síðan úrslit
frá mótinu.
Fjallarall:
Bestu tíraar:
1. Jóhann Eysteinsson, P-1, XCR 440 16:43,71
2. Sigurður Gylfason, S, MXZ-x 470 17:13,29
3. Magnús Þ. Samúelsson, P-1, XCR 440 17:13,80
4. Gunnar Williamsson, S, 440 17:36,22
5. Stefán Álfsson, P-2, XCR 440 18:12,70
6. Daníel Daníelsson, P-2, XCR 440 18:14,75
Sveitatímar:
(tímar tveggja bestu í hverri sveit)
1. Polaris-sveit 1 34:14,51
2. Ski-doo 34:49,51
3. Polaris-sveit 2 36:27,45
Spyrnukeppni:
(Tímar í úrslitaferð)
0-500 cc
1. Sigurður Gylfason, S. MX Z-x 9,88
2. GunnarWilliamsson, S. 440 10,37
3. Stefán Álfsson, P. XCR 440 10,16
501-600 cc
1. Jóhann Bessason, S. Form. Mach 1 9,79
2. Valgeir Magnússon, P. XCR 440 11,06
3. Gísli Ólafsson S. Form. Plus 10,82
601-700 cc
1. Bogi Amarson S. Mach 1 9.08
2. Amar Oddsson AC Wildcat 700 9,66
3. Valgcir Magnússon P. XCR 440 10,83
701-800 cc
1. Kristján Bragason P. Storm 8,83
2. Aðalsteinn R. Gunnarsson S. Mach Z 9,35
3. Ásmundur Stefánsson AC ZRT 800 8,95
Opinn 600 cc og minni
1. Guðlaugur Halldórsson P. XCR 600 8,89
2. Þórir Gunnarsson P. XLT 9,35
3. Sigurður Gylfason P. XCR 600 9,24
Opinn 601 cc og stærri
1. Gunnar Hákonarson AC Thundercat 8,56
2. Aðalsteinn R. Gunnarsson S. Mach Z 9,53
3. Finnur Aðalbjömsson P. Indy 650 9,11
Brautarkeppni
0-500 cc
1. Jóhann Eysteinsson P. XCR 440 4:18,67
2. Magnús Þ. Samúelsson P. XCR 440 4:20,13
3. Stefán Álfsson P. XCR 440 4:29,75
501-600 cc
1. Jóhann Eysteinsson P. XCR440 4:27,12
2. Helgi R. Ámason AC 580 ZR 4:32,66
3. Guðni R. Tómasson P. XLT 580 4:40,98
601cc og stærri
1. Halldór Jóhannesson P. Storm
2. Hjörleifur Harðarson Y. V-max 4
3. Jóhann Eysteinsson P. XCR
Breyttir 500-600 cc
1. Sigurður Gylfason P. XCR 600
2. Vilhelm Vilhelmsson P. XCR 600
3. Guðlaugur Halldórsson P. XCR 600
Brcyttir 601 cc og stærri
1. Finnur Aðalbjömsson P. XCR 440 4:19,55
2. Sigurður Sigþórsson P. Indy 650 4:42,39
3. Alexander Kárason Y. V-max 500 4:25,61
Lávarðadciid:
1. Halldór Jóhannesson 4:39,33
2. Samúel Magnússon 4:58,44
3. Kristján Kristjánsson 5:06,92
Snjókross
0-500 cc
1. Stefán Álfsson P. XCR 440
2. Gunnar Williamsson S. 440
3. Sigurður Gylfason S. MX Z
4. Steinar F. Gíslason S. MX Z
501-600 cc
1. Siguróur Gylfason P. XCR 600
2. Gunnar Hákonarson Y. V-max 600
3. Þórir Gunnarsson P. XLT 580
4. Vilhelm Vilhelmsson P. XCR 600
601 cc og stærri
1. Sigurður Gylfason P. XCR 600
2. Jóhann Eysteinsson P. Indy 650
3. Jón H. Stefánsson S. Mach 1
4. Sigurður Sigþórsson P. Indy 650