Dagur - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 01.04.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995 Hundar leita manna í fönn ofan Akureyrar - vetrarnámskeið Björgunarhundasveitar Islands Síðustu dagana hafa félagar í Björgunarhundasveit íslands haldið sitt árlega námskeið við Fálkafell ofan Akureyrar. Árla morguns mættu 25 snjóflóða- leitarhundar á æfingasvæðið og hópur manna, eigendur hundanna, leiðbeinendur og fé- lagar í Hjálparsveit skáta á Ak- ureyri. Æfingarsvæðinu var skipt í íjögur svæði og á öllum svæðunum voru hundar að leita manna, sem grafnir höfðu verið ofan í fönnina. Björgunarhundasveit Islands verður 15 ára á þessu ári. Félagar í sveitinni eru einnig félagar í björgunarsveitum og hjálpar- sveitum hver í sinni heima- byggð. Á vegum sveitarinnar hefur um 14 ára skeið verið Hér fær cinn aðstoðarmannanna hjálp við að skríða upp úr holu. Mcnn cru grafnir í fónnina allt niður á þriggja mctra dýpi og liggja þar í allt að tvær til þrjár klukkustundir á meðan hundarnir eru þjálfaðir í lcit á svæðinu. Sólveig Smith lciðbcinandi úr Reykjavík var á Vetrarnámskciði Björgunar- hundasveitarinnar ellcfta árið í röð. Hún átti björgunarhund og fór með hann á vettvang til snjóflóðaleitar en nú hefur hann lokið hlutverki sínu. Sólvcig leiðbeinir nú öðrum hundaeigendum að nýta sér eðlislæga getu hundsins. Aðspurð sagði Sólveig að það væri andartakið þegar hundur færi að grafa í snjóinn þar sem maður hefði verið falinn sem gæfl þessu starfi gildi. haldið viku námskeið á hverjum vetri til að þjálfa björgunarhunda og meta hæfni þeirra. Nám- skeiðsstjóri að þessu sinni var Ingimundur Magnússon. Hann sagði að þetta námskeið væri fjölmennara en nokkru sinni. I fyrra mættu tíu hundar á vetramámskeiðið en eins og áður sagði komu 25 hundar nú en þennan aukna áhuga má rekja til þess hve vel hundar stóðu sig í leitinni þegar snjóflóð féllu á Súðavík í janúar síðastliðnum. Frá upphafi hefur Björgunar- hundasveitin leitað til Noregs eftir leiðsögn og á þessu nám- skeiði var einn norskur leiðbein- andi. Nú hafa verið þjálfaðir upp íslenskir leiðbeinendur og vom fjórir þeirra að störfum þennan dag á æfingasvæðinu. Hundamir og eigendur þeirra komu víða að, frá Akureyri, Sauðárkróki, Isafirði, Bolungar- vík, Egilsstöðum, Neskaupstað og af höfðuborgarsvæðinu. Það er ljóst að bæði hundamir Ingimundur Magnússon var nám- skeiðsstjóri. og eigendur þeirra þurfa að búa yfir andlegum og líkamlegum styrk til að geta tekist á við verk- efni eins og að leita að manni í kolvitlausu veðri á svæði sem er illt yfirferðar. Það er því gífurleg vinna að halda bæði sjálfum sér og hundinum í þjálfun allt árið um kringt til að vera reiðubúin þegar kallið kemur. „Á fyrstu klukkustundinni eingöngu í upphafi hvar var sem leitarhundar voru aó leitað og grafió og jafnan störfum fundu þeir sex ein- fannst eitthvaó þar sem þeir staklinga í flóðinu þar af mörkuðu. Ef ekki fómar- fjóra á lífi... Þaó er ekki á lamb þá vísbendingar... sem neinn hallaó þó einn hópur leiddu til fundar. Þeir fundu sé tekinn út og honum hrós- hvem manninn á fætur öðr- aö sérstaklega. Þar er aó um... Hetjur leitarinnar sjálfsögóu átt viö hundana. voru tvímælalaust hundam- Þeir Stjómuöu því nær ir.“ Úr fréitabréfi Landsbjargar. Auður og Tumi Auður Bjömsdóttir og Tumi frá Isafirði. Byrjað var aó þjálfa Tuma til leitar í snjóflóói í janúar á þessu ári og hann og Auður voru ein þeirra sem leituóu við erfið skilyröi í snjóflóöinu sem féll á Súðavík 16. janúar síðastliðinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.