Dagur - 01.04.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 01.04.1995, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 1. apríl 1995 Varalitur og púður í töskunni Um síðustu helgi kom Anna Toher förðunarfræðingur til Akure/rar til að kynna nýjustu vörumar frá fyrirtækinu Make up for ever og leiðbeina viðskiptavinum Snyrtistofu Nönnu um förðun. Eftirfarandi upplýsingar eru byggðar á samtali við Onnu. Make up for ever er stærsta og breiðasta lína í förðunai^örum sem til er í dag. Þetta franska fyrirtæki sérhæfir sig í förðunarvörum og býður upp á yfir 1800 vöruflokka. Make up for ever framleiðir vörur fyrir fagfólk, þá sem eru að farða súpermódel, leikara og ball- etstjömur, en einnig hina almennu konu og það er lögð áhersla á að varan endist, tolli á sínum stað. Anna bendir á að ef konur venji sig á að farða andlitið á hverjum morgni taki það ekki nema nokkrar mínútur og ef vandað sé til verksins geti konan treyst því að hún Irti vel út allan daginn. Aðeins þurfi að hressa upp á morgunförðunina með púðri og varalit. Fyrsta skrefið í förðuninni er að farða andlitið með góðum farða sem er sniðinn að húð viðkomandi konu, ekki of dökkur. Ýmis efni eru á boðstólnum til að bæta úr þeim misfellum sem hugsanlega eru á húðinni, svokölluð viðgerðarefni, með þeim er hægt að ná fram sléttu og áferðarfallegu útlfti. Svo er púðrað vel yfir með lausu púðri til að koma í veg fyrir glans. Næsta skref er að setja Ijósan augnskugga á augnlokið, alveg upp undir augabrún, mask- ara og augnlínu. Nú eru kinnalitir meira í tísku en áður og því upplagt að setja örlftinn kinnalit á kinnbeinin, ef litur augnskuggans hentar má nota hann sem kinnalit, til dæmis ef hann er í bleikum tón. Þá er aðeins eftir að velja fallegan varalit. Aðeins varalitinn og púðr- ið þarf í töskuna til að viðhalda verki morgunsins, þægilegast er að vera með fastpúður með spegli. Sama regla gildir um kvöldförðun nema hvað margar konur kjósa að nota meiri lit að kvöldi en degi og sterkari förðun. Ef konur gefa sér tíma til að farða sig af vandvirkni áður en þær fara út að kvöldi er engin ástæða til að taka neitt annað með í töskunni en varalit- inn og púðurdósina enda segir Anna að konur eigi að nota tímann til annars á slíkum kvöldum en að hanga inni á snyrtingu og mála sig. Augað Það er í tísku að hafa augnabrúnimar ekki mjög þykkar, vel formaðar, plokkaðar og skerpt- ar með lit, til dæmis grábrúnum augnskugga eða augnblýanti. Þegar augnskugginn er settur á er byrjað að mála Ijósan augnskugga á allt augnlokið, upp undir augabrún og einnig undir augað til að lýsa húðina kringum augað. Tískulitir í sumar eru sanseraðir og gagnsæir bleikir í öllum tónum, lillaðir litir og reyklit- ir. Augnlokið á að vera Ijóst og Ijóst undir augabrún er dekkri augnskuggi þar á milli. Nú er mjög í tísku að skerpa augnháralínuna og til þessu eru notaðar blautar augnlínur (eyeliner). Augnlínan er jafnvel höfð mjög breið og löng og hún er látin vísa upp við ytri augnkrók. Ef augnlokin eru þung á aðeins að setja línu að ofan annars er augnlínan sett bæði ofan og neðan við augað. Varirnar Til að stækka þunnar varir getur verið gott að setja hvítan blýant utan með varalínunni, varablýant innan við hann og varalit á varimar sjálfar. Þær konur sem ekki þurfa að stækka Anna Toher förðunarfræðingur farðar Guðrúnu Stefánsdóttur snyrtifræðing í Snyrti- stofu Nönnu. varimar sleppa hvítu línunni. Varablýanturinn á að vera tón dekkri en varaliturinn en ekki mikið dekkri. I sumar eru bjartir bleikir, laxableikir og ferskjubleikir litir ríkjandi en þegar haustar verða Iftimir skærari. Mjög dökkir varalitir eru líka ítísku; dökkbrúnir, vínrauðirog karamellubrúnir sterkir og djúpir litir, með þeim er nauðsynlegt að nota gloss. Anna segir að allar konur geti fylgt tískunni hvað varðar Irti í förðun, hver og ein velji úr þann tískulit sem hentar hennar yfirbragði best, fer best við húð hennar og hár. KLJ MATARKRÓKURINN Veísluréttir á matar- eða kaffiborðið Það er Björg Malmquist, sjúkraliði, sem er í Matarkróknum að þessu sinni. Björg er Akureyringur og starfar á Hjúkrunarheimilinu Seli, eiginmaóur hennar er Gylfi Ægisson, sjómaður frá Dalvík, þau eiga tvö böm. Björg hefur mjög gaman að því að búa til ýmsa gómsæta rétti og þeir sem vió fáum uppskrift af hér eru vinsælir á hennar veisluborði. Fisk- rétturinn er sannarlega forvitnilegur meó banönum og beikoni enda er hann að sögn Bjargar algjör veislu- matur. Hinir réttimir eru upplagóir hvort sem er á veisluborðið, með sunnudagskaffinu eöa sem sauma- klúbbsréttir. Tveir þeirra hafa þann kost aó best er að gera þá með góðum fyrirvara, annar sætur og hinn ósætur, þannig aó þar er lausnin fundin fyrir næsta klúbb eða kaffiboð. Björg benti á aö sér hefði reynst vissara aó tvö- falda eða jafnvel þrefalda heita brauðréttinn, svo vinsæll væri hann. Björg ætlar að skora á Sigmund Hauk Jakobsson, bólstrara, aó leggja til uppskriftir í næsta Matarkrók og það verður forvitnilegt að vita hvaóa rétti hann býður upp á. Fiskur í beikonsósu með banönum 600 g ýsa 2-4 bananar hveiti olía salt, pipar Sósa: 6 sneiðar beikon 1 laukur 250 g sveppir 1-2 tsk. karrý '/ dl vatn 1 dl rjónti salt, pipar Veltið fiskinum upp úr hveiti, salti og pipar og steikið í olíu. Setjið hann síðan í smurt eldfast mót og haldið heitum í ofni. Af- hýðið og sneiðió banana. Brúnið þá augnablik í olíu og setjið ofan á fiskinn. Skerið beikonið í litla bita, laukinn smátt og sneiðið svepp- ina. Steikið beikoniö á þurri pönnu. Bætið lauknum og svepp- unum út á pönnuna og stráið karrý yfir. Hellið vatni og rjóma á pönnuna og smakkið til með salti og pipar. Heitur ofnréttur Zi jranskbrauð Zi dós ananas eða perur Zz dós aspas Z dós sveppir ostur Sósa: 250 g mayones 3 c-gg Aromat krydd Smyrjió eldfast mót vel og raðið brauði í botninn. Hellið ananas- safa yfir og raðið ananas ofan á brauðið. Annað lag af brauði sett yfir og aspas- eða sveppasafa hellt yfír það. Aspas og sveppum raðað yfir. Sósan hrærð saman með pískara og henni hellt yfir. Ostur settur efst. Hitið í ofni þar til osturinn er vel bráðinn við 180°C í 40-60 mín. Brauðtertuhringur 1 franskbrauð í teningum 4 egg, harðsoðin Z dós aspargus Zt dós sveppir 4 sneiðar skinka 1 msk. mayones Season all krydd Setjió brauðió í stóra skál, þynnió majonesið meó sveppa- eða asp- argussoðinu. Skerið skinkuna niður, saxið eggin, aspargusinn og sveppina og bætið í skálina. Kryddið með Season all og hrær- ið saman. Setjið í hringlaga form, meó gati í miðjunni, sem hefur verió smurt. Þjappið vel í formið og látið það standa í ísskáp í lág- mark tíu klukkustundir. Látið formió í heitt vatn örstutt til að losa kökuna úr því. Skreytið með vínberjum, steinselju eða kokteil- berjum. Þennan rétt er tilvalið að gera daginn áður en hann er bor- inn á borð. Marengsterta með karamellu- mús og ávöxtum Marengsbotn: 4 eggjahvítur 2 glös púðursykur, Ijós 1 tsk. lyftiduft Svamptertubotn: 4-5 msk. sherrý 1 pk. karamellu-mousse Otker Z-Z l rjómi 2 kíwí 1 dós ferskjur 1 dós aprtkósur Bleytió svamptertubotninn með sherrýinu og raðið ferskjunum of- an á. Lagið karamellumúsina samkvæmt leiðbeiningum á pakk- anum. Þeytið rjómann og blandið helmingnum af honum saman við karamellumúsina og smyrjið blöndunni ofan á svampbotninn. Leggið marengsbotninn ofan á og skreytið með apríkósum, kíwí, þeyttum rjóma og karamellusósu. Agætt er að leggja kökuna saman daginn áóur en hún er sett á veisluborðið. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.