Dagur - 01.04.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 01.04.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. apríl 1995 - DAGUR - 9 Allir kraftmiklir og sterkir hundar geta orðið björgunar- hundar, kyn hundanna skiptir engu máli. Þeir hæfileikar hundsins sem eru nýttir í þessu skyni eru ekki bundnir við neina einstaka tegund heldur eru þeir öllum hundum eðlislægir. Ákveðnir einstaklingar ná hins vegar betri árangri en aðrir og byggir það meðal annars á samspili eiganda og hunds. Stór þáttur í kennslunni er að kenna eiganda hundsins að stýra hund- inum sínum í leitinni þannig að unnt sé að leita markvisst og skipulega á ákveðnu svæði. Flestir hundar hafa mjög mikla ánægju af því að leita aó manni í fönn en það er einmitt leitargleð- in sem verður að vera til staðar til að árangur náist þegar á hólm- inn er komið. Á námskeiðinu eru hundamir geymdir í snjóhúsum á vettvangi og einn og einn tekinn út í einu til þjálfunar, allur hópurinn hjálpast að vió að þjálfa hund- inn. Nokkrir eru grafnir í fönn- ina, aðrir eru í mokstursliðinu og leiðbeinendur aðstoða hundaeig- enduma. Fyrsta verkefni hund- anna er að finna mann ofan í holu en svo leita þeir að mönn- um sem hafa verið grafnir í fönn, fyrst gmnnt en svo dýpra og dýpra. Þannig em þessir mikil- vægu björgunarhundar þjálfaðir dag eftir dag til að gera þeim fært að takast á við alvömna þegar á þarf að halda. KLJ Leit Sesars Á einu svæðinu var hin kunni leitarhundur Sesar að leita þriggja manna sem höfðu verið grafnir í snjóinn allt niður á þriggja metra dýpi. Sesar er viðurkenndur snjóflóðaleitarhundur með hæðstu gráðu og hann var ekki iengi að finna réttu staðina og gefa eiganda sínum óyggjandi merki um að einmitt þarna og hvergi annars staðar skyldi grafið. Ný námskeið eru hafin Líkamsræktin Hamri sími 12080 Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 3. apríl 1995 kl. 20- 22 veróa bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Björn Jósef Arnvið- arson til viðtals á skrifstofu bæj- arstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er21000. Kaffihlaðborð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. 'i--------——____________ý Arve kom á námskeiðið frá Noregi ásamt dóttur sinni. Myndir: Robyn. Norskur lögreglumaður leiðbeinir íslenskum hundaeigendum Hann heitir Arve Aasheim og er hér í fimmta sinn á vetramám- skeiði Björgunarhundasveitar Is- lands. „Islensku hundarnir eru al- mennt rnjög góðir. Ég kom fyrst hingað á námskeið hjá Björgunar- hundasveit Islands fyrir tíu árum og framfarirnar eru miklar. Alls hef ég komið hingað á fimm nám- skeið þannig að ég hef fylgst tölu- vert vel með þróuninni hjá sveit- inni. Nú er áhugi fyrir björgunar- hundum greinilega mjög vaxandi hér á Islandi, þar sem þið misstuð marga menn í snjóflóðum í vetur, enda eru hundamir mikilvægustu björgunartækin í slíkum tilfellum. Við Norðmenn misstum þrjá menn í snjóflóði í vetur. Þeir voru allir á gönguskíóum en göngu- skíðaferðir eru mjög vinsælar í Noregi. Þar er mjög öflug sveit björgunarhunda á vegum hunda- eigenda, björgunarsveita, lögreglu og heimavamarliðs. Við eigum um 125 sérþjálfaða snjóðflóðaleit- arhunda. Þeir búa víðsvegar um Noreg en góð dreifmg hundanna er einmitt mjög mikilvæg,“ sagði Aasheim. ELDRI BORGARAR! Skemmtidagskrá og kaf fisamsæti veröur í félagsmiðstödinni Víðilundi nk. sunnudag klukkan 15:30 Halldór Blöndal Svanhildur Jón Helgi Árnadóttir Björnsson Dagskrá 1 Vorspjall: Halldóra Ingimarsdóttir 2 Leikþáttur 3 Fjöldasöngur 4 Tískusýning frá versluninni Ynju og Tískuverslun Steinunnar 5 Ávörp frambjóðenda Boðið verður upp á akstur frá Lindarsíðu kl: 15:15 og Dvalarheimilinu Hlíð kl: 15:20. Einnig er hægt að hafa samband við kosningaskrifstofuna varðandi akstur í sima 21500 og 21504. Allir uelkomnir a|]| - fyrir kjördæmið þitt! Sjálfstæðisflokkurinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.