Dagur - 08.04.1995, Síða 4

Dagur - 08.04.1995, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1600 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(íþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Gengid að kjörborðí Kosningabaráttunni er lokið og landsmenn ganga að kjörborðinu í dag til þess að gera upp sinn hug. Þetta hefur verið stutt en nokkuð snörp kosninga- barátta. Veðrið hefur sett strik í reikninginn, ekki síst í Norðurlandskjördæmi eystra og vestra. Fyrir vikið hafa flokkarnir komið skilaboðum til kjósenda fyrst og fremst í gegnum fjölmiðla. Hlutur þeirra í kosningabar- áttunni er stærri en nokkru sinni áður. Þeir hafa sinnt þeirri lýðræðislegu skyldu sinni að gefa flokkunum tækifæri til að koma skilaboðum sínum til kjósenda. Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Dags að blaðið hefur verið afar virkur miðill fyrir þessar kosningar og allir flokkar hafa nýtt sér blaðið til þess að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Þetta undirstrikar betur en margt annað gildi Dags sem öflugs norðlensks frétta- blaðs sem er óháð stjórnmálaflokkunum. Auglýsingar hafa verið mjög áberandi í þessum kosningaslag. Um gildi þeirra verða menn víst seint sammála, en greinilegt er að flokkarnir hafa trú á að þetta sé leið til þess að koma skilaboðum til kjósenda. Um það er ekkert nema gott að segja ef auglýsingarn- ar fara ekki út fyrir öll skynsemismörk og sem betur fer verður ekki séð að það hafi gerst. Skoðanakannanir hafa líka verið fleiri fyrir þessar al- þingiskosningar en nokkru sinni áður. Síðustu dagana hefur niðurstöðum kannanana verið dælt yfir lands- menn upp á hvern einasta dag og þykir mörgum nóg um. Það er með skoðanakannanir eins og svo margt annað að íslendingar virðast ekki geta kunnað sér hóf. Þetta flóð kannana er orðið yfirgengilegt og mættu for- svarsmenn stærstu fjölmiðlanna staldra við og spyrja sig þeirrar spurningar hvaða tilgangi svo margar kann- anir þjóni. Það hefur borið á nokkru áhugaleysi almennings gagnvart alþingiskosningunum í dag, það er ákveðin kosningaþreyta í fólki. Ef til vill er því um að kenna að síðla árs 1993 greiddu landsmenn atkvæði um samein- ingu sveitarfélaga og fyrir tæpu ári síðan voru sveitar- stj órnarkosningar. Þessi kosningaþreyta má hins vegar ekki verða til þess að fólk sitji heima í dag. Dagur skorar á kjósendur að fara á kjörstað og nýta sér þann dýrmæta rétt að hafa eitthvað um það að segja hvaða fulltrúar sitja á Alþingi íslendinga næstu fjögur árin. I UPPAHALDI „Brosa út að eyrum“ dag opnar Gréta IBerg sýningu í Listhúsinu Þingi á Akureyri. Sýn- ingin nefnist, Ljóð Davíðs Stef- ánssonar í myndverkum. Gréta erfœdd á Akureyri og hefur búið þar síðustu ár. Hún er hjúkrunar- frœðingur og myndlistar- kona og starfar á Dvalar- heimilinu Hlíð. Eigin- maður hennar, Stefán Kristjánsson, starfar í Slippstöðinni. Þau hjónin eiga jjögur börn. Gréta hélt einkasýningu árið 1969 í Valbjörk á Akur- eyri og hefur tekið þátt í samsýningum Myndhóps- ins á Akureyri. Nú sýnir hún tuttugu verk, pastel-, olíu- og rauðkrítarmynd- ir, sem eru allar byggðar á Ijóðum skáldsins frá Fagraskógi. „Ég er búin að eiga þennan draum í mörg ár enda hafa Ijóð Davíðs alla tíð höfðað sterkt til mín. Sýningin er list aflist, draumar sem rœtast,“ sagði Gréta. H vaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Grænmeti og grjón.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Þjónusta cnglanna eftir Joy Snell, hún er algjört hugarkon- fekt.“ / hvaða stjörnumerki ert þú? „Steingeit.“ Hvaða hljómsveit/tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Sinfóníhljómsveit Norðurlands, Diddú og Egill Ólafsson." Hvaða myndlistarmaður er í mestum metum hjá þér? „Einar Jónsson.“ Uppáhaldsleikari? „Barbara Streisand." Um hvað liugsarþú mest? „Heimspeki og ást.“ Gréta Berg. Uppáhaldsdrykkur? „Kaffi. Ég get ekki hætt að drekka það en vatn er samt best.“ Hvaða heimilisstörffinnst þér skemmtilegust? „Að þvo og gera hreint í glaða sólskini." Stundar þú einhverja markvissa hreyfmgu eða líkamsrœkt? „Ég dansa á stofugólfinu.“ Ert þú í einhverjum kliíbb eða fé- lagasamtökum? „Skemmtilegum og uppbyggj- andi kaffiklúbb sem er leshring- M Hver er að þínu matifegursli staður á íslandi? „Þegar sálin hrífst inn í algjcymi andartaksins, ótal staóir, ísland er allt fagurt." Hvað vildirðu helst verða efþú mœttir velja upp á nýtt? „Leikari, söngkona, ballctdansari og listmálari.“ Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? „Comby Camp tjaldvagn, til að fcrðast um landið og má!a.“ Hvernig vilt þú helst verja frístund- um þínum? „Vcrða barn meó bömunum rnín- um.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirþú? Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Dag, Samhjálp og Heimili og „Brosa út aó eyrum í Listhúsinu skóla.“ Þing> frá þrjú til níu.“ KLJ BAKÞANKAR KRISTINN C. JÓHANNSSON Um umbúðalaust Bragakaffi á flugi og slettur í mannlífinu Barnabörn frú Guóbjargar búa í útlöndum. Það er erilsamt. Hún er þess vegna oft í há- loftum. Til þess notar hún helst flugvélar. Ég er einatt með sem ekki er heldur næðisamt. Mér hefur alltaf gengið illa aó líta á flug- vélar sem samgöngutæki og er reyndar allt- af jafn hissa þegar ég lendi heilu og höldnu. En ekki kemur þetta málinu vió nema vegna þess aó eitt sinn var frú Guóbjörg að ferðast svona með mig og viö komin alla leið til Reykjavíkur á heimleió. Var nú aó hefjast síðasti áfanginn með flugvél til Akur- eyrar og þrátt fyrir vantrú mína á þessum ferðamáta ætlaði ég að láta slag standa rétt einu sinni. Það hafði verið rysjótt veður dagana á undan var okkur sagt og hreitur þess enn í lofti. Ég var nú reirður niður í sætið og skorð- aður með Mogga fyrir framan mig svo aó allt virtist nú óttalaust tilsýndar og síðan vorum við komin á loft. Er nú allt tíðindalaust um stund eða þangað til elskuleg flugfreyja býður upp á kaffi og vegna þess ég var kominn alla leið frá Mið-Evrópu þennan sama dag og farið að förlast nokkuð þáði ég þessar höfóing- legu veitingar og hefói þó betur látið ógert. Sit ég nú býsna mannalegur með plast- baukinn og dreypi á með hæfilegu millibili en drykkurinn snarpheitur. Þá bregður svo vió aó rósemi flugsins var ekki meir. Fór nú flugvélin aó hegða sér eins og hún væri á holóttum malarvegi sem átti þó ekki að vera, síðan uróu stórar gjótur á vegi okkar og þar næst fórum við að detta mislangt í einu og ég lyftist í sætinu svo strengdist á beltunum og hélt mér dauðahaldi í plast- baukinn flugfreyjunaut og reyndi að hemja innihaldið og tókst lengi vel. Svo kom að því aó flugvélin féll óvenju langt og snöggt og þegar mér veróur litið á kaffistampinn minn sé ég mér til skelfingar að kaffið fylgir okkur ekki eftir í dýfunni heldur tekur flugið umbúóalaust og er nú með sjálfstæðar flug- æfingar yfir höfðum okkar. Nú stoppum við, ég og tómur bollinn snöggt eftir langvarandi nióursveiflu og kyrrist nú flugið. Nú bíó ég með bollann í útréttri hendi og þess albúinn að taka við molakaffinu þegar því þóknaðist að skila sér aftur. En þegar þaó hóf flugið sýndist mér þetta vera Braga kaffi úr grænu pökkunum, það hafði svo- leiðis flugstíl. Og nú ákveóur það að lenda og ég rétti upp baukinn. Það var fánýt að- gerð enda sneri ekki dropi af því aftur til fyrri heimkynna sinna. Þannig stóð á fyrir mér á þessu ferðalagi að ég var klæddur frakka miklum að flatar- máli og var hvítur í upphafi þessa ferða- lags. En svo kemur kaffið í gáleysislegum slettum yfir frakkann minn hvíta og í andlitið á mér og sumt meira að segja yfir frú Guó- björgu, sem drekkur þó aldrei kaffi hvað þá hún noti það útvortis. Þegar allt kaffið var nú lent var ég blesóttur, frakkinn minn mó- sóttur en frú Guðbjörg bíldótt og líkaði öll- um illa hlutskipti sitt. Nú vildi flugfreyjan afsaka þessar ærsla- fengnu kaffiveitingar og jafnvel aó bæta tjónið, gott ef hún bauðst ekki til að þvo okk- ur í framan báðum og frakkann í höndunum. Viö afþökkuðum þetta allt og töldum okkur fullfær um að koma okkur í samt lag aftur og í eðlilega liti ef við bara kæmumst að öóru leyti ósködduð heim og það geró- um við eftir margítrekaðar afsökunarbeiðnir og blessunaróskir og von um við kæmum sem fyrst aftur að fljúga og kaffi með. Þetta var saga um slettur sem menn verða fyrir alls óvænt og ekki alltaf verð- skuldað en eru svoleióis að menn eru al- deilis varnarlausir gegn þeim. Nú er liðinn aódragandi alþingiskosn- inga og margir orðnir slettóttir eftir atgang- inn vegna þess að aldrei ganga gusurnar hærra né víðar en þá og sletturnar veróa ekki eins auðþvegnar og úr yfirhöfninni minni forðum enda þeim ekki beint að klæðnaói manna heldur æru þeirra og heió- arleika. Er nú mál að linni enda nóg slett. Nú göngum við glaðbeitt í kjörklefann að teikna þetta afdrifaríka ex og vonum svo hið besta hver fyrir sig. Enda þótt misjafn sé tilgangurinn sem fyrir oss vakir með ex- inu ætlum við öll að kjósa þaó sem við álít- um þjóðinni heilladrýgst. Vonandi mást svo sletturnar af með tím- anum og allir orðnir hvítþvegnir þegar næsti slagur hefst. Svona er þetta nú í stjórnmálunum og jafnvel líka í persónulegum viðskiptum manna á meða! og verður sennilega alltaf og undur þarf handlagna menn til aó kom- ast úr ferðalaginu án þess að fá á sig ágjöf frá samferðafólkinu eða að svo laus við veðrabrigði verói ferðin aó maður fái ekki ýmislegt umbúðalaust yfir sig þegar flugið daprast. Kr. G. Jóh. (Höfundur er fyrrverandi kartöflubóndi)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.