Dagur - 08.04.1995, Qupperneq 8
3 - DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1995
Óperutónleikar á Akureyri 12. apríl nk.
JHakka til að syngja
fyrir mitt heimafólk
- segir JCristjánJóhannsson, sem hefur ekki sungið ájlkureyri í ellefu ár
„Blessaður vertu, ég hef það fínt.
Hér er farið að vora, bændur bera mykju á tún og
menn ganga um með þvottaklemmu á nefinu.
Þetta er allt eins og það á að vera,“
sagði Kristján Jóhannsson, óperusöngvari,
þegar Dagur hringdi í hann til Ítalíu á dögunum.
Aldrei verið í svona góðu formi
„Líklega hef ég aldrei verið í svona góðu formi.
Ég er í mjög góðu jafnvægi, búinn að ná fullkomnum
tökum á sjálfum mér, baeði sálarlega og Iíkamlega,“
segir Kristján m.a. í viðtalinu.
Kristján kom til landsins sl.
fimmtudag. „Eg veró í tvo daga í
upptökum í Reykjavík með Karla-
kór Reykjavíkur. Eg ætla að
syngja nokkur lög meó þeim, auk
þess sem ég syng tvö lög einn og
dúett meö Kristni Sigmundssyni.
Síðan fylgist ég auðvitað mcö
kosningununr á laugardag (í dag -
innsk. blaðam.) og veró andlegur
stuóningsmaður tengdamóöur
minnar (Rannveigar Guðmunds-
dóttur, félagsmálaráðherra - inn-
skot blaðam.). Eg ætla síóan að
koma noróur á sunnudag og l'ara í
fermingarvcislu bróöurdóttur
minnar (Völu Hauksdóttur Jó-
hannssonar - innskot blaðarn.).
Við hellum okkur svo í ælingar
10. og 11. apríl."
- Þaú verður þá skanmmr tími
sem þið hafið til œfinga?
„Fyrir atvinnufólk er þctta al-
veg nógu langur tími og hljóm-
svcitin verður cfiaust búin að und-
irbúa sig vel fyrir tónleikana?"
Ljóðrœnir tónkikar
- Hvað geturðu sagt niér um efn-
isskrá þessara tónleika?
„Fyrir mig cr þetta prógram
nokkuö óvcnjulcgt. Það er í
lýrískari kantinum. Eg hef ekki
sungið svona lýrik í mörg ár. En
ástæóan fyrir þessu verkefnavali
er að hluta sú að Diddú er Ijóð-
rænn söngvari. Við syngjum m.a.
gullkorn úr La Boheme og La
Traviata, sem er mjög ljóðræn
músík. Fyrir mig er það mjög gott
að fást líka við þessa tegund af
tónlist, komast um stund frá dram-
anu. Þaó er mjög góð hvíld fyrir
röddina.
Ég held að þessir tónleikar séu
vel upp settir og hafl góðan heild-
arsvip. Eg er þess fullviss að þetta
prógram á eftir að falla áheyrend-
um vel í geð.“
- Þú hcfur ekki sungið áður
með Diddú?
„Nei. Við höfum komið fram í
sitt hvoru lagi vió sama tækifæri,
en þetta er í fyrsta skipti sem við
syngjum saman. Diddú er sá ís-
lenskur söngvari sem ég hef mest
samband við, hún heimsækir okk-
ur gjarnan þegar hún er stödd hér
á Ítalíu, og vió þekkjumst því vel.
Diddú hefur rétta hugarfariö til
þess sem hún er að gera, hún er
agaður og fágaóur söngvari."
Söng síðast 1984 á Akureyri
- Ef við rifjum það aðeins upp,
hvað er langt síðan þú söngst síð-
ast á Akureyri?
„Mér sýnist það vera ein ellefu
ár. Ég held ég muni það rétt aó ég
hall ekki sungið heima á Akurcyri
síóan 1984. Þessir tónleikar hafa
vcrið í bígerð í ein fjögur ár, en
þetta tókst að lokum og það er
mjög vel að þeim staðið.
Eg hlakka afar mikið til að
syngja fyrir mitt heimafólk. í
gegnum tíðina hafa Akureyringar
og norðlenskir áheyrendur aldrei
brugóist mér. Ég hef alltaf reynt
að gera mitt allra besta á Akureyri
sem annars staöar og stundum
hcfur mér tckist vel upp.“
Á ferð og flugi
- Ef við víkjum að öðru. Hvað
hefurðu verið að fást við að und-
anförnu?
„Ég hef vcrið víða, til dæntis í
Chicagoóperunni og á Metropolit-
an. Einnig hef ég sungió í II Tro-
vatore í Vínaróperunni og Ríkis-
ópcrunni í Munchcn."
- Er þessi þeytingur ckki þreyt-
andi?
„Nei, ég held aó það hljóti að
vera meira þrcytandi að sitja í tíu
tíma á dag eins og þú gerir! Við
fjölskyldan gerðum samkomulag
fyrir tíu áruni síðan um að við
hittumst ekki sjaldnar en hálfs-
mánaðarlega. Við þetta hefur
hundraó prósent verió staðiö."
- Hefurðu verið að syngja ein-
hver ný hlutverk?
„Já, ég er þessa dagana að æfa
Oþello sem ég mun spreyta mig
fyrst á 1996 hérna í Bologna á
Italíu. Ég vinn þetta með þekktum
þýskurn hljómsveitarstjóra og
óperustjóra í Berlín sem heitir
Tieleman.
Einnig verð ég að vinna með
Chung, heimsfrægum kóreönskum
stjómanda, að uppfærslu á óper-
unni Samson og Dahlila eftir Saint
Saens í Hamborg á næsta ári. Bæði
eru þessi hlutverk ný fyrir mér.
Síðan var ég að Ijúka við
vinnslu tveggja hljómdiska. Ann-
ars vegar er þar urn að ræða hcild-
arupptöku á Aida, á vegum Nax-
os, og hins vegar kom út á dögun-
um í Þýskalandi hljómdiskur með
m.a. aríum el'tir Puccini og Verdi
sem ég söng í fyrra í Þýskalandi.
Þcssi diskur kemur út á vcgum
Sony.
Ég er mjög ánægður með þessa
diska, þó sérstaklega upptökuna á
Aida. Upptökustjórnandinn var
hreint l'rábær, einhver mesti fag-
maður sem ég hcf unnið með á
þessu sviði. Upptakan fór fram á
Bretlandseyjum, að hluta til í
London og Dublin á Irlandi.
Söngvararnir eru frá mörgum
löndurn, kórinn er írskur og sömu-
leiðis sinfóníuhljómsveitin.
Ég vil líka nefna að á næstunni
syng ég inn á tvo nýja geisladiska
á vegum Naxos. Annars vegar
syng ég tenórhlutverkið í upp-
færslu á óperunni La Forza del
Destino eftir Verdi. Upptaka á
þessum diski fer fram hér á Italíu í
september í haust.
A næsta ári tek ég þátt í upp-
töku óperunnar Turandot eftir
Puccini fyrir Naxos og fer hún
fram á Englandi."
- Hlutur þinn í plötuupptökuni
hefur greinilega verið að aukast?
„Já, það hcfur farið skriða af
stað, sem bendir til þess að ég sé
orðinn þekktara nafn og þetta er
kærkomið tækifæri fyrir mig til
þess að ná eyrum fólks á götunni,
tónlistaráhugafólks sem ekki sæk-
ir óperuhúsin. Þetta er mikilvægt
atriði.“
Bókaður til 1998
- Þegar ég hringdi í þig á dögun-
uni varstu upptekinn í viðtali við
blaðamann frá þeirri heimsþekktu
fréttastofu AP (Associatet Press).
Ertu inikið ífjölmiðlaviðtölum?
Já, þetta hangir allt á sömu
spýtunni, fjölmiðlaumfjöllunin er
að aukast líka. Þcssi blaðakona frá
AP, sem skrifar um menningar-
mál, hafði séð mig á Metropolitan
og vildi fá að fræðast frekar um
mig."
- Hvað vilja erlendir blaða-
menn fá að vita?
„Þeir spyrja mikið um Iand og
þjóð; stöðu landsins, atvinnuvegi,
veðráttu og þjóðarkarakter. Blaða-
menn tala gjaman um okkur sem
Skandinava, en ég hef reynt að
bera á móti því. Þeir undrast það
mjög að við, þessi litla þjóð, skul-
um eiga marga frambærilega lista-
menn og þeir missa andlitió þegar
maður segir þeim að í Reykjavík,
100 þúsund manna samfélagi, séu
þrjú „professional" leikhús og
fullt sé á hverja sýningu eða því
sem næst.“
- Hvað ertu bókaður langt
fram í tímann?
„Ég hef verið að reyna aö
minnka bókanirnar til þess aó fá
meira rými, en mér sýnist ég engu
að síður vera bókaður þrjú ár fram
í tímann. Ég er þessa dagana að
skipulcggja leikárið 1998-1999.“
- Annast þú sjálfur þessa
skipulagningu?
„Vió gerum þetta í sameiningu,
ég, frúin og umboðsmaðurinn
minn.
Ég get í þessu sambandi sagt
þér frá uppákomu sem ég bíð mjög
spenntur eftir. A næsta ári mun ég
syngja Turandot eftir Puccini í
Flórens undir stjórn þess fræga
Zubin Metha, sem m.a. stjómaði á
konsertinum fræga vestur í Banda^
ríkjunum meö tenórunum þrem. I
tengslum við þessa uppfærslu t
Flórens er ætlunin að gera mynd-
band og síðan munum við fara
með sýninguna til Kína og Hong
Kong. Þaö er ný reynsla fyrir mig.
Ég hef sungió austur í Japan en
aldrei áður í Kína.“
í toppformi
- í hvernig fornti ertu uni þessar
ntundir?
„Ég er í alveg rosalega góðu
formi. Líklega hef ég aldrei verið í
svona góðu formi. Ég er í mjög
góðu jafnvægi, búinn að ná full-
komnum tökum á sjálfum mér,
bæði sálarlega og líkamlega. Þar
að leiðandi get ég fullyrt aó ég
hafi aldrei verió í betra formi."
- Ertu þá á hátindiferilsins?
„Já, ég myndi segja það. Ég
ætla að vera næstu fimmtán árin í
toppformi og láta sem allra mest
og best af mér leióa. Eftir það fer
ég að draga bensíngjöfina aðeins
upp á við.“
- Þarftu að hugsa inikið uni að
halda þér í góðu líkamlegu fornii?
„Já, ég geri það. Ég fitnaöi
reyndar hclvíti mikið í fyrra og
hitteðfyrra, var latur að hreyfa
mig. Ég söng að vísu um 80 sýn-
ingar á ári þannig að það gafst
ekki mikill tími til annars en að
syngja, borða og sofa. Núna hef
ég fækkað sýningunum talsvert
mikið og jafnframt drifið mig í
líkamsræktina. Ég er um 10 kíló-
um léttari en ég var i l'yrra og al-
veg ferlega sætur. Það segir konan
mín að minnsta kosti," sagði stór-
söngvarinn Kristjan Jóhannsson
aö lokum. óþh