Dagur - 08.04.1995, Side 18

Dagur - 08.04.1995, Side 18
18 - DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1995 4 ----- 'JT'r Kaffíhlaðborð alla sunnudaga Lindin við Leiruveg sími 21440. 5 --------------.__________J ÚTBOÐ GLERÁRGATA 26 EHF (hlutafélag í eigu Akur- eyrarbæjar og Lífeyrissjóðs Norðurlands) óskar hér meó eftir tilboðum í innanhússfrágang í Gler- árgötu 26, Akureyri. Helstu verkþættir eru: Uppsetning milliveggja, innréttingasmíði, frágangur gólfa og lofta, og hita,- hreinlætis- og raflagnir. Útboósgögn verða afhent á Teiknistofunni FORM, Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akureyri, sími 96-26099, frá og með mánudeginum 10. apríl til og með 12. apríl 1995, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 11.00 þriðju- daginn 25. apríl 1995 og verða þau þá opnuð að við- stöddum bjóðendum sem þess óska. GLERÁRGATA 26 EHF. Jafnar greiðslur Óverðtryggð lán til allt að 5 ára með jöfnum greiðslum allan lánstímann! íslandsbanki vill stuöla aö stööugleika í fjármálum heimilanna og býöur nú nýjan lánamöguleika. Óverötryggö lán til allt aö S ára meö jöfnum greiöslum allan lánstímann. Leitaöu upplýsinga í nœsta útibúi bankans. ÍSLANDSBANKI - í takt viö nýja tíma! *Um er aö rœöa jafngreiöslulán. Creiöslubyröi þessara lána veröur jöfn út lánstímann á meöan vextir breytast ekki. Aðalfundur Sjálfs- bjargar á Akureyri: Mótmælir lítilli hækk- unbóta almanna- trygginga Aðalfundur Sjálfsbjargar, félags fatlaóra á Akureyri og nágrenni, haldinn fimmtudaginn 6. apríl 1995, mótmælir harðlega setningu reglugeröar Sighvats Björgvins- sonar heilbrigðisráöherra, nr 184 17/3 1995, um hækkun bóta al- mannatrygginga um aðeins 4,8%, því með útgáfu hennar eru þver- brotin ákvæði 86. gr. almanna- tryggingalaga sem kveóa á um að bætur hækki í samræmi við breyt- ingar sem verða á vikukaupi. Samningur almennu stéttarfé- laganna, sem miðað er við, kvað á um hækkun mánaðarlauna um 2.700 kr., auk þess sem hækka skyldi þau laun um kr. 100 fyrir hverjar 4.000 kr. sem taxtinn væri lægri en kr. 84.000. Fjórir bótaflokkar trygging- anna, grunnlífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og sérstök heimil- isuppbót voru í febrúar 48.028 kr. og áttu því að hækka samkvæmt lögunum um 2.700 kr., auk 900 kr. af láglaunauppbótinni, eða samtals kr. 3.600. Reglugerðin skilar aðeins kr. 2.306 og hirðir því ríkisstjórnin kr. 394 af launataxtahækkuninni og alla láglaunahækkunina eða samtals kr. 1.294 og er þaó 36% þeirrar hækkunar sem falla átti í hlut lífcyrisþega. Aðalfundurinn beinir þeirn ein- dregnu tilmælum til stjóma Ör- yrkjabandalagsins og Sjálfsbjarg- ar, landssambands fatlaðra, að þær nú þegar kæri mál þetta til um- boðsmanns Alþingis, sem brot framkvæmdavaldsins á skilyrtum ákvæðum löggjafans varðandi tryggingarmál lífeyrisþega. Fréttatilkynning. Halldórsmót BA: Þrjár sveitir jafnar Þegar aóeins fjórar umferðir af ellefu eru eftir í Halldórsmóti Bridgefélags Akureyrar, eru þrjár sveitir efstar og jafnar með 122 stig. Þetta eru sveitir Grettis Frí- mannssonar, Sigurbjörns Haralds- sonar og Páls Pálssonar. Sveit Byltingar er í fjórða sæti með 98 stig og sveit Gylfa Páls- sonar í því fimmta með 97 stig. Það verður því hart barist þegar fjórar síðustu umferðirnar verða spilaðar en það verður þó ekki fyrren þriðjudaginn 18. apríl nk. Næsta þriðjudag verður spiluð önnur umferð í Akureyrarmótinu í Einmenningi, sem jafnframt er firmakeppni félagsins og eru keppendur beðnir að mæta tíman- lega til skráningar. KK Hátíðar- og kynn- ingarfundur AA-samtakanna Hátíðar- og kynningarfundur AA- samtakanna á Akureyri verður haldinn á föstudaginn langa, 14. apríl nk. kl. 21.00 í Borgarbíói. Eftir fundinn verður boðið til kaffisamsætis í Húsi aldraðra. Allir hjartanlega velkomnir. AA á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.