Dagur - 10.04.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Mánudagur 10. apríl 1995
LEIPARI---------------------
Ovissa um stjómarmymdun
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
FRETTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
AÐRIR BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON,
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
KRISTÍN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON (íþróttir).
LJÓSMYNDARI: ROBYN REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Fullkomin óvissa ríkir um myndun nýrrar ríkisstjórnar
eftir alþingiskosningarnar sl. laugardag. Nokkrir mögu-
leikai eru vissulega uppi á borðinu en enginn er öðrum
fremur líklegri.
Það liggur auðvitað alveg Ijóst fyrir að núverandi
stjómarflokkar, Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur,
munu ræðast við til að byrja með, enda halda þeir þing-
meirihluta sínum þó hann sé tæpur. En meirihluti er það
engu að síður og enginn skyldi afskrifa að þessir flokkar
nái saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Það er að
vísu deginum ljósara að sú stjórn verður ekki mynduð
án þess að ágreiningsatriðum sem sett hafa mark sitt á
samstarf flokkanna á síðasta kjörtímabili verði ýtt út af
borðinu með nákvæmu orðalagi 1 stjórnarsáttmála. Slík
ríkisstjórn er andvana fædd nema með samkomulagi í
sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópumál-
um. Orð Þorsteins Pálssonar í garð Alþýðuflokksins fyrir
kosningar voru ekki tilviljun og það skyldi enginn haída
að hann sé einn á þessari skoðun í Sjáífstæðisflokknum.
Það er því augljóst mál að ef Davíð og Jóni Baldvin á að
takast að berja saman stjórnarsáttmála þurfa þeir að
semja sig lið fyrir lið í gegnum ágreiningsefnin og það
gæti orðið þrautin þyngri í ljósi ágreinings flokkanna í
ákveðnum undirstöðumálaflokkum á liðnu kjörtímabili.
Ef Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur ná ekki saman
um að framlengja líf ríkisstjórnar þessara flokka er ekki
líklegt, eins og sumir vilja álíta, að Davíð biðli til
Kvennalistakvenna og fái þær inn til þess að styrkja
meirahluta rfldsstjórnar. Það gerir formaður Sjálfstæðis-
flokksins ekki nema að ná fyrst málefnalegu samkomu-
lagi við Alþýðuflokkinn.
En hvað er þá í spilunum? Því er erfitt að svara en
ekki ólfldegur möguleiki í stöðunni væri þá tveggja-
flokkastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Framsóknarflokkur styrkti stöðu sína verulega í þessum
kosningum og hann er nú búinn að tryggja sér þá stöðu
á suðvesturhorninu að vera næststærsti flokkurinn. Þar
með hefur Halldóri Ásgrímssyni tekist það ætlunarverk
sitt að tryggja stöðu Framsóknarflokksins í þéttbýlinu.
Það leikur enginn vafi á því að Framsókn er sigurvegari
þessara kosninga, sigur formannsins, Halldórs Ásgríms-
sonar, er umtalsverður.
Ef horft er til málefna er tiltölulega stutt á milli Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks. Þetta gildir um Evr-
ópumálin, sjávarútvegsmál og landbúnað svo eitthvað
sé nefnt. Það er þó ekki þar með sagt að samstarf þess-
ara flokka sé borðleggjandi. Það kann nefnilega að tor-
velda rfldsstjóraarsamstarf miklu fremur en hitt hversu
mikið Framsóknarflokkur hefur styrkt stöðu sína gagn-
vart Sjálfstæðisflokkunum.
Þegar á allt er litið er ólíklegt að rfldsstjórnarkapall-
inn gangi upp á alveg næstu dögum. Mikil óvissa rfldr
um rfldsstjórnarmyndun eftir kosningarnar sl. laugar-
dag.
Opið bréf til hótelstjórnar KEA
Alltaf er gaman að koma til Akur-
eyrar og þegar veðrið skartar sínu
fegursta verður tign fjallanna
ógleymanleg. Eg var svo heppin að
fá tækifæri til að komast til Akureyr-
ar á helgarpakka KEA og Flugleiða.
Það er sennilega fátt hollara stress-
uðum borgarbúa aó sunnan en að
komast í burtu nokkra daga, hitta
yndislegt fólk, njóta norólenskrar
gestrisni og láta stjana við sig af
yndislegu starfsfólki, geta skroppið
upp í fjall og út í Kjamaskóg, kíkt á
menninguna og notið lífsins.
Ásamt nokkrum öðrum fór ég í
kynningarferð til Akureyrar á dög-
unum til þess að sjá og heyra á
hvem hátt Akureyringar taka á leik-
skólamálum sínum og sérstaklega
þeirri þjónustu sem snýr að bömum
meó sérþarfir. Móttaka og skipu-
lagning var öll til fyrirmyndar og
það verð ég að segja að margt getum
við af Akureyringum lært í upp-
byggingu og fjárveitingu sem fer í
þennan þjónustulið. Leikskólar eru
vel búnir og vel mannaðir og við
dáðumst að hversu faglega sterkir
leikskólastjóramir, sem við heim-
sóttum, eru. Það er greinilegt aó Ak-
ureyringar gera sér grein fyrir að
bömin eru framtíð okkar og hlúa að
þeim í samræmi vió þaö.
Við vorum svo heppnar að fá
himneska blíðu í þessu vetrarríki,
sem Norðurland er búið að vera í
vetur, og til að leyfa okkur að njóta
þess var keyrt með okkur inn í
Kjamaskóg, stolt bæjarbúa, þar sem
kyrrðin og fegurðin eru slík að
manni tckst að gleyma böli heims-
ins.
Nóg er af matsölustöðum, sem
henta buddu hvers og eins og alls
staóar er fólk með þessa hispurs-
lausu kurteisu framkomu sem mér
finnst alltaf einkenna Norðlendinga
öðrum Islendingum fremur.
Menningin blómstrar í bænum og
okkur tókst aö komast á leiksýningu
hjá LA - Djöflaeyjuna -, stórkostlega
uppfærslu sem hvert stórleikhús á
höfuðborgarsvæóinu gæti verið stolt
af. í Listagilinu sáum við athyglis-
verða myndlistarsýningu og skoðuð-
um aödáunarvert framtak norð-
lenskra kvenna í margs kyns list-
sköpun.
Allur aðbúnaður og þjónusta á
KEA er til fyrirmyndar. Þar er allt
smekklegt, vandað og virðulegt. Það
er fátt notalegra en aó láta dekra við
sig. Að þurfa hvorki að hugsa um
tiltekt eða matarundirbúning í
nokkra daga er sá mesti lúxus sem
útivinnandi heimilisstarfskraftur get-
ur hugsað sér.
Eftir að hafa rölt um bæinn, kíkt
inn á Pollinn þar sem púlsinn var
tekinn á handboltastemmningunni
var farið heim á KEA. Þá rekum við
augun í það að þama er í boði nætur-
sjónvarp, já, ekki gerir hann það
endasleppt við okkur lúxusinn og
fleiri en ein rás. Á rás 2 er boðið upp
á erótík - ja, fyrir öllu er hugsað,
meira að segja hægt að horfa á er-
ótíska mynd - en bíddu við, það var
nú heldur betur ekki þannig. Þegar
betur var að gáð reyndist þetta vera
sú tegund mynda sem alls staðar eru
á bannlista vegna þess að þær eru
svo langt, langt fyrir neðan allt vel-
sæmi og þvílíkur rangsnúningur á
öllu sem kallast ástaratlot eða ástar-
leikir að öllu fólki sem talist getur
eólilega hugsandi hlýtur að ofbjóða,
og þeir sem gerast sekir um að
dreifa slíku efni á myndbandaleigum
verða að sæta viðurlögum. Þess
vegna langar mig að spyrja hótel-
stjóm KEA: Hvemig stendur á því
að hótel eins og KEA býður upp^á
slíkt með því að ýta á einn takka? Eg
veit að á hótelum erlendis er hægt að
kaupa slíka rás inn á herbergin, ef
einhver er náttúraður fyrir slíkt, og
það er þó þrepi skárra en þetta. Mig
langar líka að spyrja hótelstjómina:
Hefur veriö gerð könnun meðal
gesta um hvort þeim finnist að slík
rás eigi að vera í boði?
Mér var hugsað til þeirra gesta
sem voru á hótelinu á sama tíma og
ég, þar var t.d. forsætisráðherra okk-
ar, þar var fólk frá Félagsmálaráði
Hólmfríður Árnadóttir.
Ég veit að á hótelum
erlendis er hægt að
kaupa slíka rás inn á
herbergin, ef einhver
er náttúraður fyrir
slíkt, og það er þó
þrepi skárra en þetta.
Reykjavíkur, þar var starfsfólk og
makar virts fyrirtækis í Reykjavík,
þar var fjölskyldufólk með böm og
unglinga að fara á skíði, þar var hóp-
ur eldri kennara og fleira venjulegt,
eðlilegt fólk og ég hugsaði: Er verið
aó bjóða upp á þessa rás fyrir okkur?
Mig langar líka að spyrja hótel-
stjómina: Hver er tilgangurinn með
slíkri rás? Hvers konar gesti hafði
hótelstjómin í huga þegar hún ákvað
að bjóða upp á slíka rás?
Állt upplýst fólk veit aö sterk
tengsl em milli ofbeldis og of mikils
gláps á ofbeldismyndir. Hvað með
tengsl milli klámmynda og kynferð-
isáreitni á börn, sifjaspella og slíks?
Bemm við sem búum í þessu landi
ekki ábyrgð á hvað boðið er upp á í
þjóðfélaginu?
Ég gat ekki að mér gert, þegar ég
var búin að láta mér ofbjóða um
stund og búin að slökkva að ég fór
aó hugsa um hvort lásinn á hurðinni
væri nú ekki ömgglega nógu sterkur
og ég fór að hugleiða hvort maður-
inn sem ég mætti á ganginum fyrr
um kvöldið hefði nú ekki verið eitt-
hvað undarlegur í hátt og að mér
læddist tortryggni og allt í einu leió
mér ekki eins vel og mér hafði liðið
á þessu annars yndislega hóteli.
Ég vona að hótelstjórnin verði
búin að sjá sóma sinn í að fjarlægja
þessa rás næst þegar ég kem til Ak-
ureyrar.
Hólmfríður Árnadóttir,
Hafnarfirði.
Myndlistarkonan Anna G. Torfadóttir á Akureyri
sýnir í Þýskalandi:
Hefur fengið boð unt
þriðju einkasýninguna
Biesenfisch" ist dieser kolorierte Linolschnitt der islandischen
ííerffnna G Tortadottir betitelt. Foto: Jaep
A Jicctpllune in der Apotheke Ellenberg
Linolschnitte aus Island
___. IflHbK ,,nH XTnh,j-»pi«;trápp.E. Rika.
PPELN (ja).
Undanfarnar vik-
ur hafa verk
myndlistarkon-
unnar Önnu G.
Torfadóttur verið
til sýnis í Þýska-
landi. Upphaflega
fékk hún boð um
cinkasýningu í Anna G. Torfa-
Kappeln-Ellen- dóttir.
berg. í framhaldi Mynd: Halldór'
af því var henni boðið að sýna sömu
verk í menningarmiðstöðinni í Tarp
og stendur sú sýning yfir til 24. apr-
íl nk. Fyrir nokkrum dögum fékk
hún síðan boð um að sýna á þriðja
staðnum, Súderbrarub, en allt eru
^ Fjölmörg þýsk blöð hafa farið
^ lofsamlegum orðum um sýningu
Önnu og hér má sjá úrklippu úr
einu þeirra.
Hér má sjá eina af myndunum sem
cru til sýnis í Þýskalandi. Á henni
má sjá Þór vera að veiða Miðgarðs-
orminn.
þetta einkasýningar. Sýningarnar
hafa hlotið afar góða dóma og um-
sagnir birst í fjölda þýskra blaða.
Anna G. Torfadóttir býr í Aðal-
stræti 63 á Akureyri þar sem hún er
einnig með grafíkverkstæði.
Á þessum sýningum eru það 15
smámyndir sem vakið hafa hrifningu
Þjóðverja. Hluti þessara mynda hefur
verið sýndur hér á landi en rúman
helming þeirra vann Anna sérstaklega
fyrir fyrstu sýninguna ytra, í Kappeln-
Ellenberg. Þar er um að ræða hóp sem
hefur það fyrir reglu aó kynna erlenda
listamenn og mun þaó hafa verið
kennari Onnu í Myndlista- og hand-
íðaskólanum, Rikardur Valtingojer,
sem benti á hana. I janúar sýndi ein-
mitt Ragnheiður Jónsdóttir graflk-
myndir sínar á sama stað.
Myndefnin á sýningu Onnu eru úr
norrænni goðafræði og myndir byggð-
ar á íslenskum handritalýsingum.
Myndimar eru unnar sem dúkristur,
síóan þrykktar á ætipappír og vatnslit-
aðar. Sagðist Anna ekki vita til þess
að fleiri hér á landi væru að vinna
myndir meó þessum hætti. Hún sagist
að vonum vera ánægð með þær góðu
viótökur sem sýningar hennar hafa
hlotið í Þýskalandi en norræna goða-
fræóin virðist vera Þjóóverjum hug-
leikin.
Síðasta einkasýning Önnu var á
Hjalteyri sl. sumar og fyrir rúmu ári
síðan var hún með einkasýningu í
Portinu í Hafnarflrói. Auk fleiri einka-
og samsýninga hérlendis má geta þess
aó hún hefur unnið fjölmörg verkefni
fyrir leikfélög og skóla bæði sunnan
og norðan heiða, t.d. fyrir Leikfélag
Akureyrar, Islensku óperuna og Borg-
arleikhúsið. HA