Dagur - 10.04.1995, Blaðsíða 16
Verður þessi gœðastimpill á
nýju innréttingunurn og
hurðunum þínum?
Trésmiðjan filfo • Óseyri lo • 603 ftkureyri
Sími 96 12977 • Fax 96 12978
Ríkisstjórnarbollaleggingar:
Þori ekki að fullyrða um vilja krata
- segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins
Jón Baldvin
Hannibalsson,
formaður Al-
þýðuflokksins,
sagðist í gær ekki
geta svarað því
hvort ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks
sitji áfram næsta kjörtímabil.
Fyrsta skref sé að þingflokkar
beggja flokka hittist og ráði ráð-
um sínum. Þingflokksfundur Al-
þýðuflokksins er boðaður kl. 10
fyrir hádegi í dag en sjálfstæðis-
menn hittast á fundi kl. 17. „Til
þess að meta stöðuna þurfa
þingflokkarnir að hittast, það
þarf að koma í Ijós hver vilji
þingflokkanna er og hvernig
menn skilgreina þau mál sem
þarf að útkljá ef halda á áfram.“
Þorsteinn Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, lét svo um mælt í
kosningabaráttunni að dýpsta gjá-
in væri á milli Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks. Jón Baldvin er
ekki sammála þessu. „Þorsteinn
Pálsson lætur þessi orö falla nokk-
uð sár í kosningabaráttu. Það sem
hann verður að horfast í augu við
er aó það var mikill ágreiningur
um þá fiskvciðistjórnarstefnu sem
hann hefur framfylgt, ekki bara
við Alþýðuflokkinn heldur einnig
innan hans eigin flokks. Það var
slegið á frest að útkljá end-
urskoðun tollalögjafar í framhaldi
af GATT og það þarf aó ljúka því.
Að því er varðar Þorstein Pálsson
þá hefur verió ágreiningur af hans
hálfu um stefnuna í úthafsveiði-
málum. Hvort þessi ágreiningur
við Þorstein bæði innan Sjálfstæð-
isflokksins og utan hans hefur ein-
hver áhrif á það aó torvelda hugs-
anlegt samstarf, það er mál Sjálf-
stæðisflokksins."
Meturðu það svo að
áframhaldandi samstarf við Sjálf-
stœðisflokkinn sé efst á óskalista
krata?
„Eg þori ekkert um þaö að full-
yrða á þessari stundu."
- Sr. Hjálmar Jónsson, nýkjör-
inn þingmaður Sjálfstœðisflokks á
Norðurlandi vestra, segir að ef af
áframhaldandi samstarfi við Al-
þýðuflokkinn geti orðið, þá verði
málefnasamningur að vera traust-
ari og útfœrsla einstakra mála að
vera nákvœmari en í Viðey forð-
um. Ertu sammála þessum orðum
sr. Hjálmars?
Guðmundur Bjarnason, varaformaður Framsóknarflokksins:
Eg er afar
ánægður
með niðurstöðu
flokksins í heild
og útkoman í
sumum kjör-
dæmum er afar
góð. Varðandi
úrslitin á Norð-
urlandi eystra, þá vorum við þar
að glíma við að eitt þingsæti
fluttist úr kjördæminu. Þá vor-
um við með síðasta mann inn og
því var vitað að það yrði mjög
erfitt að halda áfram þremur.
Eins áttum við möguleika á
jöfnunarsæti en því miður gekk
hvorugt upp,“ sagði Guðmund-
ur Bjarnason, efsti maður Fram-
sóknar á Norðurlandi eystra og
varaformaður flokksins.
Framsóknarflokkurinn verður
tvímælalaust að teljast sigurvegari
kosninganna, bætir við sig 4,4% á
landsvísu og tveimur þingmönn-
um. Þá tclst það til tíðinda að
flokkurinn er orðinn sá næst
stærsti í tveimur stærstu kjördæm-
unum, Reykjavík og Reykjanesi
og vinnur þingsæti á báóum stöð;
um. Glæsilegastur er sigurinn I
Reykjancskjördæmi þar sem
flokkurinn bætir við sig 7,1%.
Guðmundur var spuróur um út-
komu flokksins í hans kjördæmi.
„Við fáum núna 2,5% aukningu í
viðbót við góða kosninu áöur og í
heidina er ég því ánægður þó ég
sakni þess mjög að hafa ekki Jó-
hannes Geir á þingi og tel að kjör-
dæmið missi mikils við það. Ég
vil hins vegar þakka öllum sem
hjálpuðu okkur og unnu fyrir okk-
ur í þessum kosningum.“
Varðandi úrslitin að öðru leyti
í kjördæminu sagöi Guðmundur
ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn
væri að gera nokkuð góða kosn-
ingu. „Ég tel að annars vegar
mcgi rekja það til lélegrar kosn-
ingar síðast. Hins vegar hcfur ráð-
herra samgöngumála einn ráð-
herra haft peninga til að ausa út
meðan aðrir ráöherrar hafa þurft
að spara og verið duglegur að
halda blaðamannafundi og klippa
á borða og láta á því bera eins og
það væru hans eigin verk, sem eru
auðvitað verk Alþingis og fjár-
veitingavaldsins. Utkoma Þjóð-
vaka kom mér hins vegar ekki á
óvart.“
Hann taldi of snemmt að velta
fyrir sér hvað muni gerast varð-
andi ríkisstjórnarmyndun. „Kosn-
ingaúrslitin eru mjög flókin. Þau
gefa stjóminni meirihlutann en
mér finnst vera komin veruleg
þreyta í samstarfið og ekki ólík-
legt að á því geti orðið einhver
breyting. Þeir eiga auðvitað völ á
því að taka Kvennalistann upp í
til sín ef þeir telja það til bóta, þó
ég sé ekki aó gera því skóna.
Mynstur svokallaðra félags-
hyggjuflokka er mjög flókið og
samstarf þeirra verður auóvitað
ekki nema Alþýðuflokkurinn eigi
aóild aö því. Én fyrst verður að
koma í ljós hvað verður úr núver-
andi stjómarsamstarfi áður en
aðrir möguleikar opnast, sem ég
tel reyndar mjög æskilegt,“ sagði
Guðmundur. Framsóknarflokkur-
inn heldur þingflokksfund í dag
og án efa verður hugsanlega ríkis-
stjómaraóild flokksins þar á dag-
skrá. HA
Margir möguleikar
í stöðunni
- segir Geir H. Haarde, formaður
þingflokks sjálfstæðismanna
Geir H. Ha-
arde, for-
maður þing-
flokks Sjálfstæð-
isflokksins, segir
útkomu flokks-
ins í kosningun-
um sl. laugar-
dag betri en
hann hafi átt
von á og hann telur yfirgnæf-
O VEÐRIÐ
Vestan og norðvestan kaldi
og skúrir veróa um allt Norð-
urland fram eftir degi í dag
og hlýnandi veður en síðan
léttir til með sunnan golu eða
kalda og vaxandi suðaustan
átt. Á þriðjudag veróur komin
stíf norðvestanátt með élja-
gangi um allt Norðurland, og
hiti 0-6 stig. Til allrar lukku
léttir aftur til á miðvikudag.
andi líkur á að Sjálfstæðisflokk-
urinn verði í næstu ríkisstjórn.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
kemur saman til fundar kl. 17 í
dag og mctur stöóu mála. Geir vill
litlu unt það spá hvort líklcgt sé
að áframhaldandi samstarf vió Al-
þýðuflokkinn sé líklegasta niður-
staóan í stöðunni.
„Ég geri ráð fyrir að formenn
llokkanna ræði saman en ég á
ckki von á því að þetta samstarf
haldi áfrant ööru vísi en gerður
verði nýr stjórnarsáttmáli. En
formlega þarf ckki að gera nýjan
stjórnarsáttmála og því er engin
tímapressa á málinu," sagói Geir
H. Haarde.
- Mcturðu það svo að sjálf-
stœðismenn og kratar nái niður-
stöðu í helstu ágreiningsmálum
flokkanna á síðasta kjörtímabili?
„Ég get ekki metið það aó svo
komnu máli. Við tökum þessu ró-
lega og sjáum til hvernig málin
þróast. Þaó eru ntargir aðrir
möguleikar í stöðunni." óþh
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, tók fyrstu skóflustungu að kvíar-
stæði nýrrar flotkvíar Akureyrarhafnar sl. föstudag og naut aðstoðar stór-
virkrar gröfu við verkið. Mynd: Robyn
„Já, ég er alveg sammála
þessu,“ sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson. óþh
Svanfríöur Jónasdóttir:
Mun áfram
sinna trúnaðar-
störfum fyrir
bæjarfélagið
Svanfríður Jónasdóttir, ný-
kjörinn alþingismaður Þjóð-
vaka í Norðurlandskjördæmi
eystra, er jafnframt forseti bæj-
arstjórnar Dalvíkur og hún
sagði í samtali við Dag að hún
myndi áfram sinna trúnaðar-
störfum sínum á Dalvík.
„Ég mun áfram eiga lögheimili
á Dalvík og það gerir það að verk-
unt að ég get sinnt þeint trúnaðar-
störfum sem ég hef tekið að mér
fyrir bæjarfélagió og það hef ég
hugsað ntér aó gera. Ég hef þegar
rætt þetta við ntína félaga og minn
bæjarstjóra, þannig að þetta er mál
sem búið er að vera til skoðunar.
Það eru mörg fordæmi fyrir því að
fulltrúar í sveitastjórnum eru
kjörnir á Alþingi og þeir sinna
hvoru tveggja.“
Svanfríður er oddviti I-listans á
Dalvík, sem er samfylkingarfram-
boð þar og fékk tvo ntenn í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum. I-
listinn er í meirihlutasamstarfi
nteð Framsóknarflokknum og eru
Svanfríður og Bjarni Gunnarsson,
fulltrúar I-listans í bæjarstjórn.
„Ég vil endilega standa við
þann trúnað sem mér hefur verið
falinn af bæjarbúum og held aó ég
geti rétt eins og aðrir sinnt því
þannig að vel sé. Og það er kost-
urinn við þetta þingmannsstarf að
það er beinlínis gert ráð fyrir því
að maður feróist heim til sín,“
sagði Svanfríður. KK
Húsavík:
Hlutafjár-
kaupí FH
rædd við ÍS
Fulltrúar frá íslenskum sjáv-
arafurðum og stjórnarmenn
Fiskiðjusamlags Húsavíkur
héldu vinnufund á Húsavík sl.
fimmtudag varðandi hugsanleg
hlutabréfakaup ÍS í FH.
Stjórn Fiskiðjusamlagsins hef-
ur fengið heimild til að auka
hlutafé fyrirtækisins um 200 ntillj-
ónir og hefur ákveðið að nýta sér
helming heimildarinnar og auka
hlutaféð unt 100 ntilljónir. Húsa-
víkurbær hefur ckki tekið ákvörð-
un um hvort forkaupsréttur að
hlutafé verður nýttur, en bærinn
og Kaupfélag Þingeyinga eiga
80% hlut í FH.
Einar Njálsson, bæjarstjóri,
sagði aó ekki væri hægt að tíma-
setja hvenær niðurstaða fengist á
viðræðum við IS en hann vonaði
að það yrði sem fyrst. 1M