Dagur - 10.04.1995, Side 9
Mánudagur 10. mars - DAGUR - 9
ÍÞRÓTTIR
SÆVAR HREIÐARSSON
Boöganga:
„Við erum alsælir"
- sagði Kristján Hauksson eftir sigur Ólafsfiröinga
fsfírðingar mættu vígreifír til
boðgöngunnar á föstudag eftir
glæsilegan árangur daginn áður
þegar Gísli Einar Árnason, ísa-
firði, sigraði Daníel Jakobsson,
Ólafsfírði, með glæsibrag í 15
km göngu með frjálsri aðferð.
Nú var það 3x10 km sem gengn-
ir voru og Ólafsfírðingar voru
ákveðnir í að tapa ekki aftur
fyrir erkifjendunum í gögunni.
Þegar upp var staðið var sigur
Ólafsfírðinga öruggur eftir að
hafa haft forustu allan tímann.
„Við erum alsælir enda er þetta
fyrsta gullió til Ólafsfiróinga í
boðgöngu síðan 1984 og það var
kominn tími til. Ég var búinn að
lenda fjórum sinnum í öðru sæti,“
sagói Kristján Hauksson, göngu-
maóur úr sigursveitinni.
Kristján gekk afburða vel fyrir
Ólafsfirðinga strax á fyrsta spretti,
þar sem gengið var með hefð-
bundinni aöferð, og tók forystu.
„Ég tók fyrsta sprctt á móti Einari
og við gengum saman þar til það
voru um 3 km eftir. Þá náói ég að
hrista hann aðeins af mér,“ sagði
Kristján. Við fyrstu skiptingu, eft'
ir 10 km, hafði hann 19 sekúndna
forskot á Isfirðinginn Einar Ólafs-
son, fulltrúa A-sveitar heima-
manna. Kristján gekk á 31,45
mínútu en Einar á 32,04 mínútum.
Þriðji var Þóroddur Ingvarsson
fyrir A-sveit Akureyrar sem gekk
á 33,24 mínútum.
Ólafur Björnsson tók við fyrir
Ólafsfirðinga á öðrum spretti, með
frjálsri aðferð, og var með heima-
manninn Hlyn Guömundsson á
hælunum allan tímann og forskot
norðanmanna var komið upp í 29
sekúndur við aðra skiptingu. Ólaf-
ur fór sprettinn á 31,17 mín. en
Hlynur á 31,27 mín. Gísli Haróar-
son, sem sigraói piltallokkinn
daginn áður, tók við hjá Akureyr-
ingum og gekk mjög greitt, 10 km
á 31.21 mínútu.
Lokaspretturinn var hafínn og
Daníel Jakobsson tók við af Einari
fyrir Ólafsfirðinga en Gísli Einar
Árnason fékk það hlutskipti að
reyna að saxa á forskotið fyrir
heimamenn. Daníel var staðráðinn
í að gefa Gísla ekki annan mögu-
leika á sigri eftir ófarirnar í
göngunni daginn áóur og skilaði
besta tímanum þennan daginn,
26,50 mínútum. Enn jókst forskot-
ið og þegar upp var staðið kom
hann í mark 1,36 mínútum á und-
an Gísla Einari, sem gekk á 27,57
mínútum. Samtals tók það Ólafs-
firóinga 89,52 mínútur að ganga
þessa 30 km en Isfírðingar notuðu
til þess 91,28 mínútu. Þriðja
sprettinn hjá Akureyringum gekk
Haukur Eiríksson og skilaði hann
sínu hlutverki vel, gekk á 29,28
mínútum. A-sveit Akureyringa
kom í mark á samanlögðum tíma
94,13 mínútum á meðan B-sveit
Akurcyringa kom fjórða í mark á
108,17 sekúndum.
B-sveit Akurcyringa var
skemmtilega upp byggð. Þar voru
feðgar saman í svcit og inun það
vera fyrsta sinn sem það gerist.
Jóhannes Kárason gekk fyrsta
sprettinn á 40,25 mínútum og Kári
sonur hans tók við. Hann fór
vegalcngdina á 33,33 mínútum
áóur en hann eftirlét Helga bróður
sínum að klára gönguna. Helgi var
sterkur fyrri hlutann en missti nið-
ur hraðann síðari hlutann og end-
aði á 34,19 mínútum.
Daníel Jakobsson tók síðasta sprettinn fyrir Ólafsfirðinga í boðgöngunni og
tryggði sinni sveit sigur. Hann fagnaði síðan aftur sigri í 30 km göngunni í
gær.
Skíðaganga - hefðbundin aðferð:
sigraði lengri gönguna
- heimafólk sigraði í kvenna- og piltaflokki
Daníel
Daníel Jakobsson sigraði í 30
km göngu með hefðbundinni að-
ferð í gær og tryggði sér þar með
sigur í göngutvíkeppni. Sigurinn
var sætur fyrir Daníel eftir að
hafa tapað fyrir ísfirðingnum
í gærmorgun fór fram annað
mótið í móthrinunni Icelandair
Cup í svigi. ísfirðingurinn Arnór
Gunnarsson sigraði Hauk Arn-
órsson með góðri seinni ferð en
Matjaz Stare frá Slóveníu varð
þriðji. f kvennaflokki sigraði
Trine Bakke frá Noregi og Sig-
ríður Þorláksdóttir og Hallfríður
Hilmarsdóttir frá Akureyri
komu næstar.
Haukur Arnórsson hafði for-
ustu eftir fyrri ferð cn Arnór náði
Gísla Einari Árnasyni t
göngunni á fímmtudag. Auður
Ebenesardóttir sigraði í 7,5 km
göngu kvenna og Hlynur Guð-
mundsson sigraði í 15 km göngu
pilta 17-19 ára, en Auður og
að vinna hana upp með góðri
keyrslu í scinni fcrð og átti 12
hundruðustu úr sekúndu í forskot
þegar upp var staóið. Kristinn
Björnsson og Vilhelm Þorsteins-
son náðu ckki að ljúka keppni.
í kvennaflokki sigraði Trine
Bakke frá Noregi með yfirburðum
og átti sex sekúndur í næsta
keppinaut. Ásta Haldórsdóttir datt
úr lcik og sömu sögu er að segja
af Brynju og Hildi Þorsteinsdætr-
um.
Hlynur eru bæði frá ísafirði.
Nokkuð glöggar línur voru í
karlagöngunni í gær. Daníel gekk
rösklega og var nokkuð öruggur
með sigurinn. Hann var 19 sek-
úndurn á undan næsta manni, Ein-
ari Ólafssyni frá Isafirði, eftir
l'yrsta hring og eltir það jókst for-
ustan jafnt og þétt. Daníel konr í
mark á 1.29.17. Einar Ólafsson
var annar í rásröðinni en Daníel
númer fimm og hann komst ekki
franiúr Einari fyrr cn um miðjan
síðasta hring af fjórum. Einar end-
aði á tímanum 1.31.01 og tryggði
sér bikarmeistaratitil með þessum
árangri eftir mikla baráttu við Ak:
ureyringinn Hauk Eiríksson. I
þriðja sæti í gær var Gísli Einar
frá Isafírði og Haukur Eiríksson
varð fjórði. Kristján Hauksson frá
Ólafsfírði blandaði sér í baráttuna
framan af en hætti keppni eftir tvo
hringi.
Auður sigraði Svövu
I kvennaflokki, 16 ára og cldri,
voru gengnir 7,5 km. Þar sigraði
Auður Ebenesardóttir á 28 mínút-
um og 9 sekúndum en Svava
Jónsdóttir frá Ólafsfirði náði ekki
að fylgja eftir góðri göngu á
fimmtudag. Hún kom í mark á 30
mínútum og Sl^sekúndu. Auður er
tíu árum eldri og hafði einfaldlega
meiri kraft í þessa göngu. Svava
virtist ekki ná sér upp og senni-
lega þreytt eftir öll mót vetrarins.
Þriðja varð Helga Margrét Malm-
quist frá Akureyri á 31,59 mínút-
um.
Hlynur sterkur á heimaslóðum
I piltaflokki 17-19 ára voru
gengnir 15 krn og þar sigraði
heimamaðurinn Hlynur Guð-
mundsson nokkuð örugglega.
Hefðbundna gangan er hans sterk-
asta hlið og hann kom í mark á
48,26 mínútum. Amar Pálsson,
einnig frá ísafirói, varð annar á
49,34 mínútum og Gísli Harðar-
son frá Akureyri varð þriðji á
53,10 mínútum. Gísli vann með
frjálsri aðferð á fimmtudag en
náði sér cngan veginn á strik í gær
og gat ekki ógnað ísfíróingunum.
Úrslit
ICELANDAIR CUP:
Laugurdagur:
Svig karla:
1. Amór Gunnarsson ísl 1.38.00
2. Matjaz Stare Sló 1.42.78
3. Jóhann H. Hafstein ísl 1.44.61
4. Valur Traustason Isl 1.44.90
5. Ingvi Geir Ómarsson ísl 1.45.42
6. Gauti Sigurpálsson ísl 1.49.50
Svig kvenna:
l.GimleTrudeNor 1.19.63
2. Ásta Halldórsdóttir ísl 1.20.44
3. Trine Bakke Nor 1.20.57
4. Sigriður Þorláksdóttir ísl 1.26.75
5. Hallfrióur Hilmarsd. ísl 1.32.83
6. Kristín H. Hálfdánard. ísl 1.36.67
Sunnudagur:
Svig kvenna:
1. Trine Bakke Nor 1.23.34
2. Sigríóur Þorláksdóttir ísl 1.29.53
3. Hallfríöur Hilmarsd. ísl 1.33.17
4. Hrefna Óladóttir Ísl 1.40.56
5. Kristín H. Hálfdánard. ísl 1.41.36
6. Sigríður Flosadóttir ísl. 1.42.01
Svig karla:
1. Ámór Gunnarsson ísl 1.28.27
2. Haukur Amórsson ísl 1.28,39
3. Matjaz Stare Sló 1.30.80
4. Uros Pavlovicic Sló 1.30.89
5. Aslak Ottar, Nor 1:32,67
6. Gunnlaugur Magnúss. Isl 1.33.65
Icelandair Cup - svig:
Arnór sigraði
-Kristinn og Vilhelm féllu úr leik
^ Handknattleikur:
KA Islandsmeistari
í 4. flokki karla
Strákarnir í 4. flokki KA
tryggðu sér íslandsmeistaratitil í
sínum aldursflokki með sigri á
ÍR-ingum í úrslitaleik í gær. Sig-
urinn var öruggur, 15:9 eftir að
KA. hafði yfír í hálfleik 9:2.
Á laugardag keppti KA í und-
anúrslitum Islandsmótsins gegn
KR og sigruðu þar í spennandi
leik 14:13. Þeir mættu því gal-
vaskir til úrslitaleiks gegn há-
vöxnunt IR- ingum sem voru með
líkamlegra sterkara lið en KA-
strákar voru mun teknískari og
liprari. IR hel’ur ekki tapaó mörg-
um leikjum í vetur og yfirburðir
KA komu því nokkuð á óvart en
það var fyrst og fremst mjög
sterkur vamarleikur sem skóp sig-
urinn. Mörk KA í úrslitaleiknum
skoruðu þeir Heimir Árnason og
Þórir Sigmundssón, sem gerðu
fimm mörk hvor. Kári Jónsson
skoraði tvö og Jónatan Magnús-
son, Jóhannes Jónsson og Anton
Þórarinsson eitt mark hver.
I fyrra voru sömu strákar í
fjórða flokki og þá töpuöu KA-
strákar úrslitaleik fyrir KR. Fram-
farirnar virðast því vera meiri hjá
KA undir stjórn Jóhannesar
Bjarnasonar.
Fjallað verður um sigurinn og
mynd af Islandsmcisturunum
verður birt á morgun.
t
HM-getraun Dags eg HM '95 miðasölu
27
dagar fram að HM
Ein af þátttökuþjóðunum í D-riðli heimsmeistaramótsins á Akureyri er
þekktari af öðru en handknattleik.
( ) Kaffiframleiðslu.
( ) Bílaframleiðslu.
( ) ísbjörnum.
Krossið við rétt svar og sendið seSilinn til:
Dagur - HM-getraun, Strandgata 31, 600 Akureyri,
ÁAinv/iL'iinnninn 1 O nnrí v/ornnr rironÍn nr róftnm niicruim K/oir mi^nr Winlr
Símanúmer HM '95
miðasölu: 96-12999
Miðvikudaginn 19. apríl verður dregið úr rétlum lausnum
fyrir dagana 10., 11., 12. og 13 apríl og nöfn vinnings-
hafa birt í blaðinu á sumardaginn fyrsta, 20. apríl.
Vinningshafi hvers dags fær að launum HM-bol og minja-
gripi vegna HM '95. Auk þess verða lausnarmiðar 10.,
11., 12. og 13. april settir í pott og úr honum dregnir
Sendandi:
tveir miðar. Hinir heppnu fá hvor um sig aðgöngumiða
einn leikdag (þrjá leikij í D- riðli HM '95 á Akureyri.
Þátttakendur geta sent lausnarseðla i umslagi fyrir hvern
dag en einnig er heimilt að senda lausnarseðla fyrir
þessa fjóra daga í einu umslagi. Það skal ítrekað að
fjórði útdráttur verður miðvikudaginn 19. april.
Sími: