Dagur - 06.05.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 06.05.1995, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 6. maí 1995 Þurr, feit, viðkvæmeóa óhrein húð - margar leiðir í boði Þegar fólk fer á snyrtistofu til að fara í andlitssnyrtingu kemur mangt til greina og ekki laust við að meðaljóninn ruglist örli'tið í ríminu þegar kemur að því að velja meðferð. Andlitssnyrting, andlitsbað, djúphreinsun, maskar, ávaxtasýrumeðferð og nýjasta nýtt, ilmolíumeðferð. Hvað er best og hvað á að velja? Nanna Yngvadóttir snyrtifræðingur svarar þeirri spumingu. „Það er að sjálfsögðu persónubundið hvað hentar hverjum og einum og ræðst einkum af aldri, húðgerð og þeim vandamálum sem þarf að vinna með hverju sinni. I fýrsta lagi má nefna andlitshreinsun sem er nokkurs konar grunnmeðferð. Þá er gufa og hreinsiefni notuð til að hreinsa út óhreinindi, bólur og fílapensla. I þessa andlitshreinsun fer einkum ungt fólk. Ef hálftíma andlits-, háls- og herðanuddi er bætt við þessa grunnmeðferð er um svokallað andlitsbað að ræða. Öllum konum sem eru eldri en 25 ára er ráðlagt að fara í andlitsbað fremur en eingöngu andlitshreinsun. Nuddið er slakandi bæði andlega og líkamlega og það örvar starfsemi húðarinnar og frískar. Einnig er hægt að velja að fara eingöngu í nudd og maska sem er þá nærandi og slakandi en er ekki bein hreinsun. I öðru lagi má svo nefna ampúluandlitsbað, þá er óbeinn hátíðnistraumur nýttur til að þrýsta virkum efnum sem valin eru eftir húðgerð viðkomandi niður í húðina. I þriðja lagi má nefna djúphreinsun fyrir andlit, augu og háls, þá er ég að tala um Cathio meðferð. I þeirri með- ferð er notaður mjög vægur galvanískur straumur til að þrýsta ákveðnum gelum niður í húðina. Gelin innihalda meðal annars basísk málmsölt sem blandast húðfitunni og hlaðnar jónir sem örva endumýjun húðfruma. Þessi meðferð er mjög virk og efnin vinna í húðinni í sólarhring eftir að viðkomandi fer í meðferðina, þann tíma eru óhreinindi að hreinsast úr húðinni. I tengslum við Cathio meðferðina er meðferð sem nefnist Biopeeling en hún örvar eðlilega húðflögnun og þar með endumýjun húðarinnar. Ávaxtasýrumeðferð er einn valkosturinn en það er mjög árangursrík meðferð og er hún talin ganga næst and- litslyftingu án aðgerðar, sú meðferð hefurverið kynnt íþessum þætti. Það nýjasta í dag er svokölluð Aromatherapy eða ilmolíumeðferð. Þá er unnið með maska og nudd. Eingöngu eru nýtt náttúruleg efni og er það í raun svar við kröfum núti'ma fólks um náttúruleg efni. Ýmsir valkostir eru í boði og þjónusta snyrtifræðinga er sniðin að allra þörfum því hægt er að skjótast á snyrti- stofu og skella sér í tuttugu mínútna meðferð eða njóta þess að láta fagfólk dekra við sig allan daginn," sagði Nanna. KLJ Aromatherapy er meðferð sem byggir á kröftum úr ríki náttúrunnar. Notaðar eru ilmolíur unnar úr jurt- um og ávöxtum, svo sem sítrónu, kamillu og ging- senrót Olíunum er blandað saman við ákveðið grunnkrem allt efiir húðgerð hvers og eins. Þessa persónulegu blöndu nýtir snyrtifræðingurínn I nudd- krem og maska handa viðskiptavininum. Þannig er orka náttúrunnar beisluð og nýtt til að endurnýja, næra og örva súrefnisflæði í húðinni. Cathio meðferð, virkum hlaupkenndum efnum þrýst inn í húðina með galvan- ískum straumi til endumýjunar og w hreinsunar. y MATARKROKURINN Góður kostur fyrir þá sem hafa knappan tíma Það er Erna Kristín Sigmundsdóttir, sem leggur til uppskrifiir í Matarkrók Dags að þessu sinni. Erna er fœkniteikn- ari að mennt og hefur nú nýverið hafið störfhjá Tceknideild Akureyrarbæjar. Hún erfœdd og uppalin á Akureyri og það sama má segja um eiginmann henn- ar, Börk Þórisson, starfsmann í Brauð- gerð KEA. Þau hjónin eiga eina dóttur, Þórdísi Björk. Að sögn Ernu Kristínar eru réttirnir sem hún gefur okkur upp- skrift afallir einkarfljótlegir en jafh- framt góðir en það eru einmitt þannig uppskriftir sem Erna Kristín er sjálf hrifhust af. Hún segir rúllutertuna ákaf- lega Ijúffenga og mjög auðvelda sér- staklega ef sú leið sé farin að búa til form úr smjörpappír, strá það örlitlum sykri og baka kökuna íforminu á plötu. Erna Kristín ætlar aðfá góða vinkonu sína og nágrannakonu, Sigrúnu Stefáns- dóttur, til að gefa okkur uppskriftir að tveimur vikum liðnum. Pastaréttur fyrir 3-4 300 g pasta 1 skinkubréfí bitum 'A dós sveppir eða sama magn afferskum 1-2 hvítlauksrif smáttsöxuð 'A paprika, rauð eða grœn, í bitum rifinn ostur pizza- og pastakrydd frá Knorr 2 dl rjómilrjómaostur, má sleppa Pastað er soðió og á meðan er skinka, sveppir og paprika snöggsteikt á pönnu í 3-5 mín. Hvítlaukurinn er steiktur með rétt undir það síðasta. Síðan er pastanu og öllu steikta gumsinu blandað saman í eldfast mót og rjómanum hellt útí. Ostinum stráð yfir. Bakað við 200°C þangað til ost- urinn er vel bráðnaður inn. Djúpsteiktur fiskur í orly með súrsœtri sósufyrir 4 2 ýsuflök í strimlum Orly deig: legg 1 msk. olía 2 tsk. Spicy Shrimp Seasoning frá McCormick’s 3 msk. hveiti pilsner 2 tsk. pipar Hveiti, krydd og olía er hrært vel saman, eggið er þeytt og sett í síðast og loks þynnt út með pilsner. Súrsœt sósa: 1 rauð paprika 1 grœn paprika 4 tómatar 1 lítil dós ósœtur ananas olía, kínversk sojasósa 1- 2 msk. edik 'A-l msk. hunang salt, paprikuduft 2 tsk. maizenamjöl 1 dl. kjötsoð Skerið tómata, paprikur og ananas í bita og steikið paprikur aðeins í olíu við háan hita. Bætió sojasósunni, ediki og hunangi í og sjóðió í 3-4 mín. Bætið því næst vió tómötum og ananas og látió malla aðeins lengur. Kryddið. Blandið útí jafningi úr ma- izenamjöli hrærðu í kjötsoði og látið réttinn krauma smá stund. Hrærið. Borið fram með hrísgrjónum. Kartöflusalat fyrir 4-6 4-5 blöð kínakál, saxað 2- 3 tómatar í litlum bitum 4 cm afgúrku í bitum 112-1 paprika íbitum 1 lítill laukur, smátt saxaður 4-8 kartöflur, eftir stærð, soðnar og skornar í bita salatkryddfrá Knorr (ígrænum bauk) mayonaise Öllu blandað saman með mayonaise og borió fram kalt. Hentar sérstak- lega vel með grillmat og nautasteik- um. Rúlluterta með súkkulaði og banönum 75 g smjörlíki 125 g sykur 3 egg 4 msk. kakó 100 g hveiti 'A tsk. natron 'A dl súrmjólk Smjörlíki og sykur hrært vel saman, eggin sett í, eitt og eitt. Kakó, hveiti og natron hrært útí ásamt súrmjólk- inni. Ofnskúffa klædd meó smjör- pappír og deiginu hellt í. Bakaó við 220°C. Fylling: '/1 eða meira þeyttur rjómi l'A banani, stappaður 100-150 g suðusúkkulaði, saxað Rjóminn þeyttur og banönum cg súkkulaði blandað varlega saman við. Sett á kælda kökuna og rúllaó upp. Gott er að bíða ekki alltof lengi meó að rúlla hana upp vegna þess að hún harónar og stífnar fljótt og vill þá brotna. Stingið kökunni í frost þar tíl rjóminn er svo til alveg frosinn. Hún er best þannig. KLJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.