Dagur - 06.05.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 06.05.1995, Blaðsíða 20
Bjartsýni. Mynd: Robyn Aðalfundur MSKÞ: 7,7 milljóna króna hagnaður - 25 framleiðendur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjóik jókst um 10,15% milli ára. Inn- leggjendum fjölgaði um einn á ár- inu og eru þeir nú 106. Flokkun mjólkur var afburða- góð miðað við gerlatölu, eins og undanfarin ár. 99,68% mjólkur- innar fóru í 1. flokk, 0.30% í 2. flokk og einungis 0.02% í 3. flokk. Meðalfrumutala samlagsins hefur enn lækkað og er 421.000 en var 435.000 árið áður. Verðlaun fyrir úrvalsmjólk hlutu 25 framleiðendur. IM Bensínið hækkar Olíufélögin hækkuðu í gær verð á bensíni um eina krónu og níutíu aura lítrann á öllum tegundum. Að sögn talsmanns Olíufélags- ins ESSO má rekja hækkunina til þess að heimsmarkaðsverð á bens- íni hefur hækkað um 30-35% á undanfömum mánuðum og ef ekki hefði komið til hagstæð þró- un á bandaríkjadal gagnvart ís- lensku krónunni hefði hækkunin komið enn fyrr fram hér á landi. HA Aðalfundur Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík var haldinn sl. fimmtu- dag. Á fundinum hélt Guðbjörn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, er- indi um markaðsmál mjólkur og kjötvöru. Hagnaður á rekstri samlagsins 1994 nam 7,7 milljónum króna en árið áður var tæplega 5 milljóna tap. Verulegur afkomubati varð milli ára á rekstri Efnagerðarinnar Sana. Innvegin mjólk hjá mjólkur- samlaginu var 6.366.769 lítrar og HELGARVEÐRIÐ I dag verður austan og norðaustan kaldi á Norður- landi, hitinn verður 1-5 stig. Á morgun verður líka aust- an og norðaustan kaldi, skúraleiðingar og 1-4 stiga hiti. Eftir helgina er spáð kólnandi veðri, norðlægum áttum og jafnvel éljagangi. Það er sem sagt Ijóst að snjórinn ætlar að halda sín- um hlut enn um sinn. Öryffffi endinffu, rekstrarkastnað, þægindi, snerpu a.fl. /a^arud BSV Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 12960 - Akureyri OPEL Landsleikurinn okkar! Tilskilinn fjoldi bæjarfulltrúa á Akureyri óskar eftir aukabæjarstjórnarfundi: „Mjög sárt ef halda á auka- fund út af vínveitingaleyfi" - segir Sigfríöur Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar Bæjarfulltrúarnir Þórarinn B. Jónsson, Björn Jósef Arn- viðarson, Guðmundur Stefáns- son og Valgerður Jónsdóttir, sem er varabæjarfulltrúi í for- föllum Ástu Sigurðardóttur, af- hentu Sigfríði Þorsteinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, bréf í gær þar sem farið er fram á aukafund í bæjarstjórninni fyrir klukkan 09.00 næstkom- andi mánudag. Einnig munu bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Þórarinn E. Sveinsson vera erindinu sam- mála. Tilefnið er afgreiðsla bæjarráðs Akureyrar sl. fimmtudag á bréfi sýslumannsins á Akureyri vegna beiðni veitingahússins Greifans á leyfi til áfengisveitinga í íþrótta- höllinni á Akureyri meðan á heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik stendur. Meirihluti bæj- arráðs lagðist gegn veitingunni og var þannig sammála áfengisvarna- nefnd. Einn bæjarfulltrúanna taldi það álitshnekk fyrir Akureyrarbæ sem ferðamannabæ ef ekki yrði mögulegt að versla með bjór í íþróttahöllinni þá daga sem keppnin fer fram og það yrði erfitt að útskýra fyrir útlendingunum. Sigfríður Þorsteinsdóttir hafði ekki fengið bréfið í hendur er blm. ræddi við hana í gær en hún sagði að auglýsa þurfi fundinn með sól- arhrings fyrirvara og því sjái hún alla annmarka á því að hann geti farið fram fyrir klukkan níu nk. mánudagsmorgun. „Það er mjög sárt ef halda á aukafund í bæjarstjóm út af vín- veitingaleyfi en það er orðið mjög langt síðan að haldinn hefur verið aukafundur. Það er mönnum ekki sæmandi að kalla saman bæjar- stjórnarfund út af þessu máli, en þeir hafa sinn rétt á því,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjómar Akureyrar. GG • • TVOFALDUR 1. VINNINGUR iiasýning um helgina laugardag og sunnudag kl. 14-17 Astra - verð frá 1.337.000 Gorsa - verð frá 1.048.000 Akureyri, laugardagur 6. maí 1995 Sumarstörf hjá ÚA: Um 100 ráðnir í byrjun Að sögn Friðriks Karlssonar hjá Utgerðarfélagi Akureyr- inga hf. er að mestu búið að ganga frá ráðningu sumarafleys- ingafólks hjá félaginu. í fyrstu umferð vera ráðnir 80 unglingar eða skólafólk sem starfað hefur áður hjá ÚA eða öðrum frysti- húsum og 20 nýliðar. Umsóknir voru u.þ.b. 300 eða þrisvar sinn- um fleiri en þeir sem verða ráðn- ir til að byrja með. Haldið verður uppi fullri vinnslu hjá ÚA í sumar og Friðrik segir ekki ósennilegt að fleira sumarafleysingafólk verði ráðið eftir einhvem tíma. Það fari m.a. eftir aflabrögðum. „Þegar þessir nýliðar eru búnir að fá sína kennslu og skólun er jafnvei á döfinni að taka annan eins hóp. Við höfum frekar lítið ráðið af nýju fólki sl. 1-2 ár, við höfum haft það mikið af vönu, en nú er það fólk að ganga upp í aldri eins og gengur og vill kannski prófa eitthvað annað. Það er því alltaf nauðsynleg að þjálfa ákveðinn hóp af nýju fólki,“ sagði Friðrik. HA Innanhúss- málning 10 lítrar kr. 4.640,- KAUPLAND Kaupangi • Slmi 23565 Vectra - verð frá 1.651.000 Þeir sem sérstakan áhuga hafa á bílum fagna því með okkur að nú er áhugi á Opel að vakna áný á íslandi. Opel bílar lenda í fyrstu sætum þegar verið er að meta:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.