Dagur - 20.05.1995, Síða 4

Dagur - 20.05.1995, Síða 4
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), KRISTIN LINDA JÓNSDÓTTIR, SÆVAR HREIÐARSSON,(lþróttir), LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Ferðabjónustan og ríkisvaldið „Með reglulegu millibili horfir ferðaþjónustan upp á skyndiákvarðanir stjórnvalda um framlög til ferðamála. Þá tekst stundum að töfra fram milljónir eða milljóna- tugi til átaksverkefna. Slíkar fjárveitingar eru ekki og verða aldrei neitt til að byggja á. Samkvæmt lögum á ákveðinn filuti tekna Fríhafnarinnar í Keflavík að renna til Ferðamálaráðs. Þessum lögum hefur aldrei verið framfylgt. Það stingur því í stúf að heyra þingmenn og fleiri tala fjálglega um ferðaþjónustu sem vaxtarbrodd í atvinnulífi þjóðarinnar. Þar er lítið samhengi milli orðs og æðis.“ Þetta skrifar reyndur maður úr ferðaþjónustunni, Jón- as Hvannberg hótelstjóri Hótels Sögu, í nýjasta tölu- blaði Viðskiptablaðsins. Þetta eru umhugsunarverð orð og því miður eru þau rétt. Það hefur verið alveg furðu- leg árátta stjórnmálamanna að segja í tækifærisræðum að hinn eða þessi atvinnuvegurinn muni bjarga þjóðinni en á sama tíma er fótunum kippt undan þessum sömu atvinnuvegum með fáránlegri skattlagningu. Ríkisvaldið vissi á sínum tíma þegar það ákvað að setja virðisauka- skatt á gistingu í landinu að það myndi hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það vöruðu allir við þessari leið. Samt sem áður var gistingunni gert að innheimta virðisaukaskatt, verðið hækkaði auðvitað en til þess að sprengja það ekki upp úr öllu valdi brugðu sumir gisti- staðir á það ráð að taka á sig hluta af kostnaðinum. Nið- urstaðan úr þessu reikningsdæmi var tap fyrir alla aðila. Það er hlutverk ríkisvaldsins á hverjum tíma að skapa starfsgreinum vinveitt rekstrarumhverfi. Ríkisvaldið á ekki að vinna gegn atvinnulífinu með heimskulegri skattlagningu. Ferðaþjónustan hefur vissulega burði til þess að efl- ast gífurlega á næstu árum og afar mikilvægt er að það takist, vegna þess einfaldlega að þetta er vinnuaflsfrek atvinnugrein og margfeldisáhrif hennar eru umtalsverð. Þetta er atvinnugrein sem skiptir máli úti um allt land, um það vitnar sem dæmi hinn mikli fjöldi bænda sem hefur hætt í hefðbundnum búskap og hellt sér út í ferðaþjónustuna. I UPPAHALDI W að er Alfreð Schiöth, dýra- lœknir og heilbrigðisfuÚtrúi ■ R tyá Heilbrigðiseftirliti Eyja- I I fjarðar, sem er í Uppáhaldi Dags að þessu sinni. Alfreö A er Siglfirðingur, en fluttist í Ystafell í Köldukinn barn að aldri. Alfreð gekk í Metmtaskólann á Ak- ureyri en fór síðan til Norcgs til náms í dýralœkningum. Þegar dvölinni í Noregi lauk starfaði Al- freð sem heilbrigóisfulltrúi á Húsavík í fjögur ár en árið 1990 fluttist hann til Akureyrar og tók við stöðu heilbrigðisfulltrúa í Evjafirði. Eiginkona Alfreðs er Ólöf Elfa Leifsdóttir, iðjuþjálfi á Kristnesspítala, en Ólöf er Slcag- firðingur frá Keldudal í Hegra- nesi. Þau hjónin ciga tvö börti Kristínu Helgu 8 ára og Axcl Aage 7 ára, fjölskyldan býr í Kristnesi. Sem heilbrigðisfulltrúi hefurAl- freð eftirlit með ýmsu sem tengist umhverfismálum, hollustu, heil- brigði og mengunarvörnum. Starf- inu fylgir efiirlit með vatnsbólum, fiórgun spilliefha, sorpförgun, skolpmálum, allri matvœlafratn- leiðslu á innanlandsmarkað og fyr- irtœkjum sem má œtla að geti vald- ið mengun svo dcemi scu tekin. Heilbrigðisfulltrúar eru faglegir ráðgjafar sveitarfclaganna og jafnframt eftirlitsaðilar sem fylgjst með því að reglum um þessi mál sé fram fylgt, en vegm aðildar ís- lands uð EES eru ýmsar nýjar reglur að taka gildi á þessu sviði. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Villibráó." Uppálialdsdrykkur? „Vatn, en ég slæ ekki hendinni á móti bjór á góðu kvöldi.“ Alfrcð Schiöth. Hvaða Mjómsveitltónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Tina Tumer.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Schiötharamir í torfærunni, Þórir og Helgi.“ Hvað horfir þá mest á í sjónvarpi? „Fréttir og fræðsluefni.“ Á hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestálit? „Dabba.“ Hver er að þínu mati fegursti staður á Islandi? „Kinnarfjöll, þaó er eins og aó fara í kirkju að ganga upp í Kinnarfjöll einu sinni á vetri.“ Hvaða heimilisstöiffinnst þér skemmtilegust/leiðinlegust? „Það er nú leiðinlegast aó þvo upp en ég er góður á ryksugunni og stolt- ur af því hvað ég cr snöggur að hespa því verki af.“ Stundar þú einhverja markvissa hreyfingu eða líkamsrœkt? JÉg hleyp, ég reyni að hlaupa svona 3-5 sinnum í viku oftast unt 5 km.“ Ert þú t einhvetjum klúbb eða fé- lagasamtökum? „Eg er gjaldkeri Dýralæknafélags ís- lands, Heilbrigðisfulltrúafélags ís- lands og Ræktunarfélags Kinnarfells svo er ég í ferðaklúbbnum 4x4 cn þar er ég ekki gjaldkeri.“ Hvaða blöð og tímarit kaupir þú? „Morgunblaðið og lcs Dag í vinn- unni. Svo kaupi ég norska dýralækna- ritið og önnur erlend fagtímarit,“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „Jeppar á fjöllum og einn reyfari." Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir aðflytja búferlum? „Á Norðurlandi, ég er mikill Noró- lendingur í mér, eða í Noregi." Hvaða hlut eðafasteign langar þig mest til að eignast um þessar mund- ir? ,Jörð, og ég yrói afar stoltur ef þaó væri kirkjujörð." Hvemig vilt þú helst verja frístund- um þínum? „í ferðalög innanlands með fjöl- skyldunni, jeppaferðir bæói að vetri og sumri. Eg stunda cngar svaðilfar- ir, dagsferðir mcó fjölskyldunni cru skemmtilegastar." Hvernigjeppa áttu? „Gamlan og góðan Blazer af stærri geröinni, árgerð 1976“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Leysa af Ármann Gunnarsson, hér- aðsdýralækni í Austur-Eyjafjaróar- umdæmi. Ég verð scm sagt á dýra- læknavaktinni.“ ÍCU BAKÞANKAR KRI5TINN C. JÓHANN5SON Um mikilvægi þess að vera á réttum stað með rétta hæfileika á réttum tíma og helst með pólska gaflhreyfingu Það hefur sjaldan komið betur í ljós í seinni tíð en föstudaginn þann 13nda maí s.l. hve þaó háir okkur íslendingum oft á örlaga- stundum hve okkur er ótamt að greina rétt hvaða liðsafnaður á við á hverjum stað þegar verja á eða helst auka hróður lands og þjóðar. Þennan tiltekna þrettánda sáust dæmi þessa. Á eyjunni grænu var Bo með sitt lið og þegar grannt var skoðað kom í ljós að leikurinn hjá þeim var aldeilis frábær. Skyndisóknir Bos og línusend- ingar að maður tali ekki um gafl- hreyfingamar voru vel útfærðar. Fótavinna öll til fyrirmyndar og langskot. Vamarleikur Stefáns og Eyva og annnarra liðsmanna þétt- ur og hreyfanlegur og peysutog ekki til lýta. Þeir spiluðu vömina framarlega og hleyptu miklu lífi í leikinn. I sókninni vom þeir helst til ákafir og skotnýting þeirra að- eins 31%, einkum vom vítaskotin illa nýtt. Hins vegar komu þeir oft skemmtilega inn úr homunum enda hungraði þá í sigur og að klára hlutina. Ekki spuming. Hinu er svo ekki að leyna að dómaram- ir voru dálítið hikandi oft og tíð- um og áttu sinn þátt í að slæva móralinn hjá liðinu. Að öllu sam- anlögðu er þetta án efa sterkasta landslið sem við höfum átt. Vant- aði bara boltann. Hér heima var svo annað landslið að ctja kappi vió Sviss- lendinga. Mér er kunnugt um aó það lið hefur sérlega falleg hljóð. Það er einkum prýðilegt á lágu tónunum og í hægum takti þar sem skýrleiki í mótun hljómanna og tærleiki einkennir flutning liðs- ins. Þetta sannaðist í þessum til- tekna leik. Vantaði bara lagið. Það kemur því til álita hvort liðin voru ekki á röngum stað í rangri keppni einmitt þennan dag og er þá ekki í fyrsta skipti sem okkur brestur yfirvegun þegar keppnislið em valin. Nærtækt er fyrir okkur Akur- eyringa að finna dæmi um svodd- an ranga liðsskipan. Fyrir síóustu bæjarstjómarkosningar hér dreymir mig til þess að Þórsarar, einkum knattspymudeildin gerði kröfur til aukinna áhrifa í bæjar- stjóminni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að gengi þeirra í knattspymu er ekkert sérstakt svo ekki sé meira sagt svo til álita hlýtur að koma hvort þeir geri ekki eitthvað annað betur. Bæjarstjómarmeirihlutinn hins vegar ætlaói að stjóma bænum svoleiðis að atvinnuleysi yrði út- rýmt. „Atvinnumálin hafa algjör- an forgang“ heyrðist býsna oft í kosningabaráttunni og vegna þess við læmm aldrei af reynslunni fór sem fór. Atvinnuleysi hefur síðan heldur aukist en hitt og annað eftir því. Ætli það hafi því ekki hvarfláð að fleirum en frú Guóbjörgu að hollara væri öllum aó bæjarstjóm- in sneri sér að því sem hún kann t.d. knattspymu en Þórsarar taki við bæjarstjóminni þar sem knattspyma er greinilega ekki þeirra fag. Við getum rakið rniklu fleiri slík dæmi og er augljósasta dæm- ið nýja ríkisstjómin okkar. Ég held að vísu hún dygði skammt í Evrovision keppni, held hún hafi ekki svoleiðis hljóð og því síóur hún búi yfír þeim gaflhreyfingum sem fleytti henni áfram í hand- bolta og er þó aldrei að vita. Mér fínnst t.d. endilega þegar ég horfi á hana, þ.e. ríkisstjómina, en einkum þegar ég hlusta á hana að hluti af henni ætti að vera vest- ur á Melum og stjóma bændasam- tökunum og ég held hinn hlutinn sé kjörinn til forystu í Bílgreina- sambandinu eða Húseigendafé- laginu. Ég vil þó ekki ganga jafn langt og málgagn Alþýóuflokks- ins, Morgunblaðið, í gagnrýni minni á þetta góða fólk. Er reynd- ar rannsóknarefni hvort Morgun- blaðsliðió er ckki í vitlausri keppni, ætti sennilega að vera að keppa á miðunum kringum landið á krókaleyfisbátum eða á karfa- miðum á Reykjaneshrygg, utan kvóta að sjálfsögðu. Sona eru dæmin endalaus um fólk á rangri hillu út um allt, og afleiðingamar samkvæmt því. Sumir eru á þessari vitlausu hillu án þess að vita það en aðrir kjöm- ir þangað. Góð regla er til um það hvem- ig við ættum að bera okkur til þegar við göngum að kjörborði t.d. að velja okkur lið til að stjóma okkur og er reglan ein- hvem veginn svoleiðis að viö not- um höfuðið þegar við ákveðum hvað við ætlum aó kjósa og stöndum í fætuma á meðan. Ekki öfugt. Þessi regla er oftar en ekki þverbrotin.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.