Dagur - 20.05.1995, Side 12

Dagur - 20.05.1995, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 20. maí 1995 Riðið á vit íslenskrar náttúru Nú er sumarió í nánd og um leið feróamannatíminn svokallaói. Er- lendir gestir sækja okkur heim og við sjálf, Islendingar, bregöum undir okkur betri fætinum og „sækjum landið okkar heim“ eins og sagt hefur verið. Það er hægt að ferðast með ýmsu móti og þeim fjölgar sífellt sem kjósa að ferðast á einhvem óhefðbundinn hátt. Gönguferðir, hjólreiðaferðir, siglingar og svo mætti lengi telja. Fararskjótamir em margskonar að ógleymdri blessaðri bifreiðinni. Forfeður okkar höfðu sannarlega ekki val- kosti nútímans, þeirra fararskjóti var íslenski hesturinn. Sífellt fleiri og fleiri kjósa nú aó fara að for- dæmi forfeðranna og ferðast um landið okkar á hestum, bæöi ís- lendingar og útlendingar. I sumar tekur til starfa nýtt fyrir tæki á Norðurlandi, sem ætlar að sérhæfa sig í glæsilegum hestaferðum, þar sem áherslan verður lögó á þæg- indi og vellíðan þátttakenda. Þaó eru þeir Ingimar Pálsson og Bjöm Mikaelsson á Sauðár- króki sem hafa stofnað þetta nýja fyrirtæki sem nefnist Topphestar. I sumar ætla þeir að fara eina veg- lega ferð frá Sauðárkróki til Mý- vatns en lagt verður kapp á að velja þær leiðir sem hvað best sýna náttúruperlur Islands. Forsvarsmenn Topphesta hafa einnig skipulagt styttri ferðir í sumar sem em meöal annars hent- ugar fyrir þá sem vilja ferðast í góðum hópi með leiðsögn en á eigin hestum. Ferðirnar nefnast „Ut í óvissuna,“ en ljóst er að einkum verður riðið um Skaga- Hestaferðalög bjóða upp á bein tengsl við náttúru landsins og jafnvel spennandi ævintýri. fjörð. Þegar haustar verða svo réttarferðir á boðstólnum. Topp- hestar em aðeins eitt þeirra fyrir- tækja sem bjóða upp á lengri eða skemmri hestaferðir eða útreiðar- túra og því ættu þeir sem hafa áhuga á íslenska hestinum að fmna eitthvaö við sitt hæfi ætli þeir sér aó setjast í hnakkinn í sumar. KLJ Það er mönnum og hestum unaðsstund fjallalæk fjarri erli umferðar. að æja í fögrum hvammi við tæran MATARKROKURINN Kryddlegið kjöt á grillið klárt í ísskápnum KRYDD. KORN Að þessu sinni er það kvenna- listakonan Sigrún Stefánsdóttir sem lætur okkur í té gómsætar uppskriftir í Matarkrók Dags. Sigrún er fædd og uppalin á Dal- vík en búsett í Stórholtinu á Ak- ureyri. Eiginmaður hennar er Sveinn Guðmundsson, bifvéla- virki. Þau eiga tvö böm en einnig býr hjá þeim 15 ára sonur Sveins af fyrra hjónabandi. Þrátt fyrir kuldatíð er Sigrún búin að taka fram útigrillið enda er hennar uppáhalds matreiðsluaóferð yfir sumartímann aó grilla. Hún segist gjaman taka vænan skammt (í 2- 3 máltíðir) af lambakjöti um miðja viku, leggja í kryddlög og stinga því í ísskápinn. Þá á hún tilbúið kjöt á grillið þegar hugur- inn gimist og það er nóg til ef gesti ber aó garói. Að sjálfsögðu fáum við uppskrift af uppáhalds kryddleginum hennar Sigrúnar. Kartöflusalatið sem hún gefur okkur uppskrift af geymist býsna vel og því er upplagt að eiga það í ísskápnum til að grípa til með grillmatnum og svo er það að sögn Sigrúnar ómissandi í útileg- ur sumarsins. Sigrún hefur fengið fyrir- myndar húsmóður á Dalvík til að leggja til uppskriftir í næsta Mat- arkrók en það er hún Sigríður Ingibjörg, eða „Inga Siddý syst- ir.“ Blómkálssúpa 1 blómkálshöfuð 2 dl mjólk 1 dl rjómi 2-3 grœnmetisteningar 4 msk. hveiti 2 msk. smjörlíki 10 dl vatn salt og pipar Blómkálió er soðið í söltu vatni í 8-10 mín. og það síóan geymt ásamt soðinu. Smjörlíki brætt í potti, hveiti hrært saman við og soðinu hellt út í smátt og smátt, hrært vel. Mjólk og græn- metisteningum bætti í og salti og pipar eftir smekk. Látið súpuna sjóóa í 15 mín. Blómkálið skorið í bita og því bætt út í ásamt rjóman- um. Látið sjóða í 2 mín til vióbótar. Súpan er ekki síð- ur ljúffeng „daginn eft- ir“. Koríander eru hnött- ótt fræ, Ijósgræn, gulbrún eða brún en fást einnig möluð í duft. Bragðið minnir á appelsínu- börk. Höfuðkryddið í indverskar karrýblöndur en einnig notað í súrsað grænmeti og sæta rétti, milt á bragðið. Uppáhalds kryddlögurinn - lambakjöt á grillið 1 bolli tómatsósa 1 tsk. sinnep 1 tsk. sojasósa 45 g púðursykur 4 tsk. edik / tsk. tabaskosósa 1 tsk. rósmarin krydd 1-2 mulin lárviðarlauf safi úr einni sítrónu Blandið öllu saman og látið kjötið liggja í kryddleginum til dæmis í tvo sólarhringa eða eftir því sem hentar hverju sinni. Kartöflusalatið hans Svenna 1 kg kartöflur 3 laukar 1 dós sýrður rjómi 250 g majones I msk. scett sinnep dill, steinselja, pipar, allt eftir smekk Kartöflurnar soðnar og látnar kólna vel, laukurinn saxaður fínt og svo er öllu hrært saman. Jarðarberjaskyrterta 500 g jarðarberjaskyr 1 pakki Homeblest súkkulaðikex 3 msk. lint smjör 8 matarlímsblöð 2 egg 1 pakki jarðarberjahlaup 'A dl mjólk Kexið er mulið, smjörinu blandað saman við og þessu pressað í botninn á móti sem síð- an er sett í kæli. Matarlímsblöðin eru lögð í kalt vatn. Jarðarberja- skyrinu og eggjunum hrært sam- an. Þeyttum rjóma blandað var- lega saman við. Matarlímsblöðin undin upp og brædd yfir vatns- baði og mjólkinni síöan bætt út í. Þessu er hellt rólega út í jarðar- berjahræruna og hrært varlega í á meðan, svo er skyrhræran sett of- an á kexið og allt sett í kæli í 2-3 klst. Jarðarberjahlaupið er leyst upp samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Látið kólna þar til það byrjar að stífna lítillega en þá er því hellt mjög varlega ofan á skyrhræruna. Geymið tertuna í kæli þar til hlaupió er stíft. Ljúf- feng terta vió ýmis tilefni, sem eftirréttur, með kaffmu eða í saumaklúbbinn. KLJ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.