Dagur - 31.05.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 31.05.1995, Blaðsíða 5
FRETTIR Miðvikudagur 31. maí 1995-DAGUR-5 v* %* %A %A %* V* V*- V4, ^ ^ ^ ^ ^ v* 1984 Jún Nóv Apr Sep Feb Júl Des Maí Okt Mar Ágú 1989 Jún Nóv Apr Sep Feb Júl Des Maí Okt Mar Ágú 1994 Jún Nóv Apr jan jan jan Á meðfylgjandi töflu má sjá að verð á skclflcttri rækju hefur sveiflast gífurlega frá árinu 1984 til 1995, eða á 10 ára tímabili. Útflutningsverðmæti rækju stóraukist - úr 4,4 milljörðum Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda var hald- inn nýlega. í ávarpi Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf., formanns félagsins, segir að enn eitt íslandsmet hafi verið sett í rækjuveiðum á árinu 1994. Alls veiddust 72.899 tonn á sl. ári sem er 19.698 tonnum meira magn en á árinu 1993 eða um 37% aukn- ing. Þessi aukning er afar athygl- isverð og hefur gert rækjuveiðar og vinnslu að einni mikilvægustu grein íslensks sjávarútvegs. Útflutningur á skelflcttri rækju var einnig meiri en nokkru sinni áð- ur og jókst mcira en veiðamar, sem kemur til vegna mikils birgöahalds um áramótin 1993/1994. Flutt voru út 21.258 tonn árið 1994 á móti 14.990 tonnum árið 1993, eða aukn- ing um 42%. Auk skelflettrar rækju voru flutt út 8.669 tonn af rækju í skel sem er 34% aukning á magni milli áranna 1993 og 1994. Verðmæti rækjuútflutnings að frátalinni niðursoðinni rækju og rækjumjöli var því 12,4 milljarðar króna á móti 8,5 milljörðum króna árið 1993 og jókst því um 45,9% á milli ára. Rækja er því næst mikil- vægasti nytjastofn við Island, næst á eftir þorski sem gaf af sér 26,8 milljarða króna. Rækjuafurðir námu 14,5% af vöruútflutningi sjávaraf- urða á árinu 1994 en þá nam heild- arútflutningur Islendinga á sjávaraf- urðum 85,6 milljörðum króna. Hlut- deild rækjuútflutnings hefur aukist gífurlega frá árinu 1990 en þá nam króna í 12,4 milljarða útflutningsverðmæti rækju 4,5 milljörðum króna, sem var 6,5% af heildarútflutningsverðmætinu. Á sama tíma hefur hlutdeild þorskaf- urða minnkað úr 32,3 milljörðum króna á árinu 1990, eða 46,2% af heildinni, í 26,8 milljarða króna, sem er 31,4% af heildarútflutnings- verðmætinu áárinu 1994. Veiðar á hörpudiski drógust saman um 26,7% á árinu 1994, eða úr 11.466 tonnum árið 1993 í 8.401 tonn árið 1994. Sjávarútvcgsráóu- neytið ákvað án samráðs við Félag rækju- og hörpudiskframleiðenda að breyta fyrirkomulagi varðandi vinnslukvóta þannig aó ítök ein- stakra framleiðenda til vinnslu hrá- efnisins hafa minnkaó. Þetta gengur þvert á markaða stefnu Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Verðmæti hörpudiskútflutnings á árinu 1994 nam 739,8 milljónum króna og hafði minnkað um 24,9%, nam 942,6 milljónum króna á árinu 1993. Hörpudiskafuróir námu 0,9% af vöruútflutningi sjávarafurða á ár- inu 1994, var 1,3% árið 1993 en 1,1% árið 1990. Félag rækju- og hörpudiskfram- leiðenda hefur um margra ára skeið tekið þátt í norrænu samstarfi varð- andi upplýsinga- og skoðanaskipti um rækjumálefni. Á þessum vctt- vangi hafa oft komið frani hug- myndir um aó norrænir framleiö- endur og útflytjcndur skelflettrar rækju myndu standa saman að markaðsátaki til þess að skipa kald- sjávarrækju sterkari sess í hugum ncytenda en hún nú hefur. Tryggvi króna á fjórum árum Finnsson, formaður Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda, segir að umræður hafi fyrst hafist að marki á árinu 1993 en í byrjun júnímánaðar hefst með formlegum hætti samnor- rænt markaðsátak til að kynna skelf- letta kaldsjávarrækju í Þýskalandi. Hér er um að ræða langviðamesta verkefni sern félagið hefur lagt í og líklega það mikilvægasta en með því er verið að tengja hin köldu veiðisvæði íshafsrækjunnar við sterka gæðaímynd. Hugmyndin er einnig að benda á að matvæli séu framleidd við sérstaklega heilnæmar aðstæóur í þessum löndum og þar sé hreinlæti í hávegum haft. GG ** %* %* W* %* %* %* %* %* %Á %* %* %Á %* %* %* %* %* %A %Á %* %* %* %* %* %* %* %* %* %* %Á V5* ** %* %^ %Á %Á %^ %* %* %* %* %* Hótel KEA Föstudagskvöldið 2. júní Hin sívinsœla hljómsveit Geirmundar Valtýssonar ásamt Helgu Möller - það verður ekki fjörugra Ath. Enginn dansleikur laugardagskvöld Góða helgi sími 22200 %* v* %* %* %Á %A %* %*• %Á %* %<• ** %* %A %A %A %á v4, %* %* %* %<■ %* %* %* %* %* v* %* %* %* %* %<• %* %* %* %* %* %* %Á %* %* %* %* %* %A %<• %* %* %* %* %* %* %* %^ %* %* %* %<• %* %* %* Gríptu tækifærið! ✓ Otrúlegt úrval af jakkafötum Öðruvísi efni og öðruvísi snið Háskólinn á Akureyri: Opinn fyrirlestur í dag í dag, miðvikudaginn 31. maí, kl. 20.30 flytur Anette Wolthers op- inn fyrirlestur á vegum endur- menntunarnefndar Háskólans á Akureyri og fræðslunefndar Ak- ureyrarbæjar í húsnæði háskólans við Þingvallastræti 23, stofu 24., 2. hæð. í fyrirlestrinum fjallar hún um mikilvægi þróunar í fyrirtækjum og stofnunum, nám í starfi, samskipti og ný hlutverk stjómenda og starfs- fólks. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Anette Wolthers er kennslustjóri við Danmarks Forvaltningshöjskole og hefur þar umsjón með endur- menntun og __ þjálfun opinberra starfsmanna. Á vegum DF sinnir hún ráðgjöf á sviði stjómunar, starfsmannastefnu og jafnréttismála víða um heim, sérstaklega með tilliti til aðlögunar að nýjum starfsaðstæó- um s.s. í Austur-Evrópu og í Sví- þjóð og Finnlandi sem nú vinna að því aó aðlaga sig í EB. Áður hefur hún starfað m.a. við dönsku jámbrautirnar bæði sem jafnréttisráðgjafi og verkefnisstjóri þróunarverkefnis í stjómskipulagi og starfsmannamálum. Hún hefur verið skólastjóri lýðháskóla, kennt við háskóla og sinnt ráðgjöf á ýms- um vettvangi. Þá hefur hún skrifaó fjölda greina og bóka um konur, samskipti kynjanna, starfsmanna- þróun, stjómun og nám í fyrirtækj- um og stofnunum. Anette Wolthers er stödd á Akur- eyri vegna þróunarverkefnis Akur- eyrarbæjar, „AUÐUR - nám í starfi hjá Akureyrarbæ", cn hún mun verða ráðgefandi við verkefnið. Fyrirlesturinn hefst eins og áóur sagói kl. 20.30 og er öllum opinn. • \J WJtí'W HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.